Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 Fréttir Þrir af fráfarandi ráðherrum Alþýðuflokksins á leið út úr Stjórnarráðinu eftir lausnarbeiðni ríkisstjórnarinnar í gær: Jón Baldvin, Sighvatur og Össur. DV-mynd BG Alþýöuílokksmenn gramir sjálfstæðismönnum: Ásakanir um póli- tískt framhjáhald „Við fórum eftir leikreglum. Ég sagði að við myndum ekki taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum við aðra flokka. Viö vildum reyna til þrautar aö ná málefnalegri samstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum sem fram fóru undir verkstjóm formanns Sjálfstæðisflokksins," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur Al- þýðuflokksins, eftir ríkisstjórnar- fund í gær þar sem Davíö Oddsson forsætisráðherra tilkynnti formlega að hann myndi biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Jón Baldvin sagði aö kratar heföu algerlega hreinan skjöld í þessu efni. „Hins vegar er það orðið upplýst að forsætisráðherra átti í stjórnar- myndunarviöræðum á sama tíma sem hann leiddi stjórnarmyndunar- viðræður við okkur og hann lét mig ekki vita af því,“ sagði Jón Baldvin. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á fréttamannafundi í gær að Jón Baldvin hefði sagt sér eftir á að hann hefði rætt við Halldór Ásgríms- son. „Hitt sagði hann mér ekki, ég heyrði það í fjölmiðlum í gær, að hann hefði jafnframt sagt við for- mann Framsóknarflokksins í efnis- legum viðræðum að ef viðræður Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks fæm í strand þá gæti hann þegar tilkynnt honum aö hann hefði fullt umboð til þess að lýsa því yfir á þessu augna- bliki að hann myndi þá mæla með því við forseta íslands aö formaöur Framsóknarflokksins fengi umboð til þess að mynda fjögurra flokka vinstristjóm. Með öðmm orðum að ef slitnaði upp úr viðræðum okkar þá ætti Sjálfstæðisflokkurinn ekki að fá tækifæri til að leita eftir að mynda tveggja flokka stjóm, annað- hvort með Framsóknarflokki eða Alþýðubandalagi. Þessu var mér ekki sagt frá og heyrði ekki fyrr en í gær,“ sagði Davíð Oddsson. Jón Baldvin sagöi í samtali við DV að Halldór Ásgrímsson hefði sagt sér þaö að hann hefði vissu fyrir því að Alþýðubandalagið hefði gert Sjálf- stæðisflokknum stjómarmyndun- artilboð. Hann hefði því staðið í þeim sporum að ákveða hvort Framsókn- arflokkurinn yrði dæmdur til stjórn- arandstöðu eða aö taka upp viðræður viö Sjálfstæðisflokkinn. Davíö Oddsson sagðist hafa heyrt að einhverjar meldingar hefðu geng- ið á milli manna. „En það vom engin formleg skila- boð á milli okkar Ólafs Ragnars," sagði Davíð Oddsson. Olafur Ragnar sagði í DV í gær að þaö lægi alveg ljóst fyrir að ekkert tilboð hefði farið frá Alþýðubanda- laginu til Sjálfstæðisflokksins. Davlö Oddsson forsætisráöherra: Meirihlutinn með Alþýðuflokknum væri of knappur - áttifrumkvæöiðaöviðræöumviðHalldórÁsgrínisson Davíð Oddsson forsætisráðherra ræddi við fréttamenn eftir að hann hafði gengið á fund Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta íslands, og beöist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt undir hádegi í gær. Þaö kom mjög skýrt fram í málflutningi forsætis- ráðherra að höfuðástæðan fyrir því að hann lagði ekki í að mynda áfram stjórn með Alþýðuflokki væri sú að meirihlutinn á þingi væri aðeins einn maður. Raunar hefur Davíð verið með efasemdir um að hægt væri að vera með svo knappan