Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 Fréttir Áhöfn Johns Blumentritts þyrluflugstjóra hjá vamarliðinu fær mikla viðurkenningu 1 Bandaríkjunum: Mesta hugrekkið sýnt í björguninni í Vöðlavík - eru valdir úr öllum flugmönnum í flugflota Bandaríkj amanna á árinu 1994 John Blumentritt, þyrluflugstjóri hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velh, hefur verið valinn sá flugmaö- ur sem sýndi af sér mest hugrekki og fór í árangursríkustu flugferð árs- ins hjá öllum flugflota Bandaríkj- anna á árinu 1994 með því að bjarga 4 skipbrotsmönnum af áhöfn Goðans þegar skipið hálfsökk í Vöðlavík að morgni 10. janúar það ár. Hér er um að ræða svokallaða Aviator Valor Award viðurkenningu - valið er úr hópi flugmanna á öllum orrustuvél- um, björgunarvélum og flutninga- vélum í flugher Bandaríkjanna. Tveir úr áhöfn Blumentritts, sig- mennirnir Matthew Wells og Jesse Goerz hlutu einnig viðurkenningar (B. Cheney Award) fyrir að hafa sig- ið niður til sex skipbrotsmanna og verið hjá þeim í alllangan tíma á meðan hátt í 10 metra öldur brutu á brúarþaki Goðans. Þeir eru heiðraðir fyrir einstaka hæfni og hugrekki við stórkostlega krefjandi aðstæður. Goerz og Wells aðstoðuðu alla þá sex skipbrotsmenn sem björguðust hinn örlagaríka dag í Vöðlavík. Jim John Blumentritt, þyrluflugstjóri hjá varnarliðinu á Keflavikurflugvelli. DV-mynd Óttar Sveinsson Sills, yfirmaður þyrlusveitarinnar, og menn hans björguðu hins vegar tveimur af skipbrotsmönnunum frá Goðanum í sína þyrlu en vélarnar voru tvær. Einn úr áhöfn Goðans fórst snemma um morguninn þegar brot riðu yfir skipið og sökktu þvi. Auk framangreindra viðurkenn- inga fær öll áhöfn Blumentritts C. Mackay Trophy viöurkenninguna fyrir árangursríkustu flugferö ársins 1994 í flugher Bandaríkjanna. Auk framangreindra þremenninga voru þeir Gary Henderson aðstoðarflug- maður og Jeffrey Frembhng, spU- maður 'í áhöfn Blumentritts. „Þetta er mikill heiður, sérstaklega ef Utið er til þess að allir í áhöfnum flugflota Bandaríkjanna um ahan heim, m.a. í Bosníu og Hersegóvinu, Kúveit og í öUum Bandaríkjunum koma til greina við val á þessum við- urkenningum. Flugferðin að Vöðla- vík þann 10. janúar var okkur öllum mjög sérstök. Hún mun aldrei líða mér úr minni,“ sagði John Blument- rittísamtaUviðDV. -Ótt Stuttarfréttir Atvinnuleysieykst Atvinnuleysi í marsmánuði var 6,4% sem er töluvert meira en í febrúar og heldur meira en í mars í fyrra. Gámar undir dagblöð Fyrirhugaö er að koma upp gámum víðs vegar um höfuð- borgarsvæöið í sumar þar sem fólk getur hent göralum dagblöð- um. Eggin kláruðust Páskaegg seldust upp hjá fram- leiðendum nokkru fyrir páskahá- tíðina. Samkvæmt Tímanum kláruðu margir eggin yfir kosn- ingasjónvarpinu. ísinn hörfar í eftiriitsflugi Landhelgisgæsl- unnar í gær kom í Ijós aö hafís norðvestur af landinu hefur færst fjær siðan síöast var flogið 1 byrj- un apríl. 