Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 Spumingin Lesendur Bætt skólastarf; í orði, ekki á borði Þarftu mikinn svefn? Hrafnhildur Hjartardóttir húsmóðir: Þú getur rétt ímyndað þér það. Gíslataka kennara Jón Helgason skrifar: Enn einu sinni hafa kennarar ráö- ist til atlögu að nemendum sínum með gamalkunnri aðferð. Nemend- um er stillt upp sem skildi sem kenn- arar leyfa sér að skýla sér á bak við með sinn óbilgjarna málstað. - Nem- endurnir eru í enn eitt skiptið orðnir aö gíslum harðsvíraðrar hagsmuna- baráttu. Og um hvað snýst þessi stéttabar- átta? Svarið er: græðgi. - Staðreynd- in er sú, hvað sem kennarar kunna að segja, að þeir búa við ótrúlega þægilegt starf. - Þeir hafa þriggja mánaða sumarfrí og lengsta jóla- og páskafrí af öllum launamönnum á landinu. Enda þótt bent hafi verið á það að þeir sinni starfsskyldu sinni yfir vetrarmánuðina, þá er það skoð- un flestra sem til þekkja að undir- búningsvinna sé mun minni en kennarar vilja vera láta. Reyndir kennarar hafa komið sér upp gögnum sem í mesta lagi eru endurskoðuð lítillega milli ára. Það er hreint rugl að halda því fram að vinnuálag kennara sé meira en margra sem mega búa við langan vinnudag allt árið. Yfirferð er oftast tamavinna, en á slíku er ekki orð á gerandi, annað eins þekkist nú. Nán- ast allir kennarar hafa sumarvinnu og þiggja því tvöfóld laun yfir sumar- mánuðina. - Er það aldrei metið? Allt þetta gerir það að verkum að ég hef ekki nokkra samúð með kenn- urum og það sem verra er; fjöldi kennara er algjörlega rúinn trausti nemenda sinna, sem verður hklega aldrei endurheimt. Þolinmæði nem- enda er á þrotum. - Kennarar, látiö af þessari siðlausu gíslatöku. á fjögurra ára fresti eða í takt við ráðherraskipti. - Skerðingu á kennslutíma. - Sífellt fleiri nemend- um í bekk. - Sífelllt minna fjármagni til námsefnisgerðar. Einnig með því að skera laun kenn- ara við nögl og útiloka þá frá umræð- um um þessi mál. Eru kennarar ekki í kennslunni af hugsjón, og hví þá að draga kennara inn í umræðuna um skólamál? Umræða ráðamanna hefur verið á þá leið að kennarar séu ekki eins og annað fólk, þeir eigi ekki böm, þeir haldi ekki heimili og viti þar af leiöandi ekkert um hvað þessi mál fjalla. Það er á þessum nótum sem skila- boðin til kennara eru skýr. - Verið ekki aö skipta ykkur af því hvernig launum, jafnvel ykkar eigin, og öðr- um kjaramálum sé háttað hér á landi. Við höfum ríkisstjóm, Alþingi, vinnuveitendur og aðila hins al- menna vinnumarkaðar til að fjaila um þessi mál. - Kannast einhver við framkvæmdina? Er það á þennan hátt sem ráðamenn landsins ætla að bæta gæöi skólastarfsins? Hulda Hrönn Elíasdóttir húsmóðir: Nei, ég þarf ekki mikinn svefn, 6 tímar nægja. Kristbjörg Kristjánsdóttir nemi: Já, þú ert heppinn að ná mér vakandi. Elísabet Ólafsdóttir nemi: Nei, partí- dýr sofa aldrei. Talsmenn launa fólks á Alþingi Árni J. Baldvinsson ljósameistari skrifar: Sú ákvörðun að Alþýðubandalagið býður fram undir nýjum formerkj- um í komandi kosningum hefur vak- ið sterk viðbrögð. Einkum virðist það fara í taugamar á ýmsum að Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, hafi tekið 3. sæti á lista Alþýðu- bandalagsins undir merkjum óháðra. Það er ekki undarlegt að andstæðingar félagslegra sjónar- miða eigi erfitt með að skilja mikil- vægi þess að hagsmuna almenns launafólks verði gætt á Alþingi ís- lendinga. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi þess að launafólk í land- inu eigi öfluga talsmenn á þingi, full- trúa sem ekki láta eigin hagsmuni eða hagsmuni fyrirtækja og atvinnu- rekenda ráða ferðinni. Það er ekki skrýtið að sumir eigi erfitt að átta sig á því að til er stjórn- málaflokkur sem hefur til aö bera þá víðsýni að taka upp samstarf við óháð, óflokksbundið fólk, sem styður meginmarkmið flokksstefnunnar. Með sameiginlegu framboði Alþbl. og óháðra er verið að leita leiða til að sameina krafta þess fólks sem vill berjast gegn misrétti og ójöfnuði. Það er óskiljanlegt þröngsýnum einstaklingum sem fyrst og fremst vilja tryggja sig og sína og láta sig engu skipta hagi hins almenna launamanns. Nei, það er ekki dóm- greindarleysi eða skynsemisskortur að leita nýrra leiða á borð við fram- boö Alþbl. og óháðra. Þvert á móti er það rökrétt framhald baráttu und- anfarinna ára gegn lífskjaraskerð- ingunni og síendurteknum árásum á velferðarkerfið. Væntanlega er stefnan sú að nem- endur fái betri kennslu, að þeim líði betur í skólanum og að sú menntun, sem nemendur hljóti, skili sér í verð- mætari þjóðfélagsþegnum þegar fram líða stundir. - Þetta ættu flestir að geta skrifað upp á. Eða hvað? Hvemig hrinda ráðamenn svo þessari stefnu sinni í framkvæmd? - Það má draga samán í eftirfarandi punktum: Áskrift að nýju frumvarpi Bréfritari segir ögmund Jónasson hafa sýnt að hann sé sterkur talsmaður þeirra sem mest hafa orðið fyrir barðinu á niðurskurðarstefnu ríkisstjórnar- innar. Ögmundur Jónasson hefur með starfi sínu sýnt að hann er sterkur talsmaður þeirra sem mest hafa orð- ið fyrir barðinu á niðurskurðar- stefnu núverandi ríkisstjómar. Það er og á að vera aðalverkefni hans, eins og annarra forystumann launa- fólks, að gæta hagsmuna þess. Undir forystu hans hefur endurteknum árásum á velferðarkerfið verið mót- mælt kröftuglega. Sá takmarkaði ár- angur sem náðst hefur viö að draga sámstu broddana úr ákvörðunum stjórnvalda er ekki síst vakandi bar- áttu hans að þakka. Þeim sem hafa fylgst með Ögmundi er ljóst að það er mikilvægt að hann og aðrir fulltrúar almenns launa- fólks geti tekið virkan þátt í störfum þingsins og stefnumörkun þess. Ög- mundur Jónasson mun halda áfram að beijast fyrir jöfnuði og bættum lífskjörum. Með því að styðja fram- boð hans styrkjum við stöðu okkar, og þá verður líklegra að takist að bæta lífskjör okkar og afkomu. Sólveig Gunnarsdóttir bankastarfs- maður: Já, ég þarf mjög mikinn svefn. Karl Jensson, leiðbeinandi við Iðn- skólann, skrifar: Hver er stefna þeirra ráðamanna sem básúna út um víðan völl að þeir vilji betri menntastefnu, betri skóla og meiri kennslugæði? - Er það lang- tíma markmið í skólamálum? - Er það lengri og samfelldari kennslu- tími? - Er það betri aðstaða