Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1995, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 Fréttir Nýtt „stríð“ íslenskra sjávarafurða og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna: Sölurisarnir berjast um Fiskiðjusamlag Húsavíkur Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyit Ný barátta sölurisanna tveggja sem versla með sjávarafurðir, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og íslenskra sjávarafurða, er nú hafin og svipar um margt til þess þegar þessi fyrir- tæki börðust um afurðasölumál Út- gerðarfélags Akureyringa í vetur. Um er að ræða viðskipti með afurðir Fiskiðjusamlags Húsavíkur sem ver- ið hefur í viðskiptum við íslenskar sjávarafurðir hf. og fyrirtæki tengd Sambandinu sáluga í áratugi. Bæði fyrirtækin hafa gert Húsvík- ingum tilboð um kaup á hlutabréfum í Fiskiðjusamlagi Húsvíkinga. Sölu- miðstöðin hefur óskað eftir viðræð- um við bæjaryfirvöld, sem eiga meirihluta í Fiskiöjusamlaginu, og vill SH kaupa hlutabréf í fyrirtækinu eða taka á annan hátt þátt í hlutafjár- aukningu þess. íslenskar sjávaraf- urðir sendu um helgina tilboð til bæjaryfirvalda um kaup á tiltekinni upphæð í þeirri hlutafjáraukningu sem fyrir dyrum er hjá Fiskiðjusam- laginu en ekki er látið uppi hversu háa upphæð þar er um að ræða. Hlutafé Fiskiðjusamlagsins, sem er vinnslufyrirtæki þeirra Húsvíkinga, er 190 milljónir króna. Heimild liggur fyrir til að auka hlutaféð um 200 milljónir og hefur verið ákveðið að nýta helming þeirrar heimildar nú. „Það sem mun gerast næst í þessu máh er að stjóm Fiskiðjusamlagsins mun fjalla um tilboð íslenskra sjáv- arafuröa hf. en bæjarráð mun taka erindi SH til afgreiöslu. Ég ætla að vona að þótt þessi risafyrirtæki séu að bitast komi það ekki til með að skapa neinn glundroða í þessu litla samfélagi okkar,“ segir Einar Njáls- son, bæjarstjóri á Húsavík. Raufarhöfn: Óánægja með undir- tektir sölurisanna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Mikil óánægja er ríkjandi á Raufar- höfn með afstöðu sölurisanna, Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og ís- lenskra sjávarafurða hf„ til þátttöku í hlutafj áraukningu í sjávarútvegs- fyrirtækjunum á Raufarhöfn og Kópaskeri. Stjómir Jökuls, Fiskiðju Raufar- hafnar og Geflu á Kópaskeri hafa freistað þess að fá aukiö hlutafé inn í rekstur fyrirtækjanna, ekki síst til þess að geta breytt framleiðslu sinni og framleitt í dýrari pakkningar. Var um það rætt á sínum tíma að ÍS kæmi hugsanlega inn í fyrirtækin með hlutafé og fengi þar með við- skiptin með afurðimar sem SH hefur haft með höndum. Stjórnir fyrirtækjanna og sveitar- stjórnir beggja staðanna mátu tilboð sölufyrirtækjanna þannig að þau væm óaðgengileg og þeim var báðum hafnað. Eins og staöan er í dag held- ur því SH viðskiptunum en sam- kvæmt heimildum DV er ekki víst aö það verði til frambúðar. „Við höfum fullan hug á að taka strax í okkar hendur söluna á rækj- unni og teljum að SH hafi ekki greitt okkur þaö verð sem hægt er,“ segir heimildarmaöur DV á Raufarhöfn. Sami heimildarmaður segir að það sé lífsspursmál fyrir fyrirtækin að geta hafið framleiðslu á bolfiski í dýrari pakkningar og stöðva þannig taprekstur sem verið hefur undan- farin ár. „Ætli við verðum ekki aö beijast í þessu sjálfir eins og hingað til,“ sagði heimildarmaður DV um þetta mál. Borgarlögmaður skriíar Eir bréf: Rangt staðið að inngöngu nýira félaga „Nokkrum klukkutímum fyrir fundi í október. fundinn á miðvikudá'ginn kom bréf „Þetta er algjörlega fráleitt og frá borgarlögmanni þar sem hann hefur ekkert með þessi félög að dró í efa að það heföi veriö löglega gera. Þaö er ekkert sem mælir gegn staðiö aö inntöku þessara nýju aö- því að taka inn nýja félaga en menn ila. Þaö er rpjög sérkennilegt aö verða aö gera það meö réttum þettabréfskulihafa veríðsentmeð hætti. Bréf borgarlögmanns er svo stuttum fyrirvara og ekki geng- bara athugasemd um að til þess aö ið úr skugga um þetta fyrr. Fólk taka inn nýja félaga þurfi sam- tekur þetta sem Qandskap í garð þykki allra stofnaðila. Reykjavík- þessara samtaka. Það virðist anda urborg er stofnaðili og hefur greitt köldu í garö þeirra frá núverandi 40 prósent af stofnkostnaöi. Þegar ráðamönnum