Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 29 i Jard van Nes er jafnvíg á óperur og sönglög. Söngkona í fremstu röð í kvöld verða ljóðatónleikar í íslensku óperunni. Hollenska mezzo-sópran söngkonan Jard van Nes mun syngja fjögur söng- lög eftir Alban Berg, Freuenliebe und leben eftir Schumann, lög eftir Debussy og Manuel de Falla. Undirleikari hjá henni er breski píanóleikarinn Roger Vignohs. Undanfarin ár hefur Jard van Nes unnið sér sess sem einn af fremstu söng\'urum Evrópu. Hún Tórúeikar er jafn vel heima á óperusviði og sem einsöngvari með hljómsveit og í ljóðasöng. Hún hefur veriö tíður gestur með helstu hljóm- sveitum um allan heim undir stjórn manna á borð við Vladimir Ashkenazy, Carlo Maria Giulini, Georg Solti og Mstislav Rostropovich. Hún kom fyrst fram á óperusviði 1983 og hefur síðan sungiö í fjölmörgum óper- um, svo sem eftir Mozart, Hinde- mith og Wagner. Hún hefur sung- iö inn á fjölda geislaplatna, bæði ljóðasöngva, óratoríur, sinfóníur og óperur. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 í kvöld. Kvikmyndasalir eru mismun- andi. Þessi glæsilegur salur til- heyrir Filmteatern í Ósló. Kvikmyndahús í hundrað ár í ár er aldarafmæli kvikmynd- anna og einnig er aldarafmæh frá því fyrsta húsið, sem hannað var til kvikmyndasýningar, var reist. Það var í Atlanta í Georgiu sem hús þetta var reist til að sýna það sem heimamenn kölluðu phanto- scope. Ári síðar var reist í heim- ildarleysi kvikmyndahús í Lon- don th að hýsa svonefnt The- Blessuð veröldin atregraph sem Robert William Paul stóð að. Stærsta kvikmyndahúsið Stærsta kvikmyndahús í víðri veröld er Radio City Music Hah í New York en það rúmar 5874 í sæti. í dag er það aðeins í sérstök- um tilfellum notað til kvik- myndasýninga. Tónleikar og stórar skemmtidagskrár eru þar yfirleitt í gangi. Það kvikmynda- hús sem hefur flesta sah er í Tor- onto og nefnist Cineplex. í húsinu eru átján sýningarsahr sem rúma samtals 1700 gesti. Fjöldi kvikmyndahúsa fslendingar eru mikhr bíómenn en þó ekki eins miklir og San Marino-búar. Þar í landi er eitt kvikmyndahús á hverja 3190 íbúa. Saudi-Arabar verða aö telj- ast sú þjóð sem minnst er fyrir bíó, en þar búa um niu mihjónir manna og aldrei fer neinn þeirra í bíó af þeirri einfóldu ástæðu að þar eru engin kvikmyndahús, það samræmist ekki íslamskri trú að sýna kvikmyndir á opin- berum vettvangi. Kyndill, Stjarnan, ^ Kirkjubæjarklaustri (_J Flugbjörgunarsveitin, Austur-Eyjafjöllum r^, Víkverji, 1—1 V»k Kringlukráin: Einn af fremstu kúlbopp gítar- leikurum djassins, Doug Raney, gerir stuttan stans á íslandi á leið sinni frá New York til Kaupmanna- Skemmtanir hafnar. Þetta er í þriðja skipti sem Doug Raney heimsækir okkur. Hingað kom hann fyrst með tríói Horace Parlans, þá 22ja ára gam- all. Árið 1993 lék hann á opnunar- tónleikum RúRek djashátíðarinnar í félagsskap Jazzkvartetts Reykja- víkur og nú mun hann leika meö Birni Thoroddsen gítarleikara, Tómasí R. Einarssyni bassaleikara og Einari Val Scheving trommara. Faðir Doug Raney, Jimmy Raney, var einn af frægustu gítarleikurum djasssögunnar og lék hann meðal annars mikið með Stan Getz. Þeir feðgar hafa sent frá sér saman Doug Raney hefur heimsótt ísland tvisvar áður. nokkra plötur, auk þess hefur Doug Raney hljóðritaö með fjölda ann- arra díassleikara og eigin hljóm- sveit. Tónleikarnir hetjast kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Öxnadalsheiði mokuð í nágrenni Reykjavíkur er fært um Helhsheiði og Þrengsh og fyrir Hval- fjörð í Borgarnes en verulegur skaf- renningur. Á Snæfellsnesi, Vest- fjöröum og í Húnavatnssýslum er óveður og eklcert ferðaveður. Fært Færð á vegum er um Skagafjörð og verið að moka Öxnadalsheiöi en ófært er til Siglu- fjarðar. Verið er aö moka Víkur- skarð, þá er fært með ströndinni allt til Vopnafjarðar. