Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 Stuttar fréttir UÚönd ÁrásíSarajevo Tveir létust pg þrir særðust í árás í Sarajevo í gær. Útrýmakjarnavopnum Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, sagði hjá Sameinuðu þjóðunum í gær að kjarnorku- veldin ættu að stefna að útrým- ingu allra kjarnavopna. Delorsekkiráðherra Jacques Del- ors segist ekki sækjast eftir stöðu forsætis- ráðherra Frakklands þó Liónel Jospin verði kjörinn forseti landsins í kosningunum 7. maí. NATO tifnefnt NATO hefur verið tilnefnt til friöarverðlauna Nóbels. Hírðin gagnrýnd Bin af hirðkonum Elísabetar Englandsdrottningar varð fyrir harðri gagnrýni í breska þinginu þar sem mörg skyldmenni henn- ar eru sögð búa í íbuðum krún- unnar án þess að greiða leigu. Neitaóiiréttinum Mannréttíndadómstóll Evrópu ér með mál bresks blaðamanns til meðferðar sem var sektaður fyrir óvirðingu við réttínn þegar hann neitaði að gefa upp heimild- armenn sína. Varlakosiðáítalíu Líkurákosn- ingum á ítalíu í júní þykja hafa farið minnk- andi,þráttfyrir sigur flokks Berlusconis í sveitarstjórn- ý\ arkosningum. Berluseoni hafði krafist þing- kosninga sem fyrst tíl að skýra stjórnmálaástandið í landinu. Kosiöí Malasíu Búist er við að Mahatir Moham- ad og flokkur hans vinni stórsig- ur í kosningum sem lauk i Malas- íu í gær. Leiðtogarspátdollar Pjárraálaráðherrar sjö stærstu iðnríkja heims munu hittast tíl að ræða slæma stöðu dollarans. Kjarnorkuskípi neitað Bresku Öutningaskipi sem flyt- ur kjarorkuúrgang var neitað um að leggjast að bryggju í Japan. MarokkóogESBfunda Pulitrúar ESB og Ma- rokkó vonast til að ná sam- komulagiífisk- veiðideilu aðil-; anna á fundum sem höfust í gær. Marokkó- menn vilja takmarka fjðlda spænskra og portúgalskra fiski- skipa um helmíng og skerða kvóta til að vernda fiskstofnana undan ströndum landins. : 51léstíeldsvoða Fimmtíu og einn lést i eldsvoða sem geisaði í skemmtanahverfi í Urumql í Kína. Deiltumhomma Breskir stjórnmálamenn og for- ingjar $ hernum deila um áfram- haldandi bann við að leyfa hommum og lesbíum að gegna herþjonustu. Beuter Eitt þúsund herskáir hútúar eftir í flóttamannabúðunum í Rúanda: Búist við enn meira bl - stjórnarher Rúanda hefur búðirnar í herkví Her Rúanda-stjórnar hefur Kibeho flóttamannabúðirnar í suðvestur- héraði landsins enn þá í herkví. Um þúsund manns eru eftir í búðunum, allir af ættbálki hútúa. Yfir eitt hundruð þúsund manns voru í búð- unum þegar mest var áður en „slátr- unin" hófst þar um síðustu helgi. Þá drap sfjórnarherinn, sem tútúar ráöa, í það minnsta 2000 manns í búðunum á hrottalegan hátt. Sumir halda þvi þó fram að allt að 8000 manns hafi látist. Fólkið hafði flúið í borgarastríðnu á síðasta ári og feng- ið afdrep í búðunum. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að semja um að fá að flytja á brott þá þúsund sem eftir eru en Rúanda- stjórn er því andvíg þar sem hún segir að um stríðsglæpamenn sé að ræða. Aðstæður í búðunum eru öm- urlegar og þar var engin aðstaða fyr- ir rúmlega eitt hundrað þúsund manns sem voru þegar mest var. Mikil skálmöld ríkir í landinu milh tútsía og hútúa eins og verið hefur síðustu árin. Hútúar eru taldir hafa drepið mörg hundruð þúsund tútsía í vargöldinni sem ríkt hefur á síðustu tveimur árum. Hjálparstarfsmenn segja að herinn sæki mjög að hútúum sem eru í nágrenni búðanna og skipi þeim aö yfirgefa svæðið friðsamlega eða verða fluttir á brott nauðugir að öðrum kosti. Þeir eitt þúsund hútúar sem eftir eru í búðunum eru staðráðnir í berj- ast við stjórnarherinn geri hann árás inn í búðirnar. Það er því ekki víst að þeir sætti sig við milligöngu SÞ í málinu heldur ætli sér að berjast þar til yfir lýkur. Það er því hætta á frek- ara blóðbaði í Rúanda. Fréttaskýr- endur spá frekara blóðbaði á næst- unni enda líti hútúarnir svo á að ef þeir gefist upp án skilyrða og yfir- gefi búðirnar bíði þeirra ekkert nema dauðinn. Rúandastjórnin lítur á þá hútúa sem eftir eru í búðunum sem morðingja og neitar þvi að þeir fái að yfirgefa búðirnar undir vernd Sameinuðu þjóðanna. Það sem mælir þó gegn því að Rú- andastjórnin