Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1995 Spumingin Ertu ánægð/ur með hugs- anlega stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks? (Spurt á föstudag). Jón Einarsson ellilífeyrisþegi: Já, þetta er það skásta sem við gátum fengið. Ég er feginn að við fengum ekki vinstristjórn. Þorfinnur Finnsson lögreglumaður: Nei, ég vildi frekar fá Sjálfstaeðis- flokk og Alþýðubandalag. Jón Haukur Guðlaugsson ríkisstarfs- maður: Nei, ég vil bara Sjálfstæðis- flokkinn. Gísli Grettisson bankastarfsmaður: Ég er svolítið efins, ég hefði frekar viljað sjá meiri breytingar. Súsanna Götz húsmóðir: Mér fannst þetta fyrirsjáanlegt en ég er ekki ánægð. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Al- þýðusambandsins: Ég vil helst ekki svara því. Lesendur Framtíð Jóns Baldvins íslendingur skrifar: Nú liggur það ljóst fyrir að ríkis- stjóm Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar er búin að syngja sitt síðasta. Formaður Sjálf- stæðisflokksins er búinn að bjóða Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, upp í dans og nú er bara að bíða og sjá hvernig til tekst. Svo virðist sem flestir gangi út frá því að samkomulag takist þeirra á milli og að ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks taki við völdum innan fárra daga. í ljósi und- angenginna atburða er þó enn of snemmt að slá nokkru föstu. Stjóm- mál, og þá ekki síst íslensk stjórn- mál, eru þannig að þar getur bókstaf- lega allt gerst. Dæmin sanna það. Samhliða viðræðum Davíðs og Halldórs ganga nú klögumálin á víxl. Andstæðingar þeirra í pólitíkinni saka þá um óheiöarleg vinnubrögð og sýnist sitt hverjum. Þessi klögu- mál hafa verið fyrirferðarmikil í fjölmiölum og hafa fréttamenn gerst sekir um að spyrja ekki grundvallar- spurninga í kjölfar úrslitanna og við- ræðuslita, svo uppteknir hafa þeir verið. Fréttamennirnir hafa t.d. al- gjörlega látið hjá líða að velta fyrir sér pólitískri framtíð formanns Al- þýðuflokksins, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hann sagði að vísu eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir að afsögn væri ekki inni í myndinni. Síðan þá hefur ýmislegt breyst. Einkanlega þó sú merkilega staðreynd að Alþýðu- flokkurinn verður ekki í næstu ríkis- stjórn. Það þýðir jafnframt að Jón Baldvin mun ekki gegna ráðherra- embætti eins og hann hefur gert und- Jón Baldvin yrði fyrirmyndarsendiherra, aö mati greinarhöfundar. anfarin ár. Sjá menn virkilega fyrir sér formann Alþýðuflokksins í stjómarandstöðu næstu fjögur árin? Nei, ég held ekki. Þótt ég geti ekki lesiö hugsanir hans þykist ég vita að Jón Baldvin sé að skoða ýmsa möguleika. Þótt ekki sé ég krati þykir mér allmikið til hans koma. Það verður ekki af honum skafið að þar er á ferð bæði snjall og slóttugur stjórnmálamaður. Hver framtíð hans verður þori ég ekki að spá um en leyfi mér að varpa fram ákveðinni hugmynd. Hún er sú að gera Jón Baldvin að sendiherra. Ég held að fáir efist um þekkingu hans á utanríkismálum og hvað er þá eðlilegra en að nýta þá þekkingu í þágu þjóðarinnar. Ný rik- isstjórn gæti um leið sýnt að þar ráði engin spilhngaröfl ferðinni og veitt „pólitiskum andstæðingi" ábyrgðar- stöðu. Ég held að Jón Baldvin gæti orðið fyrirmyndarsendiherra og ekki spill- ir fyrir að hann á glæsilega eigin- konu sem einnig er verðugur fulltrúi þjóðarinnar. Þetta er tillaga sem á að skoða í fullri alvöru. Handboltafárið mikla Ragnheiður Jónsdóttir skrifar: Það er stundum sagt aö þjóðin fari á hvoE Sjaldan á þetta betur við en einmitt nú þegar heimsmeistara- keppnin í handbolta er á næsta leiti. Það virðist ekkert annað komast að hjá fólki. Ég var t.d. í fermingar- veislu um páskana og þar töluðu menn stanslaust um handbolta. Það var varla að stjórnmálin kæmust að og eru samt kosningarnar nýafstaðn- ar. Ég óttast að þetta ástand eigi eftir að versna þegar nær dregur keppn- inni og á meðan hún stendur yfir veröur ástandið sjálfsagt óþolandi. Þá þarf fólk eins og ég, og ég er sko alls ekki ein á báti, helst að flýja land. Umfjöllun fjölmiðla um þetta mót fer stigvaxandi og Sjónvarpið verður gjörsamlega undirlagt meðan þessir fullorðnu karlmenn eru að henda boltanum á milli sín. Ég kalla þetta handboltafárið mikla og mér finnst að hann Heimir Steinsson útvarps- stjóri verði að grípa í taumana. Hvað ætlar stofnunin t.d. að gera fyrir þær þúsundir landsmanna sem hafa eng- an áhuga á handbolta? Ég hef ekki séð neitt um það hvern- ig Sjónvarpiö ætlar að koma til móts við okkur. Eðlilegast væri að sjálf- sögðu