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru ófær. Verið er að moka Fagradal og Oddsskarð og með austurströndinni. Lith drengurinn, sem sefur vært á myndinni, fæddist á fæðingardeild Landspítalans7. desemberkl. 17.15. Hann var 3885 grömm þegar hann var vigtaður og 52 sentímetra lang- ur. Foreldrar hans eru Margrét Björnsdóttir og Egill Þorsteinsson. Hann á tvö systkin, Ai-nar, sem er fimm ára, og Söndru, sem er Hugo Weaving leikur Tick sem klæðir sig upp sem Mitzi. Þrjár kaba- rett„stúlkur" Háskólabíó sýnir um þessar mundir áströlsku kvikmyndina, Prisciha, Drottning eyðimerkur- innar (The Adventures of Pris- ciha: Queen of the Desert) Leik- stjóri og handritshöfundur er Stephen Elliott en í helstu hlut- verkum eru Terence Stamp, Hugo Weaving, Guy Pearce og Bill Hunter. í myndinni segir frá þremur Kvikmyndahúsin sýningarstúlkum í Sydney, Feli- ciu, Mitzi og Bernadettu. Þær fá boð um að taka þátt í fjögurra vikna kabarett-skemmtun á ferðamannastað í Alice Springs sem er í miðri eyðimörkinni í Ástralíu. í fyrstu virðist þetta auðvelt viðfangsefni þar sem þeim býðst að skilja öll vandræði sín eftir heima fyrir. Að komast á staðinn á þó eftir að reynast þeim erfitt. Stúlkurnar eru heldur engar venjulegar dömur. Felicia og Mitzi eru karlmenn sem klæðast kvenfótum og Bernadette er kyn- skiptingur. Dömurnar leggja upp í ferðina og nota til þess rútu sem fær nafnið Priscilla og óhætt er að segja að ýmislegt gengur á áður en yfir lýkur. Nýjar myndir Háskólabió: Ógnarfljótið Laugarásbíó: Skógarlíf Saga-bíó: Konungur ljónanna Bíóhöllin: Banvænn fallhraði Stjörnubíó: Aðeins þú Bíóborgin: Viðtal við vampíruna Regnboginn: Stjörnuhlið Gengið Almenn gengisskráning U nr. 16. 18. janúar 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,640 67,840 69,250 Pund 106,290 106,610 107.010 Kan. dollar 47,550 47,740 49,380 Dönsk kr. 11,2380 11,2830 11,1920 Norsk kr. 10,1190 10,1590 10,0560 Sænsk kr. 9,0900 9.1260 9,2220 Fi. mark 14,3450 14,4030 14,4600 Fra. franki 12,7990 12,8500 12.7150 Belg.franki 2,1477 2,1563 2,1364 Sviss. franki 62.7500 52.9600 51,9400 Holl. gyllini 39.4900 39,6400 39,2300 Þýskt mark 44,3000 44,4400 43,9100 it. líra 0,04176 0,04196 0,04210 Aust. sch. 6,2910 6,3220 6,2440 Port. escudo 0,4284 0,4306 0,4276 Spá. peseti 0,5080 0.5106 0,5191 Jap. yen 0,68370 0,68570 0,68970 irskt pund 105,080 105,610 105,710 SDR 99,27000 99,77000 100,32000 ECU 83,6400 83,9800 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan -/ 2. 1 V 15- L ? 9 <7 ID II IX !2> 14- IS 17 1 18 !T" 1 W h Í2 Lárétt: 1 klemma, 8 dauðyfli, 9 karl- mannsnafn, 10 málmur, 11 fahð, 12 haf, 13 frjó, 15 fríðan, 18 karlfugl, 20 átt, 21 handlegg, 22 geislabau'gurinn. Lóðrétt: 1 löngun, 2 hitnar, 3 súrefhi, 4. skýli, 5 galaði, 6 fóðrað, 7 bjálkana, 12 æviskeið, 14 tryllir, 16 maðk, 17 flana 19 slá. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 þvoh, 6 og, 8 rekaldi, 10 úrgu, 12 mun, 13 galsinn, 15 aka, 16 auka, 18 akurs, 19 ós, 20 ramt, 21 sat. Lóðrétt: 1 þrúga, 2 ver, 3 ok, 4 lausar, 5 , ilmi, 7 ginnast, 9 dunk, 11 glaum, 14 akka, 17 uss, 18 ar, 19 óa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.