Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995 Útlönd Frakkarvilja lögleiða hóruhús Mitoll meirihluti Frakka vill lögleiða hóruhús þar í Iandi. Þetta kemur fram í skoðana- könnun sem birt var í vikublað- inu Le Journal du Dimanche í gær. 68% aðspurðra eru þessu fylgjandi en 28% reyndust vera andvíg. 4% þeirra sem spurðir voru tóku ekki afstöðu. Hóruhús hafa verið bönnuð i Frakklandi frá 1946 eða skömmu eftir að seinni heimsstytjöldinni lauk. Þá voru vændiskonur gerð- ar brottrækar úr 178 byggingum og 6 þúsund hótelherbergjum í París einni saman. í könnuninni nú kemur einnig fram að 71% telur að með lögleiðingu þessarar starfsemi megi draga úr hætt- imni á eyöní og fleiri sjúkdómum. 28% aðspurðra höíðu hins vegar enga trú á að shkt myndi gerast. Clinton boðiðað syngjaíNorður- Kðreu Roger Clin- ton, stjúpbróð- ir Bills Clint- ons Banda- ríkjaforseta, hefur fengið boð um að koma fram á skemmtun í Pyongyang í Norður-Kóeru í april. Roger Clin- ton, sem bæði syngur og leikur á gítar, sendi frá sér hljómplötuna Nothing Good Comes Easy i sept- ember á síðasta ári en hann er nú staddur í Seoul. Þar kemur hann fram á skemmtun til styrkt- ar fótluðum bömum. Taismaður Hvíta hússins segir aö litlar likur séu á Roger komi fram í Norður-Kóreu. Landiö sé nú beitt refsiaðgeröum og það sé tæknilega enn í stríði við Suður- Kóreu. Haft er eftir tónlistar- manninum sjálfum að hann muni enga ákvörðun taka fyrr en eftir að hafa rætt við bróður sinn, for- „Skyndibitastaðurinn sprakk í loft upp í fyrri sprengingunni. Hermenn- irnir hlupu þá frá biðstöðinni til að hjálpa þeim slösuðu og þá kvað við önnur sprenging," sagði Kobi Marc- iano, sjónarvottur að ódæðinu í mið- borg Jerúsalem í ísrael í gær þegar nítján fórust og yfir sextíu slösuðust í árás sjálfsmorðssveitar hryðju- verkamanna. Af þeim særðu eru þrettán alvar- lega slasaðir en hryðjuverkasamtök- in Heilagt stríð hafa lýst ódæðinu á hendur sér. í yfirlýsingu þeirra segir að árásin hafi verið gerð til að hefna fyrir dauða félaga þeirra, sem var myrtur þegar bíll sprakk í loft upp á Gaza-svæðinu í nóvember sl. Palest- ínumenn saka ísraela um þann verknað. Útvarpið í ísrael sagði frá því að nú væri verið að rannsaka hvort fleiri en einn hryðjuverkamaður hefði borið sprengju innan klæða. Þegar hefur fundist hk eins hryðju- verkamanns en samtökin Heilagt stríð segja að tveir félagar'þeirra hafi verið að verki. Samtökin nafn- greina mennina sem Anwar Mo- hammed Sakr og Salah Abedel Hamid Shaker Mohammed en þeir voru báðir búsettir á Gaza-svæðinu. Um þrjú hundruð manns hafa nú verið drepnir frá því að ísraelar Um þrjú hundrað manns hafa fallið frá því að ísraelar og Palestinumenn skrifuðu undir samning i september 1993. Á myndinni er verið að hlúa að tveimur israelskum hermönnum sem slösuðust í árásinni í gær en þar létu 18 manns lífið. skrifuðu undir samning við Palest- Yitzhak Rabin, forsætisráöherra PLO, Yasser Arafat, sem er ábyrgur ínumenn í septemer 1993. Atburðirn- ísraels, um að endurskoða hug sinn fyrir öryggismálum á Gaza-svæðinu. ir nú hafa enn aukið á þrýstinginn á til viðræðnanna viö forystumann Reuter Blóðbað á skyndibitastað í miðborg Jerúsalem í gær: Nítján látnir og yf ir sextíu særðir - hryðjuverkasamtökin Heilagt stríð hafa lýst ódæðinu á hendur sér setann. Braustinn ífangelsi Vandræðagangur fangelsisyfir- valda í Bretlandi yirðist engan enda ætla að taka. Á föstudaginn bárust af því fréttir að kona hefði brotist þar inn í fangelsi til að deila nóttinni með lesbískri vin- kqnu sinni. í umræddu fangelsi í Cheshire fannst hola undir fangelsisveggn- um en viö nafnkall kom í ijós að engan vantaði. Nú hefur fyrrum fangi skýrt frá því að holan hafi verið notuð af