Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Page 15
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995
15
Nýir menn í stólana
Ný ríkisstjórn fylgir sumarkom-
unni. Trúlegt er þó að menn hafl
hlakkað meira til sumarsins en
nýju ríkisstjórnarinnar. Því er þó
ekki að leyna að því fylgir alltaf
nokkur spenna að sjá nýja menn í
ráðherraembættum. Framsókn
tekur nú sæti krata í ríkisstjóm
undir forsæti Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismenn breyta litlu,
skipta þó sennilega Ólafi G. Einars-
syni út fyrir Björn Bjarnason.
Framsóknarmenn koma á ný í
stjómarráðið eftir íjögurra ára hlé.
Ráðherrar flokksins verða væntan-
lega, auk flokksformannsins, Guð-
mundur Bjamason, .Finnur Ing-
ólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir og
Páll Pétursson.
Erfitt í landbúnaói
Þaö sem mesta athygli vekur
varðandi skiptingu ráðuneyta em
sögusagnir um að hvorugur flokk-
urinn hafi viljað landbúnaðarráðu-
neytið. Það hefur verið í höndum
Sjálfstæðisflokksins en líklegast
má teljá að Framsóknarflokkurinn
fái það í sinn hlut og Páll Pétursson
verði landbúnaöarráðherra.
Ástæður þess aö menn vilja ekki
landbúnaðarmálin eru að sögn
staöa sauðfjárbænda. Staða þeirra
mun vera hrikaleg og nýr ráðherra
kemst ekki hjá því að taka á vanda
þeirra.
Margir heföu kosið að fá nýtt blóð
í landbúnaðarmálin, neytenda-
vænan ráðherra, en ólíklegt verður
aö teljast að bóndinn Páll Péturs-
son á Höllustöðum sé það nýja blóð.
Þar verður varla mikÚ breyting frá
forverum í starfi, Halldóri Blöndal
og Steingrími J. Sigfússyni. Þeir
fengu báöir á sig nokkurn „fram-
sóknarstimpil“ í embætti landbún-
aðarráðherra.
Meðan kratar og sjálfstæðismenn
ræddu endurnýjun stjómarsam-
starfsins eftir kosningar gantaðist
Jón Baldvin með það að óskastarfið
væri starf landbúnaðarráöherrans.
Þaö fór fyrir brjóstið á mörgum.
Víst má þó telja að þar hefðu kom-
ið inn önnur og ný sjónarmið og
brýnt er að taka á málefnum land-
búnaðarins. Það hefur verið sýnt
fram á það árum saman, jafnvel
áratugum saman að skattgreiðend-
ur greiða hérlenda landbúnaðar-
stefnu dým verði.
Fleiri vilja en Páll
Þegar þetta er skrifað á fostudegi
er þó ekki frágengið að Páll Péturs-
son verði landbúnaðarráðherra. í
Alþýðublaðinu í fyrradag gerir
Guðni Ágústsson, þingmaður
Framsóknarflokksins á Suður-
landi, stífar kröfur um ráðherra-
embætti í hinni nýju ríkisstjórn og
nefnir meðal annars landbúnaðar-
ráðuneytið. „Það eru ýmsir sem
hafa það í huga að ég fái ráðherra-
stól og ég held að það hljóti að geta
orðið. Þaö væri gott að fá félags-
máhn eða landbúnaðarmálin í sinn
hlut,“ sagði Guðni í Alþýðublaðinu.
Kratablaðinu leiðist ekki að senda
vinum sínum í Framsóknarflokkn-
um kveðjur og um leið að skapa
nokkum óróa meðal þeirra þing-
manna sem ganga með ráðherrann
í maganum. I áðurnefndri frétt seg-
ir m.a.: „Af samtölum við fram-
sóknarmenn má hins vegar ráða
að þeim óar við þeirri tphugsun að
Páh verði ráðherra. „Ég veit svei
mér ekki hvaða ráðuneyti það væri
sem Páll Pétursson ætti að stýra.
Það þýðir ekkert að setja hann í
landbúnaðarráðuneytið því þar
þarf virkilega að taka til hendi og
grípa til ýmissa ráðstafana sem
snerta bændur misvel. Þá er hætt
viö að það félh ekki í kramið hjá
neytendum að Páll færi með land-
búnaðarmálin,“ sagði áhrifamaður
í Framsóknarflokknum í samtah
við blaðið. Annar tók svo til orða
að það spfllti hinni nýju ímynd
Framsóknarflokksins ef Páll á
Höllustöðum yröi einn af ráðherr-
um flokksins."
Hin nýja ímynd
Hin nýja ímynd Framsóknar-
flokksins er brothætt. í nýafstöðn-
um kosningum kom flokkurinn vel
út í stóru þéttbýliskjördæmunum
Reykjavík og Reykjanesi. Flokkur-
inn bætti við sig manni í báðum
kjördæmunum auk þess sem ung
kona, Siv Friðleifsdóttir, leiddi í
Reykjaneskjördæmi. Þá fór Ingi-
björg Pálmadóttir fyrir Usta Fram-
sóknarflokksins á Vesturlandi.
