Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995 Fréttir dv Smábátahöfnin í Keflavík: Þjóf ar lokaðir úti með læstum hliðum Guðleifur við hlið á smábátahöfninni í Keflavík. DV-mynd ÆgirMár Flutningur til íslands: Lífeyrir bundinn til 67 ára aldurs Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum; „Það er mikill munur að hafa hlið- in. Á sumrin er mikil umferð barna um svæðið og þau eru að djöflast í bátunum. Um borð eru dýr veiðar- færi og tæki. Það hefur verið stolið úr sumum þeirra þótt það sé lítið miðað við ýmsa aðra staði á landinu. Hhðin eiga eftir að reynast vel,“ sagði Guðleifur ísleifsson, trillukarl í Njarðvík, sem gerir úr 4 tonna trillu, Adam. Við landgöngubrautir í smábáta- höfninni í Grófinni í Keflavík er búið að setja upp læst hlið til að koma í veg fyrir að fólk, sem á ekki á þangað erindi, komist inn á flotbryggjurnar í höfninni. Trillukarlarnir eru afar ánægðir með að hafa fengið þessi hlið. Nú fá þeir að vera í friði með báta sína og hliðin munu koma í veg fyrir skemmdarverk og þjófnaði úr bátum, jafnvel slys. Guðleifur segir smábátahöfnina eina þá bestu á landinu. Gott skjól er þar fyrir vindum og veðrum. Hann hefur átt trillu sína, Adam, í 3 ár. Fiskberklar: Getur ver- ið sumu fólki hættulegt - segir Mðsjukdómalæknir „Það á ekki að vera nein hætta á ferðum fyrir venjulegt fólk sem er með ónæmiskerfiö í lagi. Það læknast nær ahir á einu til þrem- ur árum. Bakterían getur aftur á móti breitt úr sér, eins og aörar bakteríur, hjá fólki sem er með ónæmiskerflö í ólagi. Þetta á m.a. viö um alnæmissjúklinga,“ segir Steingrímur Davíðsson húðsjúk- dómalæknir vegna fiskberkla sem greinst hafa í tveimur tilvik- um hérlendis undanfarið hálft ár. Eins og DV hefur skýrt frá var í öðru tilvikinu um að ræða smit af eldislaxi og í hinu tilvikinu varð smitið vegna gullfxska. „Þetta er baktería skyld berkla- bakteriunni sem berst frá fiskum til fólks. Hún veldur sýkingu þeg- ar hún kemst í gegnum húðina, i gegnum skrámur venjulega. Húðin þarf aö vera eitthvað sködduð til að sýking verði. Eftir að bakterlan er komin i gegn veldur hún oft krónískum bólg- um sem lýsa sér eins og rauðleit- ir upphleyptir hnúðar. Þetta berst ekki á rnilli manna," segir Steíngrímur. -rt DV haföi spurnir af íslendingi sem fluttist nýlega til íslands eftir að hafa starfað í tvö ár í Þýskalandi. íslend- ingurinn greiddi þar nokkrar fjár- hæðir í lífeyrissjóð bæði árin. Þegar hann hugðist taka út lífeyririnn við brottför til íslands fékk hann þau svör að hann fengi engar greiðslur fyrr en eftir 67 ára aldur. Þessi regla tók gildi með samningn- um um evrópskt efnahagsssvæði, Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ef ekkert skelfilegt gerist í okkar rekstrarumhverfi og kostnaðarhöir hækka ekki verulega þá á þetta aö nægja til að koma blaðinu á góðan rekstrargrundvöll,“ segir Hörður Blöndal, framkvæmdastjóri Dags- prents hf. á Akureyri, sem gerir út dagblaöið Dag. Dagsprent er nú á síðustu dögum EES, í ársbyrjun 1994. Áöur gátu Is- lendingar, sem störfuðu í Evrópu, fengið uppsafnaðan lífeyri greiddan út í viðkomandi löndum ef þeir flytt- ust til íslands eða annarra landa. Samkvæmt EES-samningnum er þetta gagnkvæmt hér á landi. íbúar EES-ríkja, sem starfa á íslandi og greiða í hérlenda lífeyrissjóði, fá ekki greitt úr þeim fyrr en eftir 67 ára aldur þótt þeir flytji úr landi. framlengdrar greiðslustöðvunar og hefur verið gripið til róttækra að- gerða til að tryggja að Dagur haldi áfram að koma út. Hlutafé Dags- prents var fært niður í 3,5 milljónir króna og ákveðið að safna 20 milljón- um króna í nýju hlutafé. Kaupfélag Eyfirðinga og Kaffibrennsla Akur- eyrar hafa þegar ábyrgst helming þess hlutafjár og aðrir aðilar hafa skrifaö sig fyrir nærri því sömu upp- Reyndar hafði sú regla gilt á Is- landi frá 1981 að útlendingar starf- andi á íslandi gátu aðeins fengið end- urgreiddan sinn eigin iðgjaldahluta, 4%, en ekki hlut vinnuveitandans, við hrottför úr landinu. Með EES- samningnum fá þeir ekkert endur- greitt við brottför. Lífeyrissjóðsrétt- indi