Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1995 Fréttir 33 V Stefnuyfirlýsing hinnar nýju ríkisstjómar Sjálfstæðisfiokks og Framsóknarflokks: Ná skal jafnvægi í ríkis- fjármálum á kjörtímabilinu - unnið gegn atvinnuleysi með nýsköpun í atvinnulifi og auknum flárfestingum ■ ii I • ■I Hin nýja ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á Bessastöðum i gær. I stefnuyfirlýsingu hinnar nýju rikisstjórnar Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks er m.a. stefnt að því að viðhalda stöðugleika í efnahagsmálum og að skapa skilyrði fyrir hagvöxt. DV-mynd ÞÖK I stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks er stefnt að því að við- halda stöðugleika í efnahagsmálum og skilyrði verði sköpuð fyrir hag- vöxt. Unnið verði gegn atvinnuleysi með nýsköpun í atvinnulífi og aukn- um fjárfestingum. Þá er stefnt að því að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á kjörtímabilinu og stöðvuð sjálfvirkni í útgjöldum ríkissjóðs. Viðræður veröi teknar upp við sveitarfélög um alvarlegan hallarekstur þeirra. Að- stöðumunur verði jafnaður þar sem ríkið stundar atvinnurekstur í sam- keppni við einkaaðila og ríkisrekstur gerður einfaldari og skilvirkari. Endurskoðun skattakerfis Skattakerfið verði endurskoðað með það að markmiði að draga úr skattsvikum, lækkajaðarskatta, ein- falda skattkerfið og auka jafnræði innan þess. Almenningur verði með skattaívilnunum hvattur til að leggja áhættufé í atvinnurekstur. Undir- búningi vegna þessara skattabreyt- inga verði lokið á árinu 1996. Unniö verði að sölu ríkisfyrirtækja á kjörtímabilinu í samræmi við ákvarðanir Alþingis og áhersla lögð á að breyta rekstrarformi ríkisvið- skiptabanka og fjárfestingalána- sjóða. Sjávarútvegur og landbúnaður í sjávarútvegsmálum er stefnt að því að viðhalda aflahlutdeildarkerf- inu að mestu og banndagakerfi krókabáta verði tekið til endurskoð- unnar. Þá er stefnt að því að rétta hlut þeirra aflamarksbáta sem verst hafa farið út úr minnkandi þorsk- afla. Þá segir að sérstök áhersla verði lögð á að bæta umgengni við auðlind- ir sjávar. Tryggja þurfi málstað ís- lands vegna veiða utan fiskveiðilög- sögunnar fylgi á alþjóðavettvangi. Þá er stefnt að því að festa í stjómar- skrá eignarhald þjóðarinnar á fiski- stofnunum. Stefnt er að því að skapa stöðug og góð rekstarskilyrði út- flutningsgreina. Tekið verður á vanda sauöfiár- bænda samkvæmt yfirlýsingunni og búvömsamningurinn frá 1991 sér- staklega endurskoðaður í því ljósi. Losað verði um framleiðsluhömlur og sveigjanleiki aukinn í framleiðslu við framleiðslustjóm í því skyni að treystatekjugrundvöll bænda. Stuðl- að verði að nýsköpun og fiölbroyttari atvinnu til sveita. Efling byggðar Byggð veröi efld í landinu með bættum samgöngum. Með verkefna- flutningi frá ríki til sveitarfélaga og ákvörðun um staðsetningu ríkis- stofnana verði stuðlað að eflingu þjónustukjarna. Unnið verði að lækkun húshitunarkostnaðar. Starf- semi Byggðastofnunar, Atvinnuleys- istryggingarsjóðs og atvinnuráðgjafa verði tekin tU endurskoðunar til að þessir aðilar geti sameiginlega stuðl- að að sókn atvinnulífs um allt land. Öllum verði tryggt jafnrétti til náms án tillits til búsetu og efna- hags. Flutningi grunnskóla til sveit- arfélaga verði lokið og lög og reglur um Lánasjóð íslenskra námsmanna verði endurskoðuð. Breytilegur lánstími Stefnt verður að breytilegum láns- tíma á húsnæðislánum og ungu fólki hjálpað til að eignast sína fyrstu íbúð. Gefinn verði kostur á lengingu lána og þeim sem eiga í alvarlegum greiðsluvanda hjálpað tii að ná tök- um á fiármálum sínum. Loks er stefnt að því að flytja almenna hús- næðislánakerfiö yfir í bankakerfið. Þá er stefnt að endurskoðun vinnu- löggjafarinnar með það fyrir augum að ábyrgð samningsaðila verði auk- in. Starfsgrundvöllur lífeyrissjóð- anna verði tryggður með það fyrir augum að allir landsmenn njóti sam- bærilegra lífeyrisréttinda. Jöfnun atkvæðisréttar Þá er stefnt að jöfnun atkvæðisrétt- ar og að unnið verði gegn launamis- rétti. Reglur verði settar sem tryggja aðgang stjórnvalda að upplýsingum frá stjómvöldum og tryggt að eftir- htsaðiiar íþyngi ekki fyrirtækjum um of meö starfsemi sinni. Stefnt er að því að jákvæð áhrif trúarlífs verði efld með