Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. APRlL 1995 Spumingin Hvers mundir þú spyrja í spurningu dagsins? Ragnhildur Hrund Jónsdóttir kjöt- iðnnemi: Hvað sefur þú lengi á dag- inn? Hallur Ólafur Agnarsson nemi: Ein- hverrar sem tengist HM. Lára Sigríður Haraldsdóttir nemi: Hvemig finnst þér aö vera komin(n) í skólann aftur eftir kennaraverkfall- ið? Helga Lovísa Helgadóttir nemi: Hvað ferð þú oft út að skemmta þér? Laufey Halldórsdóttir nemi: Ég myndi reyna að spyrja um eitthvað skemmtHegt. Andrea Halldórsdóttir nemi: Styrkir þú gigtarrannsóknir? Lesendur______________ Eignir heimil- anna aukast 700 þús:- Eiginfjárstaða heimílanna 600 500 400 300 200 100 S verölagi 1994 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 DV „Það er ekki rétt að líta eingöngu á skuldirnar þegar rætt er um fjárhags- stöðu heimilanna," segir Friðrik m.a. í bréfinu. Friðrik Sophusson tjármálaráðherra skrifar: Eignir umfram skuldir hafa aukist hjá heimilunum í landinu á undan- fórnum árum. Sparnaður heimila var meiri árið 1994 en fyrri ár eða um 31 milljarður. Þetta kemur m.a. fram í grein eftir sérfræðing Seðlabankans í Vísbend- ingu ekki alls fyrir löngu. - Þar segir m.a.: „Fjárhagsstaða heimila í heild verður að teljast vel viðunandi. Heildareignir þeirra, að meðtöldum innistæðum í lífeyrissjóðum, eru metnar á hátt í þúsund milljaröa króna, en til frádráttar eru skuldir við lánakerfiö sem eru áætlaðar um 290 milljarðar króna.“ Þetta þarf að koma fram vegna les- endabréfs Hjálmars Árnasonar, frambjóðanda Framsóknarflokksins, í DV þann 4. apríl sl. Það er ekki rétt að líta eingöngu á skuldimar þegar rætt er um fiár- hagsstöðu heimilanna. Þær hafa að sönnu vaxið, en eignimar hafa hins vegar vaxið enn meira. Besta kjara- bót skuldugra heimila er auðvitað fyrst og fremst lækkaðir vextir. - Vaxtabyrði láns að upphæð ein millj- ón króna hefur lækkað um 12 þúsund krónur á ári séu borin saman árin 1991 og 1994. Greiðsluerfiðleikar í húsnæðis- kerfinu era ekki meiri en þeir vom árið 1990. Aðalatriðið er að ungu fólki sé gert kleift að eignast húsnæði. Á það leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu. Við viljum einnig aðstoða það fólk sem á í greiðsluerfiðleikum, og núverandi ríkisstjórn hefur gert margt til að koma til móts við skuld- ug heimili. Látum ekki áróður vinstri flokk- anna blekkja okkur. - Þeir lofa kjós- endum öllu fógru en reyna að slá ryki í augu almennings með því að fullyrða að heimilin séu að missa allt úr höndunum. - Það er sem betur fer rangt. Lágir vextir og stöðugleiki hafa stuðlað að því að heimilin í landinu safna meiri eignum en skuldum. - Svo verður áfram ef við glutrum ekki niður þeim árangri sem náðst hefur. Reiðhöllin í Víðidal Fyrrverandi Fáksfélagi skrifar: Eftir að hafa lesið bréf í DV þann 21. mars sl. undir fyrirsögninni „Reiðhöllin í Víðidal" get ég ekki orða bundist. Bréfritari bendir fólki þar á að fara með hestinn sinn í Reiö- höllina ef hann þarfnist þjálfunar eða eitthvað fari úrskeiðis. Maður heföi nú haldið, án þessara ábend- inga, að hestinn hefði mátt þjálfa og laga utandyra, þ.e.a.s. svo fremi að maður hefði hugmynd um hvernig á málum ætti að taka. Bréfritari talar líka um að búið sé að ráöa starfsmann í Reiðhöllina og að það hafi verið nauðsyn þar sem hestamenn séu með lifandi dýr undir höndum. Mér finnst það ömurleg staðreynd ef Fáksfélagar þurfa að fara í Reiðhöllina til þessa starfs- manns til að gera sér grein fyrir því að hestar þeirra séu lifandi. Hestar geta fælst og menn geta dottið af baki. Ég kem ekki auga á þá kosti að hafa starfsmanninn þama á staðnum þegar hestur ríkur með mig eða þegar og ef ég dett af baki (nema ef vera kynni að svo illa færi að hringja þyrfti á sjúkrabíl). Þá hefur bréfritari á orði að starfs- maðurinn skilji þarfir hestanna okk- ar. Þar tók nú út yfir allt. - Ég held, ágæti bréfritari, að það kæmi sér mun betur fyrir hestana þína að þú reyndir að skilja þarfir þeirra sjálf- ur, þó svo að starfsmaðurinn geri það líka. Ekki þakka ég þessum starfs- manni þótt hann beri hag Reiöhallar- innar fyrir brjósti því að öðram kosti heldur hann ekki starfinu. Reykingar í flugvélum: Tóbak og eldfæri gerð upptæk fyrir