15 milljónir í húsvemd Borgarráö hefur samþykkt 15 mifljóna króna lán úr Húsvemd- arsjóði fyrir árið 1995 til níu um- sæKjenda af eUefu sem sóttu um. 180 á sjó Aðeins 1«) skip og bátar voru á sjó í gær. Samkvæmt Tíraanum má einkum reKja slaKa sjósókn til þess að krókaleyfisbátar máttu ekki vera á sjó í gær auk þess sem bann var víöa vegna hrygninga. Þátttakendur í Fordkeppninni á æfingu hjá Módel 79. DV-mynd ÞÖK Úrslit Fordkeppninnar annað kvöld: Glæsileg verðlaun Fordstúlkan 1995 veröur vaUn úr hópi tóif glæsilegra stúlkna á Hótel Borg annað kvöld. Áður en úrsUtin verða kynnt munu stúlkumar tólf sýna vor- og sumartískuna frá versl- ununum 17 og Necessity. Stúlkurnar hafa notið þjálfunar hjá Jónu Lárus- dóttur og Módel 79. Sú stúlka sem vaUn verður Ford- stúlkan 1995 mun fá margt glæsflegra verðlauna auk þess sem hún tekur þátt 1 keppninni Supermodel of the World í sumar. Hún fær ferð til París- ar fljótlega þar sem frægur tískuljós- myndari tekur myndir af henni fyrir Ford Models. Aðrar gjafir eru Cava- lette ferðataska frá Tösku- og hanskabúðinni, skóúttekt frá Skæði, Nike íþróttaskór, kvöldverður í Café Óperu, ljósakort frá Toppsól, þriggja mánaða æfingakort frá World Class, Russell Athletic íþróttagalfl, hand-v snyrting frá Many og Trucco snyrti- vörur frá Halldóri Jónssyni. Áflar stúlkumar fá að auki Sebastian gjafakassa og Hudson sokkabuxur. Margt verður í boði fyrir gesti því tríó Ólafs Stephensens leikur létta tónlist, unglingahljómsveitin Kósý kemur fram og hljómsveitin Ekin. Kynnir kvöldsins verður Steini í Módel 79. Bæjarstjórn Akureyrar og aðalfundur ÚA: Meirihlutinn togast á um stöðu stjórnarformanns Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Aðalfundur Útgerðarfélags Akur- eyringa verður haldinn í næstu viku og eru uppi ýmsar hugmyndir um skipan þeirrar stjómar sem tekur við rekstri fyrirtækisins að þeim fundi loknum. í dag er stjómin skipuð fimm póhtískt kjömum fulltrúum flokkanna í bæjarstjórn og það hefur tíðkast að meirihlutinn í bæjarstjórn hverju sinni hafi haft „sína menn“ í meirihluta við stjóm fyrirtækisins. Um það mun hafa verið samkomu- lag viö myndun núverandi meiri- hluta Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks í bæjarstjóm að þegar kæmi að aðalfundi ÚA fengi Alþýðuflokk- urinn formannsstöðuna í stjóm fyr- irtækisins og er ekkert leyndarmál að staðan hefur verið ætiuð kratan- um Pétri Bjarnasyni, framkvæmda- stjóra Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda. Samkomulagið var ekki skjalfest og framsóknarmenn hafa ekM ljáð máls á því nú að kratar fái formannsstólinn. Þykir fram- sóknarmönnum að í ÚA-málinu fyrr í vetur, þar sem vflji krata um áfram- haldandi viðskipti ÚA við Sölumið- stöð hraöfrystihúsanna varð ofan á, hafi verið nægilega stór biti að kyngja og þeir ætla sér formennsk- una hjá ÚA. Eignarhlutur Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa hefur minnkað mjög á undanförnum ámm, eða úr tæplega 80% í um 53%, og bærinn hefur uppi áform um að minnka eingarhlut sinn enn frekar, eða í um þriðjung af hlutafé. Öðrum eigendum hlutabréfa í ÚA finnst það meira en sanngirniskrafa að þeir fái tvo stjómarmenn í fyrirtækinu og munu t.d. fjárfestingasjóöir sem eiga hlutabréf í ÚA sækja það fast. Gerist það er tahð líklegast aö Lífeyrissjóö- imir sem eiga um 11% hlutabréfa fái annan og KEA hinn. Hinir þrír full- trúarnir yrðu þá einn frá Framsókn, krötum og Sjálfstæðisflokki og meiri- hlutinn í bæjarstjórn hefði því ekki lengur meirilfluta í stjórn ÚA, þetta er tahn líklegasta niðurstaðan. Innan Framsóknarflokksins hafa þó verið uppi háværar raddir um að fá tvo menn í stjómina og kratar fengju þá engan. Staða Framsóknar yrði þá sterk því telja má víst að KEA-fufltrúinn verði „á sömu hnu“. Bæjarráð Akureyrar kom saman í morgun þar sem átti aö leiða þetta mál tfl lykta en í gærkvöldi vom lín- ur ekki endanlega dregnar varöandi niðurstöðuna. Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins: Stóðum frammi fyrir tveimur kostum - að mynda stjóm með Sjálfstæðisflokki eða vera áfram 1 stjómarandstöðu Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á frétta- mannafundi, sem hann boðaði til í gær, að það hefði komið í ljós strax á mánudag eftir kosningar þegar hann ræddi við foringja stjórnarand- stöðuflokkanna að ekki væri hægt að mynda ríkisstjóm þessara flokka. Þá sagðist hann hafa rætt við for- mann Alþýðuflokksins. Meginniður- staða fundar þeirra hefði verið sú að alþýðuflokksmenn ætluðu sér að reyna tfl þrautar að halda áfram stjómarsamstarfinu með Sjálfstæð- isflokknum. „Formaður Alþýðuflokksins taldi ekki vera gmndvöh til þess á þeirri stundu að taka upp stjórnarmyndun- arviðræður við stjómarandstöðu- flokkana. Þá kom fram á þessum fundi að formaður Alþýðuflokksins taldi ýmis vandkvæði á samstarfi þessara flokka. En hann tók það skýrt fram að það væra engin per- sónuleg vandamál í þingflokki Al- þýðuflokksins að benda á mig, ef til þess kæmi og upp úr shtnaði milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Eftir þennan fund mat ég stöðuna þannig að ekki væri grandvöllur tfl frekari viðræðna milh þessara flokka. Ég hafði þá samband við formann Alþýðubandalagsins og skýrði honum frá þessari niðurstöðu símleiðis og lét það jafnframt í ljós að ég teldi að hver flokkur þyrfti nú að meta sína stöðu,“ sagði Halldór. Hann sagðist hafa metið þaö svo að Framsóknarflokkurinn ætti tvo kosti í stöðunni. Annan að reyna myndun ríkisstjómar með Sjálfstæð- isflokki en hinn að vera í stjómar- andstöðu áffam. Hann sagöi að Framsóknarflokkurinn legði mikla áherslu á að eiga aðild að næstu rík- isstjóm miðað við úrslit þingkosn- inganna. Hann staðfesti að Davíð Oddsson heföi átt framkvæði að því að koma á sambandi milli þeirra tveggja og að þeir hefðu átt fund með sér á páskadagskvöld og síðan nokkur símtöl. Hann sagðist svo hafa greint forseta íslands frá því í gær að Fram- sóknarflokkurinn væri tilbúinn til stjómarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn þegar svo þykir henta að heíja þær. Og að hann teldi eðhlegt að þær yrðu undir forystu Davíðs Oddssonar. Halldór Ásgrímsson sagði þá Davíð sammála um að hraða myndun þess- arar ríkisstjórnar sem mest. Hann hefði fengið fullt umboð frá þing- flokki og landsstjórn flokksins til að hefja viðræður við Sjálfstæðisflokk- inn. Það var mjög þungt í Halldóri út í Ólaf Ragnar Grímsson, formann Al- þýðubandalagsins, fyrir vinstri- stjórnarsáttmála þann sem Ólafur samdi og sendi frá sér fyrir kosning- ar. Og þá ekki síður hvernig staöið var að kynningu á honum. Ljóst er að það mál hefur spillt fyrir þvi að gerð væri tilraún til að mynda ríkis- stjóm félagshyggjuflokkanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.