Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN AFGREIÐSLU: 563 2777 Kl 6 81ALGARDAGS Ofi MANUDAGSMORGNA MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1995. i Þök af tveimur húsum, sem eyðilögðust í snjóflóðinu í Súðavík, eins og samloka hvort ofan á öðru en innan um er allt í braki. Þökin eru við Aðalgötu en þau höfðu færst 150-200 metra leið. Til að gefa hugmynd um fannfergið er fjögurra metra snjólag ofan á götunni. Hægra megin á myndinni glittir í pósthúsið í Súðavik. DV-mynd Halldór Sveinbjörnsson Kríslján An Arason, DV, Isafiröi: „Eg á ekki von á því að allir Súðvíkingar snúi til baka eftir að hættuástandi hefur verið aflýst. Sársaukinn er mikill og margir misstu allt sitt í flóðinu. Það verð- ur aldrei aftur byggt á þeim stað sem flóöiö féll,“ segir Jónbjðrn Björnsson, xbúi í Súðavík. Jónbjörn var staddur heima hjá sér þegar honum barst vitneskja um að snjóflóð hefði fallið á hús í þorpinu. Hann fór strax á stað- imr og byrjaði björgunaraðgerðir ásamt öðrum íbúum staðarins. Fljótlega barst aðstoð frá ísafirði og í kjölfar þess voru allflestir íbúar Súðavíkur fluttir í frysti- húsið og þaðan til isafjarðar. Gífurleg sorg ríkir nú meðal Súðv íkinga Aldrei fleiri íbúar þurft að yfirgefa heimili síðan í Vestmannaeyjagosi: Líklegt að um þúsund haf i yf irgef ið heimili sín Almannavamir ríkisins segja að ástandið geti enn versnað „Þaö ástand sem sett var á á mánu- dag er viðvarandi. Vegna þeirrar vindáttar sem er þá hafa Almanna- varnir ríkisins haft sérstakan vara á varðandi Patreksfjörö og Flateyri. Við erum með sólarhringsvakt og miðað við veðurspá má búast við að vindátt snúist í dag sem getur aukið enn á hættuna á norðanverðum Vest- íjörðum, það er ísafirði, Bolungarvík og Flateyri," sagði Jóhannes Reyk- dal, upplýsingafulltrúi Almanna- varna ríkisins. Öllu fleiri íbúar á Vestíjöröum þurftu að færa sig um set í gærdag vegna snjóflóða og snjóflóðahættu en þegar höfðu flutt sig til. Gífurleg snjósöfnun hefur átt sér stað frá því um helgina þegar veðurofsinn gerði fyrst vart vdð sig. Á ísafirði og víðar á Vestfjörðum hafa íbúar utan yflr- 'lýstra hættusvæða yfirgefið heimili Hvít ógn yfir Vestfjörðum Hateyrl: 29 hús rýmd. Snjóflöö féll skammt fyrir innan þorpiö í gær ^ ogolli rafmagnsleysi. VJ 5 o o o Núpur: Gamla íbúöarhúsiö é Núpi hrynur til grunna þegar, aö því aö taliö er, vindhnútur skellur á þvl. o o Bolungarvík: 50 hús og íbúöir rýmdar. ísafjöröur: 16 hús og íbúðir rýmdar. Tvó snjóflóö féllu á Skutulsfjaröarbraut á mánudagskvöld og þriöjudagsmorgun. Þriöja flóöiö féll í gærdag é veginn milli ísafjaröar og Hnífsdals. Súöavík: Þrjú snjóflóö féllu á þorpiö é mánudag. Kjarni þess er í rúst, 14 eru látnir og hafa nær allir Súövíkingar yfirgefiö þorpiö. Bildudalur: Drangsnes: 11 hús rýmd. 7 hús rýmd. Patreksfjöröur: 110 hús og (búöir rýmdar. Athafnalíf í liggur niöri aö mestu líkt og víöast hvar annars staöar á Vestfjörðum. PVl sín af ótta vdð snjóflóð og hefur því fjölgað í hópi þeirra 800 Vestflrðinga sem þegar höfðu flutt sig á öruggari stað í gær. Langflestir hafa þurft að færa sig til á Patreksfirði eða hátt í þrjú hundruð íbúar úr rúmlega hundrað húsum og íbúðum. í Súðavík, þar sem snjóflóðin féllu í fyrradag, hafa næstum allir 230 íbúa farið frá heim- ilum sínum. Þá hafa um 200 manns leitað skjóls hjá vdnum og ættingjum í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu en 50 íbúðir og hús hafa verið rýmd þar. Níu hús til viðbótar þeim 20 sem þegar höfðu verið yíirgefin í gær voru rýmd á Flateyri í gær en mikill snjór hefur safnast fyrir í Eyrar- fjalli. Er þar um hátt í hundrað íbúa að ræða. Á ísafirði hafa 16 hús og íbúðir verið rýmd að kröfu almanna- varnanefndar. Þá hafa um 80 íbúar yfirgefið 34 hús á Bíldudal og 16 íbú- ar 7 hús á Drangsnesi. Ástandið metið í dag Víða ætluðu almannavarnanefndir þeirra staða sem hér eru nefndir að hittast í morgunsárið eða um hádegi til að endurmeta hættuástand á þeim stöðum sem hér hafa verið taldir upp en ólíklegt má telja að breyting verði til batnaðar hvað snjóflóðahættu varðar ef mið er tekið af veðurspám. Jóhannes sagði vdð DV í morgun að líklega hefðu um eitt þúsund íbúar á Vestfjörðum þurft að yfirgefa heim- ili sín vegna yfirvofandi snjóflóða- hættu. Sagði hann að jafnmargir hefðu ek’ki þurft að fara frá heimilum sínum síðan í Vestmannaeyjagosinu árið 1973. -pp/rt LOKI Landssöfnunerhafin: Nú má enginn bregðast! Veðrið á morgun: Hvassviðri og snjókoma Á morgun verður norðlæg átt vestanlands, víða hvassvdðri og snjókoma norðvestanlands en kaldi eöa stinningskaldi og él suð- vestan til. Austanlands verður suðaustan kaldi eða stinnings- kaldi og él. Frost 0 til 8 stig, mild- ast suðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 28 Flexello Vagn- og húsgagnahjól Poufxfffl Suðuriandsbraut 10. S. 688499. K I N G A L#TT# alltaf á Miðvikudögnm 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.