Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1995 Utlönd ------------------?— ítaMa: Beriusconi krefst kosninga Silvio Berlusconi, fyrrum for- sætisráðherra Ítalíu, krefst þing- rofs og kosninga i kjölfar sigurs kosningabandalags hans, Frelsis- hreyfmgarinnar, í sveitarstjóm- arkosningunum á Ítalíu í gær. Voru kosningarnar haldnar í 15 af 20 héruöum Ítalíu. í spám, sem lágu fyrir þegar blaöið fór í prent- un, var kosningabandalagi Ber- lusconis, hægriflokkunum, spáð 44,8 prósentum atkvæða en vinst- riflokkunum, með Ðemókrata- flokkinn í broddi fylkingar, 36,9 prósentum atkvæða. ESBvillsemja við Marokkó Evrópusambandiö reynir aö ná samningum við Marokkó um fiskveiðar aðildarlandanna und- an ströndum landsins. Takist ekki samkomulag fyrir mánaða- mót mun 650 spænskum og port- úgölskum togurum veröa mein- aðar veiðar undan Marokkó. Þriðji fundur aðilanna er fyrir- hugaður i dag. Marokkómenn vilja takmarka fjölda fiskiskipa á miðunum og skerða kvóta um 30-65 prósent með verndun fiski- stofnanna fyrir augum. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna: Sósíalistinn Jospin hrósaði óvænt sigri - Chirac hvetur til samstöðu hægri manna og boðar sigur 7. maí Sósíalistinn Lionel Jospin hrósaði óvænt nokkuð öruggum sigri í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna í sem fram fór í gær. Allar skoðana- kannanir höfðu fyrirfram spáð Jaqu- es Chirac, borgarstjóra Parísar, ör- uggum sigri en tvísýnni baráttu milli Jospins og Eduards Balladurs for- sætisráðherra. Skoðanakannanir klikkuðu en þó fór eins og spáð var að það verða þeir Jospin og Chirac sem eigast við í seinni umferð for- setakosninganna 7. maí. Þegar talin höfðu verið um 90 pró- sent atkvæða hafði Jospin 23,3 fengið prósent atkvæða, Chirac 20,5 prósent og Balladur 18,6 prósent atkvæða. Tölvuspár byggöar á fyrstu tölum sýndu Jospin með örugga forystu, um 23 prósent atkvæða á móti um 20 prósenta fylgi Chiracs og 19 pró- senta fylgi Balladurs. Skoðanakann- anir höfðu Jiins vegar sýnt Chiracs með 24-26 prósenta fylgi, Jospin með 19-21 prósent og Balladur 17-18. Kátur Jospin ávarpaði sigri hrós- andi stuðningsmenn sína og var aug- sýnilega létt þar sem hann óttaðist að ná ekki í seinni umferð kosning- anna. Hvatti hann kjósendur til að fylkja liði um stefnu sína og styðja sig í síðari umferð kosninganna. Það var mun dauflegri stemning í herbúðum Clúracs þar sem menn voru umfram allt Jiissa. Cliirac bað Frakka um að gleyma sundrung á hægri væng stjómmálanna og sam- einast um að styrkja hann í síðari FORSÝNING í KVÖLD KL. 21.00: ÓDAUÐLEG ÁST (Immortal Beloved) The genius behind the music. 'Ak The madness behind the man. The unt0^ l°ve story of N % Ludwig van Beethoven. V' IMMOKTaL * BeLoveD * C0LUMBIA PlCTURES presents AN IC0N PR0DUCTI0N A FILM BY BERNARD R0SE 5TARRING GARY 0LDMAN "Immortal Beloved" Jeroen Krabbe Isabella Rossellini J0HANNA ÍER STEEGE and VALERIA G0LIN0 - ■ SlR GE0RG S0LTI -STEPHEN McEVEETY r' BRUCE DA'vEY v Bernard Rose CDLUMBIA , PICTURES i. Gary Oldman, Isa- bella Rossellini, Jeroen Krabbé, Valeria Golino og Johanna Ter Steege í stórkost- legri mynd um ævi Ludwigs van Beet- hovens. „Meistaraverk! Ein al- besta mynd ársins." John Korcoran, KCAL-TV „Svona eiga kvik- myndir að vera!" Jan Wahl, KRON-TV, San Francisco „Þessi mynd dáleiðir mann!" Janet Maslin, The New York Times „Tveir þumlar upp! Heillandi ráðgáta." Roger Ebert, Siskel & Ebert Framleiðandi: Bruce Davey Handrit og leikstjórn: Bernard Rose Sími 16500 Sósíalistinn Lionel Jospin sigraöi óvænt í fyrri umferð frönsku forsetakosn- inganna i gær. Hér er Jospin á leiö til kosningavöku stuðningsmanna sinna. Simamynd Reuter umferðinni. „Saman -munum við byggja Frakkland fyrir alla,“ sagði hann. Balladur játaði sig sigraðan og hvatti stuðningsmenn sína til að kjósa Chirac í seinni umferðinni. hann sagöi mikilvægt fyrir hægri- menn aö forðast þann klofning sem hafi tryggt Mitterrand forsetastólinn í tvígang. „Ég vil gera allt til aö forð- ast það sem gerðist 1981 og 1988,“ sagði hann í sjónvarpsávarpi klukkustundu eftir aö kjörstööum var lokaö og kosningaspár lágu fyrir. Mikiðfylgi LePens Athygli vakti mikið fylgi hægri- mannsins Le Pens en hann fékk rúm 15 prósent atkvæða. Aðrir frambjóö- endur fengu minna en 10 prósent atkvæöa en samtals fengu aðrir frambjóöendur en aðalkandídatarnir þrír um 40 prósent atkvæða. Þar af féllu um 20 prósent þeirra í skaut hægriframbjóðenda. Samtals féllu ríflega 60 prósent atkvæða í hlut frambjóðenda til hægri en tæplega 40 prósent í skaut vinstriframbjóð- enda. Þrátt fyrir velgengni Le Pens, sem margir kölluöu óvæntustu tíöindi kosninganna, kemst hann ekki í þá lykilstööu sem han hafði óskaö sér, að „selja“ öðrum frambjóöendanna í síðari umferð kosninganna stuðning sinn. Bæði Chirac og Jospin hafna stefnumálum Le Pens og útiloka alla samninga við hann í þeim tilgangi aö tryggja sér atkvæði stuðnings- manna hans. Áhrif Le Pens eru þó talin veruleg og beðið er með eftir- væntingu eftir yfirlýsingu um hvorn frambjóöandann hann muni styðja. Þá yfirlýsingu gefur hann út 1. maí. Jaques Chirac er því nokkuð sigur- viss fyrir kosningarnar 7. maí. Reiðir hann sig þá á stuðning sameinaöra hægrimanna svo hann geti tekið við Mitterrand á forsetastóli. Mitterrand hefur verið forsti í tvö kjörtímabil eöa 14 ár. Rúmlega 40 milljónir neyttu at- kvæðisréttar síns en kosningaþátt- takavar 80,74 prósent. Reuter Bretland: Þreföldun kannabis- neyslu meðal unglinga Samkvæmt nýrri könnun hefur kannabisneysla meðal 15-16 ára unglinga í Bretlandi þrefaldast á þremur árum. Þriöjungur þeirra seg- ist hafa neytt ólöglegra fíkniefna. Rúmlega 48 þúsund böm á aldrinum 11-16 ára tóku þátt í könnuninni. Um 33 prósent 15-16 ára stráka sögðust hafa reykt kannabis en 27 prósent stúlknanna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.