Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1995 Hefur Páll Pétursson mörg líf? Fjörkálfur og gleðipinni „Páll er aö vísu fjörkálfur og gleðipinni, eins og alþjóð veit, en það er langt um liðið síðan póli- tískt dánarvottorð hans var gefið út.“ Hrafn Gunnlaugsson i Alþýöublaðlnu. Utanríkismál ekki jafn hugleikin „Ég þykist vita að utanríkismál verði þessari ríkisstjórn ekki jafn hugleikin og fráfarandi stjórn.“ Þórarinn V. Þórarinsson i DV. Málamyndaviðræður „Þetta voru málamyndaviðræð- ur, yfirbreiðsla, meðan alvöru- viðræður fóru fram við Fram- sóknarflokkinn á laun.“ Jón Baldvin Hannibalsson i Alþýöublaöinu. Ummæli Hef heyrt það „Jú, jú, ég hef heyrt þetta hka og brosi bara að því.“ Ólalur G. Einarsson i Alþýðublaóinu um hvort hann taki við af Salome. Erfarið aðlíða vel „Mér er farið að líða vel. Við er- um famir að sjá 'fyrir endann á þessu risavaxna verkefni. Við sjáum til lands.“ Ólafur B. Schram í DV. Veðmál í boði Margir hafa óskaplega gam- an af því að veðja og þá er veðjað um allt milli himins og jarðar. Bretar hafa löngum verið mikið fyr- ir veðmál og veðmangari einn gaf út fyrir rúmu ári lista með ýms- um veðmálum sem hann var til í að taka við. Mesta gróðavonin Blessuð veröldin er að veðja að halastjaman Swift-Tuttle muni rekast á jörð- ina árið 2116. Afkomendur þess sem veðjar (ef lifandi yrðu) mundu fimm þúsund falda upp- hæðina. Sá sem veðjar um að Karl prins gefi frá sér erfðaprins- titilinn verður aftur á móti ekkert voðalega ríkur, hann mundi að- eins sexfalda upphæðina. Aðrir möguleikar hjá veðmang- aranum em: Snjókoma verður á jóladag í Englandi 16-1. NASA viðurkennir tilvist á þróuðu lífi á öðmm hnöttum fyrir árið 2000, 40-1. Bretar breyta vinstri um- ferð yfir í hægri, 250-1. Breska náttúrfræðistofnunum viður- kennir Lock Ness skrímslið, 250-1. Sönnun þess að Elvis Pres- ley lifir, 500-1. Sannað verði að Michael Jackson og systir hans La Toya, sé ein og sama persón- an, 500-1. Þýskaland verði aftur skipt í tvær þjóðir, 500-1. Kona verði kjörin páfi, 1000-1 og síðast en ekki síst er hægt að græða þúsundfalt ef Breti vinnur ein- menningskeppni í tennis á Wimbledon. Greinilegt er að veð- mangarar hafa ekki mikið álit á breskum tennisleikurum. Hægt hlýnandi veður í dag verður norðangola eða kaldi í fyrstu og él allra austast á landinu en annars hæg vestlæg eða breytileg Veðriö í dag átt og léttskýjað. Síðdegis verður vestlæg átt, gola eða kaldi um allt land. Þá verður skýjaö að mestu viö Faxaflóa, dálítil él norðvestan til en léttskýjað annars staðar. í nótt verð- ur vestangola eða kaldi. Þá verða áfram él norövestan til, dáhtil súld með köflum um landið suðvestanvert en léttskýjað austanlands. Veður fer hægt hlýnandi. Á höfuðborgarsvæð- inu verður vestangola eða kaldi og skýjað. Suðvestankaldi og dálítil súld með köflum í nótt. Veður fer hægt hlýnandi og hiti verður á bihnu 1 til 4 stig í dag og nótt. Sólarlag í Reykjavík: 21.19 Sólarupprás á morgun: 5.33 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.29 Árdegisflóð á morgun: 12.10 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri heiðskirt -8 Akurnes léttskýjað -3 Bergsstaðir heiðskirt -8 Bolungarvík heiðskírt -4 Keíla víkurílugvöllur léttskýjað -3 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -4 Raufarhöfn skýjað 4 Reykjavík léttskýjað 4 Stórhöfði heiðskírt -3 Helsinki skýjað 4 Kaupmannahöfn léttskýjað 6 Stokkhólmur skýjað 2 Þórshöfn snjóélásíð. klst. 1 Amsterdam þokaásíð. klst. 2 Berlin alskýjað 5 Frankfurt skýjað 3 Glasgow skýjað 2 Hamborg léttskýjað 3 London mistur 1 LosAngeies heiðskirt 14 Lúxemborg þoka 0 Maliorca skýjað 13 Montreai heiðskírt 7 Nice skýjað 13 París skýjaö 3 Róm léttskýjað 13 Vín léttskýjað 9 Washington skýjað 16 Veðriö kl. 6 í morgun Ólaíur Ásgeirsson, skátahöfðingi íslands: „Ég er búinn að vera viöloðandi skátahreyfinguna _í tæp fjörutiu ár,“ segir Ólafur Ásgeirsson þjóð- skjalavörur sem var í síðasta mán- uði kosinn skátahöfðingi íslands: „Starf mitt felst í aö leiða Bandalag íslenskra skáta sem eru samtök allra skátafélaga í landinu. Þetta eru miög fjölmenn samtök þótt eins og í stórum samtökum sem þessum séu ekki allir virkir en það er samt Maður dagsins stór hópur sem eru virkir skátar.