Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 22
34 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 Afmæli Jónas Pétursson Jónas Pétursson, Lagarfelli 8 í Fellabæ viö Egilsstaði, verður átta- tíu og fimm ára sumardaginn fyrsta. Starfsferill Jónas fæddist á Hranastöðum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. Hann varð búfræðingur frá Hólum 1932 og var í verklegu námi í Gróðrar- stöðinni á Akureyri. Jónas var bóndi á Hranastöðum 1933-46 og ráðunautur hjá Naut- griparæktarsambandi og Búnaðar- sambandi Eyjaíjarðar 1934-40. Hann var tilraunastjóri á Hafursá í Suður- Múlasýslu 1947-49, á Skriðuklaustri í Fljótsdal 1949-62 og fyrsti tilrauna- stjóri á Skriðuklaustri. Jónas var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1959-71, for- maður í stjóm Rannsóknarstofnun- ar landbúnaðarins 1965-69 og for- maður landnámsstjórnar 1971-75, var fulltrúi hjá Norðurverki hf. við Lagarfossvirkjun 1971-74, fram- kvæmdastjóri hjá Verslunarfélagi Austurlands 1974-82 og formaður þjóðhátíðamefndar Austurlands 1974. Fjölskylda Jónas kvæntist 1.1.1933 Önnu Jósafatsdótturf. 11.4.1910, d. 1.1. 1984. Foreldrar Önnu vom Jósafat Guðmundsson, bóndi í Krossanesi og Hofdölum í Skagafirði, og Ingi- björg Jóhannsdóttir húsfreyja. Böm Jónasar og Önnu: Hreinn, f. 13.10.1933, búsettur í Reykjavík og forstöðumaður rafmagnsdeildar Hitaveitu Suðumesja, kvæntur Sig- ríði Halblaub tækniteiknara og eiga þau þrjú börn: Jónínu, Jónas Pétur og Önnu Katrínu og fjögur barna- böm; Erla f. 15.3.1936, talsímavörð- ur hjá Pósti og síma á Egilsstöðum, í sambúð með Ármanni Magnússyni vinnuvélastjóra og á Erla eina dótt- ur, Önnu Bryndísi Tryggvadóttur; Pétur Þór, f. 9.5.1952, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, kvæntur Freyju Magnúsdóttur, hjúkrunarffæðingi og ljósmóður, og eiga þau þrjú börn, Guðrúnu Gígju, Hrefnu Hrund og Jónas en fyrir átti Pétur son, Davíð. Systkini Jónasar: Sigríður f. 31.10. 1900, d. 24.2.1954; Annaf. 4.3.1903, d. 9.11.1924; Jakob f. 1905, d. í mars 1907; Jakob Ólafur, ritstjóri og hag- yrðingur, f. 13.3.1907, d. 7.2.1977; Helgi bóndi á Hranastöðum, f. 11.7. 1912, d. 4.1.1954; Kristbjörg, f. 25.7. 1916, kennari og húsmóðir á Akur- eyri og síðar í Kópavogi. Foreldrar Jónasar: Pétur, bóndi á Hranastöðum, Ólafssonar, bónda á Stokkahlöðum, Jónssonar, og k.h., Þórey Helgadóttir, bónda á Leifs- stöðumíEyjafirði. Ætt Móðir Péturs var Sigríður Kristj- ánsdóttir og móðir Þóreyjar var Kristbjörg Einarsdóttir. Bróðir Þóreyjar var Einar Helga- son garðyrkjuráðunautur sem reisti Gróðrarstöðina í Reykjavík. Annar bróðir Þóreyjar var Sveinn, faðir Þórgunnar sem gift var Birni Jóns- syni, ráðherra og forseta ASÍ, en sonur þeirra er Bjöm, bankastjóri og fyrrum hagfræðingur ASÍ. Móðursystir Þóreyjar var Sigríður Ljótunn, sem átti soninn Einar, föð- ur Krisfjáns frá Djúpalæk, fóður Kristjáns heimspekings. Önnur móðursystir Þóreyjar var Sigur- laug, langamma Laufeyjar Þor- bjarnardóttur, konu Jóns Sigurðs- sonar, bankastjóra og fyrrv. ráð- herra. Ömmusystir