Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Page 43
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995
51
Afrnæli
Einar Hjaltason
Einar Hjaltason, yfirlæknir Sjúkra-
húss Suðurlands á Selfossi, Víði-
völlum 6, Selfossi, er fimmtugur í
dag.
Starfsferill
Einar fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá VI1965, embættisprófi í læknis-
fræði við HÍ1972 og stundaði nám
í skurðlækningum í Stokkhólmi
1975-80.
Einar var yfirlæknir við Fjórð-
ungssjúkrahúsið á ísafirði 1981-88
og hefur verið yfirlæknir við
Sjúkrahús Suðurlands frá 1989.
Fjölskylda
Einar kvæntist 1.6.1968 Kristínu
Einarsdóttur, f. 20.6.1941, læknarit-
ara á Heilsustofnun NLFÍ. Hún er
dóttir Einars Guðjónssonar, fisksala
í Reykjavík, og Margrétar Gunn-
laugsdóttur húsmóður.
Börn Einars og Kristínar eru
Hjalti S. Einarsson, f. 25.9.1968;
Trausti Einarsson, f. 28.7.1972, há-
skólanemi í Kiel; Sigrún Einarsdótt-
ir, f. 11.9.1973, nemi við HÍ; Einar
M. Einarsson, f. 23.11.1979; Margrét
J. Einarsdóttir, f. 11.1.1984.
Systkini Einars, sammæðra, eru
Gunnar Salvarsson, f. 1953, skóla-
stjóri Heyrnleysingjaskólans í
Reykjavík; Anna Þ. Salvarsdóttir, f.
1953, læknir í Reykjavík; Sigurður
Þ. Salvarsson, f. 1955, fjölmiölafræð-
ingur, búsettur í Kópavogi.
Systkini Einars, samfeðra, eru
Hrund Hjaltadóttir, f. 1949, kennari
í Reykjavík; Hulda Hjaltadóttir, f.
1955, húsmóðir í Mosfellsbæ; Sigur-
jón Hjaltason, f. 1965, sölumaður hjá
Nýherja í Reykjavík.
Foreldrar Einars eru Hjalti Sigfús-
son, f. 26.11.1923, bifreiðastjóri í
Reykjavík, og Sigrún Einarsdóttir,
f. 19.11.1923, húsmóðir í Reykjavík.
Ætt
Hjalti er sonur Sigfúsar, b. í Háfi
í Ásahreppi og síðar í Reykjavík
Guðnasonar, b. á Skarði í Land-
sveit, bróður Guðbjargar,
langömmu Guðlaugs Tryggva
Karlssonar hagfræðings og Guð-
laugs Bergmanns í Karnabæ. Guðni
var sonur Jóns, b. á Skarði, Árna-
sonar, b. í Galtafelli, Finnbogason-
ar, foðurbróður Jóhanns, langafa
Þórðar Friðjónssonar og Margeirs
Ingólfssonar. Móðir Jóns var
Margrét Jónsdóttir, b. á Ægissíðu,
Jónssonar af Víkingslækjarætt.
Móðir Guðna var Guðrún Kolbeins-
dóttir, b. á Hlemmiskeiði, Eiríksson-
ar, ættföður Reykjaættarinnar, Vig-
fússonar. Móðir Sigfúsar var Guðný
Vigfúsdóttir, b. í Steinstóft, Jóns-
sonar og Sesselju Guömundsdóttur.
Móðir Hjalta er Jóna Jónsdóttir,
verkamanns á Bjalla, Jónssonar og
Valgerðar Bjarnadóttur.
Sigrún er dóttir Einars Sveins,
verkamanns í Reykjavík, Erlends-
sonar, b. í Lambhaga, Guðlaugsson-
ar. Móðir Sigrúnar er Anna Guð-
laug, systir Sigurjóns, fyrrv. póst-
og símstöðvarstjóra í Kópavogi.
Anna er dóttir Björns, b. á Hryggj-
Einar Hjaltason.
um í Mýrdal, Björnssonar, b. í Efri-
Vík, Jónssonar Guðbrandssonar.
