Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995 Fréttir Amarvatnsheiði: • « ■ W hrossfund- ust á líf i Þijú hross sem leitaö hefur ver- ið að frá áramótum fundust á fóstudag austan Úlfsvatn á Am- arvatnsheiði. Eitt hrossana var dautt. Hrossin flúðu frá bænum Þor- valdsstöðum á Hvítársíðu á nýár- snótt og telur bóndinn þar, Sig- urður Jóhannsson, að þau hafi fælst vegna flugeida en talsvert var skotið upp í sveitinni. Hrossin tvö eru nú komin í hús og bæri- lega haldin. Siguröur sagði aö sonur sinn og nágrannar heföu farið á jepp- um og með kerru, sem skíði höfðu verið sett undir, til að sækja hrossin. „Þau voru komin 30 km upp á heiðina en við höfðum leit- að hér allt svæöiö nær bænum,“ sagði Sigurður. „Bændumar fóra á föstudaginn á snjósleðum og þá fundu þeir hrossin. Þeir gátu fært þau aðeins hingað nær og skildu eftir viö veiðikofa þangaö til þeir gátu sótt þau á laugardag. Mér sýnist vera allt í lagi með þau tvö sem eftir eru. Það hefur verið erfitt vegna veðurs að leita en þetta tókst ágætlega núna. Þaö var reyndar hörku skafrenning- úr en þetta tókst.“ Egilsstaðir: Eldur íbíl Eldur kom upp í bíl sem verið var að draga frá Fagradal til Reyðarfjarðar á laugardag. Eigandi bílsins hafði skihö hann eftir í Fagradal vegna gang- traflana og var að sækja hann til að flytja á verkstæði. Þegar hann prófaði að starta bílnum vildi ekki betur til en svo aö eldur gaus upp úr húddinu. Eigandanum tókst að slökkva eldinn með snjó og lögreglan, sem kom á staðinn, aðstoðaöi með slökkvítæki. BíU- inn skemmdist en mönnum var ekki hætta búin. Slagsmál í miðbænum: Tveirhand- teknir Tveir menn voru handteknir í Aöalstræti aðfaranótt sunnu- dagsins en þeir áttu í slagsmáium við aðra tvo. Ekkí er vitað um ástæður þess- ara slagsmála og munu mennirn- ir tveir, sem eftír voru, hafa farið sjálfir á slysadeild til aö láta að gera að sárum sínum sem reynd- ust ekki alvarleg. Einhver slagsmál urðu einnig í Austurstræti og þar var einn maöur handtekinn. Engin slys urðu á mönnum í það skiptið. Talsverður erill var hjá Iögregl- unni í Reykjavík í fyrrinótt Fjór- ir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun. Um 130 þúsund krón- um var stolið úr fjarnarbíói en enginn er grunaöur. Þá var hringt til lögreglu úr Logafold og kvartað yfir glugga- gæi sem þar var á ferð. Lögreglan leitaði mannsins en hann faimst ekki. Árskógsströnd: Tekinn ölvaður á vélskóflu Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyii LÖgreglan á Dalvík hefur það sem af er árinu haft hendur i hári tveggja ökumanna sem granaöir era um ölvun viö akst- ur. Sá fýrri ók vélsleða, en um helg- ina var annar stöðvaður á Ár- skógsströnd á Ólafsfjarðarvegi og ók sá vélskóflu. Um akstur þess- ara ökutækja gilda að sjálfsögðu sömu reglur og annarra öku- tækja að „stútur" má ekki vera við stýrið. Blönduós: Ekiðáhross Ekið var á hross viö Hjalta- bakka sunnan við Blönduós á laugardagsmorgun. Bíllinn, sem var jeppi, skemmdist mikið en ökumaður hans slapp. Hrossið mun einnig hafa sloppið, efiir þvi sem lögreglan á Blönduósi vissi best. Unga stúlkan var flutt á slysadeild Borgarspítalans en reyndist ekki alvarlega slösuð. DV-mynd S Sparkaði illilega í vinkonu sína - eftir aö hún haföi skemmt bíl hans Ung stúika var flutt á slysadeild Borgarspítalans rétt eftir miðnætti á laugardagskvöld eftir aö piltur, sem hún þekkti vel, hafði ráöist harka- lega á hana, m.a. með spörkum og þá sérstaklega í bak hennar. Stúlkan reyndist þó ekki alvarlega slösuð. Hún fékk að fara heim eftir rannsókn og þegar gert haföi verið að sáram hennar. Parinu hafði oröið sundurorða sem leiddi til þess aö stúlkan sparkaði í bíl piltsins og skemmdi hann. Mun hann hafa brugðist hinn versti við, ráöist harkalega aö stúlkunni og sparkað margsinnis í hana með fyrr- greindum afleiðingum. Listi Framsóknar á Reykjanesi frágenginn Framsóknarflokkurinn í Reykja- neskjördæmi samþykkti einróma framboöslista flokksins á kjördæm- isþingi í Hafnarfiröi á fimmtudag. Sex efstu sætin eru þannig skipuö: 1. Siv Friðleifsdóttir bæjarfulltrúi. 2. Hjálmar Árnason skólameistari. 3. Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjar- stjórnar nýja sveitarfélagsins á Suö- urnesjum. 