að fella niöur afnotagjaldið á meðan þessi vitleysa stendur yfir. Túlkun á úrslitum Helgi skrifar: Skondið hefur verið að fylgjast með tilraunum vinstri manna til að halda því fram að Framsóknarflokkurinn hafi í raun verið „sigurvegari kosn- inganna". Staðreyndin er þó vita- skuld sú að þegar ríkisstjórn situr undir ofsafengnum árásum en held- ur samt velli er það ekki forystu- Bréfritari segir Sjálfstæðisflokkinn vera sigurvegara kosninganna. flokkur stjórnarandstöðunnar sem er sigurvegarinn. í borgarstjórnarkosningunum 1990 fékk D-listinn 10 borgarfulltrúa en vinstri menn 5. Halda menn aö ef D-listinn hefði svo fengið 9 fulltrúa í fyrra en R-listinn 6 hefði R-listinn verið sagður sigurvegari? Nei, auð- vitað er það svo að hinn raunveru- legi sigurvegari kosninganna nú er Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk 25 þingmenn en ekki Framsóknarflokk- urinn með sína 15. Fleira er athyglisvert. Eftir kosn- ingarnar 1991, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn bætti við sig 8 þingmönn- um og fékk 26 kjörna, lögðu fram- sóknarmenn mikla áherslu á að „halda íhaldinu fyrir utan stjórnar- ráðið“ eins og það var orðað. Nú bæta framsóknarmenn við sig 2 mönnum, fá 15 kjörna, 10 mönnum færri en Sjálfstæðisflokkurinn, og segja að úrslitin séu „krafa þjóðar- innar um Framsóknarflokkinn í stjórn". Framsóknarmenn láta sig svo ekki muna um að tilkynna opin- berlega að „einboðið sé“ að þeim sé falið að mynda ríkisstjórn. Fram- sóknarmenn láta sig engu skipta að augljóst er að kjósendur óska eftir tveggja flokka ríkisstjórn undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins. DV Spennandi þættir Sigriður Stefánsdóttir skrifar: Sjónvarpið hefur nýverið hafið sýningar á mjög góðum banda- rískum sakamálamyndaflokki sem heitir AJlt á huldu eða Under Suspicion. Ólíkt mörgum öðrum bandarískum myndaflokkum, sem gjaman má sjá á Stöð 2, er þessi þáttaröð alveg einstaklega vel gerð. Ekki spillir heldur fyrir að þeir eru hreint alveg ótrúlega spenn- andi eins og þeir vita sem sáu fyrsta þáttinn. Annar þátturinn var ekki síðri en Itann haföi þó einn stóran galia. Framhald at- burðarásarinnar verður i næsta þætti en í þeim fyrsta kláraðist málið. Fyrir vikið mega sjón- varpsáhorfendur bíða spenntir í heila viku og það finnst mér of löng bið. Þá vil ég frekar sjá fram- haldið daginn eftir eða jafnvel sama kvöldið. Sjónvarpið sýnir fleíri góða þætti um þessar mundir og má t.d. nefha Ráðgátur á föstudags- kvöldum í því sambandi. Það era ekkisiðriþættir. Þá erunglingur- inn á lieimilinu ánægður með að Væntingar og vonbrigði er aftur kominn á skjáinn. Verðhækkun ájólaköku A.B. hringdi: Ég versla stundum í matvöru- versluninni Kjötbúr Péturs í Austurstrætinu og hef veitt þvi athygli að veröið á jólakökunni þar hefur hækkað allmikið. Lengi vel kostaði kakan 155 krónur en svo kom 10 króna hækkun og jólakakan var seld á 165 krónur. Svo var það fyrir skömmu þegar ég ætlaði að kaupa jólaköku að þá'var verðið komið upp í 222 krónur. Ég hætti við kaupin enda þykir mér þetta mikil hækkun á stuttum tíma. Gott væri að fá skýríngu á þessu. JónogséraJón Kalli hringdi: Lögin um hvenær opið er á skemmtistöðum um helgidagana algjört rugl. Hér á höfuðborgar- svæðinu lítur út fyrir að það sé verið aö mismuna veitingamönn- um og svo þeim sem eru úti á landi. Hér í bænum má hvergi hafa opið á sama tíma og lands- byggöarmenn geta brugðiö sér á ball og enginn segir neitt. Já, það er greinilegt aö það er ekki sama hvort Jón eða séra Jón á í hlut. Vonandi hefur næsti dómsmála- ráðherra kjark og þor til að kippa þessum rnálum í lag. Þetta er óviðunandi ástand. Ráðherralausir Reyknesingar Ólafur Sigurðsson skrifar: Heyrst hefur að Sjálfstæðis- flokkurinn ætli að skipta um í ráðherraliði sínu og Davíð for- maður hefur staðfest það. Sagt er að Ólafi G. Einarssyni verði „skipt út af ‘ og gerður að forseta Alþingis. Trúlega er það ágætis embætti en það er móðgun við alla sjálfstæöismenn í Reykjanesi ef héðan veröur enginn ráðherra. Það má ekki veröa að næst- stærsta kjördæmi landsins verði ráðherralaust. Umhverfisspjöll Siggi hringdi: Eg sá í fréttum að stjóravöld í íran eru að íjarlægja gervihnatta- diska af húsum. Þetta er víst til að verjast „vestrænni menning- arínnrás". í mínum huga eru þessir diskar ekkert annað en umhverfisspjöll sem eru til þess eins að gera umhverfið ljótt. Það vantar alveg skýrar reglur um þessi mál hér á landi svo sporna við megi óhelllaþróun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.