Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 34
46 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 Hvernig fara kosningarnar? (Spurt á Austurlandi.) Kristinn Halldórsson, Seyðisfirði: Mér er alveg sama hvernig kosning- amar fara. Þaö er alltaf verið að flfcæta við framboðum en það breytir engu. Örn Kjartansson, Seyðisfirði: Ég á von á því að Framsóknarflokkur og -í&jálfstæöisflokkur vinni á en líklega verða ekki miklar breytingar á skipt- ingu þingsæta. Ástvaldur Kristófersson, Seyðisfirði: Hugsanlega fær Sjálfstæðisflokkur- inn 2 menn kjöma og þá á kostnað Alþýðubandalags. Daníel Behrend, Egilsstöðum: Það er nokkuð borðleggjandi að Sjálfstæðis- flokkurinn bætir viö sig einum manni á kostnað Alþýöuflokks. Anna Einarsdóttir, Egilsstöðum: Vonandi fara þessar kosningar vel. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru í sókn en allaballar eru í hættu. Inga Eir Gunnarsdóttir, Egilsstöð- um: Þetta fer alltaf öfugt við það sem maður heldur. Helst vildi ég skipta öllum frambjóðendunum út. Kosningafundur á Egilsstöðum: Stolnar fjaðrir og friðaðar hagamýs - bar á góma og Egill Jónsson býst við ráðherrasæti 1 næstu ríkisstjóm Spumingar um samgöngumál, byggðaröskun og sjávarútvegsmál brunnu á vörum Austfirðinga á sam- eiginlegum framboðsfundi allra stjórnmálaflokka sem haldinn var á Egilsstöðum í byrjun síðustu viku. Á annað hundrað kjósendur mættu á fundinn. Fundarstjórar vom þau Inga Rósa Þórðardóttir og Haraldur Bjamason, starfsmenn svæðisút- varpsins á Austurlandi. Framsögu á fundinum höfðu þau Hermann Níelsson, Alþýðuflokki, Kristjana Bergsdóttir, Framsóknar- 'flokki, Ambjörg Sveinsdóttir, Sjálf- stæðisflokki, Yrsa Þórðardóttir, Kvennalista, Þuríður Backman, Al- þýðubandalagi, og Melkorka Frey- steinsdóttir, Þjóðvaka. Að framsöguerindum loknum sátu \fyrir svörum oddvitar flokkanna, þau Halldór Ásgrímsson, Framsókn- arflokki, Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubandalagi, Gunnlaugur Stef- ánsson, Alþýðuflokki, Egill Jónsson, Sjálfstæðisflokki, Snorri Styrkárs- son, Alþýðubandalagi, og Salóme Berglind Guðmundsdóttir, Kvenna- lista. Allir fengu frambjóðendurnir spumingar úr salnum og í kjölfarið sköpuöust oft líflegar kappræður milli þeirra. Kjördæmapotið nauðsynlegt Að framsöguerindunum loknum vom oddvitar flokkanna inntir álits á því hvort ekki þyrfti að koma til aukið kjördæmapot af hálfu þing- manna Áusturlands til að spoma við fólksflóttanum úr kjördæminu en á undanfómum 4 ámm hefur íbúun- um fækkað um 328. Gunnlaugur Stefánsson sagði það ekki ný tíðindi að íbúum Austur- lands væri að fækka. Hins vegar hefði stefnunni nú verið snúið við í byggðamálum í tíð núverandi ríkis- stjómar. Því mættí búast við að íbú- um færi að flölga á nýjan leik. í því sambandi nefndi hann lækkun hús- hitunarkostnaðar, bættar samgöng- ur og eflingu heilsugæslunnar. „Við höfum haldið sjó þrátt fyrir mikla erflðleika í þjóðarbúinu og við höfum snúið frá gömlu byggðastefn- unni og blásið til nýrrar sóknar og skapað traustan grundvöll í kjör- dæminu sem við ættum að geta byggt á,“ sagöi Gunnlaugur. Egill Jónsson sagði það staðreynd að íbúum landsbyggðarinnar hefði farið fækkandi úti um allt land. Ein skýringin væri rangt gildismat. Á þessu væri nú að verða breyting enda bæm menn aukna virðingu fyrir því sem landið gæfi af sér. „Það er steinsteypa og verðbólga sem hefur skipað fólkinu niður og straumurinn hefur legið þangað sem þessi öfl hafa grafið best um sig,“ sagði Egill og lagði á það áherslu að það væri brýnt að breyta gjaldskrá Landsvirkjunar og Pósts og síma til að auka jöfnuð landsmanna. Varð- andi Póst og síma þyrfti jafnvel að brjóta upp kerfið til að ná árangri. Hókus pókus Hjörleifur Guttormsson sagði erfitt að átta sig á í hvaða hóh Egill hefði búið miðað við það hókus pókus-tal sem hann viðhefði. Þá sneri hann orðum sínum til Gunnlaugs og sagði það rangt að húshitunarkostnaður- inn hefði lækkað og vitnaöi máh sínu th stuðnings tíl svars iðnaðarráð- herra á Alþingi. í raun heföi þessi kostnaður hækkað um 3 þúsund krónur milli áranna 1991 og 