Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1995 Fréttir Kjörstjóm 1 Helgafellssveit: Færð til f imm tíma yf ir- heyrslu hjá lögreglu Sigurður Hjartarson, umsjónar- maður félagsheimilisins Skjaldar í Helgafellssveit, hefur kært kjör- stjóm Helgfellinga í alþingiskosn- ingunum í byrjun apríl fyrir að hafa fært til spýtur á gólfi félags- heimilisins. Sigurður telur að með þessu hafi kjörstjómin spillt sönn- unargögnum vegna vatnsílóðs sem varð í félagsheimilinu í vetur en matsmaður tryggingafélagsins í Stykkishólmi átti eftir að meta tjónið. Kjörstjórnin var tekin í fimm klukkustunda yfirheyrslu hjá lögreglu í Stykkishólmi á mið- vikudag vegna þessa máls. „Parketið var búið að bíða í mán- uð til að jafna sig og matsmaðurinn kom daginn fyrir kosningar til að meta skemmdirnar. Þegar ég kom inn sá ég að það var búið að íjar- lægja fjalir sem vom upp á rönd til að sýna hvað hafði skeð og setja spónaplötu yfir. Þau létu sem þau sæju ekki kjörklefa í salnum og drógu fyrir glugga í eldhúskrókn- um og rifu niður auglýsingar við- víkjandi sameiningunni. Þetta passaði ekki og ég hringdi til að kvarta en ég á ekki von á að það verði neitt meira úr þessu,“ segir Sigurður. „Við vorum kærð til lögreglu strax á kjördag og við þremenning- amir vorum teknir til yfirheyrslu í samtals fimm tíma á miövikudag. Þetta er svo skelfileg heimska að það er með eindæmum. Það hafði enginn talað við okkur um þessi mál og enginn komið til að skakka leikinn fyrr en við fengum þetta skammarbréf frá bæjarráði í lok kjördags. Það má vel vera að hin kjörstjórnin hafi lent í illdeildum innbyrðis en ég veit ekkert um það,“ segir Bjarni Guðmundsson í kjörstjórn í Helgafellssveit. Bjami sagði í samtali við DV ný- lega að kjörstjórnin hefði tekið eina lausa spýtu á gólfinu og sett til hlið- ar þegar salurinn í félagsheimilinu var undirbúinn daginn fyrir kjör- dag. -GHS Þrjú hundruð og fimmtiu minkar frá Danmörku lentu á Reykjavikurflugvelli I gær i vél Flugfélags Norðurlands. Um var að ræða 200 læður sem þrir loðdýrabændur I Vopnafirði flytja inn sjálfir og 150 högna sem Bændasamtökin flytja inn. Hér tekur Arvid Kro loðdýraræktarráðunautur þátt i að flytja minkana úr vélinni. Tilgangurinn með inn- flutningnum er að bæta minkastofninn hér á landi sem hefur verið í lægð aö undanförnu. Frá Reykjavík fóru læðurnar í sóttkví til Hvanneyrar og högnarnir til Vopnafjarðar. DV-mynd ÞÖK Pappírssöfnun hefst í júlí Alþingi: Kemur saman um miðjan maí Lögum samkvæmt ber að kalla Alþingi saman eigi síðar en 10 vikum eftir alþingiskosningar. Forsætisráð- herra sagði á miðvikudag að hann ætti von á þvi að þingið yrði kallað saman um miðjan maí. Hann taldi líklegt að það myndi starfa í um 10 daga. Afgreiða þarf nokkur mál, meðal þeirra mál sem snerta EES- samninginn og GATT-samninginn. Tíkféll 300 metra niður Drangajökul Gísli Hjailaison, DV, ísafiiði: Um páska héldu þrír vaskir menn úr Djúpi ásamt lagskonum sínum á 3 íjallabílum upp á Drangajökul, þeir Þórður Halldórsson, Laugalandi, Sigurður Jónsson, Nauteyri, og Finnbogi Kristjánsson frá Brekku á Ingjaldssandi. Með í för var tík Sig- urðar, Týra. Haldið var norður heiðar á jökul- inn að Hrolleifsborg sem er fjall eða klettur mikill upp úr jökulhvelinu, 854 metrar aö hæð. Fólkið gekk ásamt tíkinni upp á borgina til að njóta útsýnisins. Tíkin snuddaöi um en kunni ekki fótum sínum forráö því hún hrapaði ofan af henni norð- anverðri, þar sem hana ber hæst, og niður á skriðjökulinn sem gengur niður í Reykjaflörð. Fallið var um 300 metrar i beina lóðlinu. Datt fólkinu ekki annað í hug en að tíkin hefði drepist við fallið en það var nú öðru nær. Skömmu síðar sá það tíkina á hlaupum niðri á jöklin- um og kom hún til þess aftur upp á borgina. Virtist henni ekki hafa orðið meint af hrapinu en að sögn Sigurðar var hún dösuð á heimleiðinni. Borgaráð hefur samþykkt erindi frá borgarverkfræðingsembættinu um tilraun til söfnunar gamalla dag- blaða í Reykavík. Stefnt er aö því að tilraunin hefjist 1. júlí og verður dag- blöðum safnað í gáma á nokkrum stöðum í borginni, einkum í nám- unda við verslanir, auk þess sem pappír verður flokkaður hjá borgar- stofnunum. Gert er ráð fyrir að tilraunin standi í hálf til eitt og hálft ár og verður ákvörðun tekin við gerö fjárhagsá- ætlunar fyrir næsta ár hvort tilraun- inni verður haldið áfram á næsta ári. Notaðir verða gámar á 20 stöðum í