Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Síða 9
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995
9
/
inaust
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„íbúar hér hafa tekiö nýja bóka-
safninu mjög vel og þaö er greinilegt
aö þeir kunna vel aö meta þetta fram-
tak ráðamanna. Mikla aösókn má
rekja til þess að atvinnuástand hefur
breyst. Fólk hefur meiri tíma dl tóm-
stunda því vinnan er ekki eins mikil
og áður,“ sagði Huida Björk Þorkels-
dóttir, bæjarbókavörður í bókasafni
sameinaöa sveitarfélagsins, sem er í
Kjarna í Keflavík.
„Þá hefur hvarflaö að mér að fólk
sé þreytt á myndbanda- og sjónvarps-
menningunni og snúi sér aftur til
bókarinnar. Þar reynir meira á
ímyndunaraflið og er meira skap-
andi fyrir fólk.“
Útlánum úr safninu hefur fjölgað í
tæplega 102 þúsund í fyrra sem er
29% aukning á milli ára. Á tímabil-
inu 1991-1994 hefur aukningin verið
109%. Skráðir lánþegar í árslok 1994
voru 3804. Auk þess eru fjölmargir
sem lesa í bókasafninu daglega og
þaö hefur aukist mikið.
Borgartúni 26, Reykjavík. S.91-622262
Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði. S.91-655510
Háberg, Skeifunni 5. Rv. S.91-814788
Þú færð
verðlaunin
hjá okkur
Síðumúla 17
sími 588 3244
Ámeshreppur:
Grásleppuveiðar ekki byrj-
aðar en þorski mokað upp
Gísli Hjartarsson, DV, ísafirði:
„Tiðarfarið er alveg jafnbölvað og
það hefur verið í vetur. Núna er al-
veg brunagaddur,“ sagði Guðmund-
ur Jónsson, hreppstjóri á Munaðar-
nesi á Ströndum, við DV.
„Maður er búinn að fá vel af harð-
indunum í vetur. Enginn er farinn
að leggja fyrir grásleppu í hreppnum;
ekki gefið á sjó. Bátarnir eru sumir
hverjir á kafi í klaka og snjó. Maður
er að reyna að losa þá.
Stóru bátamir innan úr Flóa eru
hins vegar búnir að leggja mikið af
grásleppunetum hérna úti fyrir. Þeir
fá víst enga grásleppu en heyrst hafa
sögur, staðfestar og óstaðfestar, að
þeir séu að fá mikið af þorski í grá-
sleppunetin. Það er hryllilegt ef gefur
ekki til að vitja um netin dögum sam-
an. Maður veit hvemig fer, fiskurinn
er ónýtur.
Friðrik Jóhannsson frá Patreks-
firði er byijaður á línu og bátamir
köstuðu grásleppunetum niður á
fiskislóðina sem hann var á. Hann
var að fá góða veiði en fékk engan
frið á slóðinni fyrir grásleppubátun-
um. Þeir voru sumir greinilega að
leita að þorski. Friggi kemur ekki
niður línunni núna þama á besta
svæðinu. Það leikur grunur á að grá-
Hulda Björk Þorkelsdóttir bæjar-
bókavörður. DV-mynd Ægir Már
Aukin notkun
bókasafnsins
Fréttir
„Nú er kominn tími til að tœma!"
Þaö er spennandi oð spara meö Georg og félögum.
Þegar barniö kemur aö láta tœma baukinn sinn í fyrsta skipti, fœr þaö
límmiöa til aö setja á plakat og óvœntan glaöning frá Georg.
o / hvert sinn sem baukurinn er tœmdur eftir þaö fœr
' barniö nýjan límmiöa. Plakatiö fyllist því jafnt og þétt
og innstœöan vex. Þegar báiö er aö fylla plakatiö
meö 5 límmiöum sýnir barniö þaö í bankanum og
fœr sérstök verölaun.
J 'Jlh9 ,
sleppubátarnir séu bara í þorskin-
um.
Það er tíðarfarið sem veldur öllu
um þetta og ekkert hægt að gera,
maður kemst ekki á sjó og því síður
til að vitja um þó maður gæti nú lagt
eitthvað," sagði hreppstjórinn í Ár-
neshreppi.