láti til skarar skríða og ráðist inn í flóttamannabúðirnar er að staða hennar er veik enda er hún fordæmd um allan heim eftir atburði síðustu vikna og því hiki hún við frekara blóðaði. Stjómvöld í Rúanda afsaka blóð- baðið um helgina með því að hútúar í búðunum hafi byrjað á því að skjóta á hermenn stjórnarhersins og því hafi þeir orðið að svara fyrir sig. Reuter Friðargæsluliði frá Sameinuðu þjóðunum dregur lík tveggja barna úr likhaug í Kibeho-flóttamannabúðunum í Rúanda. Nú er talið að um 2000 manns hafi verið drepin í búðunum þegar her Rúanda-stjórnar réðst til atlögu gegn flóttamönnunum. Líkin verða grafin í fjöldagröf. Símamynd Reuter Norðmenn og ESB náð samningi um tollfríðindi: Norðmenn ekki allt of ánægðir Norðmenn og Evrópusambandið (ESB) hafa náð samningum um toll- fríðindi á útflutning sjávarafurða til fyrrum EFTA-ríkjanna Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis en auka- tollur lagðist á útflutning Norð- manna til þessara landa eftir að þau gengu í Evrópusambandið. Sama átti við um ísland. Áður hafði útflutning- urinn verið tollfrjáls. Samningurinn hljóðar upp á ákveðið stóran kvóta sem flytja má til þessara landa án þess að tollur leggist á. Eivinn Berg, sendiherra Noregs hjá ESB, segir samninginn vera ásættan- legan en ekki mikið meira en það. í sjávarútvegsráðuneytinu eru menn á þvi að hægt sé að lifa við samning- inn, en eru ekkert allt of ánægðir með hann. Magn algjörlega tollfrjáls útflutn- ings er ekki eins mikið og Norðmenn höfðu búist við en sendiherrann legg- ur áherslu á að ekki hafi verið mögu- legt aö fá ESB til að teygja sig lengra í átt að óskum Norðmanna. Norð- menn höfðu óskað eftir að útflutn- ingstölur frá árinu 1994 væru lagðar til grundvallar þegar kvótinn var ákveðinn en það fékkst ekki sam- þykkt heldur var miðað við meðaltal áranna 1992 til 1994. Norðmenn höfðu til dæmis óskað eftir því að kvótinn fyrir lax skyldi vera 8.900 tonn en hann verður nokkru minni. Tölur hafa þó ekki enn verið gefnar upp. Samningurinn nær til 32 fiskteg- unda sem fengu á sig toll þegar lönd- in þrjú gengu í Evrópusambandið þann l. janúar sl. Tollurinn sem lagð- ist á hefði komið til með að kosta Noreg tæplega 1,5 milljarð á þessu ári. Mikilvægustu afurðirnar fyrir Noreg, sem samningurinn nær til, eru rækjur, síld, lax og makríll. NTB Kalifornía: Pakkasprengja drepureinn ¦ Sprengja,semfahnvarípakka, sprakk i skrifstofubyggingu timburfyrirtækis í Sacramento í Kaliforníu í gær og varð einum manni að bana. Lögregla og slökkvilið þustu á vettvang en sprengjan hafði brotið flestar rúöur og hurðir í húsinu. Enginn hefur lýst sig ábyrgan fyrir spfengingunni. Taliö er að pakk- inn hafi verið skiiinn eftir fyrir utan bygginguna, starfsmaður hafi síðan borið hann inn og rétt öðrum sem hafi opnaðhann. Til- ræðið er talið tengjast sams kon- ar tílvikum þar sem sprengju- pakkar hafa verið sendir stofnun- un, skólum og tölvufyrirtækjum síðastliðin tvö ár. Tveir hafa lát- ist óg 23 særst í sprengingunum. Engin tengsi eru talin vera við sprengjutilræðið í Oklahoma þar sem að minnsta kosti 80 fórust ogl50mannsersaknaö. Reuter Nr. Leikur: Roðin LWBA-Derby -X - 2. Notts Cnty - Grimsby --2 3. Charlton - Luton 1 - - 4. Oldham - Millwall - -2 5. Watford - Bristol C. 1 - - 6. Stoke - Port Vale - -2 7. Assyriska - Vásterás -X - 8. Brage - GIF Sundsv -X - 9. Luleá-Gefle --2 10. Umeá-Sirius 1 -- 11. Landskrona - Falkenbergl -- 12. Myresjö - Hássleholm -X - 13. Skövde - Kalmar FF -X - Heildarvinningsupphæð: 70mllll6nlr 13 réttir 12 réttir 11 réttir lOréttir 6.258.580 67^940 5.330 1.230 kr. kr. kr. kr. ITA 1 O IX 1 Df\| T~|K|Ki| 16. leikvika 23. ARRIL1995 II Nr. Lelkur: RöBln 1. Roma-Lazio --2 2. Parma-lnter 1 -- 3. Sampdoria - Fiorentina -X- 4. Napoli - Foggia 1 -- 5. Cremonese - Genoa 1 -- 6. Cagliari - Reggiana 1 -- 7. Juventus - Padova -2 8. Bari-Brescia 1 -- 9. Verona - Atalanta -X- 10. Lucchese - Ancona -X- 11. Perugia - Cesena -X- 12. Ascoli - Cosenza -X- 13. Vicenza - Palermo 1 -- Heildarvinningsupphæð: 9,7 mllljónlr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.