Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Side 12
12
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Chamber.
2. Judith McNaught:
Until You.
3. T. Clancy & S. Pieczenik:
Tom Clancy's Op-Center.
4. Danielle Steel:
Accident.
5. Dick Francis:
Decider.
6. Clive Cussler:
Inca Gold.
7. Amanda Quick:
Mistress.
8. Allan Folsom: *
The Day after tomorrow.
9. Belva Plaín:
Daybreak.
10. Barbara Taylor Bradford:
Angel.
11. E. Annie Proulx:
The Shipping News.
12. Margaret Atwood:
The Robber Bride.
13. Michael Críchton:
Congo.
14. Margaret Truman:
Mudrer on the Potomac.
15. Phillip Margolin:
Heartstone.
Rit almenns eðlis:
1. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the light.
2. Thomas Moore:
Care of the Soul.
3. Elizabeth M. Thomas:
The Hidden Life of Dogs.
4. DannionBrinkley&PaulPerry:
Saved by the Light.
5. Sherwin B. Nuland:
How We Die.
6. Thomas Moore:
Soul Mates.
7. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
8. Delany, Delany & Hearth:
Having Our Say.
9. Mary Pípher:
Reviving Ophelia.
10. Jerry Seinfeld:
Seinlanguage.
11. Nathan McCall:
Makes Me Wanna Holler.
12. MayaAngelou:
Wouldn’t Take Nothing for
My Joumey now.
13. Karen Armstrong:
A History of God.
14. Maya Angelou:
I Know why the Caged Bird Sings.
15. M. Hammer & J. Champy:
Reengineering the Corporation.
(Byngt é New York Times Book Review)
Kapphlaupið
við dauðann
Áriö 1967 var Sam Cayhall félagi i
öfgasamtökunum Ku Klux Klan í
suðurríkjum Bandaríkjanna. Hann
tók þátt í aö sprengja í loft upp skrif-
stofu lögfræðings af gyðingaættum.
Meðal þeirra sem lágu í valnum eftir
sprengjutilræðið voru tvö börn, syn-
ir lögfræðingsins, sem höföu heim-
sótt pabba sinn á skrifstofuna.
Eftir endurtekin réttarhöld er Cay-
hall dæmdur til dauða fyrir þessi
morð nokkrum árum eftir að hann
framdi þau. í klefa sínum í dauða-
deild fangelsis í Mississippi hefur
hann árum saman barist við keríið
til að reyna að losna undan aftök-
unni. Nú virðist sem síðasta von
hans sé að engu orðin; aftakan á að
fara fram innan fáeinna vikna.
Þá kemur ungur lögfræðingur til
sögunnar. Hann býðst til að taka aö
sér mál Clayhalls og reyna að bjarga
honum frá aftökuklefanum. I Ijós
kemur að hann hefur ríka ástæöu til
þessa; fanginn er í reynd afi hans.
Einn gegn kerfinu
Nýjasta skáldsaga bandaríska met-
söluhöfundarins John Grishams
íjallar um þessa baráttu hins unga
lögfræðing og svo um líf Clayhalls í
dauðadeildinni.
Tekst að bjarga lífi þessa ógeðfellda
gamla manns sem iðrast einskis? Eða
verður hann tekinn af lífi í bókarlok?
Það er spurningin sem knýr frásögn-
ina áfram.
Eins og í fyrri lögfræðingasögum
sínum tekst Grisham einstaklega vel
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
að búa til spennandi og forvitnilega
atburðarás. Hlutimir gerast hratt og
óvænt og óvissa ríkir um niðurstöð-
una þar til á síðustu blaðsíðunum.
Um leið gefur hann ljósa mynd af
þeirri ómannúðlegu refsingu sem
felst í dauðadómum.
Þessi nýja bók ætti ekki að valda
vonbrigðum hjá þeim milljónum
manna sem keyptu og lásu fyrri
bækur Grishams - A Time To Kill,
The Firm, The Pelican Brief og The
Client. Meginþemað er hið sama -
ungur lögfræðingur að berjast við að
því er virðist óyfirstíganlega erfið-
leika og frásagnaraðferðin er sömu-
leiðis í hefðbundnum Grisham-stíl.
Og The Chamber er að sjálfsögðu,
eins og fyrri sögurnar, á leiðinni á
hvíta tjaldið.
