Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 5 Fréttir Krókabátar á grásleppuveiðum mega veiða þorsk óheft: Menn haf a áttað sig á þessari smugu - segir Ragnar Joensen, trillukarl í Reykjavík Þriðjungur þorskkvótans óveiddur Þriðjungur kvótans var óveidd- ur 1. apríl þegar 7 mánuðir voru liðnir af kvótaárinu. Frá upphafi kvótaársins hafa veiðst rúmlega 100 þúsund tonn af þorski sam- kvæmt Útvegstölum Ægis. Alls er þorskkvótinn 155 þúsund tonn þegar tekið er tillit til allra þátta svo sem línutvöfóldunar og afla krókabáta. Eftir er því að veiða um 50 þúsund tonn. -rt Heymieysingjaskólinn: Nýttnafn Menntamálaráöuneytið hefur staðfest tillögu skólastjórnenda Heymleysingjaskólans um að breyta nafni skólans í Vesturhlið- arskóla og hefur skólinn þar með fengið nýtt nafn. Nýja nafnið er í samræmi við nafngiftir skóla í nágrenninu, Öskjuhlíöarskóla og Suðurhlíðarskóla. -GHS Keyrði á vegg og fótbrotnaði Unglingur á bifhjóli keyrði á talsverðum hraða á vegg við Hót- el Selfoss á mánudaginn og fót- brotnaði. Pilturinn er nú á sjúkrahúsi í Reykjavik en grunur leikur á að bremsumar á mótor- hjólinuhafiveriðbilaðar. -GHS „Margir þeirra sem róa á rauðmaga og grásleppu eru að vonast eftir þess- um verðmæta meðafla. Þetta byrjaði í fyrra í Sandgerði þar sem tveir bát- ar stunduðu þessar veiðar og mok- fiskuðu þorsk. Annar þeirra fékk um 20 tonn í banninu. Þeir eru að fá allt að þrjú tonn á dag. Nú heyri ég að það séu átta bátar við þessar veiðar þarna. Menn eru búnir að átta sig á þessari smugu í kerfinu. Þetta geng- ur ekki og það þarf að stöðva þetta rugl,“ segir Ragnar Joensen, triUu- karl í Reykjavík, sem nú verður að hætta rauömagaveiðum vegna reglu- gerðar sjávarútvegsráðuneytisins sem bannar rauðmagaveiðar á sama tíma og þorskveiðibann stendur um páskana. Hann segir mistökin liggja í því að eingöngu sé bannaö að veiða í rauð- maganet en ekki grásleppunet líka og vitnar til þess að bátar frá Sand- gerði, sem rói á grásleppu, landi aUt að þremur tonnum af þorski hver eftir daginn. „Það þarf að taka á þessu á landinu öUu; það er aðalatriðið. Það er verið að veiða úr sameiginlegum potti og því meira sem veiðist, þeim mun fleiri banndagar verða á næsta ári. Þessi reglugerð tekur ekki á rauð- magaveiðum annars staðar í kring- um landið, hún beinist eingöngu að örfáum bátum á Faxaflóasvæðinu," segir Ragnar. „Ef bátar eru með krókaleyfi þá eiga þeir ekki að vera með net. Það á ekki að leyfa grásleppuveiðar á hrygningarstöðvum þorsksins svona snemma. Þetta á að vera eins og við Breiðafjörö þar sem veiðarnar eru leyfðar frá 20. apríl. Þaö sem leysir allan þennan vanda er að setja þak á afla krókabátanna, þá taka þeir þann fisk sem þeir mega veiða þegar þeir vUja,“ segir hann. Ragnar segist ekki gagnrýna þá ákvörðun ráðuneytisins að banna rauðmagaveiðar í net um hrygningar- tímann. Það eitt og sér dugi bara ekki. „Ég er mjög sáttur við að það sé gengið til friðunar á hrygningar- þorski með þessum hætti en það verður að gerast með þeim hætti að ekki sé verið að hundelta einstaka menn. Þessar aðgerðir verða að vera almennar," segir Ragnar. DV hefur heimildir fyrir því að hvorki Fiskistofa né sjávarútvegs- ráðuneytið hafi treyst sér til að taka á máli þessara krókabáta. Málið hef- ur valdið mönnum verulegum áhyggjum en lagastoð skortir tU að hægt sé að banna krókabátunum þorskveiðar í net. Sem dæmi um þá mismunun sem bátar búa viö má nefna að krókabátur, sem veiðir þorsk í grásleppunet, fær rúmar 100 krónur fyrir kUóið. Aflamarksbátur á grásleppuveiðum verður aftur á móti að leggja til kvóta á móti því sem hann veiðir. Kílóið af þorskkvótan- um kostar 100 krónur og hann á því ekkert eftir. í hans tilviki er þvi fyrir- hafnarminnst að henda þorski -rt verðlaunin hjá okkur Veitmgamaðurinn í Tunglinu: Ætti að f lokkast undir ferðaþjónustu „Það ríkja ákveðin lög í þessu landi og þau eru jöfn yfir allt landiö. Eftir að hafa rætt við dómsmálaráðuneyt- ið og lesið helgidagalöggjöfina gat ég ekki séð annað en að með gildandi skemmtanaleyfi mætti ég hafa opið eftir miðnætti á fóstudaginn langa eins og gert var víða annars staðar á landinu. Veitingamenn eru mjög mikið á móti þessum lokunum og þess vegna taldi ég það skyldu mína að láta reyna á þetta,“ segir Georg Georgiou veitingamaður. Veitingastaðurinn Tunglið í Lækj- argötu í Reykjavík var opnaður fimmtán mínútum eftir miðnætti á lætur reyna á lög um fostudaginn langa og var opinn fram til klukkan þrjú um nóttina aðfara- nótt laugardags þrátt fyrir að bannað væri að hafa veitingastaöi í borginni opna vegna helgidaga. Lögreglan kom í Tunglið rétt fyrir miðnætti á fóstudagskvöldið og gerði veitinga- manninum grein fyrir því að óheim- ilt væri aö hafa staðinn opinn. Skýrsla var gerð um málið. „Þetta er líka tilraun til að koma því til skila að þessi rekstur ætti að flokkast undir ferðaþjónustu. Það hefur gengið erfiðlega að fá hrein og skýr svör um opnun skemmtistaöa á svona dögum. Skemmtistaðir eru Dómsmálaráöherra: Endurskoða þarf reglur um helgidagaopnun - örtröð á BSÍ um páskana „Þetta er afar viðkvæmt mál og vandmeðfarið. En ég tel eðlilegt að þessi lög séu tekin til endurskoðunar í ljósi nýrra aðstæðna. Menn verða að skoða málið í ljósi breyttra tíma og væntanlega mun sú endurskoðun leiða til einhverrar rýmkunar á regl- unum,“ sagði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra við DV um mögulega endurskoðun á lögum um hvenær verslanir og veitingastaðir megi vera opin um hátíðir. Lokun verslana og veitingstaða á þessum tíma veldur ávalit fjölda fólks vandræðum, auk þess sem soltnir og þyrstir ferðamenn koma víðast að lokuðum dyrum. DV ræddi við starfsfólk á greiöa- sölu Bifreiöastöðvar íslands, BSÍ, í Reykjavík, en þar er jafnan opið á helgidögum. Kona sem þar varð fyrir svörum sagði að á fóstudaginn langa og páskadag hefðu verið biðraðir út úr dyrum. „Þetta eru brjáluðustu dagar ársins ásamt hvítasunnudegi og nýársdegi," sagði hún. opnun skemmtistaða bara opnir átta sinnum í mánuði. Ef verslunareigendur vildu hafa ansi lokað er um eina helgi eru það 20 góð rök fyrir slíkri lokun," segir Ge- prósent af sölutíma. Það samsvarar org. -GHS því að verslanir séu lokaðar eina viku í mánuði. Ég reikna með að Síðumúla 17 simi 588 324 FRÁBÆRT VERÐ A FJALLAHJOLUM Ódýrustu 21 gírs hjólin á markaðnum 18 gíra BRONCO meðfullkomnum útbúnaði. SHIMANO SIS gírar, álgjarðir, átaksbremsur, standari, keðjuhlíf, gírhlíf og brúsafesting. Herra-og dömustell. 24", verð aðeins kr. 20.500, stgr. 19.475 26", verð aðeins kr. 20.900, stgr. 19.855 Við bjóðum mesta úrval landsins affjallahjóium: Yfir 30 gerðir af 21 gírs hjólum. Yfir 20 gerðir af 18 gfra hjólum. Sírnar: 35320 688860 Ármúla 40 kérslumn Ð 21 gírs BRONCO með fullkomnum útbúnaði. SHIMANO/SUNTOUR gírar, álgjarðir, átaks- bremsur, standari, keðjuhlíf, gírhlíf og brúsafest- ing. Herra- og dömustell. Verðið er ótrúlegt, kr. 25.900, stgr. 24.605 Fjallahjól fyrir yngri krakka: 16" fyrir 5 ára, kr. 11.900, stgr. 11.305 20" fyrir 6 ára, kr. 12.900, stgr. 12.255 20" 6 gíra, kr. 17.500, stgr. 16.625 Hjólin eru afhent samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæöi. Árs ábyrgö og frí upp- hersla eftir einn mánuö. Varahlutir og við- gerðir. Vandið valið og verslið i sérverslun þar sem þjónustan er. MARMOROC STEINKLÆÐNING ALUCOMAT ÁLKLÆÐNING C A P E PLÖTUKLÆÐNING VERKVER BYGGINGAVÖRUR Siðumúla 27, 108 ReykjavíL • TT 581 1544 • Fox 581 1545

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.