Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 31
I FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 39 Hringiöan Hljómsveitin Jet Black Joe var gestahljómsveit á úrslitakvöldi Músíktilrauna sem haldnar voru í Tónabæ á fóstudaginn. Þetta var í 13 skiptið sem Músíkt- ilraunir eru haldnar og voru það 11 hljómsveitir sem kepptu til úrslita. Það voru sveinarnir úr hljómsveitnni Botnleðju frá Hafnarfirði sem báru sigur úr býtum. „Fjölskyldan og réttlætið" var yfirskrift ráðstefnu sem Siðfræðistofnun Há- skólans stóð fyrir um helgina. Þær Ástríður Stefánsdóttir, Rannveig Trausta- dóttir og Valgerður Baldursdóttir voru meðal fyrirlesara og var umræðuefn- ið staða, aðbúnaður og skipulag íjölskyldna í ljósi réttlætisins. Jón Kalmanns- son stjómaði umræðunum. Menning Flautusnilli Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari hélt tónleika aö Kjamalsstöðum sl. sunnudag. Fyrsta verkið á efnisskránni var Partita í a-moll, BWV1013 eftir Jóhann Sebastian Bach. Hér hefði Áshildur mátt gæta meira hófs í tilfmninga- legri túlkun sinni, þannig að formið hefði verið skýrar mótað á þáttunum flórum. Hvað um það, strax var ljóst, að hún er sannarlega komin í hóp okkar bestu hljóöfæraleikara og átti það eftir að koma sterkt í ljós síðar á þessum tónleikum. Tónn Áshildar er einstaklega fagur og er t.d. neðsta áttundin frábærlega vel fyllt án þess að verða hörð - hlutur sem sjaldan heyrist. Tvö verk eftir þýska tónskáldið Sigfrid Karg-Elert, Sonata Appassion- ata op. 140 og Chaconne, lék Áshildur næst og gerði snilldarlega. Karg- Elert er þekktastur fyrir orgelverk sín og þykir um margt sérkennilegt Tónlist Áskell Másson tónskáld sem og jafnframt bjó yfir mikilli tækni sem slíkur. Hér fékk Áshildur næg tækifæri til að sýna lýtalausa tækni sína og tilfinningar og varð útkoman, eins og áður sagði, snilldarleg. Streymandi ljóðrænu fengum við síðan í verki Claude Debussys, Syrinx. Eftir hlé helgaðist efnisskráin sannri nútímatónlist og hófst á verki Mario Davidovskys, Synchrnisms No. 1 fyrir flautu og tónband. Skemmti- legt samspil er á milli flautunnar og tónbandsins í þessu verki, einkum hvað myndun tóns varðar og lék Áshildur verkið mjög sannferðuglega. Kalais eftir Þorkel Sigurbjömsson var næst, en það er vafalaust - ásamt kannski sumum trúarlegu verkunum - meöal ágætustu verka hans. Að þessu sinni var verkið leikið óvenjulega ljóðrænt og meö ævintýralegum blæ. „. .Exposante - fixe..“ eftir Pierre Boulez, sem er í lifanda lífi orðinn hálfgerður guð í frönsku tónlistarlífi, var fráhærlega vel leikið af Ás- hildi, svo og verk Þorsteins Haukssonar, Cho fyrir flautu og tónband. í þessu ágæta verki Þorsteins, leikur hljómur (bergmál) Kristskirkju stórt hlutverk, en þar em upptökurnar gerðar fyrir tónbandið, enda svarar titill verksins til þess, þar sem Cho er síðari hluti orðsins Echo, eða berg- mál. Þetta vom geysigóðir tónleikar. Hljómsveitin Botnleðja frá Hafnarfirði sigraði á úrslitakvöldi Músíktilrauna sem haldið var í Tónabæ á föstudaginn. Alls tóku um 40 hljómsveitir þátt í keppninni sem var eins og alltaf bæði hörð og jöfn. Hljómsveitin Stolía varð í öðm sæti en meðlimir hennar eru einnig úr Hafnarfirðinum. DV-myndir VSJ Nýtt kvöldverðartilboð 7.4.