þingmeiri- hluta alveg síðan á kosninganótt. „Ég sagði strax að ég hefði áhyggj- ur af þessum nauma meirihluta. Þeg- ar ríkisstjómin lagði af stað í sína för fyrir 4 árum hafði hún fjögurra þing- manna meirihluta. Og ef hægt er að líkja því við ökuferð hafði hún fjögur varadekk. Það sprungu svo þrjú dekk á leiðinni eins og menn vita, Jó- hanna, Ingi Björn og Eggert Hauk- dal, og kannski orðið lint í sumum öðrum. Það var því ekki gæfulegt að fara af stað í aðra fjögurra ára ferð um sömu slóðir án þess að hafa nokk- urt varadekk," sagöi Davíð. Hann sagðist hafa lagt áherslu á það í málflutningi sínum að hann vildi fá stuðning til þess að mynda sterka tveggja flokka stjórn. Hann sagði að enda þótt fráfarandi ríkis- stjórn hefði staðið sig vel þá hefði nú legið á borðinu að hún yrði ekki sterk á komandi kjörtimabili nema síður væri. „Þess vegna hefur þessi leið verið farin að leita eftir öðrum möguleik- um á stjórnarmyndun," sagði forsæt- isráðherra. Davíð sagði að viðræður Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks væru afar stutt á veg komnar. Hann sagð- ist aðspurður hafa átt frumkvæðið aö fundinum með Halldóri Ásgríms- syni. Þeir hefðu átt einn fund saman og einnig nokkur símtöl. Hann sagö- ist ekki hafa leitaö formlega eftir stuðningi hjá þingflokki Sjálfstæðis- Davíð Oddsson og Vigdis Finnboga- dóttir þegar forsætisráðherra baðst lausnar fyrir ríkisstjórnina i gær. DV-mynd BG flokksins við þessar viðræðuú Aftur á móti sagðist hann hafa rætt við marga þingmenn flokksins og af þeim samtölum að dæma vildu þeir mynda hér sterka tveggja flokka stjórn. Forsætisráðherra sagði að það hefði ekki verið trúverðugt fyrir rík- isstjórnina að Alþýðuflokkurinn skyldi kjósa að draga fram nokkra þætti og setja á oddinn í kosninga- baráttunni sem hægt var að draga upp sem ágreiningsþætti við Sjálf- stæðisflokkinn. Hann nefndi þar ESB-mál, GATT og landbúnaðarmál og sjávarútvegsmálin. Þetta sagði hann að hefði haft óheppileg áhrif á stjórnarsamstarf með minnsta meirihluta. Varðandi stjórnarmyndunarviö- ræður við Framsóknarflokkinn sagöist Davið trúa því að flokkarnir gætu fundið samstarfsflöt á nokkr- um dögum eða vikum. Varðandi skiptingu ráðuneyta, ráðherraefni og fleira tengt stjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn sagði Davíð að alltof mörg ef væru í því dæmi til þess að tímabært væri að ræða það. Það væri ekki einu sinni búið aö veita neinum manni stjórnarmyndunar- umboðið enn, hvað þá meira. Hann sagðist telja Framsóknar- flokkinn breyttan flokk með nýjan formann og því væri hann í sínum augum góður kostur til stjórnarsam- starfs. Idagmælir Dagfari Margt er sér til gamans gert Fólk gerir sér dagamun um páska. Það fer ekki á milli mála. Margir fara á skíði, aðrir leggja land undir fót og njóta páskanna á sólar- ströndum í útlöndum og svo eru þeir sem dytta að garðinum heima hjá sér, líta á sumarbústaðinn eða heimsækja ættingja og vini. Páska- helgin er langt samfellt frí og þá gefst tækifæri til að sinna margvís- legum hugðarefnum. Eini ókostur- inn við páskana er í rauninni sá að fólk situr uppi með það að vera með fjölskyldunni. Menn sleppa ekki með því að fara í vinnuna því það er enginn sem vinnur um páska og menn sleppa ekki viö að gera þetta eða hitt því það er ekk- ert að gera og enginn gerir neitt. Menn sitja uppi með að éta og éta svo aftur og veröa meira að segja að leggja