Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 30
38 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 : Menning öxn PónamÍBaa, DV, F^ótum: Hafinn er undlrbúningur að rit- un jarða- og búendatals íyrir Skagafiörð undir heitinu Byggða- saga SkagaQaröar. Fjórir aðilar hafa samþykkt að stofna sjóð að upphæð 8 miiijónir króna sem er ætlað að standa tmdir kostnaöi við undirbúning útgáfimnar. Stofnendur sjóðsins eru Hér- aðsnefhd Skagfirðinga, Kaupfé- lag Skagfirðinga, Búnaðarsam- band Skagafjaröar og Sögufélag Skagfiröinga. Reiknað er meö að 1. bindi af 6 komi út árið 1999. Békavarðait meððbækur Bókavarðan í Hafnarstræti hef- ur gefiö út fiórar endurprentanir á gömlum bókum og ritum. Um er að ræöa Grasalækningakverið eftir Guðmund Jónsson grasa- lækni, Olnbogabamiö eftir sr. Ólaf Ólafsson, Handbók hjóna eftir Madama Tobba og Leiðar- visir í ástarmálumeftirlngimund Grasalækningakveriö kom fyrst út árið 1928, Olnbogabamiö árið 1892, Handbók hjóna áriö 1933 og Leiðarvfsir í ástarmálum árið 1922. Aö sögn útgefanda eiga allar þessar bækur erindi tii nú- tímafólks. Ljóðabókfrá Forlagið hef- ur sent frá sér Ijóðabókina Hvar er land draumaeftirsr. Rögnvald Finn- bogason á Staðastað á SnæfeUsnesi. Þetta er fyrsta ijóðabók Rögn- vaids en hann hefur sent frá sér dagbókarbrot frá Jerúsalem auk þess sem Guöbergur Bergsson ritaöi æviminningar Rögnvalds sem komu út 1988. Ljóöabókin skiptist i 5 kaíla sem nefiiastSnæfelIsnes, Norðuriönd, Rússland, Japan og Líf og dauði. Ljóöin em sprottin upp úr minn- ingum og reynslu höfundar, bæði heima og erlendis. Tvö mótframboð í stjóm Rithöfundasambandsins: Hlutur Ijóðskálda ekki hátt skrif aður - segir Kristján Hreinsson sem er óánægöur með úthlutanir úr launasjóði Aðalfundur Rithöfundasambands íslands fer fram í Norræna húsinu 22. apríl nk. Kosið verður um tvo meðstjómendur og einn varamann í stjóm sambandsins til tveggja ára en aörir stjómarmenn sitja eitt ár í við- bót. Úr stjóminni eiga að ganga með- stjómendumir Hjörtur Pálsson og Kristín Steinsdóttir og varamaður- inn Egill Egilsson. Þau gefa öll kost á sér til endurkjörs en tvö mótfram- boð hafa veriö tilkynnt. Láms Már Björnsson, þýöandi og Ijóðskáld, gefur kost á sér til meö- stjómanda og til varamanns til vara og Kristján Hreinsson ljóöskáld gef- ur kost á sér til varamanns. Áfram í stjóminni sitja Ingibjörg Haralds- dóttir formaður, Ólafur Haukur Sím- onarson varaformaöur, Guöjón Frið- riksson meöstjómandi og Steinunn Jóhannesdóttir varamaöur. Láras Már hefur ekki áður gefið kost á sér en Kristján Hreinsson sagðist í samtah við DV hafa boðið sig fram nokkur síðustu ár en án Kristján Hreins- Lárus Már son. Björnsson. árangurs. Hann sagðist ætla að gefa kost á sér þar til hann kæmist í stjórn. „Ég rek engan áróður með því aö hringja í menn og snapa atkvæði eins og hefur verið gert. Aðallega gef ég kost á mér til að fá mannúðlegri sjón- armið inn í sambandið. Það er margt sem ég er óánægður með. Helst nefhi ég óánægju með úhlutanir úr launa- sjóði rithöfunda. Ég hef aldrei fengið ritlaun eftir aö hafa ort í bráðum aldarfjórðung. Eftir að ég kom heim frá námi hef ég sótt um