hefur aldrei verið hægt að flytja með sér milli lífeyrissjóða í mismun- andi Evrópulöndum. hæð. Enn hafa núverandi hluthafar þó forkaupsrétt á hlutabréfum. Þeir sem hafa lofað hlutafé eru m.a. Kaupmannafélag Eyjafjarðar, Höldur hf. og Útgerðarfélag Akur- eyringa. Þá er vitað um fleiri fyrir- tæki sem eru að hugsa málið og ekki er útilokað að þeir komi einnig að Dagsprenti, t.d. ef frekari hlutafjár- aukning verður ákveðin eins og flest bendir til að af verði. Dorgveiði hef st í Laxárvatni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Dorgveiðifélag íslands og Glað- heimar á Blönduósi bjóða nú til sölu dorgveiðileyfx í Laxárvatni í A-Húnavatnssýslu og gistingu í vönduðum heilsárshúsum á bökkum Blöndu á Blönduósi. Veiðin í Laxárvatni hefst 10. febrúar og kostar leyfið í vatninu 700 krónur. Meginuppistaða fisksíns í vatninu er urriði. Frá Laxárvatni er einnig stutt í fleiri vötn þar sem hægt er að stunda dorg. Gistingin á Blönduósi í hús- um Glaðheima er í 6 húsum sem hafa svefnpláss fyrir 3-8 marms. Vikuleiga í þessum húsum er frá 13 þúsund krónum og helgarleiga á húsunum kostar frá 6 þúsund krónum. Allar frekari upplýs- ingar eru veittar í Veiðisporti á Akureyri og i Veiðibúð Lalla í Hafnarfxrði. Akranes: Bæjarstjórn með bundnar hendur Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Framkvæmdafé bæjarsjóðs Akraness er aö mestu bundið í ár vegna ákvarðana fyrri bæjar- stjórnar. Um 100 millj. króna eru afgangs til eignfærðrar ijárfest- ingar en þar af fara 70 milljónir í Grundaskóla og stjórnsýsluhús- ið samkvæmt fyrri ákvörðunum. Þá fara verulegir fjármunir í að greiða gatnagerð fyrri ára. TeKj- ur bæjarsjóös eru áætlaöar 510 millj. kr. en 366,6 milljónir fara í rekstur. Gert er ráð fyrir að útsvarstekj- ur verði 400 miUj. kr., tekjur af fasteignaskatti 80 milljónir, 14,6 milljónir komi úr jöfhunarsjóði og holræsagjald skili um 14 millj- ónum í bæjarsjóð. Alls er áætlað að tekjurnar nemi 509,8 milljón- um króna. Þegar áætlunin er lögð fyrir bæjarstjórn er búist við að skuld- ir bæjarins aukist um 20 milljónir króna. Formaður Dagvlstar: Eðlilegraaðtekju- tengjagjöldin „Eins og sakir standa er ekki rétt að breyta uppbyggingu gjald- skrárinnar í Reykjavík. I Reykja- vík hefur giftu fólki eða fólki í sambúð verið hegnt með þeim hætti að fá ekki aö sækja um heilsdagsvistun fyrir sín börn. Þessu erum við að breyta. Við höfum ákveðiö nýjan gjaldflokk fyrir gifta og fólk í sambúð en höfum ekki talið eðlilegt að færa einstæða foreldra og námsmenn í þennan sama flokk. Mér þykir eðlilegra að tekjutengja gjöldin,“ segir Árni Þór Sigurðsson, for- maður Dagvistar barna. í DV hefur komið fram að sveit- arstjórnarmenn í sameinaða sveitarfélaginu á Suðurnesjum hafa ákveðið að allir greiði sama gjald fyrir böm á leikskólum. Nýju reglumar taka gildi 1. mars. Einkaaðilar leggja f é í rekstur Dags Stangaveiðifélag Reykjavikur: Lægra verð og fleiri seldir dagar „Fjöldi umsókna er í samræmi við væntingar okkar. Það er geysigóð svömn á þeim veiðisvæðum þar sem við lækkuðum verðið í samráði við veiðiréttareigendur,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson, formaður Stangaveiði- félags Reykjavíkur, í samtali við DV. En framganga Stangaveiðifélags Reykjavíkur til að fá lægra verð hef- ur vakið feiknaathygli veiðimanna. Bæði veiðileyfi og fæði hefur lækkað mikið í mörgum veiðiám félagsins. „Skilningur viðsemjenda okkar á þörfum og kröfum markaðarins gerði okkur kleift aö lækka Ásgarð og Bíldsfell í Sogi um 20% og Alviðra í Sogi lækkaði um 10%. Það sem at- hygh hefur vakið er lækkun fæðis í aflahæstu á landsins, Norðurá, um nær 50%. Það er greinilegt á umsókn- um að þetta kunna félagar í Stanga- veiðifélaginu að meta og ætla sér að fjölmenna í Norðurá næsta sumar enda áin verið aflahæst síðustu tvö árin,“ sagði Friðrik ennfremur. Friðrik Þ. Stefánsson formaður með umsóknir í veiðiár félagsins i gær sem sjaldan hafa verið fleiri en núna. Lægra verð og fæði hjálpar til þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.