Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1995 Fréttir Skíðagöngumaðudnn sem féll niður um ís í Jósefsdal: Var hættur að f inna fyr ir höndum og fótum „Ég var um 80 metra frá landi þeg- ar ísinn brast undan mér. Það var ökumaður á jeppa að leika sér í brekku um 1 kílómetra frá mér og ég var alltaf að vona að hann liti í baksýnisspegilinn og yrði var við mig en hann varð mín ekki var. Ég var orðinn mjög svartsýnn á þetta og var hættur að fmna fyrir höndum og fótum,“ segir Páll Gíslason skíða- göngumaður sem féll niður um ís í Jósefsdal á páskadag. Hann segir það kaldhæðni örlaganna að aðeins 10 mínútum áður en óhappið varð hafi þyrla með sjónvarpsmenn flogið yfir hann. Eins og DV skýrði frá urðu þrír vélsleðamenn Páls varir þar sem hann lá uppi á skörinni um 30 metra frá landi. Páll segir að sennilega hafi liðið um hálftími frá því hann fél! niður um ísinn þar til hans varð vart. „Þegar ég féll ofan í vökina náöi vatnið mér upp undir hendur. Vatnið var ískalt, við 0 gráður. Ég komst nokkrum sinnum upp á ísinn án þess að hann brysti en komst þó ekki nema nokkra metra í senn áður en hann brast aftur undan mér. Þegar upp var staðið voru vakirnar orðnar íjórar," segir Páll. Hann segir að það hafi veriö mikill segir Páll Gíslason sem var 20 mínútur í ísköldu vatni Þarna má sjá vökina sem Páli var bjargaö upp úr. Skiði hans og útbúnaður varð attur á móti eftir i vökinni. DV-mynd Steinar Steinarsson léttir þegar hann sá að björgunar- mennirnir urðu hans varir. „Ég var nánast orðinn örmagna en þegar ég sá þá fylltist ég endurnýjuð- um þrótti og tókst að brjótast nær landi og ná reipinu. Ég skarst á hönd- um á ísnum þegar ég var dreginn í land. Mér varð ekki meint af volkinu að öðru leyti,“ segir Páll. Hann segir ástæðu fyrir fólk að varast þær gildrur sem myndast með leysingum á vorin. „Ég vissi ekki af því að þarna væri vatn undir þegar ég var að renna mér. Þetta leit út eins og hjarn og Páll Gíslason komst í hann krappan á páskadag þegar hann féll niöur um ís og var i hálftíma í ísköldu vatninu. Vélsleðamenn urðu hans varir og björguðu honum. DV-mynd GS það var mjög óvænt þegar ísinn brast undan mér. Það er full ástæða fyrir fólk að varast svikulan ís þegar kom- ið er fram á þennan árstíma," segir Páll. -rt Útgerðarfél. Framsókn f< agAkureyring ikk f ori ahf.: nanninn - minmhlutaeieendur fá tvo stiómarmenn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyrí: Indlimlja æðisílokks að öllum hk- lldór Jónsson, núverandi og Kristján Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sæpiasts á Dalvík, Framsóknarmenn munu skipa stjórnarfo rmaður ÚA. Alþýðu- fyrir hönd flárfesta sem eiga um n% Akureyringa á aðalfundi félagsins Við afgrei ðslu málsins í bæjarráði Á Aðalfundinum mun Jakob nk. mánudag og verður Jón Þórð- lagði Sigr arson, forstöðumaður sjávarút- trúi Alþ íður Stefánsdóttir, full- ýðubandalagsins, fram Björnsson bæjarstjóri tilkynna um það hvernig bæjarstjórn hyggst minnka hiut sinn í fyrirtækinu á næstu þremur árum en bærinn á vegsaeuaai nasivOiaiis a /xKuiejii, uokuiií pes formaður stjómarinnar. Meiri- þáttíafgrc iðslu á umboði til bæjar- hlutaflokkamir í bæjarstjóm á stjóra um að fara með umboö Ak- nú 53% hlutafjár. Ekki er reiknað Akureyri náðu um þetta samkomu- ureyrarba :jar á aðalfundinum, með aö bæriim selji hlut sinn held- iagi fyrir bæjarráðsfund sl. mið- m.a. vegnt þess að ekki hefði verið ur komi til hlutafjárúfboð og bær- að með að formannsstaðan kæmi í nefningu stjórn fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum DV er hlut krata. Þessi aff jreiðsla þýðir að minni- stefnt að því að bærinn eigi einung- Fulltrúi Alþýöuflokks í stjórn hlutaeiger verður Pétur Bjarnason, fram- ístjórnífi kvæmdasfjóri Félags rækju- og Jóhannes hörpudisksframleiöenda, og full- hönd KEA dur í ÚA fa nú tvo menn /rsta skipti og verða þeir Geir Sigurgeirsson fyrir , sem á um 8% hlutafjár, is 25-30% hlut i ÚA í lok kjörtíma- bils núverandi bæjarstjómar. Reykjavíkurborg kaupir fasteignina að Laufásvegi 43: Eins og gengið sé inn í leikmynd frá 1930 „Afi minn, Vigfús Guðmundsson, bjó þarna með konu sinni og tveimur börnum. Afi var alla tíð mikill fræðimaður. Hann gaf út margar bækur, meðal annars sögu Eyrarbakka í þremur bindum," segir Vigfús Guðmunds- son, einn af seljendum fasteignarinnar við Laufásveg 43 í Reykjavík. Reykja- víkurborg hefur ákveðiö aö kaupa fasteignina fyrir átta milljónir króna og koma þar upp sýningu á lífi í borg um 1930. DV-mynd ÞÖK „Afi minn, Vigfús Guömundsson, bjó í húsinu með konu sinni og böm- um sínum tveimur. Afi var alla tíð mikill fræðimaður. Hann gaf út margar bækur, meðal annars sögu Eyrarbakka í þremur bindum, og var ættfræðingur mikill. Hanr. var lærð- ur búfræðingur og bóndi upphaflega en starfaði við útgerð. Hann var nokkuð vel stöndugur. Fíölskyldan bjó á fyrstu hæðinni og svo bjó annað fólk á efri hæðinni og í kjallaran- um,“ segir Vigfús Guðmundsson, einn af seljendum Laufásvegar 43. Borgarráð hefur samþykkt að kaupa húseignina númer 43 við Lauf- ásveg í Reykjavík ásamt öllu innbúi fyrir átta milljónir króna og hefur Arbæjarsafni verið falin umráð eign- arinnar fyrst um sinn því fyrirhugað er áð gera húsið að safni. Fremur stór garður er umhverfis húsiö og er hugsanlegt að hann verði opnaður almenningi. í garðinum eru stór og sjaldgæf lauftré en íbúar hússins höfðu mikinn áhuga á skógrækt. „Fjölskyldan sem er að selja húsiö hefur búið í húsinu frá því skömmu eftir aldamót. Það er sérstakt við húsið að allt hefur staðið óhreyft í húsinu áratugum saman. Þegar mað- ur gengur inn í húsiö er eins og maður gangi inn í leikmynd frá 1920-1930. Það er ótrúlegt. Það eina sem skemmir myndina er kannski dagblöð sem eru yngri. Öllu hefur verið haldið til haga af myndarskap, sparsemi og nýtni," segir Guðrún Agústsdóttir, varaformaður menn- ingarmálanefndar Reykjavíkur. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.