sjö sinnum Guömundur P. Ólafsson með eintak af bókinni Ströndin í náttúru Islands. DV-mynd ÞÖK LEIKURINN Taktu þátt í skemmtilegum leik og svaraðu tveim laufléttum spurningum. Þú ferð með þátttökuseðilinn á McDonald’s, Suður- landsbraut 56, og með því að kaupa eitthvað af girnilegum matseðli McDonald’s ert þú kominn í pottinn. Skilafrestur er til 8. apríl. Stór kók frítt gegn framvísun miðans! Gegn framvísun þessa miöa á McDonald's fá þeir sem kaupa eitt- hvaó af girnilegum matseóli McDon- ald's fritt stóra kók með matnum og komast aó auki í verólaunapottinn. .u* 1) Hvað heita afsláttarmáltíðir McDonald's? a) Skýjamáltíöir b) Stjörnumáltíðir c) Stjánamáltíðir ét*2)Á hvaða dögum kemur Barna-DV út? a) Laugardögum b)Mánudögum c) Þriðjudögum NAFN HEIMILISFANG SÍMI_________ DV JOKLAFCRDIH 4 r.i Ferðaþjónustan Jökulsárlóninn ÆVINTYRALEG > VERÐLAUN I BOÐI / Daglega næstu þrjár vikurnar veröa \ tveir heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum og hljóta þeir ferö á Vatnajökul ásamt glæsilegum hádegisverði í Jöklaseli á vegum Jöklaferöa og siglingu á Jökulsárlónlnu á vegum Ferðaþjónustunnar Jökulsárlónl. Verömæti hvers vinnings er 9.000 kr. Innifaliö er rútuferö meö Austurleið frá Kirkjbæjarklaustri, ( Skaftafelli eöa Höfn í hornarfiröi. Nöfn vinnlngshafa veröa birt vikulega í DV á föstudögum. j J ^ án árangurs. Það era alltaf sömu mennimir sem fá ritlaun og yfirleitt þeir sem selja hvað mest af bókum. Þetta skýtur afskaplega skökku við. Síðan hefur hlutur ljóðskálda aldrei verið hátt skrifaður innan Rithöf- undasambandsins. Stærstur hluti gengur út á það að halda mönnum góðum sem skrifa þessar svokölluðu fagurbókmenntir," sagöi Kristján. Ekki náðist á Lárasi Má en í frétta- bréfi sambandsins birtir hann sín helstu baráttumál. Meðal þeirra er að hann vill að launasjóður rithöf- unda nýtist fleirum, veiting ferða- og menntunarstyrkja verði aukin, fimm ára starfslaun verði afnumin, úthlut- anir úr launasjóði verði að einhveiju marki tekjutengdar og virkt lýðræði innan sambandsins verði stóraukið. Daginn fyrir aðalfund verður hald- ið rithöfundaþing 1995. Að sögn Ingi- bjargar Haraldsdóttur verður áhersla lögð á umfjöllun um höfund- arrétt í ljósi nýrrar tækni. Nokkur erindi þess efnis verða flutt Heiðurs- gestur þingsins verður Vigdís Finn- bogadóttir forseti. Guömundur P. Ólafsson: Ströndin ínáttúru íslands Mál og menning gaf út í gær þriöju bókina í ritröð Guðmundar P. Ólafs- sonar um náttúm íslands. Hún nefn- ist Ströndin 1 náttúm íslands. Áður höfðu komið út Fuglar í náttúru ís- lands og Perlur í náttúru íslands. í tilefni af útgáfunni var opnuð sýning á efri hæð Kringlunnar í gær með stækkuðum Ijósmyndiun úr bók Guðmundar. Ströndin í náttúru íslands er stærsta litmyndaverk sem prentað hefiu- verið á íslandi í einu bindi, að sögn forráðamanna Máls og menn- ingar. Bókin er tæpar 450 blaðsíður að þykkt, í stóru broti og inniheldur auk margháttaðs fróðleiks um strendur landsins um 1 þúsund ljós- myndir sem höfundur og fleiri hafa tekið af öllum sjónarhomum. Bókagjöf til Kjarvalsstaða Sendiherra Bandarílganna á íslandi, Parker W. Borg, afhenti nýlega um- fangsmikla