Einstæður
metsöluhöfundur
Grisham hefur náð meiri út-
breiðslu á styttri tíma en nokkur
annar skáldsagnahöfundur, enda
nema tekjur hans um 25 milljónum
Bandaríkjadala á ári - sem eru hátt
í tvö þúsund milljónir islenskra
króna.
Samt talar hann af hæversku um
hæfileika sína sem skáldsagnahöf-
undur: „Ég er ekki eins góður og
John le Carré,“ segir hann en kveöst
skrifa ágætar alþýðubókmenntir.
„Mín sterka hlið er ekki textinn
sjálfur eða stíllinn," segir hann í
nýlegu viðtali. „Sögur mínar eru vin-
sælar vegna atburðarásarinnar og
hraðans. Ég vil halda þér vakandi
aUa nóttina og láta þig tilkynna veik-
indi um morguninn svo að þú getir
verið heima þar til þú hefur lokið við
lesturinn."
Og það má til sanns vegar færa að
aö skynsamlegt sé að hefja lestur
sagna Grishams undir lok vikunnar
- með fríhelgi framundan!
THE CHAMBER.
Höfundur: John Grisham.
Island Books, 1995.
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Catherine Cookson:
Justice Is a Woman.
2. John Grisham:
The Chamber.
3. Stephen Fry:
The Hippopotamus.
4. Frederick Forsyth:
The Fist of God.
5. Clive Cussler:
Inca Gold.
6. Lionel Davidson:
Kolymsky Heights.
7. Peter Hoeg:
Miss Smilla's Feeling for
Snow.
8. Elizabeth George:
Playing for the Ashes.
9. Hilary Mantel:
A Change of Climate.
10. Edwina Curríe:
A Parliamentary Affair.
Rit almenns eðlis:
1. Stephen Hawking:
A Brief History of Time.
2. Margaret Thatcher:
The Downing Street Years.
3. Jung Chang:
Wild Swans.
4. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
5. Stella Tillyard:
Arístocrats.
6. W.H. Auden:
Tell MetheTruthabout Love.
7. Nick Hornby:
Fever Pitch.
8. Quentín Tarantino:
Pulp Fiction.
9. R. Bauval & A. Gilbert:
The Orion Mystery.
10. Jean P. Sasson:
Daughters of Arabia.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Danmörk
1. Jung Chang:
Vilde svaner.
2. Franz Kafka:
Amerika.
3. Jostein Gaarder:
Sofies verden.
4. Homer:
Odysseen.
5. Anchee Min:
Rod Azalea.
6. Knut Hamsun: '
Sult.
7. Ib Michael:
Den tolvte rytter.
(Byggt á Politiken Sondag)
Vísindi
Einn sér bara rautt en
annar kannski grænt
Líknarbelg-
ur í snjó
Svissneskur skíðakennari er
fyrsti maðurinn sem getur þakk-
aö það nýrri uppfmningu að hann
er enn á lífi. Þegar þrjátíu metra
breitt snjóílóð hreif hann með sér
kippti hann einfaldlega í snúru
og líknarbelgurinn sem hann var
með á sér blés upp.
„Mér fannst ég vera eins 05
korktappi í ólgusjó," sagði skíöa-
kennarinn síðar. Hann grófst
ekki undir ílóðinu.
Líknarbelgurinn er borinn á
bakinu og þegar nauðsyn krefur
fyllist hann af lofti á augabragði.
Tilraunir með dúkkur og tilbúin
snjóflóö benda til að líknarbelgs-
berar fljóti í flestum tilvikum of-
an á snjóflóði lendi þeir í slíku á
annað borð.
Hormón og
ófrjósemi
Vísindamönnum hefur tekist að
þróa nýtt afbrigði músa með hátt
magn hormóns sem kann að auka
á þekkingu þeirra á ófrjósemi
meðal kvenna. Mýs þessar frani-
leiða of mikið af mikilvægu æxl-
unarhormóni, LH. Mýsnar eru
ófrjóar og í þeim koma fram trufl-
anir í æxlunarfærum, svipaðar
truílunum hjá konum með of
mikið af þessu sama hormóni.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
í tvö hundruð ár héldu vísinda-
menn að þeir skildu hvers vegna
sumt fólk er litblint. Nýjar rannsókn-
ir benda hins vegar til að þeir hafi
haft rangt fyrir sér allan tímann.
Sérfræðingar voru þeirrar skoðun-
ar þegar á síðari hluta 18. aldar að
við sæjum í rauninni aðeins ljósiö
af þremur litum, bláum, gulum og
rauðum. Heilinn sæi síðan um að
blanda þessum frumlitum saman til
að við gætum „séð“ alla hina liti lit-
rófsins.
