Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 Fréttir DV Átök í aðsigi á fyrsta aðalfundi Lyflaverslunar íslands: Ríkisskipaðir stjórnarmenn vilja halda stólum sínum - fulltrúar almennra hluthafa vilja einnig í stjom Fyrsti aðalfundur Lyfjaverslunar íslands hf. fer fram í Háskólabíói nk. laugardag. Búist er við miklum átök- um um sæti í nýrri stjóm. Fjórir af fimm núverandi stjórnarmönnum ætla að gefa kost á sér áfram en þeir voru skipaðir í stjórn á síðasta ári af ríkinu til að tryggja að einkavæð- ingin færi fram samkvæmt hlutafjár- lögum. Núna á ríkið engan hlut held- ur 1.630 nýir hluthafar. Fulltrúar þessara nýju hluthafa, með Jón Þor- stein Gunnarsson, rekstrarhagfræð- ing og fyrrum framkvæmdastjóra Friggjar, í broddi fylkingar stefna einnig á stjórnarsetu og hafa tilnefnt fjóra í stjóm. Auk Jóns em þaö Bolli Héðinsson, hagfræðingur í Búnaðar- bankanum, Pétur K. Maack, prófess- or við verkfræðideild Háskólans, og Úlfur Sigurmundsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs. Ekki er ljóst hver verður fimmti frambjóö- andinn úr fylkingu Jóns. Enginn þessara 1.630 hluthafa á stærri hlut en 0,6% í Lyfjaverslun- inni. Starfsmenn eiga samtals um 6% hlut en þeir máttu kaupa fyrir tvö- falt hærri upphæð en aðrir, eða fyrir 1 milljón króna hver. Ríkisskipuðu stjórnarmennirnir fimm keyptu allir hlut af ríkinu. Einn þeirra, Margrét S. Björnsdóttir, sækist ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu. í stað hennar gefur einn fulltrúi starfs- manna kostá sér, Rúna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Lyfjaverslunarinnar. Hinir fjórir eru Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og núverandi stjórnarformaður, Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár-Almennra, Jóhannes Pálmason, forstjóri Borgarspítalans, og Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskóla íslands. Fjórmenningarnir, auk Rúnu, hafa sent öllum hluthöfum bréf þar sem þau skýra sjónarmið sín og biðja hluthafa um stuðning í stjórnarkjöri, Jón Þorsteinn Gunnarsson. annaðhvort með því að mæta á aðal- fund eða veita umboð til að fara með atkvæði sitt á aðalfundi. Hluthöfum er bent á að senda umboð til Péturs Guðmundarsonar lögmanns. Einkavæðing sem ekki á sér fordæmi Aðalfundarins er beðið með nokk- urri eftirvæntingu þar sem um eins- dæmi er aö ræða í stuttri sögu einka- væðingar á íslandi. Ekkert hlutafé- lag er með jafn dreiföri eignaraðild auk þess sem engir stórir stofnana- fjárfestar eiga hagsmuna að gæta. Búist var við baráttu nokkurra fylk- inga hluthafa um sæti í stjórn en fæstir áttu von á að núverandi stjórn, sem skipuð var á sínum tíma af fyrr- verandi eiganda, ríkissjóði, ætlar að gefa kost á sér áfram. Nú eru það þessir menn sem berjast við eina fylkingu annarra hluthafa. Til að aðalfundurinn verði lögmætur þurfa að lágmarki 50% hluthafa aö mæta eða veita umboð sitt, eða meira en 815 manns. Aðalfundurinn er talinn prófsteinn á hvernig eigi að skila rik- isfyrirtæki í hendur almennings. Þórhallur Arason sagði við DV að Þór Sigþorsson. meginástæðan fyrir því aö fjórir af núverandi stjórnarmönnum gæfu kost á sér væri að tryggja stöðugleika í rekstri á tímum stórbreytinga í sögu fyrirtækisins. „Við erum í hópi almennra hlut- hafa og viljum sjá viðgang fyrirtæk- isins sem mestan og bestan. Tveir okkar hafa verið í stjórn fyrirtækis- ins um nokkum tíma og þekkja vel til rekstursins, hinir tveir komu ný- lega úr atvinnulífinu og Háskólanum með góða reynslu. Svo er fulltrúi starfsmanna í okkar hópi því við telj- um afar mikilvægt að þeir eigi