4. Unnur Stefánsdóttir leikskólakennari. 5. Björgvin Njáll Ingólfsson verkfræðingur. 6. Sigur- björg Björgvinsdóttir forstöðumað- ur. í dag mælir Dagfari Seturáðherra óskast Eins og kunnugt er hafa Hafnfirð- ingar tekið upp þá stefnu að reka pólitíkina í bænum í réttarsölum. Hér eftir má reikna með því að í hvert skipti sem upp kemur pólit- ískur ágreiningur í Hafnafirði verði málið kært til ráðherra, sem síöan gefur út úrskurð, og þaðan verði málið sent til dómstóla sem ákveöa hvort ákvarðanir í bæjar- stjórn Hafnafjarðar standist lög. Þetta er í sjálfu aér auöskilin póli- tík enda liggur ekki fyrir hvort fyrrverandi meirihluti var lögleg- ur, hvort núverandi meirihluti er löglegur, og enginn veit hvort nú- verandi meirihluti er meirihluti af því að enginn veit hvar Jóhann G. Bergþórsson stendur né heldur hvort hann situr í bæjarstjóminni eða ekki. Jóhann hefur tekið sér frí að ráði forsætisráðherra sem handsalaði samkomulagið um frí Jóhanns, enda verða bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisílokksins vítt og breitt um landið að muna að það fer enginn þeirra í frí nema með leyfi Davíðs Oddssonar. Oftast er þaö vegna þess að flokkurinn hefur ekki efni á því að bæjarfulltrúar fari í frí því þá er einum sjálfstæðismanninum færra í bæjarstjórn en í Hafnafirði sneri málið öðra vísi við og þar þurfti að senda Jóa í frí til að meiri- hlutinn héldi. Nema hvað, ástæðan fyrir fríinu hjá Jóhanni var sú að núverandi meirihluti er búinn 'að kæra fyrr- verandi meirihluta fyrir viðskipti við Jóhann sem ekki eru talin standast lög. Kæranni var vísað til félagsmálaráðherra en félagsmála- ráðherrann heitir Rannveig Guð- mundsdóttir og vafi var talinn leika á því hvort Rannveig væri hæf til að úrskuröa í máli sem er pólitískt og snýr að samflokksmönnum hennar í Hafnarfirði. Rikislögmaöur hefur úrskurðað að Rannveig sé hæf til að ákveða hvort samflokksmenn hennar hafi gert rétt í því að skipta við Jóhann en Rannveig hefur hins vegar sjálf ákveðið að ekki borgi sig fyrir hana sem ráðherra að blanda sér í deil- urnar í Hafnarfirði. Hún hefur sem sagt vikist undan að úrskurða í máhnu. Hún vill sem sagt ekki skipta sér af pólitíkinni suöur þar. Þetta er eflaust laukrétt ályktun hjá Rannveigu enda eiga ráðherrar ekki að vera að skipta sér af pólitík meira en góðu hófi gegnir og raun- ar mættu fleiri ráðherrar taka Rannveigu sér til fyrirmyndar og víkja sér undan ábyrgð þegar óþægileg mál era á dagskrá. Af hverju eiga ráðherrar að úrskurða í málum og setja sig inn í mál sem eru pólitískt viðkvæm og geta vald- ið þeim sjálfum pólitískum skaða vegna afskipta sinna? Þetta hefur Rannveig séð og skil- ið og þakkar pent fyrir sig. Takið þennan kaleik frá mér, segir hún og vill ekki nálægt krötunum í Hafnarfirði koma. Þá er að finna annan ráöherra úr öðrum flokki til að úrskurða í málinu en þá vandast málið vegna þess að Jóhann Bergþórsson er enn í Sjálfstæðisflokknum þótt hann hafi tekið sér frí frá flokknum og bæjarstjóminni á meðan veriö er að finna út hvort hann er löglegur eða ekki í viðskiptum sínum við kratana. Ekki geta ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins úrskurðað í máli sem snertir þeirra eigin mann. Af hverju ættu þeir, frekar en Rann- veig, aö fara að skíta sig út á því að blanda sér í hafnfirsk pólitísk deilumál þegar það er vitað að þeir munu hafa verra af þeim afskipt- um. Hér er úr vöndu að ráöa. Þaö vantar ráðherra! Þaö vantar hæfan mann í ríkisstjórnina. Við sitjum uppi með vanhæfa ríkisstjóm! Ekki verður annað séð en að Davíð verði að leita að framsóknarmanni eða allaballa, nú eða þá aö fá ein- hvern frá Þjóðvaka til að taka að sér ráðherravald til bráðabirgða til að úrskurða í kærumáh þeirra Hafnfirðinga. Annars kemst eng- inn botn í pólitíkina í Hafnarfirði og annars kemst Jóhann ekki úr fríinu. Nema þaö sé þá plottið á bak viö máhð allt að kæran sitji föst í kerfinu af því að enginn fæst til að vera ráðherra til að úrskurða um kæruna. Þannig losnar Sjálfstæðis- flokkurinn við Jóa og þannig losn- ar Jói viö að fella meirihlutann þegar hann kemur til baka! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.