Þóreyjarvar Sigríður, kona séra Bjöms í Laufási og móðir Þórhalls biskups. Böm hans vom Tryggvi, forsætisráð- herra og bankastjóri: Svava, gift Halldóri Vilhjálmssyni, skólastjóra á Hvanneyri, en dóttir þeirra, Val- gerður, móðir Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra: Björn: Dóra, kona Ásgeirs forseta. Jónas Pétursson. Bróðir Péturs var Jón Ólafsson, bóndi á Einarsstöðum í Reykjadal. Dóttir Jóns var Ásrún, móðir Jóns Haraldssonar, foður Einars miðils á Einarsstöðum og Sigfúsar bónda þar. Önnur dóttir Jóns Ólafssonar var Kristín, móðir Halldóm Sigur- jónsdóttur á Laugum, móð'ur Krist- ínar Halldórsdóttur alþingismanns. Systkini Halldóru voru Bragi Sigur- jónsson, fyrrv.-alþingismaður, og Unnur, móðir Inga Tryggvasonar, fyrrv. formanns Stéttarsambands bænda og alþingismanns. Til hamingju með afmælið 19. apríl Miðt'íni 11, Rpykjavik On ~ra HelgaÞorgeirsdóttir, OU ald Botnahlíð21.Sevðisfirði. Sigriður Guðbrandsdóttir, Hátúni 10, Reykjavík. 50ára 75 ára Eiríkur Óskarsson, Grettisgötu 62. Revkiavík. Pétur Magnusson, Baðsvöllum 16, Gríndavík. Bára Stefánsdóttir, Vetrarbraut 15, Siglufirði. Finnur Guðmundsson, Fjarðarseli 5, Reykjavík. Grímur Magnússon, Heiðarvegi 47, Vestmannaeyjum. Björgvin Halldórsson, Grandavegi 47, Reykjavík. 40 ára 70 ára Jón Sævar Jörundsson, Trönuhialla21. Kónavogi. Kristrún Sigurðardóttir, Efstasundi 97, Reykjavík. Jarþrúður Guðmundsdóttir, Fannborg3, Kópavogi. Áslaug V. Jónsdóttir, Njálsgötu47, Reykjavík. Ingunn Þóra Ríkharðsdóttir, Jörundarholti 23, Akranesí. Dröfn Halldórsdóttir, Klyfiaseli 13, Reykjavík. Ingibjörg Einarsdóttir, Urðarstíg 5, Reykjavik. Pétur Böðvarsson, 60 ára Tómasarhaga 40, Reykjavík. Elísabet A. Brekkan, Jón Sigurjónsson, Efra-Holti, V-Eyjafiallahreppi. Sigrún Hermannsdóttir, Fjölnisvegi 2, Reykjavík. Ragnheiður Ríkarðsdóttir, Miðvangi 107, Hafnarfirði. Til hamingju með afmælið 20. apríl 85 ára 50ára Haraldur Z. Guðmundsson, Dalbraut 23, Reykjavík. Hanneraðheiman. Guðrún Helgadóttir, Völvufelli 28, Reykjavík. Ketill Bjamason, Orenifimndí! Akranesi DA Avo Sverrir Berg Guðj ónsson, OU <31 a Heiðvangi9.Hafnarfirði. Oddur Jónsson, Lyngbrekku 15, Kópavogi. Guðrún Árnadóttir, Bollagötu 16, Reykjavík, 75 ára ^Oára Kristín Þórðardóttir, Iöjumörk 1, Hveragerði. Sigurjón Ásbjörn Hjartarson, Brjánsstöðum, Grímsneshreppi. Friðrika Þ. Jónmundsdóttir, 70 ára Böggvísbraut 4, Dalvik. ÓskÞ. Sigursteinsdóttir, Ólöf Margrét Gísladóttir, Suðurhólum 20, Reykjavik. Sólveig Jónasdóttir, Vallholtsvegi 17, Húsavik. Hagamel 7, Reykjavík. Einar Hafsteinn Vilhjálmsson, Hvammstangabraut 27, Hvamms- tanga. Þórunn Andrésdóttir, gA ára SigrúnEddaSigurðardóttir, wwciici Grundarstig 24, Revkiavík. Hallgrímur Þórarinsson, Ytri-VíöivöUum I, Fljótsdalshrep Þóra Sigurðardóttir, Njálsgötu 29, Reykjavík. Eiríkur Hallgrímssnn, Sigrún Edda tekur á móti gestum eftir kl. 19.00 síöasta vetrardag, 19.4. pl- JónKristleifeson, Sturlureykjum II, Reykholtsdhr. Halldóra Guðríður Árnadóttir, Sléttuvegi5,Selfossi, Björn Jóhannsson, Dvergholti 15, Mosfellsbæ. Guðrún