bókagjöf til Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Um var að ræða bækur um bandaríska list, annars vegar fræðibækur sem snerta listasögu og listfræði og hins vegar myndskreyttar listaverkabækur. Bókasafn Listasafns Reykjavíkur var sett á laggimar fyrir tveimur árum. Uppistaðan í safninu er einka- bókasafn Kjarvals, Ásmundar Sveinssonar og Errós. Safninu hafa einnig borist veglegar gjafir, m.a. frá franska ríkinu auk Bandaríkjanna. Aðaláherslan hefur verið lögð á myndlist 20. aldar en einnig em í safninu bækur um ýmis tímabil hsta- sögunnar og uppsláttarrit um lista- menn, efni og aðferðir. Tværnýjarbæk- ur um Cadfæi Fxjáls fiölmiðlun hf. hefur gefið út tvær nýjar bækur um spæjara- munkinn Cadfael sem nefnast Likþrái maðurinn og Athvarf ör- eigans. Fyrstu tvær bækurnar, Líki ofaukiö og Bláhjálmur, komu út í janúar sl. Ríkissjón- varpið hefur sýnt þrjár kvik- myndir gerðar eftir þessum bók- um og verður sú fiórða sýnd í lok Höfundur bókanna er Edith Pargeter sem skrífar undir nafn- inu Eliis Peters. Alls hafa 19 bæk- ur komið út erlendis um munk- inn Cadfael. Hver bók er sjálfstæö saga og gerist á 12. öld f og viö Benediktsmunkaklaustriö i Shrewsbury í Englandl Þar glím- ir Cadfael við spennandi saka- mál. Þýðendur bókanna era Elín Margrét Hjelm og Rósa Anna Björgvinsdóttir. Stykkishólmi Amheiöux Ólafedóttir, DV, Stykldahólrni; Leikfélagið Grímnir í Stykkis- hólmi frumsýndi leikritið Svörtu kómedíuna eftír Peter Shaffer fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu nýlega. Ötull hópur áhugamanna vann að sýningunni undir leik- stjórn Ólafs Guðmundssonar. Þetta er í fyrsta sinn sem Ólafur leikstýrir fyrir áhugamannaleik- hús. Þaö er sannarlega metnaður þjá leikfélaginu aö sefia kóme- díuna á svið því ærslaleikur sem þessi er ekki auðveldur í flutn- ingi. Mikið var hlegið á sýning- unni og er það samdóma álit að hún hafi tekist sérstaMega vel. i lenskaorðabók Menrúngarsjóður samþykkti á dögunum að veita alls tæpar 10 milfiónum króna í 33 styrki. AlLs bárast 95 urasóknir að Qárhæð 90 milljónir króna. Aö auki var veittur 1 milfiónar styrkur aö frumkvæði Menningarsjóðs til Bókaútgáfu Leifs Eiríksspnar vegna heildarútgáfu á ísíend- ingasögunum á ensku. Af úthlutuöum styrkjum veitti Menningarsjóður mest, 1 milljón, til Helga Haraldssonar vegna vinnu við rússnesk-íslenska orðabók. Næsthæsta styrkinn, 800 þúsund krónur, fékk Giímu- samband íslands vegna ritunar Þorsteins Einarssonar á Glimu- sögu Islands. Myndlistogtén- listáHominu Norskir myndhstar- og tónlist- armenn troða upp á veitinga- staönum Horninu að kvöldi kosn- ingadags á morgun. Listamenn- imir kalla sig Opus. Um er að ræða myndlistarmanninn Silje Sagfiære og tónlistarmennina Asbjöm Johannesen, Vigleik Storaas og Bjöm Alterhaug sem skipa djasstríó. Málverk Sifie byggja ámyndum af tónlistarmönnunum við flutn- ing listar sinnar. Jasstríóið leikur heföbundinn nútímajass með vís- un tíl iiorrænna tónverka og heldur einnig tónleika á Jass- bamum f kvöld ásamt íslenskum tónlistarmönnum, samkvæmt til- kynningu frá norska sendiráðinu í ReyKjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.