Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 23 Sviðsljós Sjúkrahúsið fékkgjafir Matthías Halldórsson, aðstoðar- landlæknir og áður héraðslæknir á Hvammstanga, flutti ræðu við vígsluna. Við vígsluhátíð á Sjúkrahúsi Hvammstanga 7. janúar voru margir gestir og sjúkrahúsinu bár- ust gjafir úr ýmsum áttum. Sjúkra- húsið varð 75 ára á síðasta ári - hefur verið endurbyggt verulega og hafnar eru framkvæmdir við nýbyggingu þar. Hvammstangi: Agnes Magnúsdóttir, formaður Kvennasambands Vestur-Húnavatnssýslu, afhenti gjafabréf fyrir hljóm- flutningstækjum. Hún er til hægri en við gjöfinni tóku Guðrún Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri og Gísli Júl- íusson læknir. Prestarnir Guðni Þór Olafsson og Kristján Björnsson blessuðu bygginguna. DV-mynd Magnús Ólafsson Húnaþingi Nýlega lét Ingóifur Ingvarsson (t.h.), yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, af störf- um en við iók Egill Bjarnason (t.v.). Af því tilefni var haldið kveðjuhóf á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Á milli kappanna tveggja situr Guðmundur Sophusson sýslumaður. DV-myndir Sveinn logregluf HAFNARFJA! Við sama tækifæri þakkaði Guð- mundur Sophusson Ingólfi fyrir vel unnin störf og afhenti honum blóm- vönd en Ingólfur starfaði sem yfir- lögregluþjónn í Hafnarfirði um 8 ára skeið. __________________Meiming Öminn flýgur Öm Ólafsson birtir í DV 3. þ.m. ritdóm um íslenska stílfræði eftir okkur Þóri Óskarsson. Þessi grein ber því miður merki um heldur hroðvirknislegan og yfir- borðslegan lestur bókarinnar og ég mundi ekki hirða um að svara aðfinnslunum ef ekki væri klykkt út með því að væna höfundana, einkum undirritaðan, um beinan ritstuld. Þessi ritdómur er fullur af undarlegum meinlokum. Til dæmis hefði ég ekki trúað því að óreyndu að Öm Ólafsson kynni ekki að gera greinarmun á háði og því sem stílfræðin nefnir tvísæi eða íróníu. Þá lýsir hann eftir myndaskrá; þetta er ekki myndabók. Myndirnar þjóna þeim tilgangi einum að styðja textann; þær hafa ekkert gildi í sjálfum sér og fánýtur fróðleikur að tí- unda í hvaða rit eða upp á hvaða vegg þær em sóttar. Hvort eitthvað er um óþarfar endurtekningar milli yfirlitskafla í stílsögunni og einstakra undirskipaðra umfjöllunarkafla er smekksatriði sem ég treysti mér ekki til að hafa skoðun á nema sú fullyrðing sé studd með dæmum. „Stórum gagnlegra væri að raða efni slíks yfirlits eftir megineinkennum stíls af ýmsu tagi“, segir Örn Ólafsson. Spaklega mælt, enda er efnisröðun yfirlitskaflanna einmitt þannig! En víkjum að þeim atriðum sem Örn mun telja meginatriði gagnrýni sinn- ar. í kafla um smásögur Einars H. Kvaran saknar hann þess að fjallað sé um „þéttingu textans, m.a. með því að taka sem inngangsorð beinnar ræðu orð sem merktu aðra athöfn en tala (t.d. „Hann er farinn," hló Sigríður)." Hér hefur ritdómaranum yfirsést umíjöllun á bls. 549, en þar er einmitt bent á hvað þetta atriði er fátítt í sögum Einars. Örn víkur að tilvitnun í bók sína Kóralforspil hafs- ins um það hvernig náttúru- og veðurlýsingar í smá- sögunni Vistaskipti verði forboði þess hvernig sögu- hetjunni reiðir af. En af