-13.4. Kr. 1.950 Nýr spennandi séréttama tseðill „One for Two“ klúbbfélagar velkomnir sunnud.-föstud. Opið: í hádeginu miðvikud.-föstud. á kvöldin miðvikud.-sunnud. /p (juffnifícmmjÐ N,—^ Laugavegi 178, s. 889967 Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir fyrirtækjum sem áhuga hafa á að taka þátt í útboði á vegum Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá í febrúar 1992 verða verk sem unnin eru á kostnað Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandaiagsins hér á landi boðin út frá og með 1. apríl í ár. Fyrir dyrum stendur fyrsta reynsluverkefnið af þessu tagi. Um er að ræða viðhald á ratsjárstöðinni á Stokksnesi. í samræmi við útboðsskilmála sem unnir hafa verið í samstarfi íslenskra og bandarískra stjórnvalda er öllum fyrirtækjum sem áhuga hafa á þátttöku í útboðinu boðið að senda inn gögn vegna forvals verktaka. Viðhaldsverkefnið Verkið sem um ræðir feist í steypuviðgerðum utanhúss, endurnýjun á þaki og skyldum atriðum. Innanhúss yrði um að ræða endurnýjun á lögnum, loftræstingu og hrein- lætisaðstöðu, auk endurnýjunar á raflögnum. Þá felst í verkinu tengingar á nauðsynlegum búnaði, viðgerð á eld- varnarkerfi og uppsetning á nýju öryggiskerfi. Kostnaðará- ætlun við verkiðerá bilinu kr. 6.500.000,- til 16.250.000,-. Kröfur til verktaka Fyrirtæki sem áhuga hafa á þátttöku í útboðinu þurfa að skila viljayfirlýsingu þar um til varnarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins fyrir 14. apríl nk. I viljayfirlýsingunni skal greina nafn og kennitölu fyrirtækis og helstu upplýsingar um fyrirtækið. Þá þarf að vera unnt að staðreyna að fyrir- tækið uppfylli eftirtalin skilyrði: - að vera starfandi í þeirri starfsgrein sem efni samningsins hljóðar á um. - að hafa nauðsynlega fjárhagslega burði til að sinna því verki eða þeirri þjónustu sem samningurinn felur í sér. - að geta uppfyllt samninginn á réttum efndatíma, að teknu tilliti til annarra fyrirliggjandi verkefna. - að geta sýnt fram á nauðsynleg gæði vinnu sinnar, vöru eða þjónustu í fyrri verkum af sama toga eða við sölu sambærilegrar vöru. - sé þekkt að áreiðanleika og heiðarlegum viðskiptahátt- um. - að búa yfir nauðsynlegu innra skipulagi, reynslu og tæknilegri hæfni til að efna samninginn, eða geta komið sliku á eða aflað þess. - að búa yfir nauðsynlegri framleiðslutækni, mannvirkjum, tækjum og annarri aðstöðu, eða geta orðið sér úti um slíkt. - að hafa nauðsynlegt starfslið til að efna samninginn eða geta sýnt fram á að það geti orðið sér úti um hæft starfslið. AÍllll '•sa ssss SS 'sss Ss wí y* ssi Egl 99*17-00 Verð aðeins 39,90 mín. 1} Krár 21 Dansstaöir 31 Leikhús ?4.j Leikhúsgagnrýni 5j Bíó 61 Kvikmgagnrýni Bruna- slöngu- hjól MARGAR STÆRÐIR OG GERÐIR. EINNIG í SKÁPUM. 1/2", 3/4", 1" 15-20-25-30-35-40-45-50 Mtr slöngur Allar gerðir eldvarnatækja. Þjónustum slökkvitæki. HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. □ FIDVARNAMIIISIÚBIN HF ÓLAFUR GÍSLASON & CO. HF. SUNDABORG 22 SÍMI 91-684800 Bílasalurinn - sími 587 4x4 (587 4444)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.