Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað, Mánudaga: 6-20' Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL6.fi LAUGAftDAGS* ÖG MANUDAGSMORG NA Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995. Verðhækkun á brauðum „Það varð u.þ.b. 4% hækkun á brauðum hjá okkur í vikunni. Þau —*>hækkuðu þó mismikið. Ég geri fast- lega ráð fyrir að hinir fylgi á eftir,“ sagði Björn Jónsson, markaðsstjóri hjá Myllunni, snemma í morgun. Bjöm sagði hækkunina tilkomna vegna verðhækkunar á aðföngum - hveiti, sykri og plasti og launum. Ásgerður Ágústsdóttir í söludeild Samsölubakarís sagði aðspurð um verðhækkanir þar: „Ég vil ekki svara til um það á þessu stigi, við erum að skoða þessi mál.“ Líklegaeinn kjördagur Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra tekur ákvörðun um það hvort kjördagur verður aöeins einn eða hvort einnig verður kosið á sunnu- dag eftir fund með fulitrúum stjóm- málaflokkanna í dag. „Við viljum hafa kjördaginn einn og mér finnst líklegt að svo verði," segir Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Útlit er fyrir gott veður á laugardag með suðlægri átt, þremur til fimm vindstigum og skýjuðu sunnan- og vestanlands. Fyrir norðan verður léttskýjað. Hiti verður á bihnu núll tilsexstig. -GHS vinnuslysi Fertugur maður beið bana í Laxár- dalsvirkjun í gærmorgun þegar hann varð fyrir raflosti. Hann er talinn hafa látist samstundis. Maðurinn hét Bragi Reynir Axels- son, búsettur á Blönduósi. Bragi læt- ur eftir sig eiginkonu og þrjú böm. Hveragerði: Prestafélagið vill afskipti ráðuneytis „Við höfum skrifað ráðuneytinu og óskað eftir því að hlutast yrði tíi um að málið færi í bið þar til túikun þess á lögunum liggur fyrir,“ segir séra Geir Waage, formaður Prestafé- lags íslands, vegna þeirrar ákvörð- unar sóknamefndar að kalla séra Jón Ragnarsson tíl embættis sóknar- prests í Hveragerði. „Þetta hefur ekki komið inn á mitt borð og ég hef ekkert hugleitt hvem- ig ég myndi svara slíku erindi,“ segir Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra. -GHS/-rt Ríkissfjórnin hefur samþykkt að gi-eiða 2,5 núiljóna króna kostnaö í máli Sophiu Hansen sem hlotíst hefur af málarekstri Hasips Kaplans, lögmanns hennar í Tyrk- landi. Óskað haföi verið eftir að kostnaður yrði einnig greiddur vegna síma, flugferða með Flug- leiðum og húsaleigu á skrifstofu samtakanna Börnin heim en því var hafnað. Kostnaöurinn sem ríkisstjómin sér nú um að greiða felst m.a. í fjölda ferða Hasips frá Istanbúl til Ankara og uppihalds vegna þeirra auk mikillar vinnu á síðustu miss erum í málarekstri Sophiu ytra. Skuldir Soplúu nema nú tæpum 30 milljónum króna. Ógreiddur lög- fræðikostnaður, innlendur sem er- lendur, nemur um 7 milljónum króna, skuld við Flugleiðir er 1,2 milljónir, skuld til Pósts og síma er um 2 núlljórúr, kostnaður vegna skrifstofuhalds er 650 þúsund krónur og bókfærð vinnulaun Sig- urðar Péturs Harðarsonar eru 2,5 milljónir króna. Bókfært vinnutap vcgna 34 ferða tveggja systkina Soplúu tíl Tjrklands nemur urn 4 milljónum któna - þó er alveg óljóst hvort þessi upphæð verður nokkurn tíma greidd. Skuld vegna prentkostnaðar er 1,4 milljónír króna. Skuld vegna láns við Landsbanka íslands er 5,6 