Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1995 15 íbúð á efri hæðinni Að undirlagi einhverra samtaka er enn á ný hafin áróðursherferð fyrir aukinni búsetu í miðborg Reykja- víkur, undir slagorðinu: íhúð á efri hæðinni. Undirritaður býr í íbúð á efri hæðinni í hjarta borgarinnar og hefur reynslu til að meta kosti og galla slíkrar búsetu. Misjafn réttur borgaranna Nokkurt hagræði er í nálægð við verslanir og þjónustu af ýmsu tagi, sem verður til þess að nú er meira gengið til erinda en áður var. Bíll- inn er þó engan veginn óþarfur, en þar kreppir skórinn að, vegna þess að í bílastæðamálum er miðborg- arbúanum mjög mismunað gagn- vart öðrum borgarbúum. Hann er á eilífum hrakhólum með bílinn sinn og getur aðeins valiö á milli þess að greiða talsverða fjárhæð fyrir að fá að leggja bílnum í nánd við heimili sitt eða að leita uppi laust stæði utan gjaldsvæðis. Raunar er okkur einnig mismun- að innbyrðis. Aðeins útvaldir, þeir sem eiga íbúðina sem þeir búa í og eru skráðir eigendur bílsins, fá aö kaupa rétt til að fara á honum heim til sín. Maki, þótt skráður og þing- lýstur meðeigandi að íbúðinni sé, aðrir fjölskyldumeðlimir eða leigj- endur íbúða njóta ekki þessa rétt- ar. Þá eru þeir sem eiga einhvern skika við húsið sitt, þar sem þeir geta lagt bílnum sínum, sérstakur forréttindahópur. Þeir fá ókeypis, eftir því sem ég veit best, úthlutað sem svarar einu bílastæði við göt- una til að geta nýtt stæðið sitt. Fyndinn borgarlögmaður Allir aðrir miðborgarbúar verða að sæta þeim afarkjörum að vera meinað að fara heim til sín á bíl sínum, nema greiða af því skatt til borgarinnar, oft í formi sekta fyrir að stoppa of lengi heima hjá sér. Við kvörtum ekki undan að þurfa að borga í stöðumæli eins og aðrir þegar við erum að útrétta á gjald- svæðum, en aö mega ekki stoppa við heimilið meðan við berum inn- kaupapokana inn, nema gegn greiðslu, þykir okkur svívirða. Eg hef fengið þúsund króna sekt fyrir að stoppa við gula steina, þar sem hvorki skapaðist umferðarhætta KjaUarinn Sigurjón Valdimarsson blaðamaður né töf, í ca fimm mínútur meðan jólamaturinn var borinn inn. Við hjón sendum fyrrverandi borgarráði bréf um þetta efni og fórum fram á úrbætur, en fengum til baka rætið svar, mengað aula- fyndni, skrifað af fyrrverandi borg- arlögmanni, en enga úrlausn. Ef til vill rekur þessa grein á fjörur nú- verandi borgarráðs, sem ef til vill kemur auga á að í þessu efni er borgarbúum verulega mismunað. Skopskyn glaumfólksins Glaumfólki borgarinnar er stefnt á þetta svæði um helgar, þar sem drykkjukrár eru mjög þéttar. Tvær til þrjár nætur í viku hverri er því mjög vafasamt að svefnró fáist fyrr en undir morgunn. Fiestir íbúanna hafa líka orðið fyrir búsifjum af völdum þessa fólks, sem sumt fær skopskyni sínu fullnægt með því að stinga göt á hjólbarða, brjóta bílrúðu eða útvarpsloftnet, rispa lakk eða bara að sparka í bíl sem á vegi þess verður. Á meðan borg- aryfirvöld sjá sér ekki fært að koma neitt til móts við sjálfsagðar kröfur okkar um jafnrétti, að ekki sé á það minnst að tala við okkur af sæmilegri kurteisi, get ég ekki mælt með að fólk innrétti sér íbúð á efri hæðinni í hjarta Reykjavík- urborgar. Sigurjón