utanaðkomandi „gesti“. Ekkert fannst heldur við öryggisleit í klefum enda var „gesturinn" vel faUnn undir rúmi ástvinarins. Sama fangelsi var mikið í frétt- um á síðasta ári en þá var fjölda- morðingja, sem þar er vistaöur, leyft að bregða sér í verslunar- leiðangur til nálægrar borgar og annar fangi fæddi þar bam innan veggjanna. QusncyJones helðraður Tónlistar- maðurinn Qu- incy Jones verður heiðr- aður sérstak- lega við af- hendingu ósk- arsverðlaun- anna. Jones táer viðurkenn- inguna fyrir starf sitt að mannúð- anmálum en að þeim hefur hann lengi unniö. Jones var t.d. upp- hafsmaðurinn að því aö hljóörita lagiö We Are the World sem saíh- aði milljónum doliara fyrir bág- Stadda. Reuter James Bond og jafnréttiö: Færri klæðalitlar fegurðardísir James Bond, frægasti njósnari allra tíma, er nú kominn með kven- kyns yfirmann. Samfara breyttum viðhorfum í heiminum hafa forráða- menn kvikmyndanna um 007 tekið upp ný vinnubrögð. Bond er ekki aðeins kominn með yfirmann af „veikara kyninu" heldur bregður nú svo við í nýjustu mynd- inni um þennan fremsta njósnara allra njósnara að miklu minna fer fyrir fáklæddum stúlkum sem áður voru vörumerki 007. Hollenska leik- konan Famke Janssen fer meö eitt hlutverkanna í nýju myndinni, sem ber heitið Goldeneye, og hún segist ekki vera aö leika neina heimska ljósku. Um 2,5 billjónir manna hafa nú séð ævintýri Bonds á hvíta tjaldinu en í þessari nýju mynd er hann að eiga við skipulögð glæpasamtök en helstu samtök mafíubófa hafa nú aðsetur í Rússlandi. Af öðrum liðum þar sem einnig kveöur við nýja tón má nefna að njósnarinn ekur nú um á þýskri írinn Pierce Brosnan leikur hinn nýja James Bond, sem ekur þýskri bifreið, klæðist ítölskum fatnaði og gengur með svissneskt úr. bifreiö, klæðist ítölskum fatnaöi og gengur með svissneskt úr. írinn Pi- erce Brosnan, sem leikur hinn nýja Bond, fullvissar fólk hins vegar um aö bæði skófatnaður hans og undir- föt eru framleidd í Bretlandi. Reuter Umferðarslys í Mexikó: 22 létust þegar rúta f ór út af veginum Að minnsta kosti 22 létust þegar rúta fór út af veginum í Oaxaca í Mexíkó seint á fóstudagskvöldiö. EU- efu til viðbótar slösuðust.. Bifreiðin var á leið um gljúfur á fyrrnefndum stað þegar óhappið varð en hún hrap- aði meira en 20 metra. Reuter Starfsfólkið í konungshöllinm kjaftar frá: Díana svaf hjá Hewitt þegar Karl var að heiman Fyrrum ráðskona í konungsfjöl- skyldunni, Wendy Berry, skrifaði í dagbókina sína hvernig sængur- fatnaður Díönu prinsessu var óhreyfður daginn eftir að James Hewitt var í heimsókn að Hig- hgrove. „En í svefnherbergi Hew- itts, nokkrum skrefum utar á gang- inum, leit rúmið út eins og eftir orrustu." Og ráðskonan fyrrver- andi er ekkert að spara lýsingamar þar sem hún heldur áfram: „Þegar ég fór að eiga við sængurfötin var augljóst að þar höfðu sofið tvær manneskjur. Á koddanum var sítt, ljóst hár og á lakinu var sönnunar- gagn þess að einhvers konar „virkni" hefði átt sér stað.“ Uppljóstrunin nú er sú önnur í röðinni en fyrir fáeinum dögum skýrði fyrrum starfsmaöur í þjón- ustu konungsfjölskyldunnar frá bólförum Karls og hjákonu hans, Camillu. Frásögn ráðskonunnar var birt í News of the World í gær en Wendy Berry starfaði hjá Karh og Díönu í tæp níu ár og hélt ná- kvæma dagbók allan tímann. Til- gangur hennar var að selja frá- sögnina þeim sem mest vildi borga fyrir hana. í dagbókina skrifaöi ráðskonan einnig mn samskipti hjónanna og áhrifin sem þau höfðu á synina. Á einum stað hefur Wendy Berry Diana gamnaöi sér með viðhald- inu þegar Karl var aö heiman, segir fyrrum ráðskona þeirra hjóna. þetta eftir Vilhjálmi prinsi: „Pabbi, af hverju læturðu mömmu gráta allan tímann?" Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.