Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 Neytendur Matgæðingar DV bragða á páskaeggjum: Ekkert páskaegg af gerandi best Nói-Síríus og Móna með jafnmörg stig Enginn afgerandi munur er á bragöi páskaeggjanna frá Nóa-Síríusi, Mónu og Góu ef marka má matgæð- inga DV, þá Úlfar Eysteinsson, mat- reiðslumeistara á Þremur Frökkum, Dröfn Farestveit hússtjórnarkenn- ara og Sigmar B. Hauksson, áhuga- mann um matargerðarlist. Matgæðingamir komu saman í vikunni til að bragðprófa eggin og gefa hverju þeirra einkunn frá 1-5 (1=ipjög vont, 2=vont, 3=sæmilegt, 4 = gott, 5 = mjög gott). Hver tegund páskaeggjanna gat því mest fengið 15 stig samaniagt en þó hlaut engin þeirra fleiri en 10 stig. Óspennandibragð Páskaeggin frá Mónu og Nóa-Sír- íusi fengu nákvæmlega jafnmörg stig eða 10 samanlagt og nákvæmlega sömu einkunnagjöf frá hverjum mat- gæðinganna. Úlfari fannst „of mikið annað bragð en súkkulaðibragð" af Mónu-egginu og gaf því einungis 2 í einkunn. Dröfn sagði hins vegar „gott súkkulaðibragð og góður ilm- ur“ og gaf því hæstu einkunn. Sigm- ari fannst það hafa „sæmilega gott súkkulaöibragð með hæfilega sætu súkkulaði." Hann taldi þó vanta herslumuninn á að hér væri veru- lega gott súkkulaöi. Um Nóa-eggin sagði Úlfar: „maður smakkar og smjattar en bragðið læt- ur standa á sér (nei, nú kom það).“ Hann gaf því 2. Dröfn gaf því hins vegar hæstu einkunn líkt og Mónu- eggjunum og sagði einungis „gott súkkulaðibragð." Sigmar sagöi Nóa- eggin vera með ágætt súkkulaði- bragð „en þó óspennandi - en allt í lagi.“ Góu-eggin fylgdu fast í kjölfarið með samanlagt 9 stig. Úlfar gaf þeim 3 í einkunn með umsögninni „nokk- uð gott bragð en vantar fyllingu í bragðið. Nokkuð gimileg áferð.“ Dröfn gaf þeim 4 en sagði „eitthvað við eftirkeiminn sem mér líkar ekki við.“ Sigmar gaf því 2 og sagði: „súkkulaðið var hæfilega sætt en af því var leiðinlegt eftirbragð, hálfgert gervibragð." Útlitiö skiptir máli Til gamans voru þau beðin að meta útlit hvers páskaeggs fyrir sig og innihald. Baeði Úlfari og Sigmari þótti Nóa-eggið hafa góðan ht en Úlf- ari fannst það nokkuð matt og Sig- mari fannst þaö ófrumlegt. Dröfn fannst það hins vegar fahegt og snyrtilega skreytt. Það fékk saman- lagt 11 shg. Ohum fannst þeim Mónu-eggið fah- ega skreytt og hafa góðan gljáa og Sigmari fannst unginn frumlegur. Hvaða páskaegg bragðast best? Ú = Ulfar D = Dröfn = Sigmar IVIóna I Ulfar kvartaði m.a. yfir því að „of mikið annað bragð en súkkulaðibragð" væri af sumum eggjunum. Ekkert egg fékk fullt hús, þ.e. 15 stig samanlagt. DV-mynd ÞÖK Það fékk líka samanlagt 11 stig. Sitt sýndist hverjum um Góu-eggið. Úlfari fannst það einfalt og hlutlaust en Dröfn fannst það ekkert sérlega aðlaðandi í úthh og fóturinn klossað- ur, eins og hlutfóhin væru skökk. Sigmari fannst það hins vegar vera einfalt og smekklegt. Þaö fékk sam- anlagt 8 shg. Hvað innihaldið áhrærir þóth Sigmari Nóa-eggið hafa „afskaplega hhö spennandi innihald" en Dröfn fannst það „nokkuð fjölbreytt fyrir bama smekk." Mónu-eggið var með „frekar líhlflörlegt innihald" að mah Drafnar en Sigmari fannst það hafa „nokkuð mikið af sælgæh en mest af frekar ódýru súkkulaði." Úlfari fannst Góu-eggiö hafa mikla fyllingu og taldi fólk þar fá mest fyrir aurinn. Dröfn fannst innihaldið hins vegar vera frekar líhlfjörlegt og Sigmari fannst það ófrumlegt. Indverskur iambakarríréttur er á meðal nýjunga frá SS. r ■ l Indverskur lambakjötsréttur með hrísgijónum og steiktar kjöt- bollur meö kartöflumús eru meö- al nýrra 1944 rétta sem SS hefur sett á markaö. Réttimir em í nýjum umbúöum sem SS hefur nú tekið í notkun. Þær eru tví- skiptar, rétturinn í einu hólfi en meðlæhðíööm. I fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu segir aö í kjölfar skoöana- könnunar hafi stroganoffmu ver- iö breytt þannig aö þaö sé meira í líkingu viö rjómagúhas og.kjöt í karrí hafi verið mildað. 1944 réthmir fást í öllum helstu mat- vömverslunum landsins. „Viö emm aö markaösetjatvær tegundir af frosnum pastaréttum um þessar mundir sem komnar eru í ahar helstu verslanir,“ sagöi Garðar Sigurðsson, eigandi Pasta sf. í Kópavogi. í réthna era notað- ar ferskar pastaskrúfur, forsoðn- ar og frystar svo að einungis þarf aö setja réthna í örbylgju eða hita þá í ofni. Garðar sagðist leggja áherslu á að halda fituinnihaldi réttanna í lágmarki en sem dæmi má nefna aö í hverjum 100 g af skrúfuréth meö hvítlaukstómatsósu, soja- kjöh og grænmeh era einungis 0,6 g af fitu. Réttimir, sem vega 500 g, eru ákynningarveröinu 199 kr. um þessar mundir og dugar skammturinn íyrir tvo ef fólk er meö eitthvert meðlæti. EVROPUVIKA ALÞYÐUFLOKKSINS ja athygli á að eftirfarandi á sínum vörum út þessa viku. Verðlækkúnin er áþreifanleg. OKKURÍ ER ALVARA! j^aoR^jos HEIMILISTÆKI á evrópuverði AUt að 25% verðlækkun REYKJAVÍK AKRANESI KEFLAVÍK HAFNARFIRÐI AKUREYRI ÍSAFIRÐI EGILS- STÖÐUM HÖFN SELFOSSI 3.-7. apríl - vestur í bæ KJÚKLINGUR á evrópuverði 6. apríl Sími 564 3535 16" PIZZUR á 900 krónur 3.-7. apríl HÁDEGIS- VERÐUR 490 krónur 3.-7. apríl Hagfræðistofnun Háskóla íslands telur í skýrslu sinni til ríkisstjórnar- innar að við aðild íslands að Evrópu- sambandinu myndi verð landbúnaðarafurða hérlendis lækka um 35-45%. Það munar um minna fyrir íslenskar fjöiskyldur. Alþýðuflokkurinn vill hefja aðildarviðræður við ESB til þess að fá úr því skorið hvað íslendingum stendur til boða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.