1994. „Því miður hefur núverandi stjórn- arstefna verið að magna upp ójöfnuð- inn sem er að fæla fólk af lands- byggðinni th höfuðborgarsvæðis- ins,“ sagði Hjörleifur og sagði htla fjölbreytni í atvinnulífinu valda miklu varðandi fólksflóttann. Snorri Styrkársson kvaðst ekki vilja fara út í söguútskýringar á fækkun íbúa í kjördæminu. Spurn- ingin stæði um það hvemig mætti sporna við vandanum. Einu raun- hæfu byggðaraðgerðirnar fælust í því að efla atvinnulífið, meðal annars með bættum samgöngum. „Okkar lífæð héma á Austurlandi er bættar samgöngur, aukin við- skipti og aukin félagsleg og menning- arleg samskipti þeirra byggðakjarna sem hér eru,“ sagði Snorri. Þá sagði hann ósköp einfalt að jafna aðstöðu- muninn væri viljinn fyrir hendi. Hahdór Ásgrímsson sagði það rétt að það væri ekkert óskaplega flókið að jafna aðstöðumuninn. Menn mættu hins vegar ekki gleyma því að lykihinn að þessu öllu væri at- vinna fólksins. Væri kraftur í at- vinnulífinu þá vildi fólk búa á Aust- urlandi. Ekki væri þó hægt að horfa fram hjá því að samgöngur og opin- ber þjónusta skipti miklu máli. Varðandi þá fullyrðingu Gunn- laugs að byggðastefnunni hefði verið breytt sagði Hahdór að það væri rétt að sumu leyti. Til dæmis hefði Byggðastofnun ekki lengur burði til að hjálpa til í atvinnumálum. Þá færi úthlutun vegafjár nú eftir höfðatölu i kjördæmum og að auki hefðu skattaálögur á ferðaiðnaðinn aukist. Salóme Berglind Guðmundsdóttir tók undir þau sjónarmið að gott mannlíf og atvinnuástand væri for- senda þess að fólk vhdi búa á Austur- landi. „Samtök um kvennahsta er ekki fyrirbæri sem stekkur fram undan steini rétt fyrir kosningar til að ræða um baráttumál heldur er þetta hreyfing kvenna og karla sem heldur hugsuninni gangandi, einn- ig á mihi kosninga, á þingi og utan þess. Mig langar óskaplega mikið th þess að Kvennahstinn stormi nú fram og taki þátt í sfjórn landsins næstu árin. Th þess höfum við aht- af verið reiðubúnar," sagði Yrsa Þórðardóttir, sem skipar 8. sætíð á hsta Kvennalistans á Austurlandi, í framsöguræðu sinni. Yrsa ræddi mikilvægi jafnréttis- baráttunnar og hversu æskhegt það hefði verið að hafa Kvennahst- ann í ríkisstjóm. Viðfangsefnin væru mörg, th dæmis hækkun lægstu launa. „Nú er aftur lag og nú má leita hófanna um réttlátt skipulag. Ég vona svo sannarlega að við fáum að sýna hvað í okkur býr,“ sagði Yrsa. -kaa Kristjana Bergsdóttir: Fólkí fyrirrúmi „Ætti það ekki að vera nokkuð augljóst að fólkið, við einstakling- amir sem landið byggjum, er það eina viðfangsefni sem stjórnmál snúast um yfirleitt. Stjórnmál snú- ast um fólk, líðan hvers og eins okkar, og það er verkefni hverrar kynslóðar að skha góðu búi sem veitir unga fólkinu tækifæri til at- hafna og framfara á öllum sviðum mannlífsins," sagði Kristjana Bergsdóttir, sem skipar 4. sætið á hsta Framsóknarflokksins á Aust- urlandi, íframsöguræðu sinni. Kristjana sagði kjörorð Fram- sóknarflokksins, Fólk í fyrirrúmi, endurspegla þann ásetning flokks- ins að vinna á atvinnuleysinu sem nú sé hlutskipti fjölda manna. Ekk- ert réttlæti að lífsbjörgin sé tekin ff á fólki. Því sé það mat framsókn- armanna að sú fiárfesting sem fer í að skapa atvinnutækifæri sé besta verðmætasköpunin sem völ sé á. -kaa Þuríður Backman: Tekistá umstefnur „I alþingiskosningunum 8. aprh næstkomandi verður tekist á um pólitískar stefnur. Þá ræðst hvort hægri stjórn ríkir hér áfram næsta kjörtímabh eöa hvort stjórn félags- hyggju kemst th valda. Þetta eru hriumar sem kjósendur þurfa að hafa að leiðarljósi," sagði Þuríður Backman, sem skipar annað sætið á hsta Alþýðubandalagsins og óháðra á Áusturlandi, í framsögu- ræðu sinni. í ræðu sinni gerði hún böl at- vinnuleysisins að umræðuefni og hvemig núverandi ríkisstjóm hef- ur viðhaldið.misréttí í þjóðfélaginu, th dæmis með skattastefnu sinni. Fram kom hjá henni aö útflutn- ingsleið Alþýðubandalagsins væri kostur th að auka hagvöxt og tryggja efnahagslega velferð þjóð- arinnar. Ávinningnum þyrfti með- al annars að verja th að byggja upp menntakerfiö. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.