Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR .MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblaö 200 kr. m/vsk. Er gagn að kosningum? Á morgun ganga íslendingar aö kjörborðinu. Langri, strangri en fremur tíöixidalítilli kosningabaráttu er aö ljúka. Frambjóöendur hafa lagt sín spil á boröiö. Nú er það kjósenda að gera upp hug sinn. Þrátt fyrir mikla uppstokkun í heimi stjómmála og breyttar áherslur í þjóðmálunum og þrátt fyrir fjölskrúð- ug framboð í nafni náttúrulaga og kristilegra, svo ekki sé minnst á Þjóðvaka, virðast gömlu flokkamir íjórir ætla að lifa þessar kosningar af eins og jafnan áður. Þeir sigla aiiir meira og minna inn í hefðbundið fylgi. Þetta er staöreyndin hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við sitjum uppi með gamalgróna flokka og við sitj- um uppi með það fólk sem þessir flokkar hafa vahð til framboðs. Því fær engu breytt úr þessu. En hefur þá kosningabaráttan breytt einhveiju? Geta kjósendur gert sér vonir um betri tíð eða bættan hag? Hvað er það sem kosningaslagurinn hefur leitt í ljós og vakið vonir um, gagnvart þeim kjósendum sem em enn óákveðnir? Til þess er jú tekist á í kosningum að fram- bjóðendur laði til sín atkvæði kjósenda í krafti málflutn- ings og málefna. Ef sleppt er almennum klisjum og hástemmdum en innihaldslitlum frösum, sem löngum hafa tíðkast í póli- tík, hefur fátt áþreifanlegt skorið sig úr. Tvennt stendur þó einkum eftir. Annars vegar em það fiskveiðimáiin, kvótinn og veiði- leyfagjaldið. Ljóst er að umræður um fiskveiðimálin em upphafið að meiri átökum og aðgerðum á því sviði. Hins vegar hefur annað mál skotið upp kollinum og það snýr að lífskjörunum og efnahag heimilanna. Hér er um að ræða jaðarskattana og þá skelfilegu staðreynd að flölskylda með laun á bilinu 125 til 210 þúsund krónur fær ekki nema fjórar af hverjum hundrað krónum í eig- in vasa afþeim viðbótartekjum sem hún aflar. Ríkið hirð- ir afganginn. Þaö er eins og hvorki stjómmálamenn, hagfræðingar né heldur aðilar vinnumarkaðarins hafi áttað sig á þess- ari skattheimtu. Það er líkast því að þessi sannindi hafi dottið af himnum ofan. Og þó er enginn vafi á því að skuldir heimilanna og erfiða fjárhagsstöðu ljölskyldn- anna má beinlínis rekja til þessa skattkerfis. Þeir sem fyrst og fremst verða fyrir barðinu á þessari skattheimtu er ungt fólk með böm á framfæri; ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið og er enn að greiða niður námslánin. Því er gert nánast ómögulegt að leggja meiri vinnu á sig og drýgja tekjur sínar. Helíjötrar skatt- heimtunnar koma í veg fýrir að sjálfsbjargarviðleitnin skili sér. Aö því leyti má þess vegna þakka kosningunum að Ijósi hefur verið varpað á þetta hneyksli. Og þá má sömu- leiðis gera því skóna að árangur kosningabaráttunnar verði sá að næsta ríkisstjóm muni ganga til þess verks að leiðrétta og lagfæra þessa skattpíningu. Annað kemur ekki til greina enda hafa fulltrúar flestra flokka viður- kennt að skattheimtan er á vilhgötum þegar ungu fólki og skattgreiðendum yfirleitt er gert svo erfitt fyrir. í kosningum ber mikið á slagorðum um þjóðarhag og framtíðarsýn. Allt er það gott og blessað svo langt sem það nær. En þegar allt kemur til alls em það lífskjörin, hinar daglegu þarfir, hagur einstaklingsins í lífsbarátt- unni sem skiptir máli fyrir kjósandann. Og þá fer ekki milli mála að tekjur, skattar og lífsafkoma hinna nán- ustu er hjartanu og atkvæðinu kærast þegar komið er í kjörklefann. Það er um þetta sem kosningamar snúast. Ellert B. Schram 14% 14 Heilbrigðisútgjöld -semhlutfell-af-lafKtsframleiöslu- 8,8 8,8 8.7 r e o c EL3 8.2 8.2 7,9 OECD-meöaltal illll illlilllill lill' 7,17,1....7..7 6,9 6,5 '5,4 4,1 a. o i P| E ov Heilbrigðisútgjöld sem hlutfall at landsframleiðslu. Útgjöld hins opinbera: Umræðan á skjön við staðreyndir Er heilbrigðisþjónustan dýr á ís- landi? Þessari spumingu hafa margir svarað játandi og lagt til verulegar breytingar og uppstokk- unar til að ná fram frekari spam- aði. En hveijar em staðreyndir málsins? Heilbrigðismál Séu heilbrigðisútgjöld hér á landi borin saman við heilbrigöisútgjöld annarra OECD-ríkja kemur í ljós að ísland er í 13. sæti og hefur ver- ið á því róli síðasta áratuginn, með lítið eitt lægra hlutfall af lands- framleiðslu en meðaltal þeirra þrátt fyrir að starfrækja þurfi ríf- lega 