Gunnarsdóttir, Grýtubakka 32, Reykjavík. IVItl V itlll dUIli Oj .ildllUll liX Ui> Gunnar Jóhannsson, Hraungeröi 8, Akureyri. Steinunn Þórarinsdóttir, Framnesvegi 68, Reykjavík. Tryggvi Helgason Tryggvi Helgason sjómaður, Aust- urbrún 2, Reykjavík, er níutíu og fimmáraídag. Starfsferill Tryggvi fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í Reykjavík um skeið, flutti til Akureyrar 1933, lauk þar stýrimannaprófi hinu minna 1941 og átti þar heima til 1983 er hann flutti til Reykjavíkur þar sem hannbýrenn. Tryggvi fór til sjós um fermingar- aldur og stundaði lengst af sjó- mennsku á áraskipum, skútum og loks á togurum til fimmtíu og sjö ára aldurs, þar af formaður á vélbát- um í tólf ár og vélamaður í þrjú ár. Auk þess var hann verkstjóri viö fiskverkun 1924 og 1925 og verk- stjóri á netaverkstæði í Reykjavík 1926-30. Tryggvi sat í stjórn Sjómannafé- lags Akureyrar fjörutiu og tvö ár og var formaður þess 1936-76, sat í stjórn Alþýðusambands Norður- lands tuttugu og sex ár og formaður þess frá stofnun 1947-67, í stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna frá stofnun 1958, var bæjarfulltrúi á Akureyri 1942-58 og í bæjarráði frá stofnun 1946-58, í hafnarstjórn Akureyrar um árabil, í síldarútvegsnefnd ellefu ár, í stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins átta ár, í stjórn Aflatryggingar- sjóðs 1958-76, í atvinnutrygginga- nefnd 1956-58, í nefnd um hafnarmál og endurskoðun hafnarlaga 1959-61 og síðar 1972-73, í stjómskipaðri at- vinnumálanefnd Norðurlands 1965-69, í stjórn Útgeröarfélags Ak- ureyringa hf. 1946-52 og 1958-75, í Verðlagsráði sjávarútvegsins 1961-78, í stjórn Sósíalistafélags Akureyrar 1938-58 og í flokksstjórn Sósíalistaflokksins um árabil. Tryggvi hefur skrifað fjölda greina um málefni sjómanna, hafnarmál, atvinnumál og fleira, einkum í Verkamanninn á Akureyri og í Þjóöviljann. Hann hlaut gullmerki sjómannadagsráðs Akureyrar fyrir störf að málefnum sjómanna. Fjölskylda Tryggvi kvæntist 1933 Sigríði Gróu Þorsteinsdóttur, f. 31.8.1891, d. 7.9.1982, húsmóður. Hún var dótt- ir Þorsteins Þóröarsonar, sjómanns í Reykjavík, og k. h, Margrétar Sig- urðardóttur húsmóður. Sonur Tryggva og Valgerðar Jóns- dóttur er Hákon, f. 15.4.1931, cand. mag. og menntaskólakennari í Reykjavík, var kvæntur Sigríði Kristjönu Guðbrandsdóttur og eru börnþeirrafjögur. Fóstursynir Tryggva: Þorsteinn Gunnarsson, f. 22.10.1917, nú látinn, kennari á Núpi og síðar í Kópavogi; Benedikt Gunnarsson, f. 26.6.1921, rafmagnstæknifræðingur í Kópa- vogi og síðar í Reykjavík; Styrmir Gunnarsson, f. 7.11.1925, stýrimað- uráAkureyri. Fósturdóttir Tryggva er Guðný Styrmisdóttir, f. 19.9.1946, húsmóðir í Lúxenborg, gift Ásgeiri Ásgeirs- syni, flugvélstjóra og flugmanni, og eiga þau eina dóttur. SystkiniTryggva: Hólmfríður Kristín, f. 23.9.1895, d. 2.10.1983, Tryggvi Helgason. búsett í Reykjavík; Margrét, f. 3.12. 1896, d. 3.9.1931, húsmóðir í Reykja- vík; Hjörtur Björgvin, f. 14.9.1898, nú látinn, lengi kaupfélagsstjóri í Sandgerði; Lilja, f. 8.5.1901, d. 6.2. 