f lug Flugmaður skrifar: Um langt skeið hefur það tíðkast að farþegar í millilandaflugi þurfi að fara í gegnum vopnaleit fyrir brott- fór. Er þá sérstaklega verið að leita að skotvopnum og sprengjum og oft era oddhvassir hiutir eins og skæri eða hnífar teknir af fólki. Enginn hefur haft neitt við þetta að athuga. En á sama tíma er fólki hleypt í gegn og um borð í flugvélar með enn hættulegri hluti, sem eru reyktóbak og eldfæri. Iðulega les maður í dagblöðum að fólk hafi verið staðið að reykingum á salemum flugvéla og það síðan sótt til saka fyrir vikið. A það yfir höfði sér fjársektir og fangelsisvist. Er það ekki að ástæðulausu þar sem logandi vindlingur í ruslakassa getur valdið óbætanlegu tjóni. Á meðan reykingabann er í gúdi í flugvélum Flugleiða er það ekki spuming um hvort eldur komi upp í flugvél af þessum sökum heldur hvenær. Tel ég því mjög brýnt aö leitað verði í handfarangri farþega og á farþegum sjálfum að tóbaki og eldfærum og það gert upptækt fyrir brottför. Hugsan- lega mætti innheimta um leið sér- stakt tóbaksleitargjald og bæta þar með bága fjárhagsstööu flugstöðvar- innar í Keflavík. Það er vissulega heiður fyrir Flug- leiðir að vera fremstar í flokki þeirra flugfélaga sem banna reykingar og niðurlægja það annars flokks fólk sem reykingamenn annars eru. Hugsanlega mætti innheimta sérstakt tóbaksleitargjald og bæta um leið bága fjárhagsstöðu flugstöðvarinnar, segir m.a. í bréfinu. DV Smuguveiðarog leikfléttur Kristján hringdi: Maöur opnar varla svo blað að ekki sé einhvers staðar sagt frá því aö nú sé Smugudeiia okkar Islendinga við Norömenn aö leys- ast. Leysist jafnvel með leikfléttu eins og það var oröað í einni frétt- inni. - En er eitthvað aö leysast í þessari deilu? Ég sé það ekki, og fremur er að þyngjast undir fæti fyrir olikur íslendinga hvað þetta varðar. Norska ríkissljórn- in mun t.d. aldrei ljá máls á veíð- um okkar í Smugunni, hvaö þá í Barentshaii, nema undir eftirliti þeirra sjálfra. Síöan eiga Rússar efth að segja sína sögn og hún verður okkur ekki hagstæð. Misskilin góðverk: Margirbiekktir HaUdóra skrifar: Einkennilegt hve menn eru blindir fyrir góðgerðarstarfsemi og öllum þessum söfnunum sem vaða hér uppi. Það tekur þó stein- inn úr þegar forráðameim opin- berra fyrirtækja (eíns og Þjóð- hagsstofnunar) senda frá sér bréf til fyrirtækja hér á landi þar sem hvatt er til að styðja einhvern dreng í Bretlandi með því að senda honum nafnspjöld en við- komandi drengur þjáöist af krabbamehú fyrir mörgum árum! - Hér er ekki um góð- mennsku að ræða heldur misskil- in góðverk og aulahátt. Matarkarfan minnkar Dauíel hringdi; Ekki ber á öðru en hækkunar- skriða sé komin í gang hvað varð- ar matarverð. í bakaríi einu, setn ég kom inn í nýlega, hafði verö á bókstaflega öllu hækkað, allt frá brauðum og niður í rúnnstykki. Þetta er óhugnanleg þróun og sýnir að matarkarfan fer minnk- andi, Það er spurning hvort allt fellur ekki í sama fariö og fyrr. ÁTVRogEES- samningurinn Helgi Jónsson skrifar: Það er furðulegt hvernig ráöa- menn ætla að þybbast við með þvt að iáta ÁTVR halda áfram starfsemi eins og ekkert sé. Sam- kvæmt EES-samningnum ætti ÁTVR-einokunin ekki að vera til hér á landi. En það er eins og ráðherrar og þingmenn vilji endi- lega halda úti svona batterii með ærnum kostnaði þótt flytja megi inn áfengi og- tóbak rétt eins og hveriar aðrar vörutegimdh - og fá þaö sama út úr dæminu fyrir ríkið. Það er orðið viðfrægt meöal ferðamanna hér aö ekki skuli mega kaupa vín í verslunum og t.d. ekki á laugardögum. Glaðnarti! áStröndum Regína Thorarensen skrifar: Séra Jón ísleifsson, prestur í Ámesi á Ströndum, hringdi til mín og sagði mér þær gleðifréttir að tveh menn hefðu loks getað fariö með lóðir tvo daga og fengið 12 tonn af góðurn fiski á 4ra tönna trillu Þetta voru þeir Guðmund- ur Jónsson í Síóru-Árvík og Frið- rikJóhannsson sem ernýkominn með trillu sem hann var að láta stækka á Patreksfirði. - Þetta era miklar gleðifréttir því Ámes- hreppsbúar hafa ekki smakkaö nýjan fisk síðan iöngu fyrir jólin. Þaö er líka geysilega mikiU snjór í Árneshreppi og fólk hefur ekki getaö fariö í kaupfélagiö nema á vélsleðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.