50 heilsugæslustöðvar vítt og breitt um landið, náiægt 30 sjúkra- hús og tugi hjúkrunarheimila. Stæröarhagkvæmnin, nýting vinnuafls og fjármuna er með öðr- um orðum mjög óhagstæð. Við er- um hins vegar í áttunda sæti hvaö varðar landsframleiðslu á mann. Sem hlutfall af landsframleiðslu hefur heilbrigðiskostnaður farið lækkandi, eða úr um 8,5% af lands- framleiðslu árið 1988 í 8,1% árið 1994. Hlutdeild heimilanna hefur að vísu vaxiö en hlutdeild hins op- inbera hefur minnkað því meira. Á fostu verði hafa heilbrigðisútgjöld- in vaxið um 61/2% á þessu tímabiii en staðið nokkum veginn í stað sé mælt á mann. í krónum talið kosta heilbrigöismálin í kringmn 132 þúsund krónur á hvem íbúa á ár- inu 1994 sem er svipuð fjárhæð og árið 1988 (sama verðlag). Alþjóðasamanburður, á bæöi meðalævilengd og dánartíðni ung- bama, sýnir að árangur okkar er góður, aö heilbrigöiskostnaöur sé síst of mikill í slíkum samanburði og að ekki hafi verið um neina út- gjaldaþenslu aö ræða. KiaUarinn Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðlngur Fræðslumál Fræðslumálin hafa einnig verið mikið til umræðu síöustu misserin. Hiö gagnstæða hefur verið fullyrt um þau, að of litlar fjárhæðir fari til þeirra í samanburði viö aðrar þjóðir. En hvað segir alþjóðasam- anburður? Á árinu 1991 runnu um 5,1% af landsframleiðslu í þennan málaflokk frá hinu opinbera sem er lítíllega fyrir neðan OECD- meðaltal sem var 5,2% af lands- framleiðslu. Um 3,7% af landsfram- leiðslu fóm til grunn- og fram- haldsskólastigs samanborið við 3,5% að meðaltali í OECD-ríkjum. Önnur Norðurlönd em hins vegar nokkuö ofar í þessum samanburði. Ríflega 12% útgjalda hins opin- bera fóra til fræðslumála á árinu 1994 eða um 211/2 milljarður króna. Rúmlega helmingur þeirra fór til grunnskóla, um 25% tíl framhalds- skóla og ríflega 13% tíl háskóla- stígs. Afgangurinn fór í námslán, stjómunarkostnað og þess háttar. Á hvem íbúa kostuðu fræðslumál- in rúmlega 93 þúsund krónur séu útgjöld heimilanna talin með. A heildina litíð er samanburður- inn ekki svo slæmur sem ætla mættí af umræðunni. Skólasókn er að vísu há hér á landi vegna aldurs- samsetningar en á móti vegur að hlutfallslega stór hlutí háskóla- náms fer fram á erlendri gmnd og að endurmenntun er minni hér vegna hlutfallslega lítils atvinnu- leysis. Menntunarstigið er því lík- lega meira en útgjáldastigið segir tíl um og hugsanlega í góðu sam- ræmi viö aörar þjóðir. Það er svo annað mál hversu vel það nýtist atvinnulífinu. Jóhann Rúnar Björgvinsson „í krónum taíið kosta heilbrigðismálin í kringum 132 þúsund krónur á hvem íbúa á árinu 1994 sem er svipuð fjárhæð og árið 1988 (sama verðlag).“ Skoðanir annarra Eín lagasetning á komandl þingl ■ „Margir telja að efitir því sem stjómmálamenn setji fleiri lög þeim mun duglegri séu þeir. Þetta er mis- skilingur! Fólk ætti að hrópa húrra næst þegar það heyrir aö fá lög hafi verið afgreidd á Alþingi. ... Stjómmálamenn ættu fyrst og fremst að einbeita sér að einni lagasetningu á komandi þingi; að skera upp ríkisútgjöldin og afgreiða haUalaus fjárlög. Það væri talandi dæmi um lítið magn lagasetninga en mikil gæði. Þá væri hægt að hrópa húrra - og jafnvel hækka laun þingmanna." L'r ritstjórnargrein 2. tbl. Fijálsrar versiunar. Höfum vlð eitthvað lært? „Gangi bj artsýnustu þj óöhagsspár eftir mun enn á ný reyna á það hvort Islendingar hafi lært eitthvaö af hagstjómarmistökum liðinna ára þeggr uppgang- ur í efnahagslífmu fór úr böndunum. Afleiðingarnar komu fram í stóraukinni einkaneyslu, verðbólgu- skriöu, gengisfellingum og skuldasöfnun erlendis.“ KB í Viðskipti/Atvinnulif Mbl. 6. apríi. Falskur tónn íslandsbanka „Söngvarar íslandsbanka hins nýja kveða mjög upp úr með hversu miklu örðugar þeim gangi að fá hagstæð erlend lán en Landsbankanum. Þetta mun rétt vera og á sér eðlilegar skýringar: Frá upphafi vega, á aðra öld, hefir Landsbankinn kappkostað að standa við allar skuldbindingar sínar gagnvart er- lendum lánardrottnum og á réttum tíma, svo erlend lán hafa aldrei komizt í eindaga hjá Landsbankanum. ... íslandsbanki hinn nýi viU vera einkabanki meö öllum formerkjum. Það er því falskur tónn og and- hælislegt í mesta máta að höfuð hans skuli baðað í ríkissólinni." Sverrir Hermannson, bankastj. Landsbankans, i Mbl. 5. april.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.