Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 Sverrir telur þá sem stjórna ís- landsbanka vera grátkór. Grátkór ís- landsbanka „Að undaníornu hefir grátkór íslandsbanka hins nýja látið til sín heyra á opinberum vettvangi og þannig hækkað raddsvið sitt að mun.“ Sverrir Hermannsson í Morgunblaðinu. Sofa á þinginu „Þessir menn sitja sofandi suður í Reykjavík og gera ekki neitt.“ Siguröur Pétursson um þingmenn Vestfjarða. Megi hún aldrei ganga aflur „Ríkisstjómin stendur fyrir kol- Ummæli krabbann. Við þuríum að koma henni frá og megi hún aldrei ganga aftur.“ Kristinn H. Gunnarsson i DV. Með blóðuga öxi „Sighvatur er eini vestfirski ráð- herrann, hann hefur vissulega staðið sig vel með blóðuga öxi suður í Reykjavík." Halldór Karl Hermannsson i DV. Fiskum fjölgar ekki „Við hveiju búast menn? Ætla þeir að vakna einn daginn við það að fleiri fiskar eru í sjónum?" Hansína B. Einarsdóttir. Eitt mesta eldgos síðari tíma var I St. Helen fjallinu árið 1980. Mestu eldgosin Á allri jörðinni er vitað um 850 virkar eldstöðvar, þar af eru margar neðansjávar. Mest eld- virkni á takmörkuðu svæði er í Indónesíu þar sem 77 eldstöðvar af 167 þekktum þar um slóðir hafa gosið frá því sögur hófust. Mörg afdrifarík gos hafa orðið í aldanna rás. Eldgosið í Tambora 5. til 7. apríl 1815 er eitt mesta eldgos sem sög- Blessuð veröldin ur fara af. Tambora er á eyjunni Sumbawa í Indónesíu. Rúmmál þess efnis sem þar losnaði hefur verið áætlað 150-180 km3 og ork- an sem leystist úr læðingi við gosið (þeytti gosefnum með 2245 km hraða á sek.) mun hafa num- ið 8,4x10' J. Við gosið lækkaði fiallið úr 4100 m í 2850 m og í gosinu myndaðist gígur sem er 11 km í þvermál. Um 90.000 manns fórust eða dóu úr hungri. Mesta sprengingin Mesta sprenging í eldfjalli sem vitað er um varð um kl. 10 að morgni 27. ágúst 1883 í eldgosi á eyjunni Krakatoa í Súndasundi á milli Súmötru og Jövu í Indónes- íu. Sprengingin og flóðið sem hún olli lögðu í auön 163 þorp og sviptu yfir 36 þúsund manns lífi. Tahð er að sprengingin hafi verið 26 sinnum öflugri en stærsta vetnissprengja sem sprengd hef- ur verið. Snjóar fyrir norðan í dag verður norðaustan stinnings- kaldi eða allhvasst um landið norð- vestanvert en hægari annars staðar Veðriöídag í fyrstu. Vaxandi suðaustan- og aust- anátt sunnanlands, stinningskaldi eða allhvasst og rigning þegar kemur fram á daginn. Norðanlands verður snjókoma með köflum síðdegis. Á Austurlandi verður áfram úrkomu- samt, snjókoma og síðar slydda. í kvöld og nótt lægir um allt land og styttir upp að mestu. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands en nálægt frostmarki norðanlands. Á höfuðborgarsvæðinu gengrn- í austan stinningskalda með slyddu og síðar rigningu. Styttir upp að mestu þegar líður á daginn. Hiti 0 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.33 Sólarupprás á morgun: 6.26 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.25 Árdegisflóð á morgun: 10.48 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað -2 Akumes alskýjað 2 Bergsstaðir alskýjað -3 Bolungarvík spjóél -3 KefiavíkurflugvöUur skýjað 0 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 1 Raufarhöfn alskýjað -2 Reykjavík alskýjaö 1 Stórhöfði alskýjað 2 Helsinki skýjað 0 Kaupmannahöfn súld 6 Stokkhólmur snjók. á síð. klst. 2 Þórshöfn rign.ásíð. klst. 6 Amsterdam þokumóða 8 Berlín rigning 9 Feneyjar þoka 10 Frankfurt skýjað 9 Glasgow skýjað 7 Hamborg súld 9 London mistur 11 LosAngeles skýjað 14 Montreal heiðskírt -10 Nice hálfskýjað 12 París skýjað 9 Róm þoka 7 Vín hálfskýjað 6 Washington alskýjað 3 Winnipeg heiðskírt -16 , JÉg hef einu sinni áður leikið ein- leik með Sinfóníuhljómsveit ís- lands, það var rétt áöur en ég fór út til náms áriö 1981,“ segir Stein- unn Birna Ragnarsdóttir sem leik- ur með Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld. Þar leikur hún einleik í hinum þekkta píanókonsert eftir Edward Grieg. Steinunn fór eftir fyrstu reynslu sína með Sinfó- níunni til Bostons til framhalds- náms og lauk meistaragráðu sem einleikari frá New England Cons- ervatory. „Píanókonsert Griegs og ég erum