Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 37 Fréttir Það má sennilega fullyrða að i engum kaupstað á íslandi séu snjóruðning- arnir við göturnar jafn háir og á Ólafsfirði. Þar voru nefnilega svo mikil vandræði að koma snjónum af götunum að gripið var til þess ráðs að fara um þær með snjóblásara sem blés snjónum upp í himinháa hóla. Þeir eru sennilega um 8 metra háir eins og t.d. á mótum Aðalgötu og Ægisbyggðar þar sem þessi mynd var tekin og krakkarnir príla þar upp og renna sér siöan niður. DV-mynd gk Gjaldskrá Bílastæðasjóðs hækkar - gjaldskylda á laugardögum: Getum ekki borg- að niður skuldir - segir framkvæmdastjorinn „Upphaflegar tillögur hljóöuöu upp á 44 milljónir en þessar tillögur hljóöa upp á 28 milljónir í tekjur á ári. Þetta þýðir aö Bílastæðasjóður getur ekki greitt niöur skuldir sínar á 20 árum. Tfl að bregöast viö þvi mun ég auðvitað leita leiða til að færa út starfsemina, stækka gjald- skyldusvæði og finna ný svæði þann- ig aö við höfum meiri tekjur en kostnað. Ég hef engar lausnir tiltæk- ar á þessari stundu enda á þessi spurning kannski frekar heima hjá stjórnmálamönnunum," segir Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bíla- stæöasjóðs. Borgarráð hefur samþykkt að lengja gjaldskyldutíma hjá Bfla- stæðasjóði til klukkan 18 virka daga og 14 til 16 á laugardögum, hækka aukastöðugjald um rúmlega 60 pró- sent þannig að það verði nú 500 krón- ur í stað 300 áður, fjölga skammtíma- stæðum í Kvosinni og samræma verð á næturkortum í fjórum bílahúsum í miðborginni þannig að það verði það sama alls staðar eða 1.250 krónur á mánuði. Þá verður tímagjald á stæðinu við Alþingishúsið 60 krónur fyrir fyrsta klukkutímann og 10 krónur á hverjar 10 mínútur eftir það. Kaupmenn óánægðir Laugavegssamtökin hafa mótmælt harðlega hækkun á gjaldskrá Bíla- stæðasjóðs í miðborginni eftir aö til- laga um hækkun kom fram fyrir nokkrum mánuðum. Sú tillaga gerði ráð fyrir mun meiri hækkunum en sú sem var samþykkt i borgarráði. „Við erum ekki ánægðir með þetta. Það er ekki hægt að koma með svart- ar tillögur og ætla að mætast á miöri leið og tala svo um verulega eftir- gjöf. Þaö var skipuð nefnd til að finna málamiðlun. Sú málamiðlun hefur ekki fundist. Við lögðum upp með að það yrði engin breyting á stöðu- gjöldum. Við höldum fast við það. Þessi ákvörðun er einhliða ákvörðun núverandi meirihluta,“ segir Gunn- ar Guðjónsson, kaupmaður við Laugaveg. Stefnt er að þvi að gjaldskrárhækk- un Bílastæðasjóðs taki gildi 24. eða 25. aprfl en til að byrja með verður þó ókeypis í bílahúsin í miðborginni. Gert er ráð fyrir að hækkunin hafi í fór með sér um 14 milljóna króna tekjuaukningu fyrir sjóðinn á þessu ári. -GHS Akureyri: Starfsemi SH í Linduhúsið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur tekið Linduhúsið á Akureyri á leigu tfl 10 ára og í samningi SH og Metró, sem er eigandi hússins, er ákvæði um forkaupsrétt SH að hús- inu að þeim tíma loknum. SH fær húsið afhent um miðjan júlí og verður þá lokið framkvæmd- um sem vinna þarf við húsið. Um- búðaframleiðsla og lager verða á tveimur neðri hæðum hússins en skrifstofur á 3. hæð. AIls er húsið tæplega 3 þúsund fermetrar en SH á enn eftir að finna húsnæði í bænum fyrir umbúðalager sinn. KVENNABARÁTTA ER EKKI VINSTRI BARÁTTA! IR EINSTAKLINGAR Viö viljum: • að konur og karlar séu metnir jafnt sem sjálfstæðir einstaklingar. • að konur og karlar fái sömu laun fyrir sambærileg störf. • að karlar fái sama rétt til fæðingarorlofs og konur. Við höfniun: # að litið sé á konur sem kúgaðan minnihlutahóp. # að litið sé á karla sem andstæðinga kvenna. #aö konurhafl sérréttindi umfram karla. Við höfmun staðnaðri kvennapólitík til vinstri og teljum að til að jafna launamun kynjanna þurfi almenna viðhorfsbreytingu. Sjálfstæðisflokkminn leggm áherslu á að jöfn tækifæri kynjanna séu grundvallarmannréttindi. Þess vegna treystum við honum hest. SJÁLFSTÆDAK KONUR BETRA ÍSLAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.