Valdimarsson Bíllinn er þó engan veginn óþarfur, en þar kreppir skórinn að, vegna þess að í bílastæðamálum er miðborg- arbúanum mjög mismunað gagnvart öðrum borgarbúum. Við kvörtum ekki undan að þurfa að borga í stöðumæli eins og aðrir þegar við erum að útrétta á gjaldsvæðum, en að mega ekki stoppa við heimilið með- an við berum innkaupapokana inn, nema gegn greiðslu, þykir okkur sví- virða. Landssamtök tæknimanna I rúmt ár hafa Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag ís- lands rekið saman skrifstofu í húsi verkfræðinga. Þetta fyrirkomulag hefur aukið hagræðingu beggja fé- laga og sparað talsvert fé. Flestir félagsmanna eru þeirrar skoðunar að þetta sé aðeins fyrsta skrefið. Sameining félaganna kemur innan tíðar, auk samræmingar á námi í verkfræði og tæknifræði við sömu menntastofnun. Shk samræming mundi enn leiða til aukinnar hag- ræðingar og sparnaðar. Ég sé sam- einingu félaganna fyrir mér innan tveggja ára. Með því næst fram aukiö afl í allri félagsstarfseminni félögum mjögtil hagsbóta. En síðan liggur fyrir enn eitt átak í skipu- lagsmálum tæknimanna, stofnun landssamtaka. Hagkvæmni og afl stærðarinnar Það leiðir af sjálfu sér að félög tæknimanna hjá svo fámennri þjóð sem íslendingar eru verða fámenn og afllítil. Félagsgjöld verða tiltölu- lega há og þjónusta við félagsmenn minni en æskilegt væri. Áhrif tæknimanna verða óhjákvæmilega lítii. íslenskri þjóö er mikilvægt að þeir sem hafa það hlutverk að sjá um svið tækni í þjóðfélaginu hafi með sér samtök sem eru lifandi og gæta þess að íslendingar verði framarlega á þessu sviði. Fámenn, dreifð og afllítil félög geta það ekki. Kjallariim Guðm. G. Þórarinsson verkfræðingur Nú er það svo að félög tækni- manna eru mörg og stundum reyndar ekki alveg ljóst hvar skil- greiningin tæknimaður endar. Næsta skref hlýtur að verða stofn- un landssamtaka, einhvers konar regnhlífarsamtaka þar sem öll fé- lög tæknimanna eru aðilar. Þar á ég við að auk tæknifræðinga og verkfræðinga komi byggingafræð- ingar, arkitektar, tölvunarfræðing- ar, hagræðingar o.s.frv. og auk þess hin ýmsu félög sem ekki setja menntun sem skilyrði en virkja áhugamenn eða starfa á þröngum sviðum. Þar má nefna t.d. Stein- steypufélagið, Lagnafélagiö, Skýrslutæknifélgið, Ljóstæknifé- lagið, Viðhaldsfélag o.s.frv. Verk- fræðingahús gæti verið aðsetur slíkra samtaka, glæsilegt hús á góð- um staö, búnaður mikið til staðar og þjálfað starfsfólk. Enn aukin hagkvæmni og sparnaður í sam- rekstri. Hér væri um að ræða sam- tök félaga sem héldu sameiginlegan ársfund með sameiginlegri stefnu- mörkun í sameiginlegum málum. Hugsanlega gætu þó bæði einstakl- ingar og fyrirtæki verið meölimir að þessum samtökum, það veltur á skipulagi og stofnskrá. Landsfundur Landsfundur heildasamtaka tæknimanna yrði fundur til af- greiðslu á ýmsum stefnu og fram- kvæmdamálum. Ályktanir frá shk- um samtökum mundu vega þungt í þjóðmálaumræðunni og þannig gætu tæknimenn betur axlað þá ábyrgð sem þeir bera á tæknimál- um íslensku þjóðarinnar. Landsfundur og heildarsamtök stuðla að auknum tengslum mihi tæknimanna, flytja þekkingu á milli manna og efla framþróun á þessu sviði. Aukið afl auðveldar hvers konar þátttöku í