góðkunxúngjar, enda er þetta einn allra þekktasti og vin- sælasti píanókonsert allra tíma. Konsertinn er óskaplega fallegur. Ég hef ekki spiiað hann opinber- lega áður en þetta er verk sem allir nemendur sem læra á píanó eru raeö í maganum alveg frá byrjun," Steinimn sagði aöspurð að hún þekkti ekki mikiö til stjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar i kvöld, Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Stefans Sanderlin: „Ég þekki aftur á móti vel tíl föður hans, Kurt Sanderling, sem er þekktur hljóm- sveitarstjóri. Stefan þykir rajög efnilegur en hann er að byija sinn feril og hefur verið afskaplegagara- an að vinna með honum.'* Eftir að námi lauk hefur Stein- unn starfað sem píanóleikari, með- al annars á Spáni þar sem hún bjó. Þar hlaut hún Grand Podium verð- laun Juventuts de Musicals í Barc- elona: „Ég hef verið að spila bæði einleik og kammerraúsík undanf- arin ár og auk þess að leika hér heima hef ég komið fram í Þýska- landi, Englandi og Lettlandi. Síöast lék ég i Englandi í fyrrasumar, auk þess hef ég haldið tryggö við Spán, þar sem ég bjó um árabil, og komiö þar fram við ýmis tækifæri. En þaö er mikil gróska í íslensku tónlistar- lífi og hefur verið alveg nóg að gera fyrir mig og er það mjög ánægju- legt. Fyrirfram átti ég varla von á að hægt væri að starfa sem píanó- leikari á íslandi." Steinunn sagði að það væri margt framundan hjá henni: „Þaö eru tónleikar i lok mánaðarins með þekktri kanadískri óperusöngkonu og svo er ég að fara að vinna að plötuupptöku, einnig erum við Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik- ari með ýmislegt á pijónunum." Rekstrarh agnaður Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki Skíðamótís- lands á í safirði _ í dag hefst Skíðamót íslands á ísafiröi og verður því framhaldið fram yfir páska. Allir okkar bestu skíðamenn og konur veröa með en eins og kunnugt er hafa nokkr- ir skíöamenn verið að gera garð- inn frægan á erlendum skíðamót- um. í kvöld leika Njarðvíkingar og Grindvíkingar fimmta leik sinn í keppni þeirra um íslandsmeist- amtitilinn i körfubolta. Njarövík- ingareru meö pálmann ihöndun- um, hafa unnið þijá leiki en Grindvíkingar einn. Njarðvíking- ar, sem eru að veija titil sinn, leika á heimavelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20.00. í kvöld verður fyrsti leikur Vík- ings og HK í blaki kvenna í ein- vígi þeirra um íslandsmeistara- titilinn. Leikurinn hefstkl. 20.30. Skák í kvikmyndaborgmni Cannes í Frakk- landi, fer árlega fram skák- og leikjáhátið og þaðan er þessi „stuttmynd" fengin. Hvítur er Mestrovic og á leik gegn Payen í býsna fallegri stöðu. Hvemig gerði hann út um taflið? Lokin urðu óvænt. Eftir 36. Da4! gafst svartur upp. Ef 36. - Dxa4 37. Rxe7+ og mát. Jón L. Árnason Bridge Sveit S. Ármanns Magnússonar varð ör- uggur sigurvegari í B-riðli undankeppni íslandsmóts í sveitakeppni, skoraði 147 stig eða 21 stig að meðaltali í leik sem verður að teljast geysigott hlutfall. Sveit- in hlýtur að teljast ein af þeim sem á möguleika á titlinum í úrshtakeppninni sem spiluð verður um páskana. Spilarar í sveitinni eru Matthías Þorvaldsson, Jakob Kristinsson, Ragnar Hermanns- son, Einar Jónsson, Jónas P. ErUngsson og Valur Sigurðsson. Hér er eitt spU úr 1. umferð keppninnar úr leik sveita S. Armanns og Vina og vandamanna. Sagn- ir gengu þannig, vestur gjafari og enginn á hættu: ♦ 10 V 32 ♦ ÁD543 + KG865 * KD85 V 8654 ♦ 10 + Á943 ♦ G974 V DG97 ♦ G987 + 10 Vestur Norður Austur Suður Matthías Esther Jakob Valgerð. 1+ 1* Dobl 3é 4Ó p/h Norður á ekkert þægUegt útspU og það er varla hægt að ætlast tU þess að besta útspiUð, spaðatian, fmnist við borðið. Norður spUaði út tígulás og síðan meiri tígU. Matthías trompaði í blindum og spU- aði strax hjarta á tíuna. Þegar hún hélt slag var framhaldið auðvelt. Tveir hæstu voru teknir í spaða, ás og kóngur í hjarta, tigulkóngur og síðan laufi spUað á ás. Spaðadrottning var nú tekin í blindum og hjarta spUað og spaðatvisturinn varð tiundi slagurinn í framhjáhlaupi. ísak örn Sigurösson V ÁK10 ♦ K62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.