Nýir menn bættust í þingflokk
Framsóknarflokksins og flokknum
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
stýrir nýr formaður. Að þessu sam-
anlögðu varð svipur Framsóknar-
flokksins allur hressari. Fram-
sóknarkonur gagnrýndu flokks-
bræður sína harkalega fyrir
nokkru og töldu að konur ættu erf-
itt uppdráttar í flokknum. Sú staða
hefur batnað verulega og á því
græddi flokkurinn í þingkosning-
unum.
Alþýðublaðið, sem situr með sína
menn í stjórnarandstöðu næsta
kjörtímabil, sendir framsóknar-
mönnum víðar kveðjur en í land-
búnaðaramálunum. Það stefnir
saman Siv, hinum nýja leiötoga á
Reykjanesi, gegn fulltrúa gamla
tímans í flokknum, Páli Péturs-
syni. Blaðið talar um sterka kröfu
um að Siv fái ráðherraembætti í
stað Páls og enn vitnar blaðið í
áhrifamann í Framsóknarflokkn-
um: „Það er sterk krafa framsókn-
armanna á Reykjanesi og raunar
víöar að Siv Friðleifsdóttir fái ráð-
herrastól. Fyrir utan það aö vera
mjög hæf vann hún mikinn sigur
í kosningunum og auk þess er okk-
ur nauðsynlegt að halda þessari
nýju ímynd flokksins á lofti.“ Haft
er eftir ónefndum þingmanni
Framsóknarflokksins í blaðinu að:
...það þyrfti að staðfesta að
Framsóknarflokkurinn væri ekki
lengur dreiíbýlisflokkur heldur
væri hann búinn að ná fótfestu í
Reykjavík og á Reykjanesi. Sú stað-
festing fengist ekki með því að gera
Pál Pétursson að ráðherra. Hann
væri ekki fulltrúi hins nýja Fram-
sóknarflokks og hans tími væri
einfaldlega liðinn. Nú væri í raun
tekist á um það hvort Framsóknar-
flokkurinn væri áfram dreifbýlis-
flokkur eða flokkur sem sækti
styrk sinn í þéttbýlið.“
Menn hafa borið við reynsluleysi
Sivjar sem nú kemur ný inn á þing.
Því má hins vegar ekki gleyma að
aðrir ágætir menn hafa farið beint
í ráðherrastóla, nýhðar á þingi. Af
þeim sem slíkt hafa gert síðustu ár
má nefna Jón Sigurðsson, Guð-
mund Árna Stefánsson, Össur
Skarphéðinsson, sem varð ráð-
herra á sínu fyrsta kjörtímabili, og
síðast en ekki síst sjálfan forsætis-
ráðherrann, Davíð Oddsson.
Konur í skugganum
En ræði menn vel heppnaða end-
urnýjun Framsóknarflokksins og
aukin áhrif kvenna í þeim flokki
verður það varla sagt um sam-
starfsflokkinn, Sjálfstæðisflokk-
inn. Þar eru ágætir menn í þing-
flokki en kon'ur sitja mjög í skugg-
anum. í allri þeirri umræðu sem
verið hefur um væntanlega ríkis-
stjórn hefur varla verið á það
minnst að kona komist í ráðherra-
stól á vegum flokksins og engin
kona sat fyrir hönd flokksins í frá-
farandi ríkisstjórn. Þessu veldur
að konur í Sjálfstæðisflokknum
hafa ekki náð efst á lista flokksins
í hinum einstöku kjördæmum. Það
var að vísu fagnaðarefni aö kona
komst á þing fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í öðru sæti á lista flokksins á
Austurlandi. En betur má ef duga
skal. Það er til vansæmdar fyrir
forystuflokk islenskra stjórnmála
hve konur komast lítt áleiðis. Eng-
inn efi er á að mikið er af frambæri-
legum konum innan flokksins. Þær
þurfa tækifæri.
Þetta geta raunar fleiri flokkar
tekið til sín nema Þjóðvaki. Þar eru
konur í meirihluta, þrjár af fjórum
þingmönnum flokksins. Kvenna-
listinn er í lægð en kom þó þremur
konum á þing eftir að hafa verið
úti í heild um hríð, svo sem frægt
varð á kosninganótt. Menn hafa
spurt sig að því hvort hlutverki
Kvennalistans sé lokiö í íslenskri
póhtík. Enginn efi er á því að konur
þar hafa haft áhrif á baráttumál
annarra flokka og er það vel. Það
verður þó tæpast annaö sagt en
Kvennahstinn eigi enn erindi í
stjórnmálum meðan konur á Al-
þingi eru aðeins 16 af 63 þingmönn-
um.
Ný ríkisstjórn tekur við völdum
um eða eftir helgina. Henni fylgja
árnaöaróskir um farsæld í störfum.
Bjartsýni manna hefur heldur ver-
ið að aukast eftir langvarandi
kreppu. Við þurfum á þeirri bjart-
sýni aö halda, ekki síst eftir langan
og harðan vetur.