alþjóðasam- starfi sem verður æ nauðsynlegra. Samvinna og síðar sameining VFÍ og TFÍ eru þess vegna upphaf- ið á viöamiklu ferh til skipulags- breytinga á málefnum tækni- manna. Samtök tæknimanna gætu orðið sambærileg við Samtök iön- aðarins og önnur slík. Hér er um þjóðþrifamál aö ræða sem bæði er þjóðinni og tækni- mönnum sjálfum mikilvægt að nái fram að ganga. Guðmundur G. Þórarinsson „Samvinna og síðar sameining VFÍ og TFI eru þess vegna upphafið á viða- miklu ferli til skipulagsbreytinga á málefnum tæknimanna. Samtök tæknimanna gætu orðið sambærileg við Samtök iðnaðarins og önnur slík.“ Meðog ámóti Samstarf Sjálfstæöisflokks og Framsóknarflokks Hefurgengið þokkalegavel „Við höfum stundum starfað sam- an i ríkis- stjórn og það héfur gengið þokkalega vel. Ég var þess fýsandi núna að taka upp samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn í rikisstjórn. Fram- sóknarflokkurinn hafði um tvo kosti að ræða - samstarf við hann eöa að vera í stjórnaraðstöðu. Það voru engar likur á málefnalegu samstarfi við Alþýðuflokkinn og þar sem Kvennalisti, Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokkur náðu ekki meirihluta í kosning- unum var sá möguleiki einnig útilokaður. Ég vonast til að starf- ið á næstu fjórum árum skili hahalausum búskap í lok kjör- tímabiisins og betri hfskjörum fyrir fólkið í iandinu og miklu minna atvinnuleysi og framför- um í þjóðfélaginu. Ég væntí þess að það verði unniö aö því að losa heimihn út úr skuldafjötrunum. í landbúnaðarmálum sé ég fyrir mér aö eitt af brýnustu verkefh- um nýrrar ríkisstjórnar veröi að snúa sér alvarlega að því að leysa vanda sauðfjárbænda sem eru komnir í ákaflega siæma stöðu og nánast að hungurmörkum. Það mál þohr enga bið.“ Vandræði á vinnumarkaði „Ég tel að samstarf þessara flokka hafi þá kosti að þá vinna þeir saman sem eru líkastir í islenskum stjórnmálum. Gallarnir eru hins vegar (>?*ui>an<w«9i. þeir að venjulega hafa stjórnir þessara flokka lent í vandræðum á vinnmnarkaði og stofnað til átaka viö verkalýðshreyfinguna, t.d. 1978 og 1956. Þær hafa því veriö stjórnir óstööugieika í þjóð- félaginu. Ég myndi á þessu stigi óttast að framfarir og lagfæringar á einstökum þáttum eins og i fé- lagsmálum og skattamálum verði látin sitja á hakanum. Hins vegar sé ég mér til ánægju, sem vænt- anlega er arfur frá okkar tið í menntamálaráðuneytinu, að nú er þaö ráðuneyti loksins fariö að skipta máh við stjórnarmyndun. Það versta við þetta samstarf er kannski aðaflamarkskerfið verði fest óbreytt í sessi. Ég hef miklar áhyggjur af því. Þaö er ómöguiegt að segja hveraig utanrikismáiin þróast Varöandi landbúnaðar- mál sömdum viö um breytingar á því kerfi árið 1991 með búvöru- samningnum. Það kerfi hefur verið að skiia sparnaði fyrir rík- ið. Rikið hefur á hinn bóginn ekki staðið við sinn hlut af búvöru- samningnum, sérstaklega kjör sauðfjárbænda. Það verður horft til þess og einnig hvernig næsta stjórn undirbýr næsta búvöra- samning - mun hún halda þannig á málum að bændur geti notiö þeirra kosta sem ríkja á almenn- um markaöi eða verða þeir áfram hengdir í framleiöslustýringar- kerfi?" . Svavar Gestsson, Al-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.