Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 3
 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 Fréttir Aðsúgur gerður að sænskum unglingum eftir íþróttamót: Áttum f ótum fjör að launa - sögðu unglingarnir - sökin ekki síður þeirra, segir Geir Hallsteinsson „Við uröum fyrir aðkasti nokkurra íslenskra krakka og áttum fótum fjör að launa. Til að losna við ryskingar tókum við á rás og reyndar rétt sluppum inn í Víðistaðaskóla sem við búum í. Árásarliðið hélt áfram að hamast utan á skólanum og varð loks að kalla til lögreglu sem tók fasta þrjá af óróaseggjunum. Þetta leit mjög illa út um tíma og fengu sum af okkur skrámur eftir átökin. Okkur finnst þetta nokkur ljóður á annars mjög skemmtilegri ferð til íslands," sögðu sænskir krakkar sem tóku þátt í alþjóðlegu handboltamóúV Ice- cup-móti FH, sem haldið var fyrir rúmri viku. Eftir mótið fóru nokkrir ungling- anna á dansleik og urðu þar fyrir aðkasti íslenskra unglinga. Geir Hallsteinsson, talsmaður FH, sagði í samtali við DV að ljóst væri að sænsku krakkarnir hefðu ekki síður átt upptökin aö átökunum heldur en þeir íslensku. Þeir hefðu verið með leiðindaframkomu meðan á mótinu stóð og sennilega væri atburðurinn afleiðing þess. Hann sagðist hafa átt tal við fararstjóra sænska liðsins og ljóst væri að engin eftirmál yrðu af atvikinu. Hann sagði jafnframt að um leiðindaatvik hefði verið að ræða en unglingarnir, sem þarna áttu í hlut, væru ekki þátttakendur í íþróttastarfi FH heldur vandræða- unglingar sem stunduðu að efna til óláta. Að sögn lögreglu var rætt við þá unglinga sem lögreglan flutti á lög- reglustöð og þeim sleppt eftir tiltal. -pp/Hson Þingeyjarsýslur: Sænsku krakkarnir láta annars vel af dvölinni hér á landi. Frá vinstri Malin Andersson, Sávehof, en hún brákaðist í fæti í spennandi leik á mótinu, Linda Gustavsson, Sávehof, Eric Hallbert, Wasiterna, Jimmy Greenlee, Savehof, Jonas Hellgren, Savehof, og Martin Axelsson, Wasiterna. í sambandi við væntanlegt heimsmeistaramót á íslandi á næstunni voru öll sammála um að Svfar yrðu heimsmeistarar í handknattleik. DV-mynd Hson Sameiningarmálin sett niður í skúff u Uggur meðal kartöf lubænda Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég held að það sé óhætt að segja að útlitið hjá kartöflubændum sé ekki gott og verst er það án efa hjá þeim sem hafa ekki annan búskap," segir Sveinberg Laxdal, kartöflu- bóndi í Eyjafirði, um ástandið meðal kartöflubænda og útlitiö í vor. Sveinberg segir að kartöflubændur hafi fengið lítið fyrir afurðir sínar í vetur. Afleiðingin er sú að einhver hluti þeirra skuldar m.a. enn greiðsl- ur vegna áburðarkaupa á síðasta ári. Nú bætast við vetrarhörkur, á Norðurlandi sjá menn ekki fram á hvenær verður hægt að fara um garðana vegna mikiUa snjóalaga og á Suðurlandi er geysilega mikill klaki í jörðu eða allt að einum metra. „Það er því ekkert sérlega bjart fram undan hjá okkur," segir Sveinberg Laxdal. Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Ég er hræddur um að það þurfi eitthvað mikið tíl að hrinda þessari áætlun í framkvæmd," sagði Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, um fyrirhugaða sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum sem nú virðast vera úr sögunni, í bili a.m.k. Til stóð að sameina í eitt sveitarfé- lag Húsavík, Tjörneshrepp, Keldu- neshrepp og Öxarfjarðarhrepp en Einar Njálsson segjr að í viðræðun- um hafi menn rekið sig á úreltar regl- ur Jöfnunarsjóös sveitarfélaga. „Þessar reglur virkuðu öfugt við það sem ætlað var. Þær hygluðu minni sveitarfélögunum sem hafa færri en 300 íbúa en sveitarfélag eins og orðið hefði til við sameiningu þessara fjög- urra sveitarfélaga með yfir 4 þúsund íbúa hefði ekki fengið neinar greiðsl- ur úr jöfnunarsjóðnum," segir Einar. Hann segir að nýjar reglur um jöfn- unarsjóðinn eigi að taka gildi á næsta ári. Frekari hugmyndir um samein- ingu sveitarfélaganna fjögurra verði þó ekki á dagskrá á næstunni og ör- ugglega ekki fyrr en í fyrsta lagi þeg- ar séð verður hvernig hinar nýju reglur jöfnunarsjóðsins kmi Ct. þrefaldur fyrsti vinningur! Er röðin komin að þér? l*tt# Sölu í Víkingalottóinu lýkur á miðvikudag kl. 16:00, dregið verður i Sjónvarpinu um kvöldið. Freistaðu gæfunnar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.