Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Ný ríkisstjórn Ný ríkisstjóm tók viö völdum í gær. Davíö Oddsson hefur myndað sína aöra ríkisstjórn og getur því setiö sem forsætisráðherra samfellt í átta ár. Þaö hefur ekki gerst fyrr í sögu lýðveldisins aö sami maöur gegni því embætti svo lengi í einu. Ástæða er til aö óska Davíð Oddssyni til hamingju með þennan árang- ur, miðað við að stjómin sitji út kjörtímabilið. Pólitísk staða hans er óhemju sterk og á það jafnt við innan Sjálf- stæðisflokksins sem meðal þjóðarinnar. Það sömuleiðis ástæða til að óska öðrum ráðherrum til hamingju og þá sérstaklega þeim sem nú setjast í ríkis- sijóm í fyrsta skipti. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins kemur Björn Bjamason nýr inn og verður menntamálaráð- herra. Ekki fer á milli mála að Björn er áhrifamikiU stjómmálamaður, sem með dugnaði og greind hefur skapað sér þá stöðu innan síns flokks að formaðurinn telur óhjákvæmilegt að fá hann inn í ríkisstjórnina. Jafn- vel þótt það hafi brotið gamla hefö og gangi þvert á óskrifaðan rétt Reyknesinga til ráðherrastóls. Af hálfu Framsóknarflokksins taka nú sæti í ríkis- sfjóm þrír nýir ráðherrar, Ingibjörg Pálmadóttir, Finnur Ingólfsson og Páll Pétursson. Þau Ingibjörg og Finnur em ungt fólk og ný kynslóð, sem hefur átt stóran þátt í því að breyta ímynd Framsóknarflokksins. Eðlilegt er að þau fái sitt tækifæri. Páll er gamalreyndur stjómmálamaður og auk þess að vera frægur fyrir andúð sína á Sjálfstæðisflokknum, er hann fulltrúi þeirra viðhorfa sem kannski síst eiga erindi inn í þetta stjórnarmunstur. En Páll er eldri en tvævetur í pólitík og það má segja það sama um hann eins og ríkisstjórnina alla að ótímabært og ósanngjamt er að hafa uppi hrakspár í upphafi. Stjórnarsáttmáh ríkisstjómarinnar er um margt at- hyglisverður og ef hann er túlkaður á réttan hátt og fram- kvæmdur í anda þeirra viðhorfa sem fela í sér frjálsræði og minni ríkisafskipti, er ekkert nema gott um hann að segja. Svo langt sem það nær enda er minnsti vandinn að semja fallegan stjómarsáttmála. Verkefnið er hins vegar í því fólgið útfæra hann og þar tala verkin. Auðvitað skiptast menn í tvö horn um ágæti þessarar ríkisstjómar. Kjósendur og flokksmenn annarra flokka era bæði sárir og súrir. Þeir eru súrir yfir því að hafa ekki komist sjálfir í stjórn. Berin em súr, segja þeir sem misstu af lestinni. Eftir stendur að ný ríkisstjóm hefur tekið við völdum og það er nú eins og jafnan áður, nokkur eftirvænting, óvissa og bjartsýni ríkjandi á slíkum tímamótum. Stjóm- arbreytingar stokka upp og með nýju fólki má géra ráð fyrir nýjum vinnubrögðum og öðrum áherslum. Eftir- væntingin er sú hvemig nýjum vöndum tekst að sópa, óvissan er sú að menn vita hvað þeir höfðu en ekki hvað þeir fá. Og bjartsýnin byggist á þeirri von að stjómar- flokkarir hafi lært það í kosningabaráttunni að taka til- ht til þeirra vandamála sem fólkið í landinu er að glíma við og koma til móts við þau. í leiðurum hér í blaðinu hefur í síðustu viku gætt nokkurrar tortryggni í garð samstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sú tortryggni stafar ekki af Qand- skap út í þá flokka, nema síður sé, né heldur gagnvart því fólki sem tekur sæti í ríkisstjóm. Efasemdimar em sprottnar af þeirri gömlu og slæmu reynslu að samstarf þessara tveggja flokka laði fram það versta í þeim báð- um. Nú er það Davíðs og hans fólks að afsanna þá kenn- ingu. Þannig getur þessi ríkisstjóm komið skemmtilega á óvart. Það er á hennar valdi. EUert B. Schram Ef þau vinnubrögð sem Friðrik Sophusson, og margir aðrir, hafa barist fyrir, breiðast út um allan opinbera geirann verður unnt að styrkja og bæta velferðarkerfið verulega án þess að auka kostnað. Afram, ráðherra Nú að loknum kosningum ætti að vera óhætt að benda á merkt framlag ráöherra án þess að það sé afgreitt sem kosningaáróður. Fjármálaráðherra hefur leitt at- hyglisverðar breytingar undir yfir- skriftinni nýskipan í ríkisrekstri sem eiga að leiða til varanlegra endurbóta í rekstri ríkisins. Mikil- vægt er að sú vinna haldi áfram á nýju kjörtímabili, hver svo sem sest í ráðherrastólinn, því þetta er eitt af mörgu sem getur stuðlað að betri nýtingu opinbers fjár. Víða má lækka kostnað og bæta árangur með ýmsum aöferðum. Völd og ábyrgð þurfa að fara betur saman en nú er, leggja þarf aukna áherslu á skipulagningu og í sum- um tilvikum má hætta að vinna verk