Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 28
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 36 Smáauglýsingar - Sími 563 2700 Jeppar Sendibílar Bronco, árg. 74, til sölu, 4 gíra, beinskiptur, vél 360 AMC, driflæsing- ar, loftdæla, talstöd, 38" dekk. Veró 300 þús. Vs. 91-641095 og hs. 91-46113. Tveir góðir. Mazda E-2000 '91, vsk-bíll, ekinn 66 þús. km, verð 950 þús. MMC L-300 4x4 '86, óryðgaóur, í góðu standi, veró 520 þús. Uppl. í síma 93-14422. Skemmtanir Makalausa línan! Fjöldi fólks hefur hringt og skilið eftir skilaboð. Bæði konur og karlar sem bíða þess að þú hlustir á hvaó þau hafa að segja. Hringdu í 99-16-66. Sama veró fyrir alla landsmenn. Range Rover '83,351 vél, sjálfskiptur, læstur, spil o.fl. Tilboð. 15 manna Econoline, nýupptekin 6,9 dísil, 4x4, 36" dekk, krómfelgur. V. 2 m. Til sýnis og sölu hjá Bílabæ - Hyija, Hyijarhöfóa 4, sími 587 9393. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKADA! yUNTEROAfl Menning Sérvitur huldumaður Sjálfsagt hefur einhverjum yfirsést rússneskur píanósnillingur, Grigory Sokolov að nafni, sem hér var á ferðinni ekki alls fyrir löngu til að spila fyrir Sinfóníuna og Tónlistarfélagið. Ef ég man rétt voru hérlendir umsagnaraöilar ekkert að spara stóru orðin um tónlistarfiutning hans. En þá var fughnn floginn á vit annarra ævintýra. Þrátt fyrir sitt mikla rykti i tóniistarheiminum hefur Sokolov satt best að segja verið hálfgerður huldumaður, sem má að hluta rekja til sérvisku hans. Hann tekur yfirleitt lifandi flutning fram yfir hljóðver, sem hefur skapað ákveðin vanda- mál fyrir útgáfufyrirtæki hans. Þau hafa mátt sætta sig við upptökur frá tónleikum, sem hafa ekki ahtaf uppfyht þær tæknhegu kröfur sem hlustendur gera th geislaplötuútgáfunnar, alveg burtséð frá augljósri sniUd flytjandans. Það hefur einnig haft sitt að segja að Sokolov hefur verið á máia hjá tUtölulega htlu frönsku útgáfufyrirtæki, Opus 111, sem ekki hefur Grigory Sokolov. haft burði tU að kynna hann nógsamlega. Og Opus 111 er tæplega á hvers manns vörum hér uppi á Islandi. Nýjar víddir En nú geta þeir sem misstu af Sokolov hér um dag- inn fengið nasasjón af spUamennsku hans, því Japis hefur komist yfir nokkrar geislaplötur frá Opus 111 með leik hans á sónötum, etýðum og prelúdíum Chop- ins. í leiðinni er rétt að geta þess að Sokolov hefur einnig leUdð Diabelh-tUbrigði Beethovens, Fúgukúnst Bachs og píanótónhst Prokofievs, Rachmaninovs og Scriabins inn á geislaplötur, sem segir sitthvað um fjölhæfni hans. Nú er auðvitað hægt að fara út í nákvæma saman- burðarfræði, bera túlkun Sokolovs saman viö túlkun Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson Rubinsteins, Lipattis og annarra meistara í Chopin- bransanum, en tU þess hef ég hvorki þekkingu né nennu. Spilamennska Sokolovs þykir mér á allan hátt sannfærandi, ástríðufull, blæbrigðarík og mótandi, hvort sem htið er tU einstakra tónhendinga eða heUda. Ef eitthvað má út á leik hans setja, má ef tU viU segja að hann sé óþarflega ójafn. Stöku prelúdíu leikur So- kolov allt að því kæruleysislega, en lifir sig svo inn í næstu prelúdíu á dagskrá að dolföllnum hlustanda opnast nýjar víddir. Að þessu leyti sver Sokolov sig í ætt við gamla Rubinstein (sem stærði sig af því að æfa aldrei), sem er hreint ekki leiðum að líkjast. Chopin Sónata nr. 2 & 12 Etýður Grigory Sokolov Opus 111 OPS 30-83 Chopin 24 Prelúdiur Grigory Sokolov Opus 111 OPS 30-9006 Umboð á íslandi: Japis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.