Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna: Okur á eggjum í skjóli einokunar - brjóta verður kvótakerfið upp Fréttir Vestfirðir: Náðufram kauptrygg- „Þaö sem ég er ánægðastur meö er að okkur skull hafa tekist að ná því ffam aö biðtími fisk- vinnslufólks eftir kauptrygging- arsamningi skuli vera 2 mánuðir en ekki 9 eins og gert var ráð fyr- ir í samningum ASÍ og VSÍ frá í febrúar," segir Pétur Sigurösson, formaður Verkalýðsféiagsins Baldurs á ísafiröi. Baldur og vinnuveitendur á ísaQrði skrifuðu undir nýjan kjarasamning rétt áður en verk- fall átti að koma til framkvæmda. Fyrir utan kauptryggingará- kvæöið var samiö um aö 2 þúsund króna desemberuppbót, sem koma átti til framkvæmda 1996, er ílýtt um eitt ár og kemur í des- ember næstkomandi. Þá kemur starfsaldurshækkun eftir 10 ára starf í stað 15. Lægsti taxtinn er skorinn burt þannig að byrjunar- laun hækka. Pétur hafði umboð til að skrifa undir samninginn fyrir hönd verkalýðsfélaganna á Patreks- flrði og Hólmavík og fulltrúar verkalýðsfélagsins í Súðavík voru með í samningagerðinni. Mosfellsbær: víð Reykjaveg Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa komist að samkomulagj við Vegagerðina um endurbyggingu á Reykjavegi i Mosfellsbæ. End- urbyggingin kostar 40 milljónir og greiðir bæjarsjfiöur þriðjung af þeirri upphæö. Framkvæmdir hefjast í sumar og verður þeim lokiö í haust. „Þetta hefur veriö mikiö bar- áttumál vegna þess aö byggðin hefur aukist uppi á Reylqamelun- um. Það er búið að byggja þarna ieikskóla en gatan hefur ekkert venð endumýjuð. Það var orðin töluverð slysahætta við leikskól- axm,“ segir Jóhann Sigutjónsson, bæjarsljóriíMosfellsbæ. -GHS „Það er alveg ljóst að eggjafram- leiðslan hefur verið að færast á sí- fellt færri hendur. í krafti þess kvóta- kerfis sem framleiöendur komu á 1988, undir hörðum mótmælum neyt- enda, ætlar okrinu á eggjum aldrei að linna,“ segir Jóhannes Gunnars- son hjá Neytendasamtökunum. DV greindi frá því í fyrradag að Félag eggjaframleiöenda hefði á und- anfómum árum keypt upp fram- Garöar Guðjcmsson, DV, Akranesú „Ég er bjartsýnni en nokkm sinni fyrr. Grundvöllurinn fyrir rekstri nýja bátsins er fyllilega tryggur," segir Gunnar Leifur Stefánsson, skipstjóri á Akranesi, en hann hefur fest kaup á 36 tonna báti sem hann leiðslukvóta af bændum til að draga úr framleiðslunni og halda eggja- verði uppi. Þess vegna er eggjaverð mun hærra en í nágrannalöndum. Jóhannes segir verðsamanburð Samkeppnisstofnunar og Neytenda- samtakanna í Ósló, Kaupmannahöfn og Reykjavík staðfesta þann óeðli- lega verðmun sem sé á eggjum í þess- um löndum. Þá veki þaö undmn að verðiö skuli nánast ekkert lækka hyggst gera út á sjóstangaveiði og til farþegaflutninga á Faxaflóa. Gunnar Leifur er stærsti hluthafi í Andreu hf. sem dregur nafn af heiti bátsins. Aðrir stórir hluthafar eru eigendur Pizza 67, Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður, Akranesbær og fyrirtæki og einstaklingar þar. þrátt fyrir að álögum á greinina hafi verið létt og aukið frjálsræði í að endumýja stofna. „Það verður að brjóta upp þessa einokun sem þrífst í skjóli kvótakerf- isins. Það hefur sýnt sig að kvóta- kerfi er neytendum ávallt til miska. Það verðm að opna þessa grein og taka mjög hart á því þegar greinin stendur í vegi fyrir eðlilegri nýliðun ogsamkeppni." -kaa Gunnar Leifur hefur fariö með ferðamenn í sjóstangaveiði í mörg ár. Reksturinn hófst á trillu sem hann átti en síöan hefur hann fært sig skipulega upp á skaftið og nýi báturinn er sá stærsti hingað til. Hann tekur um 50 manns og í honum eru salir og veislueldhús. landið keypt undir útivist Bæjarstjóm Mosfeilsbæjar hef- ur samþykkt að ganga að tilboði Lánasýslu ríkisins um sölu á jörðinni Álafossi fyrir sjö milljón- ir króna. Um 14 hektara jörð er að ræða og segir Jóhann Sigur- jónsson, bæjarstjórií Mosfellsbæ, aö stefnt sé að því að skipuleggja útivistarsvæði við Álafoss og tengja það við íþróttasvæöið fyrir neðan Vesturlandsveg en Varmá rennur gegnum landið. „Þetta er góð staða fyrir okkur því að við náum að kaupa land- svæðiö undir húsunum þar sem listameimimir eru og vonumst til að geta byggt kringum þá skemmtilegt útivistarsvæöi til að laöa fólk að og búa tfl skemmti- iega umgjörð kringum lista- mennina og byggingarnar í Ála- fosskvosinni," segir Jóhann. -GHS Prestdeila: Biskup sendi sóknarnefnd hvatningarbréf - segir bæjarfulltrúi „Formaður sóknamefndar sagöi á íúndinum að hann hefði bréf frá biskupi íslands sem inni- héldi hvatningu til sóknarnefnd- arinnar að standa við ákvörðun sína. Harrn visaði þar til þess að bæjarstjómin væri að beita sér gegn