Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. APRlL 1995 Útlönd Bæjar- og sveitarstjómarkosningar: Breski Ihaldsflokkurinn þurrkaður út í Skotlandi íhaldsflokkurinn breski var auö- mýktur í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum í Skotlandi í gær. Flokk- urinn var nánast þurrkaður út. íhaldsmenn náöu ekíd meirihluta í einu einasta af þeim 29 sveitarfélög- um sem kosið var um. Þeir fengu aðeins stuðning 1 afhverjum 10 kjós- endum.. íhaldsflokkurinn hefur reyndar aldrei verið mjög sterkur í Skotlandi en þessi útkoma er miklu verri en áður hefur sést. Verkamannaflokkurinn breski, sem var að fara út í fyrstu stóru kosningarnar eftir að Tony Blair var valinn leiðtogi, er ótvíræður sigur- vegari kosninganna. Þeir sigra í 17 sveitarfélögum, þar af fjórum þeim stærstu í Skotlandi, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Tainingu lýkur í dag og er jafnvel talið að Verkamannaflokkurinn geti náð meirihluta í 20 sveitarfélögum. AJIt útlit er fyrir að Verkamannaflokkur- inn hafi náð 47% atkvæða í kosning- unum, Skoski Þjóðernisflokkurinn 27% og íhaldsflokkurinn aðeins 11%. Þessi ósigur er talinn setja mikla á pressu á John Major forsætisráö- herra um að segja af sér. Kjósendur telja hann ekki mikinn leiðtoga og virðast samkvæmt skoðanakönnun- um hafa snúið baki við stjórn hans sem hefur átt mjög undir högg að sækja alveg frá upphafi. Major lýsti þvi hins vegar yfir nýlega að hann hygðist sitja út kjörtímabilið sem lýkur 1997. í næsta mánuði fara fram sveitarstjómarkosningar í Englandi pg Wales þar sem allt bendir til að íhaldsflokkurinn gjaldi einnig af- hroð. Tony Blair, leiðtogi Verkamanna- flokksins, sagði í nótt að úrslitin mætti þakka því að hann hefði náð að sveigja Verkamannaflokkinn inn að miðju breskra stjómmála. Kjós- endur væru að yfirgefa íhaldsflokk- inn í hjörðum vegna þess að hann hefði svikið þá og væri úr tengslum við raunveruleikann. Sveitarstjórnarmenn úr röðum íhaldsmanna í Skotlandi kenndu óvinsælum aðgerðum ríkisstjórnar- innar um tapið. Dagblaðið Daily Telegraph birtir skoðanakönnun fyrir landið allt í dag. Þar er Verkamannaflokkurinn með 35% forskot á íhaldsflokkinn. Verkamannaflokkurinn er með 58% fylgi, íhaldsflokkurinn 23% og Frjálslyndir demókratar 14%. Reuter Vörubílstjóri dæmdur fyrir morð: Lærði taugalíff ræði og slapp úr f angelsi Breskir dómstólar slepptu vöru- bílstjóranum Kevin Callan lausum úr fangelsi í gær. Callan haíði lært taugalíffræði í fangelsinu og kenn- ingar um heilaskurðlækningar til að sanna sakleysi sitt. Sannfærði hann dómara um að sakfelling hans væri byggð á ónógum sönn- unum. Callan var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyri þremur árum, sak- felldur fyrir að hafa myrt fjögurra ára dóttur kærustu sinnar. Sak- sóknari hélt því fram að Callan hefði hrist hana til dauða. En Call- an hélt ávallt fram sakleysi sínu. í fangelsinu kafaði hann í taugalíf- fræði og hélt uppi bréfaskriftum við sérfræðinga víöa um heim í heilaskurðlækningum og höfuðá- verkum. Þegar mál Callans var tek- ið upp aftur var málflutningur ákæruvaldsins hrakinn og hann látinnlaUS. Reuter ísbtlHnrf Byrjum akstur á kosningadaginn og ökum eftirfarandi leiðir: Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, var einn aðalræðumanna á ráðstefnu í Bandaríkjunum vegna Dags jarðar. Vel fór á með Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, og Gróu en þau hafa fram að þessu ekki verið alls kostar sammála um umhverfismál. Simamynd Reuter Laugard. 