Móðir Björns var Anna Bjarnadótt-
ir, b. á Ljótarstöðum, Erlendssonar
og Hallberu Jónsdóttur. Móðir
Önnu var Sigfríður Dagbjartsdóttir,
b. í Traðarkoti, Hafliðasonar og Jór-
unnar Ólafsdóttur.
Einar tekur á móti gestum í Odd-
fellowhúsinu á Selfossi, Vallholti 19,
ídagmilli kl. 17 og 19.
Til hamingju með
afmælið 22. apríl.
85 ára
Margrét Skúladóttir,
Njálsgötu98, Reykjavík.
75 ára
Guðrún Trygg vadóttir,
Þursstöðum, Borgarhreppi.
60 ára
Petra Óladóttir,
Miðgarði4, Neskaupstað.
50 ára
Sigurbjartur Kjartansson,
Líndarseh 3, Reykjavík.
Jóhann Magnússon,
Móholtil2, Isafirði.
Sigrún G. Jónsdóttir,
Deildarási 17, Reykjavik.
40 ára
Anna Þórdís Grímsdóttir,
Vikurflöt2, Stykkishólmsbæ.
Þórveig Hulda Bergvinsdóttir,
Litluhlíð 4f, Akureyri.
Einar Pálmi Árnason,
Grænugötu 8, Akureyri.
Haraldur Jónsson,
Ásbrandsstöðum 2, Vopnafirði.
Heimir V. Haraldsson,
Laxakvísl 5, Reykjavík.
Ingeborg Linda Mogensen,
Bræðraborgarstíg47, Reykjavík.
Sigríður Ólafsdóttir,
Sigtúni27,Selfossi.
Hrafnhildur S. Þorleifsdóttir,
Ástúni 2, Kópavogi.
Jóhannes Arngrímsson,
Borgarbrautð, Grundarfirði.
Ragna Jóna Sigurjónsdóttir,
Blöndubakka 12, Reykjavík.
Sigríður Bernharðsdóttir,
Seljalflíð 5A, Akureyri.
Rannveig Björnsdóttir,
Meistaravöllum 7, Reykjavík.
Friðgeir Fjalar Viðisson,
Hraunholti 3, Gerðahreppi.
Rannveig Guðríður Ágústsdóttir
Rannveig Guðríður Ágústsdóttir
framkvæmdastjóri, Kleppsvegi 48,
Reykjavík, er sjötug í dag.
Starfsferill
Rannveig fæddist á ísafirði en ólst
upp í Æðey, Bolungarvík og á
ísafirði. Hún lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskólanum á ísafirði,
prófi frá Samvinnuskólanum í
Reykjavík, prófi frá lýðháskólanum
í Tarna í Svíþjóð, stúdentsprófi frá
MA1950, BA-prófi frá heimspeki-
deild HÍ1973 og stundaði framhalds-
nám í bókmenntum við HÍ1975-78.
Rannveig starfaði við Bókaversl-
un Jónasar Tómassonar á ísafirði,
við KEA á Akureyri, hjá Ludvig
Storr og Co í Reykjavík, hjá Iðnaðar-
málastofnum í Reykjavík en hefur
verið framkvæmdastjóri Rithöf-
undasambands íslands frá 1975.
Rannveig var ritari Rotaryklúbbs
Reykjavíkur 1961-69, alþingisritari
1967-71, ritari Þjóðhátíðarnefndar
1969-74, íslenskukennari við Mynd-
hsta- og handíðaskóla íslands
1973-77 og var bókmenntagagnrýn-
andÍDV 1977-87.
Hún sat í úthlutunarnefnd viðbót-
arritlauna 1973-74 og í nefnd um val
á verðlaunahafa í bókmenntum
vegna menningarverðlauna DV
1978-87.
Fjölskylda
Rannveiggiftist 27.12.1958Lofti
Loftssyni, f. 2.10.1923, efna- og mat-
vælafræðingi. Hann er sonur Lofts
Loftssonar, útgerðarmanns í
Reykjavík, og Ingveldar Ólafsdóttur
húsmóður.