í þá daga héldu vísindamenn að
maðurinn heföi þrjú „mólekúl" eða
„himnur" í augunum sem-ættu við
þessa liti.
Skemmra er síöan augnsérfræö-
ingar settu fram kenningar um að
þrjú gen væru fyrir litsjón. Ef eitt
þessara gena vantaði eða þaö væri
gallað væru afleiðingarnar einhvers
konar htblinda.
Rannsóknir sem skýrt var nýlega
frá í vísindaritinu Science sýna hins
vegar fram á aö Utarefnisgenin eru
að niinnsta kosti tíu talsins og hugs-
anlega miklu fleiri.
Hjónin Maureen og Jay Neitz, sem
bæði stunda rannsóknir við augn-
deild læknaskóla Wisconsin-fylkis í
borginni Milwaukee, segja að fólk
hafi miklu fleiri gen sem stjórni hta-
sjóninni en hingað til hefur verið
haidið og að sá fjöldi geti verið mjög
mismunandi frá einni manneskju til
þeirrar næstu.
Hjónin rannsökuðu DNA kjarna-
sýru úr blóðsýnum 27 sjálfboðaliða
úr hópi karla og beittu sinni eigin
aðferð við að telja genin. Uppgötvun
þeirra bendir til aö jafnvel fólk meö
eðliiega litasjón hafi einstæða röð lit-
arefnisgena.
Þetta gæti leitt til þess að sumt fólk
væri viðkvæmara fyrir rauðum lit-
um en annað, svo dæmi sé tekiö, á
meðan enn aðrir sæju ekki alveg jafn
mörg litbrigði af vínrauðu, skarlats-
rauðu eða fagurrauðu.
Þetta skýrir líka hvers vegna tvær
manneskjur geta horft á sama litinn
og skynjað hann á mismunandi hátt.
Það sem einn sér sem skærbláan lit,
sér annar sem blágrænan. Heiögulur
litur eins manns gæti verið með
grænni shkju hjá sessunaut hans.
„Það er því ekki bara orðaskak
þegar sífellt er verið að deila um lita-
sjónvarpstækin," segir Jay Neitz.
Sjálfur er hann ekki litblindur en
segist stundum óska þess að hann
gæti verið það, á öðru auganu.
Algjör litblinda, þannig að viðkom-
andi sér ekkert nema gráa htatóna,
er ákaflega sjaldséð. En nærri einn
af hverjum tíu körlum er litblindur
að einhverju leyti. Algengast er að
þeir eigi í erfiðleikum með að greina
milli litbrigða rauðs og græns. Sumir
sjá grænt sem rautt og öfugt og geta
því verið hættulegir í umferðinni.
TTmglið
klikkarekki
Nei, tungliö gerir raenn ekki
klikkaða, alveg sama hvað allar
þjóðsögur segja. Það voru fransk-
ir vísindamenn viö neyöarmót-
töku á geðsjúkrahúsi í borginni
Toulouse sem komust að þessari
niðurstöðu.
Við nánari eftirgrennslan kom
í ljós að ekki var marktækur
munur á innlögnum á sjúkrahús-
ið rnilli daga hvers tunglmánað-
ar. Þaö er jú fullt tungi sem á að
rugla mannfólkið gjörsamlega í
J-iminu.
Hillingar í
geimnum
Franskir stjarnvísindamenn fá
aögang að Hubble geimsjónauk-
anum bandariska i nokkrar
klukkustundir á ári. Stjörnurýn-
ar viö athugunarstöðina í Meu-
don voru ckki seinir á sér að
beina kikinum góða að fjarlægu
stjörnukerfi sem heitir þvi ágæta
nafni MS 0440 + 0451. Við hlið
þessarar stjörnuþoku sáu þeir
mikinn fjölda ijósboga en þeir eru
einskonar aödráttaraílsMllingar
sem spáö er fyrir um í afstæðís-
kenningu Einsteins.
Francois Hammer og félagar
hans í Meudon hafa, með aðstoð
Hubble, séð svona geimhillingu í
meiri smáatriðum en hingað til
hefur verið hægt frá jörðu. Og
þökk sé þessum ijölda ljósboga
er hægt að komast aö því hversu
mikill massinn, sem er samþjapp-
aöur í miðri stjörnukeríáþyrp-
ingunni, er.