í borginni eftir að nýir félagar eru teknir inn sem fá borginsleitsamstarfiviðEirvegna fulltrúa i stjóm minnkar vægi byggingar hjúkrunarheimilis í Reykjavikurborgarogþáþarfauð- Mjódd," segir Guðrún Zoéga borg- vitað að leita samþykkis hennar arfulltrúi. sem stofnaðila,“ segir Ingibjörg Borgarlögmaður hefur skrifað Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. fulltrúaráði sjálfseignarstoíhunar- „Við fórum að velta fyrir okkur innar Eirar bréf um aö ekki hafi af hveiju þessir aöilar væru allt í veriö staöiö rétt aö inngöngu Sókn- einu komnir inn í Eir sem var fjár- ar, Framsóknar, Hussjóðs Óryrkja- magnað og til stofnaö með þeim bandalagsins og SÍBS í samtökin hætti aö Reykjavíkurborg lagöí þar sem borgarráð hafi þurft aö fram 40 prósent, ríkið 40 prósent samþykkja inngönguna. Bréf borg- og aðrir aðilar 20 prósent. Við átt- arlögmanns barst flilltrúaráðinu á uöum okkur allt i einu á því aö miðvikudag og var fundinum frest- þama voru fleiri aðilar koranir inn aö meðan gengiö yrði úr skugga án þess að leitað hefði veriö eftir um þetta. Félagasamtökin fiögur formlegu samþykki hér," segir vora samþykkt inn í Eir á fulltrúa: borgarstjóri. ráðsfundi í fyrravor og staöfest á -GHS Frá undirritun samnings um D-álmuna, frá vinstri: Anna Margrét Guömundsdóttir, stjórnarformaður SS, Jón Gunn- arsson oddviti, Vogum, Sigurður Jónsson sveitarstjóri, Garði, Sighvatur Björgvinsson, Friðrik Sophusson, Ellert Eiríksson bæjarstjóri, KNH, Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri, Grindavík, Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjar- stjóri, Sandgerði. DV-myndir Ægir Már D-álma við Sjúkrahús Suðumesja: Mesta hagmuna- mál byggðarlagsins Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta þýðir mikla aukningu við þá heilbrigðisþjónustu sem við veit- um og stækkar heilsugæslustööina sem er í þröngu húsnæði. Viö fáum fullkomna endurhæfingaraðstöðu og legurými fyrir 28 manns til viðbótar auk starfsmannaaðstöðu. Þessi bygg- ing leysir þó ekki allan vandann sem við hefðum viljaö leysa en er stórt spor í rétta átt,“ sagði Jóhann Ein- varðsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurnesja í Keflavík. Þáverandi heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra undirrituðu fyrir hönd ríkisins ásamt fulltrúum sveit- arfélaganna á Suðurnesjum samning um byggingu D-álmu við Sjúkrahús Suðumesja í Keflavik 3. apríl að við- stöddum fjölda gesta. Byggingin verður staðsett austast á sjúkrahúslóðinni og tengist bæði heilsugæslustöðinni og sjúkrahúsi. Heildarflatarmál 2667 m2 og bygging- stjóri Sjúkrahúss Suðurnesja. in verður á 2 hæðum og kjallari. Húsiö verður boðið út í áföngum. Áætlaður heildarkostnaður er um 335 millj. króna. Framlag ríkissjóðs er 85% eða um 285 milljónir og sveit- arfélaga á Suðurnesjum 15% eða um 50 milljónir. Lokið verður við fyrsta áfanga í ár en þá verður húsið steypt upp og gengið frá því að utan ásamt lóö. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er um 130 milljónir og munu sveitarfélögin fiármagna hluta af framlagi ríkissjóðs þar til 1998-1999. „Samtökin vora stofnuð með það markmið að vinna að byggingu og búnaði D-álmunnar. Það hefur veriö unnið markvisst að málinu og nú er þetta loks í höfn. Þetta hefur verið að velkjast í kerfinu í einhver ár. Þetta er að okkar mati í röð mestu hagsmunamála byggðarlagsins ef ekki það stærsta," sagði Tryggvi Valdimarsson, formaður D-álmu samtakanna á Suðumesjum. Þau voru stofnuð 1987 og stendur 31 félag að þeim. Þau verða lögð niður þegar D-álman hefur tekið til starfa. Alþingl: Vorþing um miðjan maí Ákveðið hefur verið að kaUa Al- tekin fyrir mál sem snerta GATT- ir nokkur atriði í lögunum um stjóm þingi saman um miðjan maí og sagð- samninginn og EES-samninginn. Þar fiskveiða sem getið er um í stjómar- ist Eyjólfur Sveinsson, aðstoðarmað- er um að ræða staðfestingu á nokkr- sáttmálanum. Ekki er gert ráð fyrir ur forsætisráðherra, gera ráð fyrir um málum sem ekki hefur unnist að þinghald standi lengur en tvær að þingið kæmi saman 15. maí. tími til að afgreiða. vikur. Á þessu vorþingi verða aðallega Þá mun einnig ákveðið að taka fyr-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.