Dóttir Rannveigar er Valgerður
S. Gunnarsdóttir, f. 26.10.1950,
sjúkraþjálfari í Kaupmannahöfn,
gift Bjarna Danielssyni, fyrrv.
skólastjóra Myndlista- og handiða-
skólans, nú forstjóra Nordisk Kult-
urfond og eiga þau þrjú börn og tvö
barnabörn.
Börn Rannveigar og Lofts eru
Guðríður Loftsdóttir, f. 16.8.1959,
húsmóðir í Reykjavík, gift Matthiasi
Hjálmtýssyni húsasmíðameistara
og eiga þau tvö börn; Inga Rósa
Loftsdóttir, f. 19.3.1962, listmálari í
Reykjavík; Loftur Loftsson, f. 13.2.
1965, kerfisfræðingur í Reykjavík,
kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur og
eiga þau tvö börn.
Systkini Rannveigar: Unnur, f.
29.5.1921, d. 1.5.1924; Helga Kristín,
Rannveig Guðríður Ágústsdóttir.
f. 5.10.1926, símritari og skrifstofu-
stjóri hjá STEF; Guðrún, f. 27.7.1929,
talsímakona; Elías Valdimar, f.
17.11.1932, verslunarmaður; Stein-
unn Olga, f. 29.7.1935, búkona, forn-
bókasali og kennari; Guðmundur,
f. 2.2.1939, bankaútibússtjóri; Ás-
gerður, f. 12.8.1941, leiðsögumaður;
Auður, f. 18.6.1944, bankaritari.
Foreldrar Rannveigar voru Sig-
urður Ágúst Elíasson frá Æðey, f.
28.8.1895, d. 13.9.1969, kaupmaöur
og yfirfiskmatsmaður, og Valgerður
Kristjánsdóttir, f. 21.11.1900, d. 29.5.
1963, húsmóðir.
Fanný Jónmundsdóttir
Fanný Jónmundsdóttir leiðbein-
andi, Hraunbæ 64, Reykjavík, varð
fimmtugígær.
Starfsferill
Fanný fæddist á Akranesi en ólst
upp í vesturbænum í Reykjavík.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla verknáms, stundaði
enskunám í Englandi og ballettnám
íParís.
Fanný rak heildverslun með
snyrtivörur, starfrækti eigin versl-
un í sautján ár, verslunina Fanný
og auk þess verslunina Bazar, var
verslunarstjóri hjá Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar í íjögur ár,
var verkefnisstjóri og leiðbeinandi
hjá Stjórnunarfélagi íslands en
starfrækir nú ýmis námskeið á eigin
vegum, s.s. námskeiðin Leiðina til
árangurs, Phoenix-námskeiðið og
Brian Tracy International þjónustu-
og sölunámskeið.
Fjölskylda
Fyrrv. eiginmaður Fannýjar var
Valdimar H. Jóhannesson, f. 28.7.
1941, framkvæmdastjóri. Hann er
sonur Jóhannesar Bjömssonar,
læknis í Reykjavík, og Guðrúnar
N. Holmhúsmóður.
Börn Fannýjar og Valdimars eru
Jóhannes Hergils Valdimarsson, f.
18.8.1966, rafmagnstæknifræðing-
ur; Guðrún Hergils Valdimarsdótt-
Fanný Jónmundsdóttir.
ir, f. 23.2.1973, nemi í viðskiptafræði
við HÍ; Gréta Hergils Valdimarsdótt-
ir,f. 14.12.1976, nemi.
Dóttir Fannýjar og Jóns Magnús-
sonar lögfræðings er Sigrún Fanný
Jónsdóttir, f. 13.2.1985.
Systkini Fannýjar era Jóhanna
K. Jónmundsdóttir Plader, starfar
við lögfræðistofu í Reykjavík; Guö-
mundur K. Jónmundsson, læknir
og sérfræðingur í barnalækningum
og krabbameinslækningum við
Landspítalann; Þórey R. Jónmunds-
dóttirflugfreyja.
Foreldrar Fannýjar: Jónmundur
Guðmundsspn, sem nú er látinn, og
Aðalheiður Ólafsdóttir.
