Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995 Fréttir__________________________________________________________________ Varðskipið Týr kom til Reykjavíkur í gær með lík 11 Súðvíkinga: Kisturnar bornar frá borði með viðhöf n Varöskipið Týr kom til Reykjavík- ur í gærmorgun meö lík ellefu Súð- víkinga sem fórust í snjóflóðinu á mánudaginn var en alls fórust 14 manns í flóðinu. Starfsmenn Land- helgisgæslunnar stóðu heiðursvörð við landganginn þegar fulltrúar björgunarsveita á höfðurðborgar- svæðinu báru kistumar í land. Kist- umar vom einungis 10 því yngsta fómarlamb flóðsins hvíldi í faðmi ömmu sinnar sem einnig lét lífiö. í landi var fjöldi björgunarsveitar- manna sem rööuðu sér eftir hafnar- bakkanum. Lögregluþjónar stóðu vörð með íslenska fánann og yfir- menn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð ásamt lögreglunni. Biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, og Hafsteinn Hafsteinson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, vom ásamt þrem prestum á hafnarbakk- anum. Minningarathöfn um þá sem fórust i snjóflóðinu í Súðavík var haldin á ísafirði á laugardag. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sést hér votta aðstandendum þeirra sem fórust djúpa samúð sína við lok athafnarinnar. DV-mynd Halldór Sveinbjörnsson, ísafirði Ekið var með kisturnar upp í Foss- vogskirkju þar sem þeim var stillt upp í kórnum. Fjöldi ættingja fórnar- lamba flóðsins mætti í kirkjuna í stutta minnigarathöfn sem fram fór fyrir hádegi. Kveikt var á kertum og séra Hörður Áskelsson lék á orgel. Tveir prestar, séra Örn Bárður Jóns- son og séra Helga Soffia Konráðs- dóttir, lásu úr ritningunni og stóðu fyrir bænahaldi. Hátt í 70 manns voru viðstaddir athöfnina. Að sögn Arnar Bárðar verður næstu daga opið hús í safnaðarheim- ili Dómkirkjunnar í Reykjavík milli klukkan 14 og 18 fyrir Súðvíkinga og aðstandendur þeirra. Þar verða prestar auk þess sem boðið verður upp á kafFiveitingar. „Við leggjum mikið upp úr því að vera til taks ef fólk vill aðstoð frá okkur,“ segir séra Örn Bárður. -kaa Akureyri: Mesti snjór í tvo áratugi? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það tala allir um að þetta sé mesti snjór hér á Akureyri í tvo áratugi og ætli það sé ekki rétt, ég tel svo vera,“ segir Hilmar Gíslason, bæjar- verkstjóri á Akureyri. Gífurlega mikinn snjó hefur sett niður í bænum undanfama daga og hafa öll tiltæk snjóruðningstæki ver- ið keyrð nánast allan sólarhringinn til að halda gatnakerfi bæjarins opnu. Um helgina var hins vegar slydda og jafnvel rigning á Akureyri og snjóruðningarnir við götumar sem em víða 5-6 metra háir hafa sig- ið nokkuð. Það er hins vegar ljóst að mikið verk bíður bæjarstarfsmanna við að koma gatnakerfinu í gott horf þótt ekki snjói meira í bih því víöa þarf að ryðja betur og koma ruðning- unum frá gatnamótum. Patreks^öröur: Hættuástandi aflýst - ekki vilja þó allir fara strax heim Hættuástandi hefur verið aflýst á Patreksfirði og flestir íbúanna era komnir heim til sín aftur. Einhverjir kjósa þó frekar að búa annars staðar enn um hríð og treysta sér ekki aftur í húsin sín. Að sögn lögreglunnar á Patreks- firði urðu menn smeykir á fóstudags- kvöldið og var þá fólk úr fimm hús- um beðið að yfirgefa þau. Sá ótti var þó ástæöulaus og hættuástandi aflýst á laugardag. Þegar DV ræddi við lög- reglu á Patreksfirði í gærdag var þar ágætisveður og engin snjóflóðahætta á því augnabliki. Noröurland: Betra veður og allir vegir opnir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii ÖlllPt bílumt en víöa Unnlð að“ ___________:______ mokstn samt sem aður. Eftir slæmt veður alla síöustu Spjóflóðahætta var talin úr sög- viku á Noröurlandi brá til betri tið- unni í biii á Norðurlandi t.d. á ar í gær, síðast á Norðurlandi Siglufirði og á leiöinni milli Ólafs- vestra og í gærkvöldi vom allar fjarðar og Dalvíkur. Sömu sögu er helstuleiðirumfjórðunginnopnar. aö segja