sóknamefnd í málinu og sýndi nefndinni meö þvi van- traust," segir Ingibjörg Sig- mundsdóttir, bæjarfulltrúi 1 Hveragerði, sem sat sameiginleg- an fund bæjarstjórnar og sóknar- nefndar í Hveragerði. Á fundinum kom fram aö sókn- arnefnd ætlar að standa við ákvörðun sína þrátt fyrir mót- mæli 370 Hvergerðinga sem eru um þriðjungur kosningabærra manna. Ingibjörg segir að afskipt- um bæjarstjórnar af málinu sé lokið. -rt Gunnar Leifur Stefánsson með skipshöfn sinni, syninum Samúel og Asgeiri Sævarssyni. DV-mynd Garðar Nýr bátur í sjóstangaveiðina I dag mælir Dagfari Andlitið á Sighvati Ekki þarf að minna lesendur á það stríð sem staðið hefur milli Sig- hvats heilbrigöisráðherra og sér- fræðinga í læknastétt. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni, enda hefur staðið í hótun- um og stríðsyfirlýsingum • milli þessara aðila um drjúgan tíma. Sig- hvatur hefur sett á tilvísunar- skyldu sem felur þaö í sér að sjúkl- ingar veröa fyrst aö fara til heimfl- islæknis og fá þar tilvísun til sér- fræðings til aö kostnaður sérfræð- ingsins fáist endurgreiddur í Tryggingastofnun. Heimilislæknar hafa verið með- mæltir þessari breytingu en sér- fræðingar hafa mótmælt henni ákaft og sögðu upp samningum sín- um við ríkiö og telja sig ekki lengur hafa neinum skyldum að gegna gagnvart því. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að spara peninga fyiir ríkið og þar stendur hnífurinn í kúnni. Sér- fræðingar fúllyrða nefnilega aö spamaðurinn verði enginn, meðan hagfræðistofur á vegum ráðherra fúllyrða á móti að spamaðurinn verði umtalsverður. Þaö sem er athyglisvert við þessa deilu er óneitanlega sá kjami máls- ins að sjúklingar hafa ekki verið spurðir álits. Hvað þá að minnst hafi verið á hlut þeirra í tilvísunar- málinu sem staðfestir raunar það sem menn hafa alltaf sagt að sjúkl- ingar skipta ekki máli í heilbrigðis- kerfinu. Það kom þess vegna flatt upp á fólk þegar heilbrigðisráðherra tók aUt í einu upp á því í fyrradag að breyta reglugerðinni að því er varöar greiðslur fyrir rannsóknir (þær eiga að vera undanþegnar til- vísunarskyldunni) á þeirri for- sendu aö hann væri að hugsa um velferð sjúklinganna. Dagfara rak í rogastans þegar hann heyrði þessi ummæli ráðherrans, enda hafði ekki nokkrum manni dottið það í hug að sjúklingamir blönduðust inn í þessa deflu. Það kemur líka fram í viðtölum við formann Sérfræðingafélagsins að hann segir að þessi reglugerðar- breyting sé ekki fyrir sjuklingana gerð, heldur til að bjarga andlitinu á ráðherranum. Samkvæmt því er ráðherrann að nota sjúklingana til að bjarga andlitinu á sjálfum sér og það verður að viðurkenna að andiitið á heilbrigðisráðherra er ólíkt þýðingarmeira heldur en vesl- ings sjúkiingamir. Það er nefnilega ráðherrann sem er í framboði en ekki sjúklingamir og því verður heilbrigðiskerfið aö láta það hafa forgang að bjarga andlitinu á fram- bjóðandanum frekar en heflsu sjúklinga! Svo spyr Dagfari: Hvað er verið að spara með þessu tivísunarkerfi? Er verið að spara fyrir ríkið eða er verið aö spara fyrir sjúklingana? Auðvitað er verið að spara fyrir ríkið og takast á um hagsmuni læknanna og sjúklingamir eiga ekki aö skipta neinu máli í því sam- bandi. Nú er hins vegar ráðherrann bú- inn að gera breytingu á reglugerð- inni til að milda sérfræöingana, af því að hann ber hag sjúklinganna fyrir bijósti! Sérfræðingamir gera ekkert með þessa breytingu, af því að þeir vita sem er að sjúklingarnir em heilbrigðiskerfinu óviðkom- andi. Sérfræðingamir segja að það verði kosiö um helgina og enginn segi að Sighvatur verði áfram ráð- herra að loknum kosningum og þeir ætla að bíöa fram yfir helgi. Sighvatur verður ekki ráðherra til eflífðarnóns segja þeir. Sjúklingamir verða þá aö bíða á meðan enda em þeir ekki aðflar að þessari deflu sem snýst heldur ekki um þá. Það er blekking hjá ráðherranum að fara aö blanda sjúklingum inn í deiluna og hann er að mgla saman sjúklingum og andlitinu á sjálfum sér. Það kann ekki góðri lukku að stýra og sér- fræðingar em ekki sérfræðingar nema vegna þess að þeir þekkja muninn á andlitinu á Sighvati og venjulegum sjúklingi. Þeir láta ekki ráðherrann plata sig. Svona verður þetta fram yfir kosningar hvort sem sjúklingum, heimilislæknum, sérfræðingum eöa ráðherranum líkar betur eða verr. Dagfari hefur sagt það og seg- ir það enn að heilbrigðiskerfið er ekki fyrir sjúklingana og þaö er misskflningur hjá heilbrigðisráð- herra að mgla þeim saman við kerfið og kostnaðinn þegar heil- brigðismálin em annars vegar. Það sem skiptir máli er hver fær borgað en ekki hver fær lækningu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.