framhaldinu má ráða að hon- um finnist að víðar séu niðurstöður hans notaðar án þess að þakkarskuld sé viðurkennd. Eins og Örn setur þetta fram er um eintómar órökstuddar dylgjur að ræða. Ég skora á hann að benda á dæmin í bókinni sjálfri, og ekki síður dæmi þess að ég hafi í umfjöllun um stíl Halldórs Laxness eignað mér verk fyrri fræði- manna án þess að geta þeirra. Þar hengir hann sig í eftirfarandi ummæli í inngangi kaflans: „í umijöllun- inni er stuðst við ýmis fræðirit og greinar án þess að tilvitnanir fylgi með hveriu sinni.“ í beinu framhaldi er þó vitnað í eitt skipti fyrir öll í bækur og ritgerðir Péters Hallberg. Kaflinn fiallar um stílþróun Halldórs Laxness á tilteknu tímabili með hliðsjón af rannsókn- um Hallbergs en að hluta frá öðru sjónartniði, og ýmsar niðurstöður, t.a.m. um stíl Heimsljóss, verða ekki raktar til hans fremur en annarra fyrri túlkenda. Þær greinar sem Örn vísar til, eftir Kristin E. Andrés- son og Sigurð Einarsson, hafa ekki verið fyrirmyndir þessa kafla, enda felur önnur þeirra aöeins að litlu leyti í sér greiningu á stíl Halldórs, hin alls ekki. Hef ég þá minnst á öfi efnisatriði gagnrýninnar. í lokin segist Örn vonast til „að þessir gaUar séu ekki dæmigerðir fyrir stílfræðina". Hefði nú ekki ver- ið viturlegra að hemja sig á fluginu og gefa sér tíma til að lesa hina kaflana líka og sannprófa niðurstöður sínar um leiö? íslensk stílfræði er sjálfsagt ekki galla- laust verk, en það þarf nákvæmari lestur en þennan til að koma auga á það sem betur mætti fara. Þorleifur Hauksson Hringiðan Það var fiör í Kolaportinu um helgina þegar bömum og unglingum undir 16 ára aldri gafst kostur á að fá ókeypis sölupláss. Kolaportið hefur á undan- fömum árum efnt til slíkra bama- og unglingadaga og var þetta ekki síður vinsælt nú en áður. Þessir krakkar heita Guðmundur Ingi Rúnarsson, Elísa- bet María Rúnarsdóttir, Ægir Már Gylfason og Eiður Örn Gylfason. Þær,Ásdís Erna Viðarsdóttir Og Eva Rós Valgarðsdóttireru báðar Úr Selja- skóla og voru í Kolaportinu um helgina að afla sér fiár. Kolaportið hefur á undanfórnum árum efnt til barna- og unglingadaga þar sem fólk undir 16 ára aldri fær ókeypis sölupláss og nýttu krakkarnir sér þaö óspart. Borgarleikhúsið framsýndi á föstudagskvöldið söngleikinn Kabarett undir leikstjóm Guðjóns Pedersens. Þau Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson voru á meðal frumsýningargesta en Karl Ágúst þýddi tal og söngtexta verksins á nýjan leik. Söngleikurinn Kabarett, með þau Ingvar E. Sigurðsson og Eddu Heiðrúnu Backman í aðalhlutverkunum, var framsýndur í Borgarleikhúsinu á fóstu- dagskvöldið. Þær Kristin Þorsteinsdóttir og Elín G. Ólafsdóttir vora meðal frumsýningargesta og vora þær hæstánægðar með sýninguna og skemmtu sér vel. Um helgina vora opnaðir í Hafnarborg rússneskir dagar þar sem listamenn frá Rússlandi munu koma fram á næstu dögum. Þessi óperusöngvari er frá lýðveldinu Tatarstan og heitir Rinat Ibragimov. Hann söng fyrir gesti ásamt fleiri listamönnum við opnun sýningar á vatnslitamyndum eftir ýmsa þekkta rússneska málara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.