Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995
25
>n urðu islandsmeistarar karla og kvenna
boðsmanns Alþjóða þolfimisambandsins
konur og Fjölnir mættu til leiks en Magn-
landsmeistararnir frá móti Flmieikasam-
n sem kepptu þar hundsuðu keppnina í
mótinu, sýndi skemmtilega takta en Fjöln-
ina, enda eini karlkyns keppandinn. Hann
kktari sem snókerspilari! DV-mynd JAK
ínótt:
tja Spurs
ar körfur.
Miami leiddi gegn Portland með tveimur
stigum þegar 6 mínútur voru eftir en þá
settu leikmenn Portland á fullt, skoruðu 10
stig í röð og unnu öruggan sigur.
Hvorki gengur né rekur hjá Sacramento
og tapið gegn Indiana í nótt var það níunda
í síðustu 10 leikjum. Reggie Miller átti skín-
andi leik, skoraði 30 stig og átti 8 stoðsend-
ingar.
Boston Celtics kærir
Wall Street Journal
Boston Celtics ætlar að kæra dagblaðið
Wall Street Journal fyrir grein um Reggie
Lewis, leikmann Boston, sem fékk
hjartaáfall og lést sumarið 1993. Þar er
meðal annars sagt að félagið hafi ekki
hlustað á grun um kókaínneyslu hans og
vanrækt að fylgjast nægilega vel með
heilsu hans eftir fyrra áfallið sem hann
varð fyrir þremur mánuðum áður en hann
lést.
indur
þjálfara FH-inga
slíkt hið sama enda brotið þess eðlis.
Þá brottvísun á Gunnar Beinteinsson
stuttu síðar. Það var ég sem þá var
fyrri til og rak hann af leikvelli.
Einkennileg tilviljun, segir Guð-
mundur um allt það sem félagi minn
átti að hafa gert undir lokin gegn FH
vegna ódrengskapar gegn þeim. Því-
líkur þvættingur. Ég hef skýrt hið
rétta í málinu. Það er því með ólíkind-
um hvað Guðmundur dregur félaga
minn niður í skítinn fyrir hluti sem
hann hefur ekki gert. Neðar er vart
hægt að komast. Nei, Guðmundur.
Skýringar á tapi liös þíns fmnur þú
ekki í dómgæslu okkar að Varmá.
Líttu þér nær.
Áhorfendur hafa séð umræddan
leik í sjónvarpi og dæmi hver fyrir
sig. Vonandi er Guðmundur ein-
hverju nær. Það vona ég í það
minnsta. Þá er tilgangnum náð.
En aðeins þetta að lokum: Megi FH
farnast hið besta og forystumönnum
þess einnig á komandi árum. Megi
handknattleikurinn rísa sem hæst.
Stefán Arnaldsson,
milliríkjadómari í handknattleik
íþróttir
Afturelding - Valur (11-11) 15-21
0-1, 1-2, 4-2, 4-4, 6-5, 8-6, 8-8, 8-10, 10-10, (11-11), 11-12,12-12, 12-16,13-18,
14-19, 15-20, 15-21.
• Mörk Aftureldingan Jason Ólafsson 5, Ingimundur Helgason 5/2, Gunn-
ar Andrésson 4/1, Róbert Sighvatsson 1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 14/1.
• Mörk Vals: Ólafur Stefánsson 7/2, Dagur Sigurðs-
son 4, Geir Sveinsson 4, Jón Kristjánsson 3, Sveinn
Sigfmnsson 1, Finnur Jóhannsson 1, Frosti Guðlaugs-
son 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14/2. :
Brottvísanir: Afturelding 8 mín., Valur 8 mín.
Dómarar: Stefán Amaldsson og Rögnvald Erlingsson,
góðir.
Áhorfendur: 700, fullt hús.
Maður leiksins: Ólafur Stefánsson, Val.
