Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Side 7
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995
7
Fréttir
Leikfélag Húsavíkur:
Tobacco Road
á fjöliinum
Jóhaima S. Sigþórsdóttir, DV, Laugum:
Herdis Birgisdóttir, Jón Friðrik Ben-
ónýsson og Ása Gisladóttir í hlut-
verkum sinum í leikritinu.
DV-mynd Jóhannes Sigurjónsson
Leikfélag Húsavíkur sýnir um
þessar mundir Tobacco Road eftir
Erskine Caldwell. Leikstjóri er Mar-
ía Sigurðardóttir.
Tobacco Road gerist í Bandaríkjun-
um á krepputímum og íjallar um fá-
tæka fjölskyldu sem á ekki málungi
matar þegar hér er komið sögu. Flest
barnanna íjórtán eru farin að heim-
an en heima blasir ekkert annað við
en eymd og hungur. Það er ekki einu
sinni til fyrir matarlús, hvað þá út-
sæði til þess að setja niöur í akrana
sem eru skrælnaðir af þurrki. En
jörðin er bóndanum, Jeter Lester,
allt. Frekar nappar hann mélkorni
frá nágrannanum til þess að halda
lífl í sér og sínum en aö flytja og
freista gæfunnar annars staðar.
Tilsvör í leikritinu eru mörg hver
spaugileg og koma áhorfendum til
aö hlægja. En á bak við þau kraumar
djúp örvænting fólks sem eygir ekki
lengur neina framtíð.
Meö helstu hlutverk fara Jón Frið-
rik Benónýsson, Herdís Birgisdóttir
og Friðfmnur Hermannsson. Er
óhætt að segja að þau komist vel frá
þessum erfiðu hlutverkum, svo og
aðrir leikarar í sýningunni sem eru
ails ellefu. Undirtektir á frumsýning-
unni báru glöggt vitni um ánægju
leikhúsgesta.
Fjórðimgssjúkrahúsið á Akureyri:
Engar lokanir í sumar
Gylfi KrÍEtjánsson, DV, Akureyri:
Halldór Jónsson, framkvæmda-
stjóri Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri, segir engin áform uppi
um lokun deilda við sjúkrahúsið í
sumar.
„Við verðum auðvitað að laga
okkur að þvi umhverfi sem við
búum við í rekstrinum en þótt sam-
dráttur veröi á meðan sumarleyfi
standa yfir þá kemur ekki til lokun-
ar deilda enda þurfum við að veita
þjónustu og eigum óhægt uro vik
með að loka deildum. Við erum að
skoða aðrar leiðir eins og td. að
lengja sumarleyfistímann og leysa
málið á þann hátt," segir Halldór.
Skotveiðimenn mótmæla malamámi 1 Kapelluhrauni:
Átta mig ekki á því hvað
mennirnir eru að fara
Sölukerfið lokar kl 20:20
- segir Jón Loftsson skógræktarstjóri
„Það er alveg makalaust að menn
skuli geta snúið hlutum svona við.
Það er ekkert birkikjarr þarna og
þetta er nýlega runnið grámosa-
hraun. Fyrir ofan þetta hraun, á
þessum 1990 hekturum sem þar eru
eftir, er farinn að myndast gróöur,
svo sem birkikjarr og fleira. Þangað
stendur ekki til að hleypa einum eða
neinum," segir Jón Loftsson skóg-
ræktarstjóri vegna ályktunar aðal-
fundar Skotvíss sem lýsir furðu sinni
á því að Skógrækt ríkisins skuli selja
kjarri vaxið land við Kapelluhraun
undir malamám.
í ályktuninni segir að fyrirhugað
malarnám muni skilja eftir sig stórt
sár í náttúrunni og skemma þar með
vinsælt útivistarsvæði þar sem auð-
ugt fuglalíf er. Jón segir þessa álykt-
un vera óskiljanlega.
„Ég átta mig ekki á því hvað menn-
irnir eru að fara. Þarna var náma
sem ekki var nógu vel gengið frá. Þá
er gert ráð fyrir samkvæmt skipulagi
Hafnarfjarðar að þarna risi iðnaðar-
byggð. Þess vegna var gengið til þess-
ara samninga og gerðar strangar
kröfur um frágang. Þegar þetta verð-
ur búið veröa tilbúnar þarna lóðir
og þá geta Hafnfirðingar tekið til við
að byggja þama einhverjar ljótar
verksmiðjur. „Þeir fjármunir sem
fyrir þetta fást ofan á þröngar og
naumt skammtaðar fjárveitingar
fara til þess að búa til meiri skóg í
þessu landi," segir Jón.
„Hluti af þessu er gömul náma
samkvæmt korti sem ég hef séð af
þessu svæði. Annar hluti er gróið ályktun," segir Arnór Sigfússon hjá
land og við stöndum því við okkar Skotvis. -rt