“ Ólafur sagði að starfsemin væri yfirgripsraikil. „í ár eru sjötíu ár frá því Bandalag íslenskra skáta var stofnað. Það hefur alltaf veríð eitt af markmiðum hreyfingarinn- ar aö fræða böm og unglinga þann- ig að þau geti bjargað sér í sínu umhverfi, hvort sem það er í borg eða sveit, og byggist þjálfunin upp Ólafur Ásgeirsson. á þvi að þau stjórni sér sjálf undir leiðsögn sér eldri sem hafa fengið þjálfun til þessa starfs og það er okkar sem stjómum meðal annars að sjá um þjálfun þessara foringja.“ Ólafur var spurður hvað væri framunda hjá skátum. „Það verða skátamót bæði hér fyrir sunnan og fyrir norðan en landsmót, sem er okkar stærsta mót, og alþjóðlegt mót er ekki fyrr en á næsta ári og það virðist vera víða mikih áhugi á mótinu. Á landsmótinu munum við leggja áherslu á íslenska menn- ingu og íslenska náttúru. Stærsti viðburðurinn á þessu ári er sjálf- sagt ferð á alheimsskátamótið í Hollandi og reiknum við með að nálægt 250 manns fari héðan á al- heimsmótiö. Það hefur ávaht verið mikih áhugi hjá íslenskum skátum að fara á alheimsmótin og var fýrst farið 1924 og þá fór einn maður. En ég er ekki frá því að hópurinn sem fer í suraar sé sá stærsti sem farið hefur hingað til.“ Ólafur sagði að áhugamál hans tengdust skátastarflnu mikið og svo sagði hann að almenn sagn- fræði væri áhugamál. Eiginkona Ólafs er Vilhelmína Gunnarsdóttir og eiga þau fjögur böm. Myndgátan Lætur liggja í láginni DV Jörvagleði Dalamanna Jörvagleði, menningar- og hsta- hátið Dalamanna, verður haldin 19.-23. april með fjölbreyttri dag- skrá að vanda, söng, hljóðfæra- leik, leiksýningu, skáldakynn- ingu, sveitakynningu, lLstsýn- ingu o.fl. Heimamenn leggja fram krafta sína auk þess sem hátíðin er krydduð heimsóknum góðra Meiming gesta. Má þar nefna eldri félaga úr Karlakór Reykjavíkur og liarmónikuleikarann latu Kan- toma. Þrjár sýningar verða settar upp i Grutmskólanum í Búðardal. Anna Flosadóttir sýnir mynd- verk, sýning verður á gömlum skjölum úr Héraösskjalasafni Dalasýslu og Handverkshópur Dalasýslu sýnir fjölbreytta hand- unna nmni. Jörvagleðinni lýkur á laugardagskvöld með stórdans- leik þar sem liljómsveit Geir- mundar Valtýsssonar leikur fyrir dansi. Skák Að loknum tveimur umferðum í und- ankeppninni fyrir millisvæðamótið, sem fram fer á Grand Hótel Reykjavik, hafa Jóhann Hjartarson og Lars Bo Hansen hlotið 1,5 v., Rune Djurhuus og Jonathan Tisdah hafa fengiö 1 v. og Helgi Ólafsson og Pia Cramling hálfan vinning. Jóhann vann Djurhuus létt í 2. umferð i gær eftir að Norðmaðurinn víxlaði leikj- um í byrjun taflsins. í þessari stöðu átti Jóhann, með svart, leik: 17. - Hxh3! 18. Hxh3 Rg4 19. Dxf3 Rgxe3 20. Hel Dxg5 Með vinningsstöðu. Eftir 21. Re4 Df4! 22. Dxf4 Rxf4 vann Jóhann létt því að ef 23. Hhxe3 Rg2 eru þrir sam- stæðir frelsingjar svarts í endataflinu óviðráðanlegir. Jón L. Árnason Bridge Sveit Olafs Lárussonar kom á óvart í Is- landsbankamótinu í sveitakeppni um síð- ustu helgi og náði öðru sætinu. Sveitin byijaði illa á mótinu og var í neðsta sæti að loknum þremur umferðum en tapaði ekki leik eftir það og endaði 5,5 stigum fyrir ofan sveit VíB sem varð í þriðja sæti. i þesu spili í 8. umferð i leik gegn Metró græddi sveit Ólafs 10 impa. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og NS á Á6543 84 D876 104 -7j— * DG10 A T K „ ♦ G104 —— + D98763 ♦ 7 ♦ ÁG1096532 ♦ 52 + G2 Vestur Norður Austur Suður Þröstur Björgvin Hermann Þórir lé Pass 14 3» 44 Dobl p/h Sagnkerfi Þrastar og Hermanns var eðli- legt og Hermanni fannst skást.að segja einn spaða á þrílitinn á þessi spil. Tvö lauf hefðu nefnilega verið sterk sögn og eitt grand lofað jafnri skiptingu. Vestur átti nægilega sterk spil til að stökkva í ijóra og norður doblaöi til refsingar. Suð- ur spilaði út hjartaásnum í upphafi og síðan meira hjarta og Hermann henti laufi heima. Hann spilaði spaða á drottn- inguna sem fékk að eiga slaginn og þá var spaða aftur spilað. Norður drap á ásinn, spilaöi aftur spaða og Hermann las stöðuna rétt þegar hann tók fjórða spað- ann og bytjaði síðan að raðá niður lauf- slögum. Norður gat trompað þegar hann vildi en varð síðan að sætta sig við að spila frá drottningu sinni í tígh þvi hann átti ekkert hjarta eftir. ísak örn Sigurðsson hættu: ♦ K982 V D7 ♦ ÁK93 + ÁK5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.