Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 Fréttir Sáttmáli sóknarsinna og sægreifa í baksamningi stjórnarflokkanna: Hlutur krókabáta og vertíðarbáta réttur í stjórnarmyndunarviðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks var einn erfiðasti hjallinn sjávarútvegsmálin. Sjálfstæðis- menn á Vestfjörðum settu fram mjög ákveðnar hugmyndir um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni og lýstu því yfir að þeir stæðu og féllu með þeim málstað. Svipað var uppi á teningnum á Reykjanesi þar sem frambjóðendur Framsóknarflokks- ins settu fram ákveðnar kröfur um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni. Samkvæmt heimildum DV voru fleiri þingmenn í núverandi stjómarliði fylgjandi þeim sjónarmiðum sem þessi öfl settu fram. Eftir ítarlegar samningaviðræð- ur við þessa aðila varð samkomu- lag um að inni í stefnuyfirlýsingu nýju ríkisstjórnarinnar yrði al- mennt orðaður kafli um sjávarút- vegsmál. í honum eru boðaðar breytingar á banndagakerfi króka- báta og búið til svigrúm fyrir þá aflamarksbáta sem að mestu byggja á þorski og orðið hafa fyrir mestum skerðingum. Þá er því lýst að tekið verði inn í stjórnarskrá ákvæði þar sem sameign þjóðar- innar á flskstofnunum verður fest í sessi. Aö baki þessum kafla er samkomulag um 12 skref sem stig- in verða á kjörtímabilinu. Sam- komulaginu má skipta upp í tvo kafla; annars vegar þær breytingar í fjórum liðum sem strax verður gengið til á vorþingi sem hefst 15. maí. Hins vegar er um að ræða breytingar sem tíundaðar eru í átta hðum og gengið verður til þegar þing kemur saman í haust. - breytingar boðaðar á kerfinu en ekki bylting Krókabátar á Suðureyri að leggja upp í veiðiferð á banndegi. Þeir fá, samkvæmt samkomulagi stjórnarflokkanna, leiðréttingu sinna mála. Bann- dagakerfið verður aflagt og tekið upp róðrardagakerfi í staðinn. DV-mynd Jón Viðir Njálsson Flotastjórn tekin upp Þau atriði sem strax verður geng- iö til aö vori eru í fyrsta lagi að teknar verði upp nýjar reglur varð- andi flotastjóm. Tryggt verði með þeim að afkastageta fiskiskipaflot- ans aukist ekki frá því sem nú er. í stað þess að einungis sé gerð krafa um að skip af sambærilegri stærð hverfi úr rekstri þegar nýtt skip kemur inn í flotann verða settar reglur sem tryggja eiga að nýja skipið sé fullkomlega sambærilegt því sem hverfur úr rekstri. Þar verði tekið tillit til vélarstærðar, skrúfustærðar, lengdar skips og rúmmetrafjölda. Þetta á að tryggja það að flotastærðin haldist í skefj- um og ekki það ferh sem verið hef- ur þar sem segja má að í stað áttær- inga hafi komið inn nýtísku hrað- fiskibátar með margfalda afkasta- getu. Þetta vandamál hefur verið viðvarandi frá því kvótakerfið hóf göngu sína. Bátar hafa breyst í tog- ara án þess að frekari úrelding kæmi til. Allt þetta hefur leitt til þess að flotinn hefur sífeht aukið sóknargetu sína þvert ofan í markmiö. Þetta er eitt þeirra atriða sem Vestflrðingar vöktu athygli á í kosningabaráttunni þar sem þeir hétu því að koma á raunhæfri flota- stjóm. Loks er hugmyndin sú að skip sem verða úrelt megi fá annað hlutverk og ekki verði lengur skylt að eyða þeim eða selja úr landi. & Tíu þúsund tonna þorskkvóti Annað atriðið í sáttmála sóknar- manna og kvótamann snýr að því að auka svigrúm þeirra báta sem oröið hafa fyrir mestum skerðing- um vegna skerts þorskkvóta. Þetta á viö alla báta frá 150 tonnum og niður úr. Samkvæmt heimildum DV er gert ráð fyrir að um 8 til 12 þúsund tonna þorskkvóti fari í sér- stakan pott sem notaður verði til að bæta bátunum upp skerðinguna. Þessi aukning komi til með því að þorskkvótinn verði aukinn sem því nemur. Miöað er við að farið verði aftur til 1991 og gengið út frá því hversu mikið bátar hafa verið skertir síðan þá. Róðrardagar í stað banndaga Þriðja atriðið sem tekið verður á snýr að vanda krókabátanna. Afh krókabáta á síðasta fiskveiðiári var rúm 30 þúsund tonn af þorski. Sam- kvæmt lögum um stjóm fiskveiða mega þeir ekki veiða meira á þessu fiskveiðiári en 21 þúsund tonn og fari þeir fram úr þeim afla leiðir það th fjölgunar banndaga á því næsta. Það stefnir, miðað við óbreytt lög, í að þessir bátar verði bundnir viö bryggju annan hvern dag. Hugmyndin nú er sú að strax á vorþingi verði þessu fyrirkomu- lagi breytt og í stað banndagakerfis verði tekið upp róðrardagakerfi. Þetta þýðir