Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJ0RN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-8 LAUGARDAGS-OG MÁNUDAGSMORGNA Kristín Halldórsdóttir: Ekki óskastjórn Kvennalistans „Þetta er nú engin óskastjórn , Kvennalistans. Mér finnst þeir hafa farið illa með tækifærið til að koma konum til valda. Þeir hafa auðvitað ágætum konum á aö skipa, bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn og mér fmnst afskap- lega aumt af stærsta stjórnmála- fiokki landsins að hafa ekki ráð- herrastóla fyrir konur. Ég tek auðvit- að strax eftir því að það er lítill kven- réttindabragur á þessari stefnuyfir- lýsingu. Þeir hafa greinilega ekki notið handleiðslu kvenna," segir Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans. Ólafiir Ragnar Grímsson: flokkurinn hefurölltök „Skipting ráðuneyta og málefna- samningur sýnir að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haft öll tök í þessum við- ræðum. Sjálfstæðisflokkurinn er með öll sterku ráðuneytin í þessari ríkisstjórn og Framsóknarflokkur- inn lætur sér bara nægja að taka við 'gömlu krataráðuneytunum. Mál- efnasamningurinn er líka greinilega allur skrifaður með áherslum og orð- færi Sjálfstæðisflokksins og ég er þess vegna ekkert hissa á því að Heimdallar-deildin í Sjálfstæöis- flokknum skuli hafa óskað Davíð Oddssyni til hamingju með þessa rík- isstjórn," segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaöur Alþýðubanda- lagsins. Jóhanna Sigurðardóttir: Barátta um ráð- herrastóla LOKI Hvað fær lögguhótelið marg- arstjörnur? Vona ad hreyf ing komist á málin í Osló góöur samhljómur í máJflutningi, segir sjávarútvegsráðherra „Okkar stefha er alveg óbreytt, við höfum alltaf lagt á það áhersiu að nauðsynlegt væri að semja og gert okkur vonir um að það væri hægt að koma einhverri hreyfingu á málin á þessum fundi,“ segir Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra vegna fyrirhugaðs fundar íslendinga og Norðmanna i Ósló um fiskveiöimál nk. miðvikudag. Það hefur vakið nokkra athygli að í tíð fyrri ríkisstjórnar vom ut- anríkisráðherra og sjávarútvegs- ráðerra ekki alltaf í takt þegar um var að ræöa deilur við Norðmenn og Rússa um smuguveiðar. Eru menn sammála innan nýrrar ríkis- stjórnar um stefnuna? „Það er hægt að fullyrða aö þaö er mjög góð samstaða milli sjávar- útvegsráöuneytisins og utanríkis- ráöuneytisins í þessum málum og samhljómur í málflutningi,“ segir Þorsteinn. í Ósló mun íslenska sendinefndin undir forsæti Áma Kolbeinssonar ráðuneytisstjóra og Helga Agústs- sonar eiga tvo fundi meö Norð- mönnum; annars vegar um veiðar í Barentshafi og hins vegar um veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum. „Ég bind ákveðnar vonir viö að það komi eínhver hreyfing á þessi mál. Þeír hafa ljáð máls á þvi að ræða um síldina og þaö vekur von- ir um að það komist hreyfing á málin,“ segir Þorsteinn. -rt GuömundurAmiStefánsson: a Afturhaldsöfl P samankomin „Mér finnst ríkisstjórnarmyndun- ina hafa einkennst af kapphlaupi um aö leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda og hefur meira tekið mið af því aö tryggja sér ráðherrastóla en að tryggja málefnin sem flokkarnir voru með í kosningabaráttunni. Mér sýnist af málefnasáttmálanum að Sjálfstæöisflokkurinn ráöi ansi mik- ið ferðinni. Ég hef alla tíð verið mjög óhress með ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks og mér sýnist að meginmál t.d. Framsóknarflokksins, sem voru atvinnumálin og að tryggja úrræði til að bæta skuldastööu heimilanna, að þau séu alls ekki tryggð í þessum ■stjórnarsáttmála," segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka. Veðriðámorgun: vestanlands Á morgun verður austlæg átt, strekkingsvindur við suður- ströndina en annars fremur hæg- ur vindur. Dálítil él við norðaust- urströndina og skýjað suðaustan- lands en bjartviðri um landið vestanvert. Hiti -2 til +5 stig, hlýjast suð- vestanlands aö deginum. Veðrið í dag er á bls. 44 „Ég hef áhyggjur af því að þarna séu samankomin afturhaldsöflin í íslensku samfélagi. Mér sýnist þessi stjórnarsáttmáli þenda til þess að kyrrstaða veröi hér lykilorð í ís- lensku þjóðarbúi," segir Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Al- þýðuflokksins, um nýju ríkisstjórn- ina. Hann spáir þvi að ekki verði frið- sælt á stjórnarheimilinu. „Mér sýnist vandræðagangurinn í kringum ráðherraskipan sýna það að þessi svokallaða átt milli þessara nýju stjómarflokka verði kannski svikalogn og menn eigi eftir að sjá að það reyni á þessa miklu samstöðu sem stjórnarherrarnir tala um þegar farið verður að útfæra þessi stefnu- mið þeirra,“ segir Guðmundur Árni. -rt Þrír Islendingar ámillisvæðamót Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Jonatan Thiesdahl í gær og vann sér þar með rétt til að keppa á milli- svæðamóti FIDE. Sex keppendur urðu jafnir í þriðja sæti á Norður- landamótinu í skák fyrir nokkru og urðu því aö heyja mót um hver hreppti þriðja sætið og varð Jóhann þar hlutskarpastur. Jóhann fer á millisvæðamótið ásamt Margeiri Péturssyni og Helga Áss Grétarssyni sem þegar höfðu unniö sér rétt til þátttöku á mótinu. Er þetta í fyrsta skipti sem þrír ís- lendingar taka þátt í millisvæðamóti. -PP Egilsstaðir: Braustinnálöggu* stöðogsofnaði Brotist var inn á lögreglustöðina á Egilsstöðum aöfaranótt laugardags. Þegar lögreglumenn mættu til vinnu á laugardagsmorgni þlasti við þeim innþrotsþjófurinn, sem er karlmað- ur, sofandi í sal fyrir framan lög- reglustöðina sem er í sama húsi og hýsir héraðsdóm og fulltrúa sýslu- manns á Seyðisfirði. Maðurinn hafði brotið rúðu í úti- hurð og skriðið inn um hana. Hann var ölvaður og gisti fangageymslur þar tii síðar um daginn. Við skýrslu- töku gat hann engar skýringar gefið á athæfi sínu. -pp Það var ekki laust við að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanrikisráðherra, glotti þegar hann afhenti Hall- dóri Ásgrímssyni, arftaka sínum, lyklana að ráöuneytinu í gær. Og Halldór brosti sinu blíðasta enda ekki á hverj- um degi sem menn verða utanríkisráðherrar. Hann og sjávarútvegsráðherra segja að nú verði samhljómur i samningaviðræðunum við Norðmenn um Smugu- og Svalbarðaveiðar. - Sjá nánar um lyklaskipti ráðherra á bls. 6. DV-mynd ÞÖK Útlendingur í haldi Útlendingur var handtekinn á Hót- el Esju á laugardagskvöld eftir að hann reyndi að skipta þar gömlum verðlausumfrönskumfrönkum. -pp 85.1-} brother tölvu |w & límmiða | prentari 11 Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443 alltaf á Miðvikudögum 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.