Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRIL 1995 7 dv________________________________Fréttir Nýju ráöherramir eru í óðaönn að leita sér að aðstoðarmönnum: Sex hætta störfum og átta koma nýir inn Sex aðstoðarmenn ráðherra hafa hætt störfum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum. Segja má að þrír þeirra fari aftur í sín gömlu störf en hinir séu í atvinnuleit. Talsverðar breytingar verða í aðstoðarmanna- hði sjálfstæðisráðherranna og nýir menn koma inn til aðstoðar ráðherr- um Framsóknarflokksins. Fram- sóknarráðherramir eru allir að velta máhnu fyrir sér. Samkvæmt heim- ildum DV hefur enginn þeirra ráöið sér aðstoðarmann enn sem komið er enda hörð barátta flokksmanna og annarra að komast í þessi störf. Margrét S. Bjömsdóttir, sem hefur verið aðstoðarmaður viðskiptaráð- herra frá 1993, hefur verið í launa- lausu leyfl frá starfi sínu sem endur- menntunarstjóri Háskóla íslands og tekur hún við því starfi í vor eða sumar eins og hún hefur stefnt að. Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, er í leyfi frá Félagsmálastofnun Kópavogs og Sigfús Jónsson, sem hefur verið aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, heldur áfram að reka ráðgjafarfyrirtækið Nýsi hf. Aðrir aðstoðarmenn fyrrum al- þýðuflokksráðherra ganga ekki að framtíðinni jafn vísri. Þröstur Ólafs- son, sem var aðstoðarmaður utan- ríkisherra, og Birgir Hermannsson, sem var aðstoðarmaður umhverfis- ráðherra, hafa hvorugir í fóst störf að venda og eru því í atvinnuleit. Sá síðarnefndi er reyndar á leið í fram- haldsnám haustið 1996 og þarf að komast í vinnu í milhtíðinni. Nokkrar óráðnar gátur Steingrímur Ari Arason heldur að öhum líkindum áfram sem aðstoðar- maður fjármálaráðherra en Ari Edwald, sem var aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra, flyst yfir í sjávarútvegsráðuneytið. Sigur- geir Þorgeirsson, fyrrverandi aöstoð- armaður landbúnaðarráðherra, hef- ur sótt um starf framkvæmdastjóra Bændasamtakanna og er óráðiö hver tekur við hans starfi. Inga Dóra Sig- fúsdóttir, aðstoðarmaður Ólafs G. Einarssonar, er óráðin gáta og ekki er vitað hvern Hahdór Blöndal ræð- ur til sín i samgönguráðuneytið. Þá er óvíst hvort Eyjólfur Sveinsson heldur áfram í forsætisráðuneytinu. Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ekkert ákveðið enn um ráðning- ar í störf aðstoðarmanna. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Ingi- björg Pálmadóttir hehbrigðisráö- herra og Páh Pétursson félagsmála- ráðherra æha að íhuga máhð en ekki er vitað hvað Finnur Ingólfsson iðn- aðar- og viðskiptaráðherra eða Guð- mundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráðherra hafa í hyggju. -GHS Hótel Island kvnnir skemmtidagskrána ÞÓ LÍBI ÁR 06 ÖLD BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR BJÖKGVIN HALLDÓRSSÖN lítur yfir dagsverkiá seni dægurlagastingvari ;i hfjóinplölum í aldarfjóröung, og \iö he.vTum na>r 60 lög f'rá / glæstum f'erli - frá 1969 til okkar daga vV01 Næstu sýningar: 29- aPrí| 6. maí Gestasöngvari: SIGHÍDI R BKINTKINSDÓITIR ' Leikm.Mtd og li*ikstjórn: BJÖKN G. BJÖKNSSON IHjomsvcitarstjori): Gl''NNAK MÍRDARSON JBB asamt lOmanna Iiljomsvrit JÓ\ AXKL ÓLAFSSON Danshöt'undur: HKLKNAJONSDOTTIK Dansarar ur BATTl' llokknum Matseðill Súpa: Koníakstónuö humarsúpa meó rjómatoppi