Alþýðublaðið - 26.08.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.08.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Rafmagnsleiðslur. Strauœnum hr fir þegar verið hleypt á götuæðarnar og menn ættu ekki að draga lengur að Mta okkur leggja rafleiðslur um hús sfn. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið í Uma, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hiti & Ljós. Laugaveg 20 B. Sími 830. H.f. Versl. „Hlíf66 Hyorlisg;. 56 A. V. Nýkomið: Flugnaveiðarar. Sultu- ttau f Iausri vigt Saumamaskínu olfa og hin ágæta steikarfeiti, ódýrari en áður. 'VeðdelldarstK.uldabréf kaupir G. Gaðmnnðggon Skólavörðustíg 5. Von l&efir alt til lifs- ins þarfa. Það tiikynni eg mfnum mörgu og góðu viðskiftavinum, að sykor heflr lækkað mikið f verziuniuni »V o n*, ásamt fleiri vorutegnnd- nm, — Kjöt kemur f tunnum að norðan, feitt Og gott, í haust. Eg vona, að mun lægra en ann arstaðar. Gerið pöntun í tfma. Virðingarfylst. Gunnar S. Sigurðss. Ritstjóri Halldór FrlðjónssoB Árgangurinn 5 kr. Gjaldd. 1. júní. Bezt ritaður alira norðienzkra blaða. Verkamenn kaupifl ykkar blöð! Gerist áskrifendur i jfjgreilsiu ^lþýSukl. Alþbl. er blað allrar alþýðu. Alþýdubladid er ódýrasta, ijðlbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanp- ið það og lesið/ þá getið þið aldrei án þess verið. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Alþýðnmenn verzia að öðru jöfnu við þa sem auglýsa í blaði þeirra, þess vpgna er bezt að auglýsa f Alþýðublaðinu. K aupid A Iþýðublaðid! Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ölafur Friðí-iks*on Prentimiðjan Gutenber*. „Æfintýrið“ verflur fullbúið i næstu viku. Carlt Etlar: Astin vabnar. til allra og rétti öllum hjálparhönd. Pétri Bos var Lesley forsjónin sjálf, „Uhl" hrópaði risinn. „Eg vildi að eins að þessi blessuð vinna héldi áfram einn mánuð enn, þá hefði eg nóg í gott hús og góð tæki; þá mundi Anna teygja eftir mér hendurnar." Elinora skreytti sig. Þegar gott var veður og sólskin, fór hún niður í fjöruna og týndi smásteina og skeljar, með Ayscha. Enn þá lá flakið á rifinu, lítið eitt minna en áður, dálítið meira sundurliðað af briminu; það leiddi huga hennar aftur til Jakobs, en hún reyndi að losna við þá hugsun, hún gat ekki gleymt stígvélunum og íslensku peysunni, Það þurfti heila átta daga, áður hún hafði unnið svo bug á hryllingi sfnum, að hún sendi Ayschu inn til hans, til þess að spyrja hann, hvort hann vildi vera tilbúinn klukkan þrjú, til þess að ganga niður að rústunum af Brattingskastala og sýna henni þær. Þann dag hafði Jakob engan tíma, hann þurfti að greiða fólkinu kaup þess. Ðaginn eftir kom Ayscha aftur með kveðju. Þá þurfti hann að æfa hermennina. Elinora varð mjög hissa og bar sig upp við föður sinn. Enginn hafði enn þá tekið sv.o lítið til- lit til óska hennar. En þriðja daginn fóru þau niður að Brattingskastala, og Jakob sagði henni gömlu munnmælasögurnar og söng vísurnar um Marsk Stig, og hann sýndi henni haugana fornu og alt það, sem minti á hina útdauðu hetjuætt, er sjálf hafði skráð sögu slna, á víð og dreif um eyna löngu áður en veraldarsagan var fær til þess. Elinora hlustaði á orð hans, meðan hann særði fram löngu liðnar athafnir, og þvf nær brá upp fyrir henni skrautmynd af umhverfinu. Úr augum hans skein undarlega tindrandi fjör, djúp tilfinning. sem þó aðeins lýsti sér f blátt áfram og alþyðlegum orðum. Frásögnin um fortíðina og hina djaiflegu bardaga, hljómaði seuj andvörp og saknaðarsöngur, samanborið við hafnirnar ræntu, mista herflotann1) og niðurlæginguna sem Iandið stundi nú undir. Það var áliðið dags, er þau snéru heim. Prestskonan í Bessar hafði á meðan heimsótt Magdalenu, eins og þær í laurni höfðu komið sér saman um áður. Gamla konan ætlaði að skoða herbergi Elinoru. en stansaði á þrepskildinum og gægðist inn, því ekki þorði hún að stíga fæti sínum á ábreiðurnar. Hún starði á alla dýrð- ina, hana rak í rogastanz og hún hristi höfuðið eins og Magdalena vina hennar hafði gert. Elinora gekk því nær daglega úti með Jakob nokkrar stundir, eftir lörina til rústanna. Vanalega var Ayscha með þeim. Takob vísaði henni veg um sandhólana, en neðan undir þeim orgaði og sauð hafið, knúið haust- vindunum. Hann sýndi henni líka inn í fiskimanna- hreysin. Því nær ætíð var það hann sem talaði, hún hlustaði á. Hann lýsti fólkinu, nægjusemi þess. sjálfsaf- neituninni og baráttunni fyrir lífinu. Hún hékk f hand- legg hans, óð hughraust sandinn og gegn um lyng- kjarrið, sveipuð stórri loðkápu, styttum pilsum og fóðr- aðri silkihettu á höfði sem því nær huldi litla föla and- litið. Orð Jakobs gerðu smámunina að mikilvægi í aug- um hennar: þar sem þau gengu varð umhverfið blómum skrýtt. Hún veitti alvarlegu og kaldranalegu andlitunum sem þau gengu fram hjá, meiri athygli; hún skyldi það, að undir tötrum þessum gátu dulist dýrgripir. Orð hans blésu lífi í grafirnar og vöktu raddir, sem áður höfðu blundað. Þessar kyrlátu göngufarir, gerðu hana, sem hafði tekið öllu sem gamni og gæðum, með hlátri og ærslum, þögula. Hrygðarvæl sjófuglanna, sífeldur hávaði hafsins, brimið og veinið f vindinum, kölluðu fram í huga hennar alvarlegar og trúarlegar hugsanir; henni fanst hún ríkari en áður, nei, henni fanst hún að eins hamingjusamari; Það opnaði augu hennar, það þroskaði sál hennar. Ef hann þagði, bað hún hann að segja frá aftur, og þó tók hún alt af meira eftir dökk- bláu augunum hans, hljómsterku röddinni og þung- lyndislega brosinu, en eftir landinu, sem hann lýsti. 1) Englendingar tóku heiflota Dana því nær allan herskildi 1807. Þýð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.