þjóðinni. Ríkisstjómin vill vinna að frekari erlendri fiárfestingu og að samskipt- in við Evrópusambandið verði treyst á grundvelli samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið. Áhersla verði lögð á að tryggja samskiptin við Bandaríkin. -rt Stjórnarmyndunarsímtölin Jæja, þá er þetta allt að renna sam- an og stjórnin að komast á kopp- inn. Það er ekki tekið út með sæld- inni að mynda ríkisstjóm og má í rauninni þakka fyrir að réttu mennimir standi aö stjómarmynd- un. Það er nefnilega ails ekki hægt að henda reiður á hver talar við hvem eða hvað menn meina með því að tala hver við annan. Það mátti til að mynda muna mjóu að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn mynduðu stjórn bara af því að Jón Baldvin og Davíð töluðu saman um að tala saman um að mynda sfióm. Án þess að Davíð raunverulega meinti það og án þess aö Jón Baldvin lokaöi öðr- um dymm um aðrar stjómar- myndanir ef stjómamyndunin með Davíð mundi fara út um þúfur. Sem betur fer talaði Davíð við Hahdór eftir að Hahdór var búinn að tala við Jón Baldvin og Jón Bald- vin var búinn að tala við Davíð. Samtal þeirra Davíðs og Halldórs leiddi th stjómarmyndunar sem ahs ekki hefði átt sér stað ef Davíð hefði tekið mark á Halldóri um að Halldór mundi reyna stjómar- myndun með Ólafi Ragnari og Kvennalistanum og Jóni Baldvin. Ólafur Ragnar stóð í þeirri mein- ingu að Halldór meinti þetta og lét þess vegna þau boð berast að AI- þýðubandalagið væri tilbúið í sfiórn með Davíð. Þessu hefur Ólafur Ragnar að vísu nejtað en Davíð hefur ekki svarið fyrir að ekki hafi verið talað við sig um stjórnarmyndun með Ólafi Ragnari og þegar hann heyrði aö Jón Baldvin hafði talað viö Hah- dór ákvað Davíð að tala við Hahdór til að segja honum frá því að hon- um hefði borist boð frá Ólafi Ragn- ari um að Davíð gæti talað viö hann eftir að Davíð var búinn aö tala við Jón Baldvin. Þetta hkaði Hahdóri iha, vegna þess að hann vhdi í stjórn og hann vhdi koma í veg fyrir að aðrir mynduðu stjórn með Davíð ef hann ætti sjálfur kost á því að mynda sfióm með Davíð. Þetta sagði Hall- dór Davíð og Davíð sagði þá viö Halldór að hann vildi frekar mynda sfiórn með Halldóri heldur en Jóni Baldvin og ef Halldór vildi ekki mynda sfiórn með sér, mundi Dav- íð mynda stjórn með Ólafi Ragnari. Jón Baldvin khkkaöi hins vegar á því aö tala við Halldór meðan hann var að tala við Davíð og þó aö Jón Baldvin hafi aðeins verið að segja Halldóri aö hann vhdi ekki tala við Halldór meðan hann talaði við Davíð, sámaði Davíð að Jón Baldvin skyldi tala við Halldór án þess að láta sig vita að hann hefði talað við Halldór. Jón Baldvin sárnaði nokkru seinna að Davíð skyldi tala við Halldór meðan hann var að tala við sig, en þá var það of seint, vegna þess að það er ekki sama hver talar við hvern. Þess vegna töluðu þeir Davíö og Halldór saman um að mynda stjórn og Davíð talaöi ekki við Jón Bald- vin um að hann hefði talað við Hahdór, einkum vegna þess að Davíö vissi ekki um símanúmerið hjá Jóni Baldvin. Það má því segja að næsta ríkissfiórn Davíðs og Hahdórs hafi verið mynduð vegna þess að Jóni Baldvin láðist að gefa Davíð upp símanúmerið heima hjá sér. Jón Baldvin getur sjálfum sér um kennt. Svona varð ríkisstjórnin th. Ekki vegna þess að Davíð vildi endhega frekar vinna með Halldóri heldur vegna þess að Jón Baldvin talaði við Hahdór án þess að láta Davíð vita og Davíð talaði við Haildór án þess að láta Jón Baldvin vita. Hah- dór var kænn með því að tala við þá báða án þess að láta annan vita að hann hefði talað viö hinn og það má segja með sanni að Halldór kunni betur að tala við aðra en aðrir að tala við hann. Það var að minnsta kosti Jóni Baldvin að fahi að hann talaði við Halldór um leið og hann var að tala við Davíð. Og svo hefur Halldór það fram yfir aðra að hann þekkir símanúmerin heima hjá þeim sem hann þarf að tala við th að eyðileggja stjórnar- myndunarviðræöur sem hann tek- ur ekki þátt í. Svona gerast stjómarmyndanir á íslandi. Ekki í kjörklefanum, ekki í þingflokkunum heldur í símanum milli manna sem tala hver við ann- an th að segja þeim frá því að þeir hafi ýmist talað við aðra eða ekki talað við aðra. Þetta er spurning um að muna símanúmerin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.