Fanný tekur á móti vinum, vel-
unnurum og vandamönnum með
opnun eigin myndverkasýningar á
Næstu grösum í dagkl. 15.00-17.00.
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir,
Smáratúni 20, Selfossi, er áttræð í
dag.
Starfsferill
Sesselja Sumarrós fæddist í Víði-
nesi á Kjalarnesi en flutti meö for-
eldrum sínum í Seljatungu í Gaul-
verjabæjarhreppi vorið 1919. Auk
barnaskólanáms, fjögurra vetra far-
kennslu á Sviðugörðum og í Gaul-
veijabæ var hún í Húsmæðraskóla
Suðurlands á Laugarvatni 1942-43
og lærði á saumastofu í Reykjavík.
Sesselja vann fyrst á búi foreldra
sinna og var síöan víða í vist. Hún
vann oft í mötuneyti Kaupfélags
Árnesinga á Selfossi á veturna en á
búi foreldra sinna á sumrin. Þá var
hún ráðskona á Laugardælabúinu
1943-47, húsfreyja á Geldingalæk
1948-49 og í Seljatungu 1949-73 er
þau hjónin fluttu á Selfossi þar sem
hún vann við matreiðslu hjá Sjúkra-
húsiSelfoss 1973-85.
Fjölskylda
Sesselja giftist á sumardaginn
fyrsta 1948,22. apríl, Vigfúsi Einars-
syni, f. 5.9.1924. Hann er sonur Ein-
ars Sigurðssonar, verkamanns og
b., fyrst á Gljúfri í Ölfusi, síðar á
Helli, og k.h., Pálínu Benediktsdótt-
urhúsfreyju.
Börn Sesselju og Vigfúsar eru Ein-
ar Páll, f. 3.11.1948, verkamaður í
Gaulverjabæ; Siguröur, f. 17.8.1950,
þjónn í Reykjavík. var kvæntur
Hrönn Sverrisdóttur en þau skildu
og eru böm þeirra Sesselja Sumar-
rós, f. 10.2.1977, Jónína Eirný, f. 2.6.
1981, Árný Ösp og Vigfús Snær, f.
24.8.1982; Ingibjörg, f. 19.5.1956, út-
gerðartæknir í Reykjavík, gift Olafi
Jónssyni á Eyrarbakka en dóttir
þeirra er Halla, f. 24.2.1978.
Systkini Sesselju: Sigríður, f. 11.4.
1912, húsfreyja á Sviðugörðum, var
gift Guðmundi Sigurðssyni, b. þar
sem lést 1987; Þorsteinn, f. 21.4.1913,
nú látinn, húsasmiður á Selfossi,
var kvæntur Guðrúnu Valdimars-
dóttur; Jón, f. 12.3.1916, bifvélaeftir-
litsmaður á Selfossi, kvæntur Sig-
ríði Guðmundsdóttur; Laufey, f.
25.10.1917, d. 30.9.1976; Magnea
Kristín, f. 13.8.1921, húsfreyja á Sel-
fossi, var gift Ólafi Nikulássyni sem
lést 1987; Guðjón Helgi, f. 26.11.1922,
bankamaður á Selfossi, var kvænt-
ur Margréti Valdimarsdóttur sem
lést 1982; Einar Gunnar, f. 16.7.1924,
skrifstofumaður á Selfossi, kvæntur
Vilhelmínu Valdimarsdóttur.
Foreldrar Sesselju voru Sigurður
Einarsson, f. 24.3.1884, d. 10.3.1951,
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir.
b. í Seljatungu, og k.h., Sigríður
Jónsdóttir, f. 4.7.1883, d. 27.12.1970,
ljósmóðir.
Ætt
Sigurður var sonur Einars, b. á
Holtahólum, Sigurðssonar og k.h.,
Guðrúnar Eiríksdóttur, b. á Brunn-
um, Einarssonar.
Sigríður var dóttir Jóns, b. á Kala-
stöðum á Hvalíjarðarströnd, Þor-
steinssonarogk.h., Sesselju Jóns-
dóttur, hreppstjóra í Kalastaðakoti,
Sigurðssonar.
Sesselja verður ekki heima á af-
mælisdaginn.