Aðalréttur: Lambapiparsteik með gljáðu grœnmeti, kryddsteiktum jaróeplum og rjómapiparsósu Eftirréttur: Grand Marnier ístoppur með hnetum og súkkuðlaði, karamellusósu og ávöxtum Verð kr. 4.600 - Sýningarv. kr. 2.000 Dansleikur kr. 800 Steingrímur Hermannsson DV1 Feður og synir Utanríkis- og dómsmálaráðh. '47-"49. Utanríkis-, dóms- og menntamálaráðh. '49-'50. Utanríkis- og dómsmálaráðh. '50-'53. Dóms- og menntamálaráöh. '53-'56. Oóms- og kirkjumálaráöh. '59-'63. Forsætisráöherra '63-'70. Bjarni Benediktsson Félagsmáiaráðh. '56-58. Félags- og samgöngumálaráöh. '71-'73. Menntamálaráðh. '95. Bjöm Bjarnason Fjármáiaráöh. '87-'88. Utanríkisráöh. '88-'95 Jón Balvin Hannibalsson Mennta- og iönaöarmálaráöh. '56-'58. Mennta-, viðskipta- og iönaöarmálaráðh. '58-'59. Mennta- og viöskiptamálaráöh. '59-'63. Mennta- og viðskiptamálaráöh. '63-'71. Mennta-, dóms- og kirkjumálaráðh. '79-'80. Gylfi Þ. Gíslason Vilmundur Gylfason Landbúnaðarráöh. '49-'50. Landbúnaðarráðh. '80-'83. Jón Pálmason Pálmi Jónsson Forsætis- og dómsmálaráöh. '34-'41. Forsætis-, landbúnaðar- og dómsmálaráöh. '41-'42. Landbúnaðarráðh. '50-'53. Forsætis-, landbúnaöar og dómsmálaráðh. '56-'58. Hermann Jónsson Dóms-, kirkju- og landbúnaðarráöh. '78-'79. Sjávarútvegs- og samgönguráðh. '80-'83. Forsætisráöh. '83-'87. Utanrikisráöh. '87-'88. Forsætisráöh. '88-'91. Ríkisstjómir Lindanfarinna ára: Synir ráðherra feta í fótspor feðra - Bjöm Bjamason eini ráöherrasonurinn íríkisstjóm Davíös Svo einkennilega hefur viljað til að allt frá árinu 1978 hefur minnst einn ráðherra í hverri ríkisstjórn átt fóður sem áður gegndi ráðherraemb- ætti. Ráðherrasynimir sem sest hafa í ráðherrastól eru þeir Steingrímur Hermannsson, sonur Hennanns Jónassonar, Pálmi Jónsson, sonur Jóns Pálmasonar, Vilmundur Gylfa- son, sonur Gylfa Þ. Gíslasonar, Jón Baldvin Hannibalsson, sonur Hannibals Valdimarssonar, og nú síðast Björn Bjamason, sonur Bjamá Benediktssonar. -kaa Frosti hf. í Súðavík: Tapi snúið í hagnað Frosti hf. í Súðavík hagnaðist um 50 milljónir á síðasta ári samkvæmt heimildum DV. Þetta er algjör um- snúningur í rekstri fyrirtækisins sem tapaði 100 milljónum á árinu 1993. Fyrirtækið hætti í júní á síðasta ári vinnslu á bolfiski og sneri sér alfarið að rækjuvinnslu. Fyrirtækið, sem er langstærsti at- vinnurekandinn í Súðavík, á og rek- ur þrjú skip, ísfisktogarann Bessa og togskipin Haffara og Kofra sem öll eruárækjuveiðum. -rt Akranes: Þrír rústuðu bíl Lögreglan á Akranesi handtók í fyrradag þrjá unga menn fyrir aö stórskemma bíl sem stóð fyrir utan hús í bænum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu ætluöu piltarnir að stela bílnum. Þeim tókst að gangsetja hann en stýr- islásinn gátu þeir ekki opnað. Óku þeir bílnum á girðingu og bmtu síðan í honum allar rúður. Ennfremur dælduðu þeir bílinn með því að sparka í hanu. Piltarnir, sem voru ölvaðir, voru settir í hald lögreglu og málið rann- sakað. -pp örugglega fati framar KUMHO NORÐDEKK IIJÓWARÐASTÖÐM H/f á að erum fluttir úr Skeifunni en tökum vel á móti þér að Bfldshöfða 8 - þar sem rauði bfllinn er á þakinu. Fljót og góð þjónusta. Bíldshöfða 8-112 Reykjavík Sími 587-3888 Allir þeir sem láta umfelga fá 50% afslátt af þvotti hjá þvottastöðinni við hliðina á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.