hlut að máli meö stjómarsetu. Auk eigna- breytinganna hafa átt sér stað nokkr- ar breytingar á innri starfsemi síð- ustu ár til að mæta fyrirhugaöri einkavæðingu eða samkeppni,“ sagði Þórhallur. Jón Þorsteinn Gunnarsson sagði í samtali við DV að það hefði verið hin sérstæða dreifða eignaraöild sem hefði knúið sig og félaga til að bjóða fram krafta sína í stjórn Lyfjaversl- unarinnar. „Markmiðið er að komast til áhrifa í stjórn félagsins og standa þar með vörð um hagsmuni hinna smáu hlut- Þórhallur Arason. hafa en tryggja jafnframt áframhald- andi góðan rekstur. Einnig viljum við benda á þá staðreynd að núver- andi stjórn var skipuð af ríkissjóði. Við teljum hlutverk stjómarinnar einungis hafa verið það að koma fé- laginu í almenningshlutafélagaform. Síðan verði hluthafar, sem eru eig- endur fyrirtækisins, að kjósa nýja stjórn,“ sagði Jón Þorsteinn. Vilja ekki Kolkrabbann Jón sagði að núverandi stjómar- menn ættu ekki að sitja áfram í stjórn sökum hagsmunaárekstra við dagleg störf þeirra. Fyrsta nefndi hann Jóhannes Pálmason, forstjóra Borgarspítalans, og Einar Stefáns- son, yfirmann augndeildar Landa- kotsspítala, til sögunnar. „Svo er Ólafur B. Thors áhrifamik- ill í stærstu valdablokk atvinnulífs- ins, Kolkrabbanum. Við teljum ekki heppilegt að sú valdablokk komist þannig til áhrifa í Lyfjaversluninni. Ég vil taka skýrt fram að meö fram- boði okkar erum við ekki að van- meta það sem þegar hefur verið gert af starfsmönnum Lyljaverslunarinn- ar. Það er misskilningur, sem sumir hafa haldið á lofti, að það verði okkar fyrsta verk að fara að ráðskast með starfsmenn. Við viljum stjórn ein- staklinga með faglega og breiða þekkingu á málefninu sem farsæl- lega geti markað félaginu stefnumót- un til framtíðar og staðið vörð um hagmuni þess og hluthafa," sagði Jón Þorsteinn. Þór Sigþórsson, forstjóri Lyfja- verslunar íslands, sagði viö DV að hann hefði átt gott samstarf við nú- verandi stjórnarmenn og treysti sér vel til aö starfa með þeim í framtíð- inni. „Ég þekki ekki þá aðila sem hafa lýst vilja sínum á að taka yfir stjórn fyrirtækisins og get því ekki gefið neina umsögn um þá. Átök um stjórnarsetu eru aldrei neinu fyrir- tæki til framdráttar og LyOaverslun- in er þar engin undantekning. Ein helstu verömæti lyfjafyrirtækis er fólkið sem þar starfar. Það er mjög mikilvægt hjá fyrirtækinu, kannski umfram önnur, aö það ríki stöðug- leiki og aðilar komi þar inn í sátt við starfsmenn og stjórnendur. Mark- mið sem við vinnum að eru öll til langs tíma og þar af leiðandi mikil- vægt að okkur haldist vel á hæfu starfsfólki. Ég vil síðan hvetja alla hluthafa til að mæta á aðalfundinn til að tryggja lögmæti hans,“ sagði Þór. Óbreytt afkoma 1994 Lyfjaverslun íslands tilkynnti i gær um afkomu síðasta árs, fyrir og eftir einkavæðingu. Hún breyttist sama og ekkert frá árinu 1993 eða hagnaður upp á 55,7 milljónir króna fyrir skatta. Ef aðeins er tekinn rekstur Lyfjaverslunar íslands seinni helming ársins varð 16 millj- óna hagnaður eftir skatta. Velta árs- ins var rúmur 1 milljarður og jókst um 12% frá 1993. í dag mælir Dagfari Á milli línanna Þeir voru kokhraustir, vestfirsku sjálfstæðismennirnir fyrir kosn- ingar. Settu fram nýja og breytta stefnu í sjávarútvegsmálum og lýstu því yfir að þeir myndu ekki styðja ríkisstjóm sem ekki væri þeim sammála. Það var völlur á körlunum fyrir vestan og þeir voru harðir og grimmir á svipinn og kjósendur trúöu þessum bardagamönnum og kusu þá unnvörpum. Sjálfstæðis- flokkurinn á Vestfjörðum vann góöan kosningasigur og Einar Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson