Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRlL 1995 Fréttir DV Finnur Ingólfsson, nýr viðskiptaráðherra á ársfundi Seðlabankans: Við munum á ný skapa að- stæður fyrir vaxtalækkun „Með því að fylgja traustri og skyn- samlegri efnahagsstefnu, sérstaklega í ríkisfjármálum, og beita þeim stjómtaekjum sem þau hafa yfir að ráða munu ríkisstjómin og Seðla- bankinn á ný skapa aðstæöur fyrir vaxtalækkun. Vaxtalækkun er brýn af ýmsum ástæðum. Ég nefni að framtíðarhagvöxtur og viðvarandi lækkun atvinnuleysis byggjast á því að atvinnulífið dafni og fyrirtæki fjárfesti. Það gerist ekki ef vextir eru tiltölulega háir,“ sagði Finnur Ing- ólfsson, nýr viðskipta- og iðnaðar- ráðherra, m.a. á ársfundi Seðlabank- ans í gær. Þetta var fyrsta ráðherra- verk Finns auk þess sem ný ríkis- stjóm Vcu: öll viðstödd fundinn, að Ingibjörgu Pálmadóttur undanskil- inni. Varðandi vaxtalækkun nefndi Finnur einnig að skuldabyrði allt of margra heimila væri slík að íjöl- skyldur væm „að kikna undan henni". „Lækkun vaxta er brýnt hags- munamál fyrir þessar fjölskyldur. Peningamáhn era því eitt af stærstu úrlausnarefnum ríkisstjómarinnar og ég undirstrika að þau verða tekin fóstum tökum." Finnur sagði að nýleg vaxtahækk- un Seðlabankans á spariskírteinum væri skiljanleg en taldi að um tíma- bundna hækkun væri að ræða. Með hækkuninni hefði verið viðurkennt að ávöxtunarkrafa spariskírteina heföi verið orðin „óeðlilega" lág mið- að við aðra vexti á verðbréfamarkaði og þróun mála erlendis. Vextir spari- Finnur Ingólfsson flutti ræðu sina á ársfundi Seðlabankans i gær sem var hans fyrsta embættisverk sem nýr iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hér tekur Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri á móti Finni. DV-mynd ÞÖK skírtéina væru að færast upp að markaösvöxtum en ekki upp fyrir þá. í lok ræöu sinnar vitnaði Finnur til þeirrar venju á ársfundi Seðla- bankans að viðskiptaráðherra þakk- aði stjómendum og starfsmönnum bankans fyrir samstarfið undanfarið ár. En þar sem hann væri aðeins búinn að vera ráðherra í einn dag sagðist hann ekki geta þakkað fyrir samstarfið. Hann sagðist hins vegar vera viss um að hann gæti fært slíka kveðju fyrir hönd fyrirrennara síns, Sighvats Björgvinssonar. í ársreikn- ingum Seðlabankans var búið að líma miða með nafni Finns yfir nafn Sighvats þannig að stjórnendur bankans hafa tippað á að Sighvatur yrði áfram. Stuttar fréttir Býstviðárangrí Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra býst við árangri í samningaviðræðum íslendinga, Norðmanna og Rússa sem hefjast um veiðar í Smugunni á morgun. RÚV greindi frá þessu. Skv. Mbl. verður íslendingum boðinn yfir 15 þúsund tonna þorskkvóti. Viðræðurístrand Slitnað hefur upp úr kjaravið- ræðum undirmanna á kaupskip- um og vinnuveitenda. RÚV greindi frá þessu. Valgerðurlíkleg Nýr þingflokksformaður Fram- sóknarflokks verður valinn í vik- unni. Líkur eru á að Valgerður Sverrisdóttir verði fyrir valinu. Guðni meðfyrirvara Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir aö hann myndi aldrei samþykkja sölu á Búnaðarbankanum nema að höfðu nánu samráði viö stjórn- endur, starfsfólk og viðskipta- vini. Alþýðublaðið greindi frá. Stjórnarliðar i hár saman Ágreiningur hefur blossaö upp milli stjórnarflokkanna, um for- mennsku í fjárlaganefnd Alþing- is. Stöö tvö greindi fi-á þessu. Mannabein rak á land Mannabein rak á land vestan við Straumsvík fyrir skömmu. Beinin eru núna í rannsókn. Nýttforsetahús Framkvæmdir við nýtt íbúðar- hús fyrir forseta íslands hófust á Bessastööum í gær. Húsiö verður byggt á grunni gamla ráðsmanns- hússins. Kostnaðurinn er áætlað- ur um rúmlega 74 milljónir. Skv. Mbl. á framkvæmdum að verða lokið vorið 1996. Útvegsmenn ánægðir Formaður LÍÚ segist ánægður með að aflamarkskerfið skuli vera áfram ráðandi í stjómarsátt- mála ríkisstjómarinnar. Tíminn haföi þetta eftir Kristjáni Ragn- arssyni. -kaa Afkoma Seðlabankans 1994: Helmingi verri en árið áður - gjaldeyrisforðinn rýmaði um 11 milljarða Afkoma Seðlabankans á síðasta ári var hagstæð fjórða árið í röð. Hagn- aður fyrir skatt var 1.325 mfiljónir króna eða helmingi minni en árið 1993 þegar hann nam 2.721 milljón króna. Tekjur bankans í fyrra námu rúmum 4 mfiljörðum, vaxtagjöld voru alls 1.769 milljónir og rekstrar- kostnaður nam 650 milljónum, eða 12% meira en árið 1993. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Þrastar Ólafssonar, formanns bankaráðs Seölabankans, á ársfundi bankans í gær þegar hann tilkynnti helstu niðurstöðu ársreiknings. Jafnframt kom fram hjá Þresti að gjaldeyrisforöinn rýmaði um 11 milljarða á árinu og nam ríflega 20 milljörðum í árslok. Á sama tíma tvöfölduðust kröfur bankans á ríkis- sjóð og námu 24,5 mfiljörðum í lok ársins. „Eins og þessar tölur bera með sér hefur rýmun gjaldeyrisforðans veriö mikil og er það ekki hvað síst vegna endurgreiðslna á erlendum lánum, en einnig vegna erlendra verðbréfa- kaupa íslendinga. Kröfur bankans á ríkissjóð hafa náð þvi hámarki sem réttlætanlegt getur tahst. Mikið kapp hlýtur aö verða lagt á að lækka kröf- urnar þar sem þær rýra möguleika bankans tfi peningapólitiskra að- geröa á öðram sviðum." Þröstur sagði að ríka áherslu þyrfti að leggja á að starfsumgjörð Seðla- bankans yrði breytt og bætt með aukið sjálfstæði hans í huga sem leiddi til betra jafnvægis og meiri stöðugleika á íjármálamarkaðnum. Að auki sagði Þröstur að breyta þyrfti lögum um bankaeftirlitið þar sem stjómskipuleg staða þess yrði skýrð og ábyrgð og eftirlitshlutverk bankaráðsins gerð ótvíræðari en tíökast hefur. Samkvæmt núgildandi lögum er forstöðumaður eftirUtsins ráðherraskipaður en starfsemin á ábyrgð yfirstjórnar Seðlabankans án þess að bankaráöið geti haft eitthvað að segja um ákvarðanir bankaeftir- litsins. Halldór Ásgrímsson utanrikisráðherra mætti snemma til vinnu í gær á sin- um fyrsta starfsdegi sem utanríkisráðherra. Hér tekur Petrína Bachmann, ritari ráðherra, á móti honum á skrifstofu utanríkisráðherra. DV-mynd BG Bjöm Bjarnason, nýr menntamálaráðherra, mætti snemma til vinnu á sínum fyrsta starfsdegi í gær. Auðvitað var eitt hans fyrsta verk að ræða við Ingu Dóru Sigfúsdóttur sem tók á móti honum með skjalabunka. DV-mynd BG Útgerðarfélag Akureyringa: Akureyrarbær ekki með í hlutafjárútboðinu - og verður innan skamms í minnihluta í fyrirtækinu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: ' Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, upplýsti á aðalfundi Út- geröarfélags Akureyringa í gær aö Akureyrarbær, sem er meirihluta- eigandi í fyrirtækinu, myndi ekki taka þátt í hlutafjárútboði félagsins sem stendur fyrir dyrum og aö bær- inn hygðist minnka eignarhlut sinn í fyrirtækinu veralega á næstu þrem- ur árum. Akureyrarbær á 53% hlutafjár í ÚA og hefur hlutur bæjarins minnk- að um 25% á nokkrum árum. Á aðal- fundinum í gær var samþykkt að heimfia stjórn félagsins að auka hlutaé þess um tæpar 130 mfiljónir króna og Akureyrarbær mun ekki neyta forkaupsréttar síns. Að þessu útboði loknu verður eignarhluti Ak- ureyrarbæjar komin niöur fyrir 50%. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði ekki tímabært aö upplýsa hvort bær- inn hygðist selja hluta af hlutafé sínu í ÚA eða hvenær. Þaö yrði kannað á næstunni en máfið hefur þegar verið rætt í bæajarráði. Hagnaður Útgeröarfélags Akur- eyringa á síðasta ári nam 155 mfiljón- um króna og rekstur fyrirtækisins er geysilega öflugur. Ný stjórn var kjörin á fundinum. Formaður er Jón Þórðarson og aðrir í stjórn Pétur Bjarnason, Kristján Aðalsteinsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Halldór Jónsson. Þeir Kristján og Jón era fulltrúar fjárfestingarsjóða og KEA í stjórninni en til þessa hefur Akureyrarbær ávallt tilnefnt alla fimm stjórnarmenn félagsins. Alþýðuflokkurinn: Verulegar líkur era á að Össur stöðnum alþingiskosningum. Þing- Skarphéðinsson veröi kíörinn flokksfundur hefur enn ekki veriö formaður þingflokks Alþýðu- boðaöur en samkvæmt heimildum flokksins í stað Sigbjamar Gunn- DV er stefnt að því að halda fund arssonar sem féll út af þingi í nýaf- í vikunni. .kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.