núUjónir króna og við Búnaðarbankaim 950 þusund krónur. Aðrar skuldir við ýmsa aöila eru 4,2 milljónir. Heildarkostnaður við málarekst- ur Sophiu er nú orðinn 60 milijónir króna en tæpar 40 milljómr hafa verið greiddar að undanskildum framangreindum bankalánum. Sophia fór fram á það við dóms- málaráðuneytið að fá gjafsókn í máli sinu en þvf var hafnað. Málinu var þá skotið til umboðsraanns Al- þíngis sem staðfesti ákvörðun ráðuneytisins. Sigurður Pétur Harðarson segir að súrt sé í brotí að kyngja þeirri niöurstöðu í Ijósi þess að Erna Eyjólfsdóttir hefði fengið gjafsókn eftír að hún kom meðdætursinartilíslands. -Ótt Tilraunaboranir standa þar nú yfir á Geldinganesi. Boraö verður niður á eitt þúsund metra dýpi og tekur borunin sex vikur í allt. DV-mynd GVA Auglýsing gegn Halldóri Ásgrímssyni: Látinn baula í bíó „Það eru sjálfstæðismenn sem standa fyrir þessari auglýsingu í bíó- um í Reykjavík og á Akureyri. Ég hef ekki séð hana en mér er sagt að þetta sé neikvæð auglýsing um for- ingja stjórnarandstöðunnar og ég er látinn baula þar. Væntanlega er það tíl að tengja mig og Framsóknar- flokkinn við landbúnaðinn meö nei- kvæðum hætti. Þessi auglýsing er ekki sýnd í sjónvarpi. Ég reikna með að Sjálfstæðisflokkurinn sé hræddur um að bændur landsins myndu þá sjá þetta en reikna ekki með að þeir fari mikið í bíó hér í höfuðborg- inni,“ sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við DV í morgun. Haildór greindi frá auglýsingunni í viðtals- þætti í sjónvarpinu í gærkvöld. Ágúst Ragnarsson, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins, staðfestí í morgun að það væri Samband ungra sjálfstæðismanna sem stæði fyrir þessari auglýsingu. Ekki náðist í Guðlaug Þ. Þórðarson, formann SUS, í morgun. Geldinganes: Borað eftir heitu vatni „Við erum að gera rannsóknar- holu, bora niður á þúsund metra og sjá hvað er þarna undir. Það var önnur hola boruð þama í fyrra eða hittifyrra en hún var að vísu ekki svona djúp. Við gerum alltaf eitthvað að þvi að bora tilraunaholur. Við erum bara að kanna þetta svæði,“ segir Gunnar Kristinsson hitaveitu- stjóri. Rökstuddur gnmur er um að heitt vatn sé í jörðu á Geldinganesi í Reykjavík og hafa starfsmenn Hita- veitu Reykjavíkur staðið að borun- um þar undanfarnar tvær vikur. Búist er við að borunin standi í mán- uð til viðbótar og fljótlega eftir það skýrist hvort nægilegt heitt vatn sé þar í jörðu til framtíðarnýtingar. „Við erum að skoða útkantana á þeim hitasvæðum sem við höfum verið að vinna við til að gera rann- sóknir og læra af þeim. Við höfum mælt hita áður á Geldinganesi og þá er nærtækt að þar sé vatn en ég þori ekki að segja hvort þetta svæði muni gefa góðar vonir. Þetta er bara lík- legri staður en margir aðrir,“'segir hann. Gert er ráð fyrir að tilrauna- borunin á Geldinganesi kosti 10-15 milljónir króna. -GHS LOKI Það er alltaf þessi sami friður og samhugur í blessaðri þjóðkirkjunni! Veðriöámorgun: Þurrtog víða léttskýjað Á morgun verður hæg, suðlæg átt víðast hvar, smáél við norö- vestur- og vesturströndina en annars þurrt og víða léttskýjað. Veðrið í dag er á bls. 36 1 brother tölvu 8 ^ límmiða | prentari 1 j ri i Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.