sem eru í raun óþörf. Nýskip- an í ríkisrekstri á að auðvelda þetta. Samningsstjórnun Einn liður í nýskipaninni er svo- nefnd samningsstjórnun sem felst í því að ríkisstofnun gerir samning við viðkomandi fagráðuneyti um starfsemina. Nú hafa Kvennaskól- inn, Rannsóknastofnun bygginga- iðnaðarins, Vita- og hafnamála- skrifstofan og Geislavarnir ríkisins gert slíka samninga. Við samnings- stjórnun vinnst margt ef vel er staöið að málum, þó vitanlega sé mismunandi eftir stofnun hvaða þýðingu slíkur samningur hefur. í stuttu máh verður skýrara hvaða árangri viðkomandi stofnun þarf að ná en hún fær frjálsari hendur um það hvernig hún fer að því að ná þeim árangri. Samning- urinn gildir til nokkurra ára þann- ig að óvissa í rekstri minnkar og minni orka fer í „reddingar". Al- mennt getur samningsstjórnun leitt til þess að tími starfsmanna, íjármunir og önnur aðföng nýtast betur. En það gildir um samnings- Kjallarinn Snjólfur Ólafsson dósent í Háskóla íslands stjórnun eins og önnur tæki að mestu skiptir hvernig þau eru not- uð. Verkefnafjárlög Önnur nýjung, sem á einnig að stuðla að því að gera starfsemi op- inberra stofnana markvissari og skilvirkari, er svokölluð verkefna- fjárlög. Nú eiga þessar stofnanir, sem eru aö ganga frá tillögum sín- um vegna fjárlagafrumvarpsins fyrir 1996, aö skilgreina helstu verkefni sín. Þetta er hugsað sem hður í því að bæta vinnubrögð og er árangurs ekki að vænta fyrr en síðar. Annar liðurinn felst í því að skilgreina svokallaða þjónustu- vísa, bæði magn- og gæðavísa. Bú- ast má við að sú vinna muni hafa áhrif á starfsemi margra stofnana á næstu árum, bæði þannig að áhersla á verkefni breytist og fram- kvæmd þeirra. Hugsunin að baki samnings- stjórnun og verkefnafjárlögum byggist á víðtækum rannsóknum á því hvers konar stjórnunaraðferðir bera góðan árangur. Margt af því minnir á aðferðir gæðastjómunar sem hafa t.d. skilað japönskum fyr- irtækjum miklum ágóða í áratugi og eru nú ótvírætt farin að skila góðum árangri víða í íslensku at- vinnulífi. Margar af þessum að- ferðum henta ekki síður í opinber- um stofnunum en hjá einkafyrir- tækjum. Ef þau vinnubrögð sem Friðrik Sophusson, og margir aðrir, hafa barist fyrir, breiðast út um allan opinbera geirann verður unnt að styrkja og bæta velferðarkerfið verulega án þess að auka kostnað. Sú leið er margfalt skynsamlegri en sá „flati niðurskurður" sem hef- ur verið beitt í of ríkum mæh. Snjólfur Ólafsson Víða má lækka kostnað og bæta árang- ur með ýmsum aðferðum. Völd og ábyrgð þurfa að fara betur saman en nú er, leggja þarf aukna áherslu á skipulagningu og í sumum tilvikum má hætta að vinna verk sem eru 1 raun óþörf. Skoðanir annarra Grímulaus hagsmunaþrýstingur „Úg hef séð því haldið fram að kosningabaráttan hafi öðru fremur einkennst af auglýsingaflóði og skoðanakönnunum. Það kann að virðast á yfirborð- inu, en er alls ekki nýtt, því hvort tveggja setti mik- inn svip á sl. sveitarstjórnarkosningar. Það sem mér fannst hins vegar meira nýmæh í kosningabarátt- unni, og er tilefni þessarar greinar, var grímulaus hagsmunaþrýstingur ótrúlegustu sérhagsmuna- hópa.“ Margrét S. Björnsd. alþýðuflokksraaður í Mbl. 20. apríl. Kall þjóðarinnar „Stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að sjálf- sögðu gjörbreyting á fiskveiðistefnunni. Ekki fer á milli mála, að fylgi við þau sjónarmið, sem Morgun- blaöið hefur haldiö fram í þeim efnum, hefur stór- aukist meðal þjóðarinnar. Það fundu frambjóðendur og forystumenn flokkanna mæta vel á framboðs- fundum um aht land í kosingabaráttunni. Þess vegna verður að gera ráð fyrir, að ný ríkisstjóm svari því kalli þjóðarinnar. Eha verður það enn háværara, þegar kemur að kosningum eftir fiögur ár.“ Leiðari Mbl. 20. apríi. Lærdómur kjörtímabilsins „Alþýöuflokkurinn verður að draga þann lærdóm af þessu kjörtímabili að vanda betur til verka þegar hann velur í trúnaðarstörf eða veitir embætti. Þetta er ekkert fremur mál forystunnar en hins almenna flokksfélaga. Flokksmenn, óbreyttir jafnt sem þing- menn og aðrir trúnaðarmenn, eiga að gera kröfu um fagleg og hlutlæg vinnubrögð og útrýma í samein- ingu því viðhorfi að bithngar séu réttindi. Þetta eitt, sem er ekkert erfitt, myndi færa okkur verulega fylg- isaukningu og fleiri þingmenn til að vinna að fram- gangi jafnaðarstefnunnar." Vilhjálmur Þorsteinssoi>, kerfísfr. í Alþbl. 20. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.