8. apríl: Hraungerðishreppur f. hádegi Laugard. 8. apríl: Skeiðahreppur e. hádegi Sunnud. 9. apríl: Gnúpverjahreppur Þriðjud. 11. apríl: Hrunamannahreppur Miðvikud. 12. apríl: Villingah. og Gaulverjabæjarhreppur Uppl. í síma 985-43124 og 91-623676 er selt í Isbílnum Filippseyjar: Fimm gíslar létust Her Filippseyja gerði í gær og í nótt áhlaup á hryðjuverkahóp öfga- sinnaðra múslíma í borginni Ipil í suðurhluta Filippseyja. Múslímarnir hafa haft í haldi 26 gísla sem þeir tóku þegar þeir gerðu árás á borgina fyrr í vikunni en þeir drápu 45 manns í þeirri árás. Fimm gíslar létust í áhlaupunum síðasta sólarhringinn og sex öfgasinnar. Hörð átök eru enn milli hersins og múslímanna en þeir eru taldir vera um 75 talsins. Um tvö hundruð manna lið tók hins vegar þátt í árás- inni á Ipil fyrr í vikunni. Mikill ótti er á Filippseyjum vegna vaxandi árásargirni öfgasinnaðra samtaka múslíma í landinu. Talið er að þeir fái umtalsverðar íjárupphæð- ir sendar frá múslímalöndum sem þeir notað síðan til kaupa á vopnum. I árásinni á Ipil voru þeir vopnaðir sprengjuvörpum af fullkomnustu gerð. Búist er við fleiri árásum á sak- lausa borgara á næstunni. Reuter Stuttarfréttir dv Fjöldamorða minnsf Fjöldi íbúa í Rúanda safnaðist saman þegar fyrrum forsætis- ráðherra og 200 aörir voru jarð- aðir á ný, einu ári eftir að blóðsut- hellingar hófust í landínu en þær kostuðu eina milljón manna líflð. Funda um kjarnavopn Egyptar og ísraelar ætla að reyna að leysa deilu vegna neit- miar Israelsmanna um aö sam- þykkja samkomulag um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Endalok ákveðin? Christopher, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna, beitir auknum þrýst- ingi á Tyrki í von um að fast- setja megi hve- nær Tyrkir dragi 32 þúsund mannahersveitir sínar i norður- hluta íraks, sem beint er gegn Kúrdura, til baka. Chiracekkiöruggur Jaques Chirac, borgarstjóri Parísar, viöurkennir að hann er ekki öruggur um sigur í frönsku forsetakosningunum. Hindrunum aflétt? Benazir Bhutto, forsætisráö- herra Pakistans, reynir að fá Bandaríkjastjóm til aö aflétta viðskiptabanni sem sett var á vegna kjarnorkuvopnaáætlunar landsins. Engin sprengja Samgönguráðherra Belga segir ekkert benda til að sprengja hafi verið um borð í farþegaþotunni sem fórst í Rúmeníu fyrir viku. Margir á dauðalista Bandarísk heryfirvöld segja að 27 andstæðingar Jean-Bertrands Aristides, forseta Haítí, séu á dauðalista. PólverjaríESB Pólverjar hafa lýst yfir ítrekuðum vilja sínum til að verða fyrsta fyrrum austan- tjaldsríkið til að verða aðili að Evrópusam- bandinu. Pillafyrirkaria Danskir visindamenn segja nið- urstöður sínar auka vonir um hormónalausa getnaðarvama- pillu fyrir konur og karla og um lækningu við ófrjósemi. Rifu úrsilfurbiblíu Óþekktir menn réðust á ómet- anlega gotneskabiblíu á háskóla- bókasafninu í Uppsölum í Svíþjóð og rifu úr henni nokkrar síður. Reuter Æg ÁÝÆNGJUM ALLAN HEIM ! WtVog INTERNET Við kynnum OS/2 Warp stýrikerfið og Internet þjónustu Nýherja í verslun okkar í Skaftahlíð 24 laugardaginn 8. apríl á eftirfarandi tímum: OS/2 Warp 12:15 til 13:00, /nternet II: 15 til 12:00 og 13:15 til 14:00. Við minnum einnig á námskeið tölvuskólans okkar um OS/2 Warp stýrikerfið og Internet. Símanúmer skólans er 569 7769. NANARI UPPLYSINGAR ERU Á HEIMASIÐU NÝHERJA: http://www.ibm.is/ NÝHERJI SKAFrTAHLÍÐ 24 - SÍMI 569 7700 Alltaf skrefi á undan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.