af leiöinni til Grenivíkur Á laugardag var skaffenningur í í Eyjafirði og í Dalsmynni en þar V-Húnavatnssýslu og þá var ófært var talin snjóflóðahætta á fóstudag. á kaflanum frá Hvammstanga í Gífurlegt fannfergi er víða á Víðidal og einnig á Vatnsskarðí, en Norðuriandi, sennilega mest í V- í gær var búið að opna þessar leiö- Húnavatnssýslu, í Fljótum og inn- ir að nýju. Um aöra helstu vegi er arlega í Eyjafirði. það að segja að alls staðar var fært Hilmar Gislason bæjarverkstjóri uppi á snjóruðningi við Einilund á Akur- eyri, og eins og sjá má er stutt í efri hluta ijósastaurs við götuna. DV-mynd gk Kaldrananeshreppur: Snjórinn skemmdi eitt hús verulega Guðfinnur Firmbogason, DV, Hólmavílc „Ég tel ekki að hér hafi ríkt neitt hættuástand í óveðrinu í síðustu viku. Það komu nokkrar snjóspýjur hér niður en gerðu lítinn skaða. Okk- ar fannst samt rétt að mælast til þess við fólk í nokkrum húsum að þau væru rýmd í öryggisskyni,“ segir Guðmundur B. Magnússon, oddviti Kaldrananeshrepps. Hann segir snjómagn vera með ólíkindum og a.m.k. eitt hús hafi orð- ið fyrir verulegum skemmdum vegna snjóþungans og í því verði ekki búið á næstunni. Á einu húsi hafi snjódýpt á þaki verið á þriðja metra þegar loksins stytti upp. „Eftir reynslu síðustu daga sýnist nauðsynlegt að taka allt hættumat til gagngerðrar endurskoðunar," segir Guðmundur. Sandkom i>v Góðir í lægðunum Ingibjörg Magnúsdótfír, blaðamáður- DagsáHúsa- : vik.varaö veltaþvffjTÍr sérísíöustu vikuhvemig licsi væriað gleðjabónda sinnogaðra húsbændursl. fostutlag.ii bóndadaginn. Hún taldi það geta flokkast undir morðtilræði að færa körlunum hrok- aðan bakka af óhollum þorramat í rúmið. Niðurstaða Ingibjargar var að best væri, í tilefni dagsins, að leyfa körlunum að opna krukkur, moka snjógöng,draga bíia í gang og „leyfa þeim að finna virkflega fyrir því h vað þeir eru sterkir og úrræðagóðir og ómissandi í djúpum lægðurn". „Seltjamar- *« ■ 14 nosm RitstjóriVíkur- fréttaíHúsa- víkurfirðisagði ádögun- um . . .-Nei, þcttagengur: ó ; ekkí. Ekkertfer meiráítáugar: Jóhannesar Sigurjónsson- ; ar.ritsrjora Víkurbiaðsins aHúsatik.en þaö þegar fjölmiðill hans er nefndur Víkurfrétt- ir - nema ef vera skyldi aö kaupstað- ur hans er kallaður Húsavíkurfjörð- ur eins og geröist á dögunum. Þá sendi fjrirtæki á Seltjarnarnesi pakka til Kaupfélags Þingeyinga sem bar áietrunina: Kaupfélag Þingey- inga, 640, Húsavíkurfjörður. Ritstjór- inn svarar og segir aö ekki sé ofsög- um sagt að „Seltj amamösin sé lítíl oglág.lifiþar . . .“ Ekki brandari í Vikurblaðinu ; erenmiglangt bréffráskiða- ; ráöi staöarins : sem ritaðer ; vcgnaniðnr- ;; skurðará rekstri skiða- svæðLsins í bænumJ niö- uriagi bréfsins; ervitnaðtii : þoss að haft var áorðityrirbæj- arstjómarkosningamar sl. vor að eintómír hestamenn væm í framboði og getum að því leítt að aðalfram- kvæmdlr bæjarins á næsta kjörtíma- bili myndu snuast um gerð reiðleiða í bæjarlandinu, Bréfi skíðaráðsins lauk á eftirfarandihátt: „Kjósandi góður. Brandarinn um hestamennina i bæjarsöórn er ekki lengur brandari heldur vandraaði. Hittumst hress! Hott hott á hesti, bless!“ Pólitíkin ogÚA Akureyringar ræðatnikiðum tiugsanlega : : Sölubæjarinsá iilutabrét'ununi íUtgerðarfélagi Akurevringa ogflutning stórfyrírtækis- . msLslenskra . sjávarafurðati) bæjarins ef af verður.Allir talaumaðgæta þurfl hagsmuna ÚA og Akureyringa íþessumáh enþegarkemuraðþví að menn tjá sig um máhð á prenti em leiðimar til að gæta þessara hags- muna greinflega tnisjafnar efhr þvt h vort um er að ræða framsóknar- menn eða sjátfstasðismenn. Sú furðu- lega tík, pólitíkin, setur greinilega mark sitt á máflð og þaö stafar án efa af því að einn aöflannasem vilja eign- ast meirihluta bæjarins í ÚA er KaupféÍagEyfirðinga. Framsóknar- menn vflja gjarnan að KEA oignist meirihlutann en það eiga margir sjálfstæðismenn afar erfitt með að sættasigvið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.