Valur (11) 21
Þannig skoruðu
liðinmörkin
Langsk. Gegnumbr. Horn Lína Hraöaupphl. Vftý,
Afturelding (ii) 15
n__________________m
----- u Hr Wl Hr Wm K
Langsk. Gegnumbr. Horn Lína Hraöauj
Valsmenn leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik, annaðhvort gegn Víkingi eða KA sem mætast öðru sinni á Akureyri í kvöld. Jón
Kristjánsson og Geir Sveinsson fögnuðu vel í Mosfellsbænum i gærkvöldi. \ DV-mynd Brynjar Gauti
Frábær varnarleikur
- þegar Valsmenn sigruðu Aftureldingu öðru sinni, nú 15-21
Guðmundur Hilmarsson skrifar:
„Valsmenn höfðu yfirburði á flest-
um sviðum og eftir þennan leik tel
ég þá líklega kandítata sem íslands-
meistara. Þeir gerðu út um leikinn
með frábærum varnarleik í síðari
hálfleik. Hornamenn Aftureldingar
skoruðu ekki mark og Valsmenn
gátu keyrt á fleiri leikmönnum,"
sagði Þorbergur Aðalsteinsson
landshðsþjálfari við DV eftir sigur
Vals á Aftureldingu, 15-21, í Mos-
fellsbæ í gærkvöldi.
Eftir jafnan fyrri hálfleik, þar sem
liðin skiptust á að hafa forystu, sner-
ist leikurinn í síðari hálfleik algjör-
lega á band Valsmanna. Þeir hrein-
lega skelltu í lás og þaö var engu lík-
ara en gamla mulningsvélin væri
mætt í Mosfellsbæinn. Annan eins
varnarleik hefur undkritaöur ekki
séð í langan tíma og sóknarleikur
Aftureldingar, sem hafði verið skæð-
ur í fyrri hálfleik, hrundi eins og
spilaborg. Liðið skoraði ekki nema 2
mörk á fyrstu 25 mínútunum og ef
vörnin var ekki aö verja skot leik-
manna Aftureldingar var það Guð-
mundur Hrafnkelsson sem gerði það
með glæsibrag.
Það var nánast hvergi veikan hlekk
að finna í leik Valsmanna. Guðmund-
ur hafði hægt um sig í markinu í
fyrri hálfleik en í þeim síðari fór
hann að verja eins og hann getur
best. Ólafur Stefánsson er að koma
geysisterkur upp og hann átti snjall-
an leik í sókninni ásamt Geir Sveins-
syni og Degi Siurðssyni. í vörninni
voru Finnur Jóhannsson og Geir
Sveinsson sem klettar og Ingi Rafn
Jónsson gerði vel að kæfa niður
sóknarleik Mosfellinga.
Leikmenn Aftureldingar hittu of-
jarla sína og hetjulegri og frábærri
framgöngu þeirra í vetur er nú lokið.
Sóknarleikurinn varð liðinu að falli
í þessum leik og sérstaklega varð það
slæmt fyrir liðið að Páll Þórólfsson
skyldi ekki ná sér á strik í leikjunum
tveimur gegn Val. Jason Ólafsson var
sterkur í fyrri hálfleik en í þeim síö-
ari komst hann ekkert áleiðis frekar
en félagar hans. Bergsveinn Berg-
sveinsson varði markið af stakri
prýði og Róbert Sighvatsson gerði
góða hluti.
Sama hverjum við mætum
„Viö náðum upp klassavörn í síðari
hálfleik og Gummi varði eins og ber-
serkur og þetta var lykillinn að sigri
okkar. Það er stígandi í leik okkar
og það býr mikill karakter í liðinu.
Mér er sama hverjum við mætum í
úrslitunum,“ sagði Ólafur Stefáns-
son, stórskytta í hði Vals.
Lélegur sóknarleikur
„Lélegur sóknarleikur í síðari hálf-
leik varð okkur að falh. Við áttum
ekkert svar við þessari geysiöflugu
vörn. Valur mætir Víkingi í úrshtum
og ég get ómögulega spáð fyrir um
úrslit. Við getum vel við unað eftir
veturinn," sagði línumaðurinn
snjalli, Róbert Sighvatsson.
NIÐURSTAÐA
Ert þú ánægð/ur
með frammistöðu
dómaranna í
úrslitakeppninni í handbolta
r ö d d
FÓLKSINS
99-16-00
Úrslitakeppni
DHL-deildin
Haukar-Grindavík
íþróttahúsinu v/Strandgötu
laugardag kl. 16.30
Afram Haukar