nemenda og kennara í skólum? - Eru það vandaðri kennslugögn? Laufey Hauksdóttir húsmóðir: Nei, alls ekki. „Væntanlega er stefnan sú að nemendur fái betri kennslu, þeim líði betur i skólanum." Þessi samitinga- nefndríkisins! Guðný Guðmundsdóttb" skrifaK Það sem mér finnst orðið hörmulegast að horfa upp á í kennaraverkfallinu - fyrir utan verkfalliö sjáift og skólakrakk- ana á flækingi um borg og bý - þaö er þessí samnmganefnd ríkis- ins. Þeir sem eru þar í forystu koma fram eins og hræddir hér- ar. Þeir opna varla munninn til að tjá sig opinberlega um gang mála nema á þann hátt aö styggja nú ekki viðsemjendur sína, bless- aða kennarana. Mælir ríkis valdið virkilega svo fyrir að samninga- memi þess eigi ekki að segja nokkurn skapaðan hlut? Hvers vegna þessi feluleikur í kringum kennarastéttma? Hún er orðin utanveltu og afvelta í þjóðfélag- inu sökum óvinsælda og hortug- heita. - Segiö svo að ekkert heyr- ist ffá almenningi í landinu! Samkeppnis- stofnun Magnús Ólafsson skrifar: Ég sé ekki betur en Samkeppn- isstofnun hin nýja sé einfaldlega gamla afturhaldið endurvakið ff á Verðlagsráði, fimmmannanefnd, sexmannanefnd og hvað þetta hét, allt aftur til Verðlagsnefndar sálugu sem sat á Skólavörðu- stígnum. Afskipti Samkeppnis- stofnunar af bakaríi einu hér í borg sýnir glöggt hve snarruglað- ir við íslendingar erum þegar kemur að viðskiptum. Vegabréfamál Norðurlandanna Einar Helgason hringdi: í nýju vegabréfakerfi Evrópu- sambandsins er nú tekið upp. sams konar kerfi og nú gildir milli Norðurlandanna, þ.e. engin skylduskoðun og vegabréf því í raun óþörf. - Þótt vilji sé fyrir hendi hjá sumum Norðurland- anna (ekki öllum) að halda gild- andi reglu, getum við íslendingar ekki krafist eins eða annars í þessa átt á raeðan við erum ekki i ESB. Svo einfalt er þetta mál. Dularfullterránið Magnús hringdi: Þessi stórrán hér á landi eru ætíð með dularfullum blæ. Lengi vel er veriö að eltast við ímynd- aða ræningja, svo kemur í ljós, þvi miður oftar en ekki, að þjófur- inn er bara starfsmaöurinn sjálf- ur eða þá í vitoröi með þeim sem frernja verknaðinn. - Ég er ekki aö segja að þaö sé þannig í þessu nýjasta peningaráni, en dular- fullt er ránið engu að síður. Og hvers vegna eru stúlkur látnar fara með mfiljónir á sér í banka? Ef það er ekki karlmannsverk - eða þá verk öryggisþjónustu- manna, þá veit ég ekki hvað er karlmannsverk. Einungis krakk- arnirdansa Sigfús skrifar: Mér þykir einkennilegur hinn mikli áhugi íslenskra dansunn- enda og á ég þar við danskeppnir ýmiss konar sem haldnar eru hér á landi og erlendis. Algengast er aö sjá aðeins krakka, þetta frá 6 ára aldri til, segjum 15-16 ára. Og þessir krakkar eru í sviösljós- inu og dansa til vinnings vítt og breitt. Hvar er allt fullorðna fólk- ið sem dansar? Kann það ekki eða vill það ekki? Það er næstum óhugnanlegt að sjá þessi krakka- grey vera að skaka sig opinber- lega í t.d. sömbu eða rúmbu á alþjóöavettvangi. Þetta eru al- þjóðlegir dansar sem eru yfirleitt dansaðir af fullorðnu fólki en passa illa börnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.