Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 17 Frá sýningu Leikfélags Reyðarfjarðar á Óvitum Guðrúnar Helgadóttur. Leikfélag Reyöaríjarðar: Óvitar Guðrúnar Helgadóttur Helgi Seljan, DV, Reyðarfirði: Leikfélag Reyðarfjarðar frumsýndi nýlega barnaleikritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Jóns Júliussonar. Leikarar eru 20 og var vel tekið í frumsýningarlok. Áhugaleikfélögin eiga óskipta að- dáun mína fyrir sitt ötula menning- arstarf, sinn þýðingarmikla þátt í leiklistarlífi þjóðarinnar. Því starfi þyrfti vissulega að gefa meiri gaum, gera betri og verðugri skil. Vart verð- ur fátækleg umíjöllun mín um Óvit- ana í heimabyggð minni merkilegt lóð á þá vogarskál sem vert skyldi. Hins vegar dreg ég enga dul á það að ég dáist mjög að metnaöarfullu framtaki sjö hundruð manna samfé- lags, en á frumsýningu bar ég jafn- framt ugg í brjósti hversu til mundi takast. Sá uggur reyndist með öllu ástæðu- laus, svo undravel var öllu til skila haidið af þeirri heilsteyptu sveit sem þarna var að verki. Auðvitað er vandalaust að tína til hnökra, hik og þess háttar, en heild- arsvipur, svo og frammistaða þessa unga leikaraliðs var þeim öllum sannarlega til sóma. Ljóst er að leik- stjórinn hefur lagt mikla alúð að vandasömu verki í framsögn sem tjáningu. Hans hlutur hlýtur að telj- ast hinn besti og á hann lof skilið. Auðvitað eru hlutverkin misstór og mæða misjafnlega á leikendum, en sum viðamikil og vandmeðfarin. Aðalhlutverkin tvö, strákana sem allt snýst nú um, leika Vigdís Þor- gerður og Pálína Árnadóttir af öryggi góðu og með ágætum svipbrigðum, strákslegar hið besta. Bóel Jóhann- esdóttir hefði sómt sér vel í hvaða fínfrúaveislu sem væri um leið og skörungsskapurinn var sko ekkert slor. Andri Sigurðsson var óborgan- lega syfjaður og ekki síöur ölvaður vel, Sylvia Halldórsdóttir hinn dæmigerði táningur sem þráir þó kærleik og hlýju á heimilinu. Svona mætti áfram telja öll þau er þarna komu fram með sönnum sóma. Hvað sem vangaveltum líður voru Óvitarnir hennar Guðrúnar í góðum, hlýjum höndum eystra og eru það enn og eiga vonandi eftir að ylja og gleðja eystra þar. Þökk sé þeim öllum er þar að koma. Fréttir Akranes: Skýrsla um samfélag, bófc Tómasar Gunnarssonar, er um leyndarbréf Hæstaréttar, melnt lögbrot æðstu embættlsmanna og þögn kerfislns. Verö kr. 1.980. Garðar Guðjónascm. DV, Akranesi: Rúmlega 8% af áætluðum mann- afla á Akranesi var án atvinnu í leysi á Akranesi nær 12%. febrúar að sögn Brypju Þorbjörns- dóttur, atvinnufulltrúa bæjarins. Á sama tíma í fyrra nam atvinnu- Aktu eins og þú vilt aóaöriraki! ^ wÉUMFEROAR Ohum cms og mcnn' UpAn AIIAI FULLKOMIN SURROUND-HUÓMTAKI MX-92 ALVÖRU HLJÓMUR! TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: Tvöfalt Dolby segulband • Digital FM/MW/LW útvarp með 19 minnum • 100 watta magnari • Forstilltur tónjafnari með 5 stillingum • Geislaspilari • Innstunga fyrir heyrnartól og htjóðnema • Fullkomin fjarstýring • Surround-hljóðkerfi • 10Ow hátalarar %ðmnVSMBSIÍÍBIN SIÐUMULA 2 • SIMI 68 90 90 'lákjördag? vimimn við sigur Sjálfstæðisflokkuiinn í Reykjavík óskar eftir sjálfboðaliðum til margvislegra starfa á kjördag, laugardagirm 8. aprfl. Allir sem eru reiðubúnir að hjálpa til eru hvattir til að hafa samband við hvcrfa- skrifstofumar eða skrifstofu Sjálfstæðisflokksins ísíma 682900. ^ordag-geturjní ^ BETRA ÍSLAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.