Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1995 Merming Undur auðnarinnar Patrick Huse í Hafnarborg Norski listamaðurinn Patrick Huse, sem á laugardag opnaði sýnlngu á verkum sínum í Hafnarborg, málar eyðilegt landslag sem kemur íslend- ingum að sumu leyti kunnuglega fyrir sjónirenda hefur listamaðurinn oftsinnis komiö hingaö til lands í _ Myndlist Ólafur J. Engilbertsson leit að myndefni. Um þessar mund- ir vinnur hann að sérstakri sýn- ingu sem hann byggir á því iands- lagi sem ber fyrir augu í Krýsuvík og dvelst á meðan í gestaíbúðinni í Hafnarborg. Myndirnar á sýningu Huses í Hafnarborg eru þrenns konar: Átta stór olíumálverk unnin á við; ellefu myndir unnar með blandaðri tækni þar sem grunnlagið er vatnslitur, þá vaxlag og loks blýantsteikning og loks eru á sýningunni níu grafíkmyndir, allt steinprent. Yfirgefið leiksvið Aðalsteinn Ingólfsson ritar ítarlegan og fróðlegan pistil í veglega sýning- arskrá sem er á þremur tungum og hefur einnig að geyma ritgerðir eftir Trond Borgen og Öystein Loge auk inngangs eftir Jan Aake Petterson. Aðalsteinn kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að verk Huses séu „eins og minnismerki um siðmenningu sem horfið hefur í skaut náttúrunnar sem hún hefur kastað eignarhaldi sínu á“. Myndir Huses minna þannig um sumt á yfirgefið leiksvið, lognið á eftir storminum sem öllu hefur grand- að. Þaö er samt ekki fortakslaus neikvæðni og heimsendaspá í verkum Huses. Þar gætir talsverðrar skapandi ljóðrænu með súrrealískum undir- tón og sér þess einkum staö í undarlegum skýjaformunum sem stundum taka yfir meginhluta myndflatarins, líkt og í verkinu Eyjalandslag (15). Trúverðugleiki hins ósagða Á nítjándu öldinni blómstraði rómantíkin í ýktum landslagsmyndum ferðalanga er kortlögðu fáfarnar slóðir. Margar elstu myndirnar af ís- lensku landslagi eru geröar af erlendum ævintýramönnum sem ýktu land- ið er heim kom til að verða meiri hetjur sjálflr. Huse er vissulega fjarri sjóndeildarhring þeirra manna, en Krýsuvíkin er þó ekki raunsærri í hans útfærslu en þeirra. Það er nefnilega ekki ljósmyndaraunsæi og trún- aður viö yfirborð viðtekinna sjónarhorna sem vakir fyrir Huse að leiða fram, heldur trúverðugleiki lands sem er að verulegu leyti „uppdiktað". Trúverðugleikanum nær Huse ekki hvað síst með því að skapa dramatík er byggist á því að láta eitthvað ósagt eða óbirt. Það er eins og auðnin í verkum Huses segi einhverja sögu sem varðar mannlegar tilfmningar þó hvergi sjáist mannanna verk í myndunum. Sýning sem sætir tíðindum Málverk Huses eru afar stórbrotin og krefjast mikillar fjarlægðar til að njóta sín til fulls. í sölum Hafnarborgar er þeim haganlega fyrir kom- ið og lýsing er með ágætum. Verkin sem unnin eru með blandaðri tækni sæta þó e.t.v. meiri tíðindum í hérlendum sýningarsal. Þessi verk eru unnin af fágætri natni og hstfengi og njóta sín hvað best í návígi. Sérstak- lega þótti undirrituðum mikið koma til verkanna Svifandi hluts (9), sem mun vera unnið út frá landslaginu í Krýsuvík; Landslags í bylgjum (13 og Bergmyndana (16). Stærri steinprentin eins og Landslag fyrir útvalda (27) og Að sehnu (28) eru aukreitis afar áhugaverð og ættu að vera hérlend- um grafíklistamönnum kærkomið rannsóknarefni. Hér er í stuttu máh um að ræða sérlega eftirtektarverða sýningu sem hlýtur aö teljast með þeim merkari á árinu hér á landi. Hjá fagmönnu yrir þig og þinn bíl nau PJONUSTA GÆÐI GOTT VERÐ Borgartum 26, Reykjavík. S.91-622262 Bæjarhrauni 6, Haínarfiröi. S.91-655510 Háberg, Skeifunni 5, R. S.91-814788 ROTTU R Verö kr. 39,90 mínútan Taktu þátt í skemmtilegum leik meö Sparlhefti helmllanna og þú getur átt von á aö vinna glæsilega vinninga. Vinningarnir eru ferö til Parísar fyrir tvo á vegum Heimsferöa, hljómflutningstæki að verömæti 74.900 frá Takti, 10 hádegisveröir í Lóninu, Hótel Loftleiöum, og 100 Spariheftisbolir. Til þess aö taka þátt þarft þú aö hafa viö höndina plakatiö sem fylgdi Spariheftl heimllanna. Þú hringir í síma 99-1750 og færö uppgefnar spurningarnar viö svörunum sem eru á plakatinu. Þú svarar spurningunum 10 og sendir til