að krókabátar fá ákveð- inn dagafjölda til aö stunda sjó og útgeröir þeirra ráða því hvenær dagarnir verða notaðir. Samkvæmt núgildandi lögum verða þeir að stoppa á ákveðnum dögum sem fyrirfram eru ákveðnir. Þetta hefur valdið mikilh óánægju, sérstaklega á norðanverðu landinu þar sem tíð- arfar er erfiðara en um landið sunnanvert og tækifæri til sjósókn- ar mun færri. Hugmyndin er sú að bátar hvar sem þeir eru staðsettir á landinu fái á bhinu 100 th 120 róðrardaga sem þeir nota þegar þeim hentar. Það þarf ekki að koma á óvart að frambjóðendur Sjálfstæðis- flokks á Vestfjörðum leggja ofur- kapp á að rétta hlut krókabáta þar sem stór hluti eigenda þeirra báta á Vestfjörðum lýsti opinberlega yfir fylgi við þá í kosningabaráttunni. Verði þetta niðurstaða Alþingis er ljóst að hverfa verður frá því Fréttaljós Reynir Traustason markmiði að afh króka verði 21 þúsund tonn og óhætt er að miða við að afli þeirra verði 10 þúsund tonnum yfir því marki eða rúm 30 þúsund tonn. Tvöföldunarregla afnumin í fjórða lagi verður, samkvæmt sjávarútvegssáttmálanum, gengið til þess að afnema svokallaða tvö- földunarreglu. Þetta er regla sem sett var í tengslum við lausn sjó- mannaverkfalls og kveður á um aö útgerðir megi ekki færa meiri kvóta á báta sína en nemur afla- marki þeirra. Hún þýddi í raun að veiðiskip sem átti 50 tonna þorsk- kvóta mátti ekki færa til sín nema önnur 50 tonn. Að hausti eiga að koma th átta atriði sem voru grundvöhur sáttar sóknarliöa og sægreifa. í fyrsta lagi á að gera útektir á kostum og göll- um mismunandi leiða til fiskveiði- stjórnunar. Þar verða líklega efst á baugi núverandi aflamarksleið, sóknarstýringarkerfi Vestfirðing- anna og hreint auðhndaskattskerfi. Niöurstaða þeirrar úttektar á að ráða því hvert verður stefnt í fisk- veiðistjórnun á næstu árum. Ann- að atriði kveður á um að haldið verði áfram að bæta umgengni við hafiö og leitað leiða th þess. Ajlur fiskur um markaði? í þriðja hð er ákveðið að skoða verðmyndun í sjávarútvegi. Þarna kemur th skoðunar krafan um að ahur fiskur fari um fiskmarkaði. í íjórða lið er kveðið á um að land- helgislögin verði endurskoðuð. Þarna kemur inn í myndina krafan um friðun grunnslóðar fyrir tog- veiðum. Framsóknarmenn á Reykjanesi settu fram ákveðnar hugmyndir um að togurum yrði ekki lengur leyft að veiða á grunn- slóð og þarna er verið að koma th móts við þá. Fimmti liðurinn fjallar um að réttur til veiða utan lögsögu verði tryggður. Þá er kveðið á um að Fiskveiðasjóði íslands verði breytt í hlutafélag. í áttunda og síð- asta lið er gert ráð fyrir að leitað verði leiöa th sveiflujöfnunar í sjávarútvegi. Þetta ákvæöi stóö í mönnum en fór inn vegna kröfu framsóknarmanna. Pólitísk framtíð Vestfirðinganna Pólitísk framtíð Vestfirðinganna er í veði fyrir því að þær breyting- ar náist fram á fiskveiðistjórnun- inni að þeir geti réttlætt stuðning við ríkisstjórnina. Krafan um sóknarstýringu stendur enn óhögguð en ekkert er í sáttmálan- um sem boðar byltingu í fiskveiði- stjórnuninni. Ákvæðið um að skoð- aðar veröi mismunandi leiðir verð- ur ekki uppi á borðinu fyrr en í haust og í framhaldi þeirrar úttekt- ar kemur í ljós hvort raunveruleg- ur vilji er á Alþingi til breytingar. Sáttmálinn felur í raun ekki í sér neinar raunverulegar breytingar enn nema hvað varðar krókabát- ana. Þar má segja að unnist hafi sigur og það viðhorf er ráðandi meðal sóknarsinna að með því að hlúa að því kerfi, sem er byggt á hreinni sóknarstýringu, sé verið að vinna áfangasigur gegn kvóta- kerfinu. Um þær lausnir sem boð- aðar eru á vanda aflamarksbát- anna er trúlegt að nokkuð almenn sátt ríki. Vaxandi óróleiki hefur verið innan LÍÚ vegna stöðu báta- flotans og buðu bátamenn fram th stjórnar síðast gegn ráðandi öflum þar. Það er því tahð líklegt að valdamenn þar, með formanninn í broddi fylkingar, muni sætta sig við að bátaflotinn fá spón úr aski annarra. Þetta á þó ekki við þær lausnir sem boðaðar eru fyrir krókabátana. Sömu öflum hugnast lítt að sá útgeröarflokkur taki til sín aukinn afla á kostnað heildar- innar. Uppskera óánægjuaflanna í Framsóknarflokki og Sjálfstæðis- flokki mun ekki koma í ljós fyrr en undir lok kjörtímabilsins. Það er þó nokkuð ljóst að ekki verða gerðar byltingar í kerfinu en tals- verðar breytingar liggja í loftinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.