Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 11 Fréttir Mikill snj ómokstur á helstu þéttbýlisstöðum á Norðurlandi: Mokað fyrir 60 milljónir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Snjómokstur á stærstu þéttbýlis- stöðunum á Norðurlandi þaö sem af er árinu hefur gjörsamlega farið úr böndunum. í áætlunum bæjaryfir- valda á Sauðárkróki, Siglufirði, Ól- afsfirði, Dalvík, Akureyri og Húsavík var gert ráð fyrir að kostnaður við moksturinn í þessum kaupstöðum yrði um 40 milljónir króna alit árið, en í dag er þessi kostnaður kominn í um 60 mfiljónir króna. Og það er mikið eftir enn, jafnvel þótt ekkert snjói meira í vor. Alls staðar nema e.t.v. á Sauðárkróki er gífurlegur snjór við allar götur, víða verður unnið á næstunni við að keyra snjóinn í burtu og ef hlánar skyndilega bætist við kostnaður vegna vinnu til að hamla á móti vatnsflaumnum sem myndast. Þá má ekki gleyma því að kostnaður við mokstur síðustu mánuði ársins er nokkur, þótt meginhluti kostnaðar falh á 3-4 fyrstu mánuði hvers árs. Húsvíkingar eru búnir að moka snjó fyrir um 12 milljónir króna af götum bæjarins, en áætlunin fyrir allt árið gerði ráð fyrir 5,3 milljónum. Á Akureyri var áætlunin fyrir allt árið 14 milljónir en kostnaöurinn nú þegar kominn í um 24 milljónir. Á Siglufirði var áætlunin upp á 5,4 milljónir en kostnaðurinn er kominn í um 8 milljónir. Á Ólafsfirði hefur verið mokað fyrir 6,3 milljónir sem er 100 þúsund krónum meira en áætl- unin gerði ráð fyrir allt árið, á Dal- vík var áætlun upp á 5,5 milljónir en kostnaðurinn er kominn í 6 milijón- ir. Segja má að Sauðkrækingar standi einna best, þar var áætlun upp á 4,3 milljónir og eru enn eftir 500 þúsund krónur af þeirri upphæð. Volvo 960: íslandsfrumsýning á end- urbættum bil í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar: Volvo 960 framsýndur Brimborg hf. verður með bílasýn- ingu í Vestmannaeyjum um helgina þar sem endurbættur Volvo 960 verð- ur sýndurí fyrsta sinn á opinberri sýningu á íslandi. Þetta er flaggskip- ið frá Volvo, með 6 strokka vél, sjáif- skiptingu, líknarbelg í stýri, laesi- varða hemla, leðurinnréttingu og -sæti svo nokkuð sé nejnt. Fleiri Volvobílar verða sýndir: Volvo 850, margverðlaimaðm- bfll, og Volvo 460, vandaður fjölskyldubíll á mjög góðu verði. Ennfremur sýnir Brimborg Ford Mondeo, sem hlotið hefur margvísleg verðlaun og titla, og loks smábílinn Daihatsu Charade. Þá má og tejja það til nokkurrar ný- breytni að á sýningunni verða einnig nokkrir góðir og vel með famir not- aðir bílar. Sýningin er í íþróttahúsinu í sam- vinnu við handknattleiksráð ÍBV og auk þess að skoða bíla verður gestum boðið upp á ýmislegt til skemmtun- ar, fyrir utan veitingar. Sýningin er opin 10-17 á laugardag en 13-16 á sunnudag. Auöi Sýna þrjár gerðirAudi Nokkur undanfarin ár hafa bílar af gerðinni Audi lítt verið á boðstól- um hérlendis og einna helst fluttir inn notaðir. Nú er að verða breyting á því þar sem Audi-umboðið Hekla hf. hefur nú Audi aftur á boðstólum. Frumkynning á þessum þýsku eðal- vögnum verður núna um helgina, laugardag og sunnudag, en sérstök kynning fyrir boðsgesti verður í dag, fóstudag. Á sýningunni í Heklu hf. verða sýndar þijár gerðir af Audi bílum: Audi 4, Audi 6 og Audi 8. Sá síðast- nefndi er í eigu Happdrættis Háskóla íslands og er raunar vinningur í því happdrætti. Þetta er lúxusbíll í dýr- um flokki og fyrsti fjöldaframleiddi fólksbíllinn sem er úr áli fremur en stáh. Audi 4 og Audi 6 eru vel búnir lúx- usbílar sem hafa fengið afar góða dóma og móttökur. Það er aðeins einn Jeep Cherokee Fyrir um 50 árum ruddi Jeep jeppinn brautina á íslandi sem aðrir jeppar fylgdu sfðan. Jeep heldur enn í dag forskoti sínu í hópi mest seldra jeppa á íslandi með samhæfingu lipurðar, krafts og aksturseiginleika. Jeep Cherokee hefur sannað sig margfalt við íslenskar aðstæður, hvort sem er við erfiðustu vetrarskilyrði eöa í þröngri bæjarumferðinni. Þegar þú skoðar jeppa er Jeep Cherokee fyrsti kosturinn. Tryggðu þér ekta amerískan jeppa á fólksbílaverði - frá kr. 2.650.000,- Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600 Heimilisfang heimasíöu Jöfurs á Internetinu: http://w.w.w./centrum.is/jofur Loftpúði ís^' erStaða»bunaðuJ i Jee , cherokee.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.