það á sig að fara í kirkju! Það er sem sagt margt sér til dundurs gert en ekki að sama skapi það sem traustir fjölskyldufeður geta hugsað sér skemmtilegast. Hjónaböndin og fjölskyldulífið byggist einmitt á því hjá afar mörg- um að hafa sem minnst samskipti og páskamir stofna því í hættu með langvinnum samverustundum. Það vakti því óneitanlega athýgli þegar það spurðist helst í fréttum eftir helgina að páskarnir hefðu verið næsta tiðindalitlir. Þess var getið í framhjáhlaupi að ný ríkis- stjórn íhalds og framsóknar væri í burðarliðnum en enginn kippti sér upp við það og taldist heldur ekki til slysafrétta. Satt að segja hefur það veriö dag- legt brauð um hverja páska að fólk hafi lent í óhöppum og óförum og björgunarsveitir hafa verið önnum kafnar um flesta páska að bjarga fólki úr lífsháska á fjöllum uppi. Svo var ekki þessa nýliðnu helgi. Það bar engan skugga á hamingju- sama frídaga og allir virtust hafa farið varlega og þjóðin hafi neyðst til að sitja í faðmi fjölskyldunnar og halda páskana út. Á þessu var þó ein undantekning. Þyrla landhelgisgæslunnar þurfti að sækja einn mann upp á hálendið þar sem hann sat fastur í bíl sínum. Frá því var sagt að maðurinn væri fjölskyldumaður en hefði farið einn síns liðs í bíltúr upp að Hofsjökli. Þar hefði hann fest bílinn og setið hjálparlaus f sextíu tíma! Nú er það nógu alvarlegt þegar maður verður bjargarlaus fjarri mannabyggðum. Én hitt er náttúr- lega mikið snjallræði hjá mannin- um aö láta sér detta þetta í hug. Ekki er hægt að draga aðra ályktun en þá að fjölskyldulífið sé komiö á það stig að maðurinn hafi séð sig tilknúinn að grípa til örþrifaráða til að leggja ekki of mikið á sjálfan sig og fjölskylduna yfir páskahátíð- ina. Þess vegna hafi hann brugðið á það ráð að halda einn og yfirgef- inn á fjöll frekar en aö verja frídög- unum heima hjá sér. Dagfari veltir því jafnvel fyrir sér hvort vistin í bílnum frá fóstudeginum langa og fram á annan í páskum hafi ekki verið skipuleg tilraun af hálfu þessa góða fjölskyldufóður til að forða sinni eigin fjölskyldu frá því að umgangast hann of lengi í einu. Þetta er í sjálfu sér umhugsunar- efni fyrir marga þá sem lenda í þvi að þurfa að sifja yfir börnum og búi í heila fimm daga páskanna og geta sig hvergi hreyft. Hér er pott- þétt aðferð til að losna. Setjast upp í bílinn sinn strax og færi gefst í upphafi páskavikunnar og bruna upp á fjöll sem allra, allra lengst í burt. Festa svo bílinn í góðum skafli og láta fara vel um sig í sex- tíu, sjötíu tíma! Láta fyrirberast einn og yfirgefinn og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af matar- stússi, barnagráti, heimsóknum, kirkjuferðum né öðrum leiöigjöm- um fjölskyldumálum. Og bjarga hinum fjölskyldumeðlimunum frá samvistum við sig. Landhelgisgæslan getur svo komið þessum mönnum til hjálpar eftir sextíu tíma eða svo og flogið með þá til baka þegar páskunum er lokið og hættan um of langar samverustundir er liðin hjá. Þann- ig hefur landhelgisgæslan öðlast nýtt hlutverk að verja landhelgi fjölskyldunnar og heimilisins en sjá þó til þess að menn komist heil- ir heim í sína landhelgi þegar þeir eru búnir að fá nóg af sextíu tíma einsemd á öræfum. Með þessu móti er páskunum bjargað og heimilisfriðnum og al- varlegum aileiðingum langrar páskahátíðar á mannlíf og fjöl- skyldulíf er haldiö í skefjum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.