náðu báðir kjöri. Raunar mátti engu muna að þriðji maður á lista næði inn. Var reynd- ar oftar en ekki inni á kosninga- nóttinni og allt var það út á hina vestfirsku sjálfstæðisstefnu í sjáv- arútvegsmálum. En svo gengu kosningarnar yfir og stjómarmyndunarviðræður hófust og allt í einu ákvað Davið að ekki væri hægt að púkka upp á kratana lengur og bauð Halldóri til samstarfs. Haildór Ásgrímsson er holdgervingur núverandi fisk- veiðistefnu sem sjálfstæðismenn- imir á Vestfjörðum höfðu sagt stríð á hendur og nú voru góð ráð dýr. Ekki til að rísa upp gegn Davíð og Halldóri því svoleiðis gerir maður ekki í pólitík. Nei, vandinn var auðvitað sá að gleypa öll stóm orö- in, því þaö er einmitt það vit- lausasta sem menn gera í pólitík að taka eitthvað upp í sig sem ekki er hægt að standa við. Hvaö var nú til ráða fyrir hetj- urnar að vestan? Ekki gátu þeir sagt sig úr flokknum, enda aldrei staðið til. Ekki gátu þeir lýst yfir stjórnarandstöðu gegn eigin ríkis- stjórn, enda ekkert gagn að því, svo fáir sem þeir eru. Ekki gátu þeir rekið fiskveiðistefnuna hans Hall- dórs ofan í Halidór, vegna þess að Halldór gleypir ekki sína eigin stefnu bara fyrir það eitt að bjarga andlitinu á vestfirskum sjálfstæð- ismönnum. Æ, æ, hvaða vandræði! Hvað seg- ir nú aftur í stjórnarsáttmálanum? Jú, þar segir að byggja eigi að mestu á aflahlutdeildarkerfi í sjáv- arútvegi en banndagakerfi svo- nefndra krókabáta verði tekið til endurskoðunar. Skapaö verði svigrúm tii að rétta hlut þeirra afla- marksbáta sem harðast hafa oröið úti vegna minnkandi þorskafla. Með öörum orðum: hér stendur ekki neitt um breytta fiskveiði- stjórn nema síður sé, ef frá eru skildir banndagamir hjá krókabát- unum, sem var alls ekki það sem Vestfirðingarnir voru að tala um. Var það þetta sem Véstfirðing- arnir voru að berjast fyrir? Að byggja áfram á aflahlutdeildarkerf- inu en laga banndagakerfi króka- bátanna til? Ekki alveg. En næstum því. Eða þannig sko. Enda segja Einar Oddur og Einar Guðfinnsson aö það standi miklu meira á milli línanna heldur en venjulegt fólk getur lesið. Bíðið bara og sjáið til. Stjórnarsáttmálar segja ekki allt og það á að gera miklu meira held- ur en stjórnarsáttmálinn segir til um. Þess vegna styðja þeir stjórn- ina. Ekki vegna þess hvaö stendur í stjómarsáttmálanum, heldur vegna þess hvað þar stendur ekki. Það er eimitt þess vegna sem þeir em sáttir við stjórnina með Hall- dóri aö það verður samt gert það sem ekki stendur neitt um hvað gert skuli, vegna þess að þar með er ríkistjórnin að samþykkja breytta fiskveiöistjórn. Þetta skilja kannske ekki aliir, en það kemur í ljós á vorþinginu og þá skilja aörir íslendingar það sem Vestfirðingarnir skilja strax. Fólk verður að fá tíma til að skilja stjómarsáttmála og umbjóðendur þingmannanna fyrir vestan munu sjá það í tímans rás að lykillinn að breyttri fiskveiðistjórn er einmitt í því fólginn að semja um óbreytta fiskveiðistjóm til að fá henni breytt. Annars hefðu þeir aldrei samþykkt þessa stjórnarmyndun. Yfirlýsingar þeirra fyrir kosningar réðu einmitt úrslitum um að stjórnarflokkamir gerðu sam- komulag um aflahlutdeildarkerfið óbreytt að mestu, til að Vestfirðing- arnir gætu stutt stjómina. Og ef þeir hefðu verið á móti samstarfi við Framsóknarflokkinn hefði þessi ríkisstjóm ekki verið mynd- uð og þá hefði heldur ekki verið skrifaö á milli línanna það sem ekki stendur í stjórnarsáttmálan- um. Þar em einmitt stóru orðin fahn. Þess vegna styðja Vestfirðingarnir ríkisstjórnina. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.