1920; Ásta, f. 9.10.1902, húsfreyja í Bygggarði og síðar á Kolbeinsstöð- um á Seltjarnamesi; Anna Petrea, f. 9.12.1904, nú látin, rak lengi snyrtistofu í Reykjavík; Valdís, f. 8.3.1906, nú látin, húsmóðir og hjúkrunarkona í Reykjavík; Júlía María, f. 7.7.1907, nú látin, búsett í Reykjavík; Ingjgerður Ágústa, f. 9.8. 1908, d. 9.6.1951, gullsmiður í Reykjavík; Sigurður Magnús, f. 22.5. 1910, lögfræðingur og fyrrv. borgar- fógeti í Reykjavík; Dagmar Hansína, f. 23.3.1912, húsmóðir að Ljósafossi og síðar í Reykjavík; Andrea, f. 14.2. 1914, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Tryggva vom Helgi Guðbrandsson, f. 25.7.1864, d. 20.7. 1945, útvegsb. ognetagerðarmaður í Lykkju á Akranesi og síðar í Reykjavík, og k. h„ Guðrún Illuga- dóttir, f. 23.6.1869, d. 5.9.1944, hús- móðir. Þórunn Alda Bjömsdóttir Þórunn Alda Björnsdóttir frá Kirkjulandi í Vestmannaeyjum, húsmóðir, Meistaravöllum 9, Reykjavik, verður áttræð sumar- daginnfyrsta. Starfsferill Alda fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hún stundaði þar verslunarstörf fram að giftingu, stundaði síðan heimilisstörf en starfrækti jafnframt blómabúð í Vestmannaeyjum á árunum 1960-70 er þau hjónin fluttu til Reykjavíkur. Þar stundaði hún einnig verslunar- störf. Alda var í mörg ár í stjóm Kvenfé- lagsins Líknar. Hún var formaöur Berklavarnar í Vestmannaeyjum í tuttuguár. Fjölskylda Alda giftist 24.8.1935 Jóhannesi Gunnari Brynjólfssyni, f. 20.9.1908, d. 27.5.1973, framkvæmdastjóra. Hann var sonur Brynjólfs Stefáns- sonar, skósmiðs og kaupmanns á Akureyri, og Höllu Jónsdóttur frá Dölum í Vestmannaeyjum. Börn Öldu og Jóhannesar Gunn- ars em Lára Halla, f. 25.10.1935, garðyrkjufræðingur, gift Páli Sig- urðssyni jámsmið og eiga þau þijú böm; Birna Valgerður, f. 10.10.1937, talsímavörður, en maður hennar er Jóhann Ingi Einarsson leigubílstjóri og eiga þau tvö börn; Guðbjörg Ásta, f. 8.4.1940, deildarstjóri, en maður hennar er Adolf Bjarnason heildsali og eiga þau þrjú börn; Jóhannes Sævar, f. 15.7.1941, framkvæmda- stjóri, kvæntur Ágústu Ágústsdótt- ur sjúkraliða og eiga þau tvö börn; Brynjólfur, f. 21.6.1953, deildar- stjóri, kvæntur Maríu Björgu Filippusdóttur húsmóður og eiga þauþijúböm. Systkini Öldu: Ólafur R„ f. 5.11. 1910, d. 1.11.1969, húsgagnasmíöa- meistari; Steingrímur Örn, f. 1.2. 1913, d. 17.9.1989, skipstjóri; Ágúst Kristján, f. 4.11.1916, d. 27.8.1979, verkstjóri; Bima Guðný, f. 9.5.1922, húsmóðir. Foreldrar Öldu voru Björn Þórar- inn Finnbogason, f. 7.12.1885, d. 4.4. 1964, útvegsb. í Vestmannaeyjum, og k.h„ Lára Kristín Guðjónsdóttir, Þórunn Alda Björnsdóttir. f. 4.7.1886, d. 13.1.1984, húsmóðir. Ætt Björn Þórarinn var sonur Finn- boga Bjömssonar í Norðurgarði og Rósu Eyjólfsdóttur frá Hellisfjöru- bökkum í Vopnafirði. Lára Kristín var dóttir Bjöms Ein- arssonar frá Hrútafelli og Ólafar Lárusdóttur, hreppstjóra í Vest- mannaeyjum, Jónssonar. Alda og börn hennar taka á móti gestum frá kl. 15.00-18.00 að Hraunbæ 103-105.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.