borginni og verða enn fleiri gámar settir upp í öllum Breiðholtshverfum nema Seljahverfi. Reiknað er með að kostnaður vegna pappírssöfnunarinnar verði 4,3 milljónir króna á þessu ári en á móti kemur 1,3 milljóna króna sparnaður hjá Sorpu. Sótt hefur ver- iö um þriggja milljóna króna auka- fjárveitingu en hún hefur ekki verið samþykkt. -GHS Stuttar fréttir Útflutningsverðlaun Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. fékk afhent Út- flutningsverðlaunin 1995 úr hendi Vigdísar Finnbogadóttur forseta á Bessastöðum í gær. Þráinn bæjarlistamaður Þráinn Karlsson, leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, var í gær útneftidur bæjarlistamaður Ak- ureyrar næsta árið. Túnfiskw við ísiand? Japanskt útgerðarfyrirtæki hefur sótt um leyfi fyrir túnfisk- veiöum innan 200 mílna lögsögu íslands. Samkvæmt Stöð 2 hefur umsóknin vakiö spurningar um hvort túnfisk sé yfirleitt að finna innan lögsögunnar. Verðlaun Barnabókaráðs Ármann Kr. Einarsson rithöf- undur, Erla Sigurðardóttir myndfistarmaður og Guðrún Hannesdóttir bókasafnsfræðing- ur hlutu í gær viöurkenningu . Bamabókaráðs 1995 fyrir verk sin. Áburðarsamkeppni Áburðarverksmiðjan hefur fengið samkeppni því þrjú tilboö bárust Ríkiskaupum í 900 tonna útboð á áburði fyrir Landgræðslu ríkisins, samkvæmt MbL Ríkispappárar óvinsælir Verðbréfasala rikissjóðs hefur gengið illa á þessu ári og því hafa erlendar lántökur aukist. Sam- kvæmt Mbl. hefur ávöxtun 3ja mánaöa vixla hækkað um 0,8 pró- sentustig frá áramótum. Kosningareynsla landsmanna hefur aukist gríðarlega undanfarið: Ibúar í Reykjanesbæ hafa kosið 5 sinnum - Helgfellingar og Hólmarar ganga í sjötta sinn að kjörborðinu 27. maí „Félagsmálaráðuneytið hefur tek- ið af skariö um hver eigi aö ákveða nýjan kjördag og vill að bæjarstjóm- in, sem kosin var 1. október í fyrra, ákveði þetta. Við höfum lagt til að ný sveitarstjóm verði kosin 27. maí og það ætti að ganga. Það þarf að kjósa nýja kjörstjóm til að sjá um framkvæmd kosninganna og við höf- um lagt fram ákveðnar tillögur í því efni,“ segir Ólafur Hilmar Sverris- son, bæjarstjóri í Stykkishólmi, en sveitarstjóm Stykkishólms og Helga- fellssveitar hefur tekiö ákvörðun um framkvæmd sveitarstjómarkosn- inga 27. maí. Landsmenn hafa hlotið umtals- verða reynslu við að setja krossinn á réttan stað eftir atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga, sveit- arstjómarkosningar og alþingis- kosningar á einu og hálfu ári. Flestir hafa gengið þrisvar sinnum að kjör- borðinu á þessu tímabili, fyrst til aö kjósa um sameiningu sveitarfélaga 20. nóvember 1993, til sveitarstjómar í maí lok í fyrra og Alþingis nú í apríl og hafa sumir landsmenn kosið oftar en aðrir. Sjöttu kosningarnar Ibúar í Stykkishólmi og Helgafells- sveit hafa gengið fimm sinnum að kjörborðinu undanfariö eitt og hálft ár og má búast við einni ferð til við- bótar í lok maí þegar kosið verður til nýrra sveitarstjóma í sveitarfé- lögunum tveimur. Það verða sjöttu kosningamar í þessum sveitarfélög- um á þessu tímabili og sennilega síö- ustu kosningarnar þar til sveitar- stjómarkosningar verða aftur eftir þrjú ár. fbúar í Helgafellssveit og Stykkis- hólmi greiddu atkvæði um samein- ingu sveitarfélaganna tveggja í nóv- ember 1993 og aftur um miöjan apríl 1994 og var sameiningin þá samþykkt naumlega í Helgafellssveit. Sveitar- stjómarkosningar vom haldnar í sameinuðu sveitarfélagi í lok maí sama ár en þær vom ógildar og þurfti að endurtaka þær í október í fyrra. Atkvæðagreiösla um samein- ingu sveitarfélaganna var endurtek- in samhliða alþingiskosningum laug- ardaginn nú í apríl og var sameining- in þá naumlega felld. Sveitarstjórn- arkosningar verða því að fara aftur fram í Stykkishólmi og Helgafells- sveit í lok maí. Reykjanesbær íbúar í sameinaða sveitarfélaginu á Suðurnesjum hafa einnig gengið fimm sinnum að kjörborðinu, fyrst til að kjósa um sameininguna í nóv- ember 1993 og aftur í febrúar í fyrra þegar sameining Keflavíkur, Njarð- víkur og Hafna var samþykkt. í apríl í fyrra var kosið um nafn á nýja sveit- arfélagið og svo fóra bæjarstjómar- kosningamar fram rúmum mánuöi síðar. Atkvæðagreiðsla um nafn á sameinað sveitarfélag Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna var endurtekin samhliöa alþingiskosningum 8. apríl síöastliðinn og var þá samþykkt að nefna bæinn Reykjanesbæ. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.