Spariheftis heimilanna ásamt 3 „Kalla krónu" límmiöum sem þú færö í hvert skipti sem þú notar Sparihefti heimiianna. Skilafrestur er til 28. apríl nk. Utanáskriftin er: Sparihefti heimiianna, Skeifunni lla, 108 Reykjavík. „Við borgum ekki“ er yndisleg blanda af farsalátum og hárbeittri háðsádeilu og ein af betri gamanleikjasýn- ingum sem hér hafa komið á svið í seinni tíð. DV-mynd ÞÖK Húsmæður láta greipar sópa Það hefur oft reynst erfitt að ná upp stemningu á frumsýningum gamanleikja í stóru leikhúsunum. Frumsýningargestir á „Við borgum ekki“ voru hins vegar frá upphafi til í tuskið þó að það væri eins og eitthvert hik á leikurunum í fyrstu. En það hitnaði smám saman í kolunum við góðar undirtektir hússins og þar með var boltinn kominn á ferð. Hlátrasköhin kváðu við og leikararnir tóku flugið. Þröstur Leó Gunnarsson hefur vahð skemmtilega samansettan leikarahóp í sýninguna og uppsetningin ber þess merki að hér eiga áhorfendur að skemmta sér fyrst og fremst. Farsalætin eru samt hvergi of- keyrð þó að hraðinn sé góður og ýmsum brögðum beitt til að kitla hláturtaugamar. Efniviðurinn er líka einstakur og gaman að sjá að ekkert hefur slegið i innihaldið þó að margt hafi breyst síðan verkið var samið. Jón Þórisson gerir skemmtilega leikmynd og velur glaðlega búninga. Sviðið sýnir íbúð þeirra Antoníu og Giovannis þar sem nægilegt pláss þarf að vera fyrir ýmsar óvæntar uppákomur. Leikmyndin þjónar fars- anum ágætlega og allur þessi ytri búnaður spilar tölu- verða rullu í framvindunni. Magnús Ólafsson (Giovanni) og Eggert Þorleifsson, sem leikur venjulega löggu, herlöggu, afa, og líkkistu- smiö, fara þama á kostum, sérstaklega þegar líða tek- ur á sýninguna. Týpurnar em hreint makalausar, svo að það hggur við að það nægi að þeir sýni sig. Magnús var seinn í gang og hikandi í framsögninni en fann réttan tón þegar á leið og Eggert var stundum grát- hlægilegur. Hann varðist því fimlega að fara yfir lín- una í farsatilburðunum og útkoman hjá þeim báðum fannst mér bera vott um góða leiðsögn leikstjórans því að það er vandi í svona ýkjulátum að yfirkeyra ekki. Margrét Helga Jóhannsdóttir og Hanna María Karls- dóttir leika tvær langþreyttar húsmæður, Antoniu og Margréti. Margrét Helga er rösk og aösópsmikil í hlut- verki hinnar „ráðagóðu" Antoniu og samleikur þeirra Hönnu Maríu (Margrétar), sem hún ráðskast með, kemur vel út og vakti mikinn hlátur. Konurnar em búnar að fá nóg af verðbólgu og ei- lífri baráttu við að láta matarpeningana nægja fyrir helstu nauðþurftuni og dag einn sýður upp úr í kjör- búðinni. Húsmæðurnar í hverfinu láta greipar sópa um hillumar og neita svo að borga draslið. Áuðvitað fer aht upp í loft og löggan mætir á svæðið. Eiginmennimir mega ekki vita neitt og htih vandi að leika á þá því að ekki reiða þeir vitið í þverpokum. Antónia er á handahlaupum að fela illa fengið góssið Leiklist Auður Eydal og bregður á það ráð að troða hluta af því framan á Margréti. Þar með htur hún út fyrir að vera orðin kasólétt og kemur það flatt upp á ýmsa, ekki hvað síst eiginmann hennar, Luigi, sem Ari Matthíasson leikur. Ef það væri til ítölsk Chaphnmynd þá væri Ari eins og khpptur út úr henni. Verk Darios Fo birtust fyrst á íslensku leiksviði þeg- ar L.R. sýndi Þjófa, lík og falar konur í Iðnó, árið 1965. Síðan komu þau hvert af öðru á svið og hlutu mörg miklar vinsældir. „Við borgum ekki“ er fyrir löngu orðiö klassík enda yndisleg blanda af farsalátum og hárbeittri háðsádeilu. Eins og áöur sagði er verkið enn í fuhu gildi og sýn- ing Leikfélags Reykjavíkur fannst mér ein af betri gamanleikjasýningum sem hér hafa komiö á svið í seinni tíð. Óhætt er aö mæla með henni að loknum hörðum vetri og kosningastressi. Leikfélag Reykjavikur sýnlr á Stóra sviði Borgarleikhúss: Við borgum ekki. Höfundur: Dario Fo. Þýðing: Guðrún Ægisdóttir og Inglbjörg Brlem. Lýsing: Ögmundur Þ. Jóhannesson. Leikhljóð: Baldur Már Arngrímsson. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Leikstjóri: Þröstur Leó Gunnarsson. Víðtæk þjónusta fyrir lesendur og auglýsendur! Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.